Þjóðviljinn - 15.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.07.1943, Blaðsíða 1
Á fjórða hundrað manns hlustuðu á ræðu Einars Olgeirssonar í gærkveldi Fundur Sósíalistaflokksins í gærkveldi var vel sóttur. Mættu á fjórða hundrað manns. Einar Olgeirsson flutti ræöu sína um sjálfstæðismál íslend- inga og talaöi í hálfa aðra klukkustund. Var ræðimni tekið með dynjandi lófataki. Ræðan mun veröa birt, En krefsf þess ad vísifðluátreikníngurínn verðí endurskoðaður Martinique undir yfir- ráðum frönsku þjóð- frelsisnefndarinnar Trúnaðarráð Dagsbrúnar hélt fund í gærkvöld til þess að ræða um það, hvort segja skyldi upp kaupsamningum við at- vinnurekendur að þessu sinni. Samþykkti fundurinn að leggja fyrir félagsfund, sem vænt- anlega verðiu- haldinn næstu daga svohljóðandi ályktun um þessi mál: „Verkamannafélagið Dagsbrún ákveður að segja ekki upp samningum sínum við atvinnurekendur að þessu sinni, þar sem félagið telur að önnur meira aðkallandi verkefni liggi fyr- ir eins og sakir standa, svo sem endurskoðun vísitöluútreikn- ingsins eins og lofað var, þegar samningar voru gerðir, en sem ekki hefur verið efnt, en félagið telur að vísitalan gefi ranga hugmynd um raunverulegan vöxt dýrtíðarinnar. Ennfremur vill félagið beita sér af alefli fyrir því, að tollar skattaframtals verði hækkaður a. m. k. í samræmi við aukna dýrtíð og að séð verði fyrir nægilegum og hagnýtum verkefn- um fyrir verkamenn næsta vetur, svo að komið verði i veg fyr- ir atvinnuleysi. Trúnaðarráöiö ræddi enn- fremur stofnun bandalags al- þýðusamtakanna, en Dags- brún hefur haft frumkvæöi að stofnun slíks bandalags. Er nú mál þetta komið þaö áleiðis að Alþyðusambandið hefur samþykkt aö hefjast handa um myndun banda- lagsins og verður væntanlega hægt aö skýra frá ákvöröun- um Alþýðusambandsstjómar- innar um þetta mál innan fárra daga. Fundur trúnaöarráösins samþykkti um stofnun banda- lags alþýöusamtakanna svo- fellda ályktim í einu hljóöi: „Trúnaöarráð Dagsbrúnar lýsir ánægju sinni yfir því, aö stjórn Alþýðusambands ís- lands hefur hqfist handa um myndun allsherjarbandalags alþýðusamtakanna og lýsir fylgi sínu við þá stefnuskrá, sem Alþýðusambandið hefur samþykkt að leggja til grund- vallar fyrir starfsemi þvílíks bandalags. Ennfremur felur Trúnaðarráðið fulltrúum Dags brúnar í Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna að beita sér fyr- ir því, að fulltrúaráðið komi | upp hér í Reykjavík slíkri samtakaheild með öllum þeim aðilum, sem starfa vilja á ^grundvelli stefnuskrárinnar og myndi hún einskonar deild hér í Reykjavík innan alls- herj arbandalagsins“. Á fundinum flutti Þorsteinn Pétursson langt og ítarlegt erindi um vísitölu og verðlag, en hann á sem kunnugt er sem fulltrúi AlþýÖusambands- ins sæti í sex manna nefnd þeirri sem hefur þaö verkefni aö finna grunnverð og vísi- tölu fyrir landbúnaöarafuröir. BRETAR GERA HARÐA LOFTÁRÁS Á AACHEN í fyrrinótt gerðu brezkar sprengjuflugvélar ákafa árás á þýzku iðnaðarborgina Aachen, sem einnig er mikil samgöngu- miðstöð. Var varpað niður miklu af þungum sprengjum og komu upp eldar víðsvegar um borgina. Tuttugu flugvélanna fórust. Brezkar flugvélar réðust í gær á flugvelli og flugvélaverk- smiðjur í nágrenni Parísar og í Norður-Frakklandi. Stanislaw Mikolajczyk, pólski Vichystjórnarinnar á Martini- que hefur lagt niður völd, og fulltrúi frönsku þjóðfrelsis- nefndarinnar tekið við. Hinn nýi landstjóri var áður hermálafulltrúi Frakka í Was- hington. Hefur hann lýst þvi yfir, að frönsku herskipin á Martinique mun eins fljótt og unnt er taka þátt í hernaðarað- gerðum ásamt flota Banda- manna. Ný pólsk sf jörn Stanislaw Mikolajczyk, pólski Bændaflokksleiðtoginn, til- kynnti í gær, að hann hefði lok- ið nýmyndun pólsku stjórnar- innar í London. Utanríkisráðherra stjórnarinn ar er Romer, fyrrverandi sendi- herra ' Sikorskistjórnarinnar í Moskva. Fram vinnur úrvals- liðið á Akureyri 6:0 Fram keppti við úrvalslií á Akureyri í gærkvöld, vann Fram með 6:0. Fyrri hálfleikur endaði 0:0. Fram keppir aftur við úrvals liðið á föstudag. Leiðangurs- mönnunum líður öllum vel. Þeir koma heim á sunnudag. Borgin Modica og Comisoflugvðllurinn á valdi Bandamanna Á allri víglínunni á Sikiley sækja herir Bandamanna fram, og í Alsírfregnum segir að fasistaherirnir hafi hvergi gert al- varlega tilraun að stöðva sóknina enn sem komið er. Kanadískar hersveitir tóku í gær bæinn Modica og er það stærsti bær, sem Bandamenn hafa tekið til þessa (íbúar um 50 þúsund). Bandamenn náðu einnig þorpinu Comiso, skammt frá Ragusa, og flugvellinum sem við það er kenndur, en það er stærsti flugvöllur á suðurhluta Sikileyjar. Sveitir úr Áttunda hemum brezka sækja norður með strönd- inni frá Syracusa í átt til Catania. Bandaríkjaher hefur tekið bæinn Naro, sem er um 20 km. inn í landi, norðvestur af Licata. Þjóðverjar segja að rigningaveður dragi úr hernaðaraðgerðum Rauði herinn gerði í gær áköf gagnáhlaup á Bjelgorod- svæðinu og tókst að hrekja Þjóðverja úr nokkrum stöðvum í fleygnum, sem þeir hafa rekið inn í varnarsvæði Rússa. Hafði sovétherstjórnin sent öflugar skriðdrekasveitir fram til árása, og er talið, að þær hafi verið nýkomnar til þessara vígstöðva. Á Orel-Kúrsksvæðunum hafa Þjóðverjar ekki gert nein- ar verulegar árásir síðastliðinn sólarhring, og segja að rigninga- veður hindri hemaðaraðgerðir. Kluge hershöfðingi, er stjórn- ar þýzka hernum á miðví^stöðv- unum, er að endurskipuleggja lið sitt, eftir níu daga ægilegar orustur, sem hafa kostað Þjóð- verja mikið tjón á mannslífum og hergögnum, segir í fregn frá Moskva. Gera Rússar ráð fyrir að Þjóðverjar hefji stórárásir að nýju strax næstu daga. í þýzkum fregnum er skýrt frá mjög hörðum árásum rauða hersins austur og norður af Orel en ekki hefur verið minnzt á þær enn í sovétfregnum. Samkvæmt fregnum í gær- kvöld er Bandamannaherinn kominn lengst um 50 km, inn í landið, en hvergi skemur en 10 km. frá strandlengjunni sem innrásin nær yfir. Flugher Bandamanna hef- ur alger yfirráð í lofti, og heldur uppi látlausum árás- um á herstöövar fasista um alla Sikiley. Voru 42 fasistaflugvéalr skótnar niður í loftbardögum í gær, en Bandamenn misstu sjö. Orustan um Stalíngrad Tjarnarbíó byrjár í dag aö sýna rússnesku stórmyndina um orustuna um Stalingrad. Er þetta mesta styrjaldar- myndin sem hér hefur ver- ið sýnd og verður aðsóknin vafalaust mjög mikil. Franska varnarráðið, sem stjórnar baráttunni gegn fasism- anum heima í Frakklandi, kom saman síðustu dagana í júní, og tók ákvarðanir um hvað aðhafast skyldi þegar Bandamenn gera innrás 1 Frakkland, segir í útvarpsfregn frá Alsír. Ákvarðanirnar hafa verið lagðar fyrir herstjórn Banda- manna í London. Varnarráðið hefur gert ráðstafanir til að hjálpa innrásarherjum Bandamanna, hvar sem þeir kimna að lenda. Ávarpi þessu var komið frá Frakklandi meö leynd, og mælzt til aö því yröi útvarp- að frá löndum Bandamanna í útvarpssendingum á franskri tungu. Frá frönsku útvarpsstööinni í Alsír hefur veriö flutt hvatn- ing til franskra járnbrautar- verkamana aö fremja eins mikil skemmdarverk og hægt sé á jámbrautunum og trufla flutninga Þjóðverja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.