Þjóðviljinn - 15.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.07.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJI-'N Fimmtudagur 15. júlí 1943. Deila milli verðlagsstjðra og Alþýðusambandsins Verðlagsstjóri vill setja hámark á ákvæðis- vinnu faglærðra verkamanna eBccjcK/pózbwínn t-i i «i i 'íV-rm Esja Burtferð kl. 12 á hádegi 1 dag. Þór Tekið á móti flutningi til Vest- mannaeyja fyrir hádegi á morg- un. Rifsnes Tekið á móti flutningi til Blönduós, Skagastrahdar, Sauð- árkróks, Hofsóss og Haganes- víkur í dag. r Armann Tekið á móti flutningi til Sands, Ólafsvíkur, Grundarfjarð ar, Salthólmavíkur, Króksfjarð amess og Flateyjar í dag. FRAKKA- og DRAGTAREFNI köflótt og írótt nýkomin. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 «0*00000000000000 VQOOOOOO0OOOOOAOM MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo Alþýðusambandi íslands barst nýlega svohljóðandi bréf frá Múrarafélagi Reykj avíkur: „Vér viljum ekki láta hjá líða að gera yður kunnugt, að verð- lagsstjóri hefur tilkynnt okkur, að hann hafi ákveðið að taka ákvæðisvinnuverðskrá félags- vors til yfirvegunar, og ætli að lækka hana allverulega. Þar eð vér álítum að hér sé um beina grunnkaupslækkunar- árás á okkur að ræða, sem ef til vill er aðeins forleikur að til- raun til almennrar grunnkau^s lækkunar hjá launastéttum landsins, álítum vér rétt, að verkalvðssamtökin í heild hafi samvinnu sín á milli til varnar, og Alþýðusambandið fái vitn- eskju um málið þegar 1 stað. Þó vér séum ekki innan Albýðusam bandsins, teljum vér samvinnu við það æskilega um þetta mál, sem og önnur hagsmunamál verkalýðsstéttarinnar, og erum vér reiðubúnir til að gefa allar þær upplýsingar, sem hægt er í málinu, og til bess samstarfs, sem félag vort stjórn Al^-ðu sambandsins telur nauðsynlegt“. í tilefni af bréfi þessu sendi Alþýðusamb. verðlagsstjóra svo hljóðandi bréf: „Herra verðlagsstjóri! Oss hefur borizt bréf frá Múr arafélagi Reykjavíkur, þar sem svo er skýrt frá, að verðlagseft- irlit ríkisins hafi ákveðið að taka til yfirvegunar ákvæðis- vinnutaxta þessa stéttarfélags, með það fyrir augum að fá hann lækkaðan. Með því að hugmyndir manna um verðlagseftirlit munu al- mennt vera á þá lund, að því sé ætlað að sporna gegn dýrtíð, með því að hindra okur á ýms- um nauðsynjavörum fólks, en ekki að hafa afskipti af kaup- gjaldsmálum, finnst oss þessi fregn gegna nokkurri furðu. Þar sem verðlagseftirlitið seil ist hér tvímælalaust út fyrir sinn löglega verkahring, og hér gæti skapazt fordæmi, sem setur hina lögvernduðu kauptaxta stéttarfélaga alþýðunnar 1 hættu leyfum vér oss hérmeð að mót- mæla afskiptum verðlagseftir- litsins af launataxta Múrarafé- lagsins, en óskum jafnframt að ná tali af yður, hr. verðlagsstjóri eigi síðar en kl. 2 e. h. á morg un til að kynnast nánara þessu máli, áður en vér hyggjum á nauðsynlegar gagnráðstafanir til verndar sambandsfélögum vorum.“ 8. júlí s. 1. áttu þrír stjórnar- meðlimir Alþýðusámbandsins tal við verðlagsstjóra út af þessu máli og kom þar fram hjá hon- um sú skoðun, að múrarar, sem vinna ákvæðisvinnu væru verk- takar, sem heyrðu undir valda- svið verðlagseftirlitsins. Þessa skoðun sína og viðskiptaráðs staðfestir verðlagsstjóri án þess að rökstyðja hana á nokkurn hátt, í bréfi því, sem hér fer á eftir: „Með tilvísun til bréfs yðar, dags. 6. júlí s. 1., og samtals við Jón Sigurðsson, Jón Rafnsson og Björn Bjarnason í gær, varðandi ákvæðisvinnutaxta Múrarafél. Reykjavíkur, skal það tekið fram, að viðskiptaráðið álítur, að múrarar séu verktakar, þegar þeir vinna í ákvæðisvinnu, en samkvæmt lögum nr. 3 frá 13 febrúar 1943 heyra greiðslur til allra verktaka undir valdsvið ráðsins, múrara jafnt sem ann- arra. Það liggur í augum uppi, að kauptöxtum verkalýðsfélaganna er á engan hátt stofnað í hættu þótt sett séu ákvæði um taxta vérktaka. Viðskiptaráðið hefur hins vegar aldrei ætláð að hafa nein afskipti af launum, sem á- kveðin eru með samningum stéttarfélaga, enda skortir það heimild til þess. Þótt ráðið setji ákvæði um ákvæðisvinnutaxta múraranna, snertir það auðvitað ekki hið auglýsta tímakaup þeirra“. 12. júlí s. 1. samþykkti mið- stjórn Alþýðusambandsins ein- um rómi eftirf^randi ályktun, sem send var verðlagsstjóra daginn eftir. „f tilefni af afskiptum Viðskipta- ráðs af ákvæðisvinnutaxta Múrara- félags Reykjavíkur, og með sérstakri tilvísun til bréfs Verðlagsstjóra dags. 9. júlí s. 1. til Alþýðusambandsins, þar sem haldið er fram þeirri skoð- un, að „múrarar séu verktakar, þeg- ar þeir vinna í ákvæðisvinnu" og heyri' því undir valdsvið verðlagseft- irlitsins, vill miðstjórn Alþýðusam- bandsins hér með árétta bréf sam- bandsins frá 6. júlí s. 1., þar sem er m. a. mótmælt þessari skoðun. í þessu sambandi sér miðstjórnin ástæðu til að benda á eftirfarandi: 1. Ákvæðisvinnutaxti Múrarafé- lags Reykjavíkur er ekkert annað en vinnutaxti miðaður við vinnuafköst. 2. Verði gengið inn á þá braut, að setja í flokk með verktökum, þ. e. meisturum, venjulega múrara, sem vinna samkvæmt viðurkenndum á- Kauplækkunarsvindlið Hvar sem launþegar hittast snú- ast viðræður þeirra þegar í stað að kauþlækkunarsvindlinu, því allir eru þeir sannfærðir um, að það sé ekkert annað en svindl, að kaupið þeirra skuli fara lækkandi mánuð eftir mánuð. Þeir telja þetta svindl vegna þess, að þeir verða þess ekki varir, að framfærslukostnaðurinn lækki í heild, enda þótt benda megi á einstakar vörutegundir, sem nú eru greiddar með færri aurum á kíló í búðunum, en þegar hæst var, Innlendu afurðirnar greiða þeir nú í tvennu lagi — annan hlutann í búð- inni en hinn hjá skattheimtumann- inum -— og síðari hlutinn kemur ekki inn í vísitöluna á sama hátt og sá fyrri og dregur hana því niður meira en vera ber. Allir þekkja „kauplækkunartöfl- umar“, sem hækkuðu framfærslu- kostnaðinn, en lækkuðu vísitöluna og álagningarskömmtun og hámarks verð verðlagsstjórans, sem notað er af framleiðendum ýmist til þess að pína niður kaup eða draga úr gæð- um hins framleidda ef ekki hvort- tveggja. Óánægja launþega með útreikning. vísitölunnar er ekki ný. Fyrir ári síðan var hún orðin svo megn, að þáverandi ráðherra, Ólafur Thors, lofaði því, að grundvöllur vísitölunn ar skyldi verða endurskoðaður og fleiri fulltrúum frá launþegum bætt i kauplagsnefndina. Þetta hefur enn ekki verið gert, og við það getur launþegahópurinn ekki unað lengur. Krafa launþeganna er því, að grundvöllur vísitölunnar verði endur- skoðaður tafarlaust og að launþega stéttimar fái aðstöðu í kauplags- nefnd, sem tryggir þeim fulla upp- bót á grunnkaupið. Og þessar stéttir hafa vopn í hendi til að knýja þetta fram. Þær eru búnar að sprengja af sér gerðardóm inn og kauphækkunarbönnin og geta fylgt þeim sigri eftir hvenær, sem þær óska. Verði kröfunni um endur skoðun vísitölugrundvallarins og endurskipulagningu kauplagsnefnd- ar ekki sinnt tafarlaust ber samtök- um launþega að segja upp öllum samningum og krefjast hækkaðs grunnkaups eftir því, sem þær telja hæfilegt til að tryggja sig gegn svindli valdhafanna í dýrtíðarmálun um. Sum félög hafa þegar auglýst, að kvæðisvinnutaxta síns eigin stéttar- félags, mætti með sömu aðferð setja í flokk með verktökum alla, sem miða laun sín við vinnuafköst, svo sem síldarstúlkur, fiskþvottakonur, beitingafólk við fiskibáta o. s. frv. 3. Það verður ekki séð að logum samkvæmt nái valdsvið verðlagseft- irlitsins til vinnulauna, sem „ákveð- ■ in eru með samningum milli stéttar- félaga", og í lögum er ekki gerður greinarmunur á samningum og við- urkenndum töxtum, hvort sem um er að ræða ákvæðis- eða tímavinnu. Á grundvelli þess, sem að framan er sagt, mótmælir' miðstjóm Alþýðu sambandsins harðlega afskiptum verðlagseftirlitsins af ákvæðisvinnu taxta Múrarafél. Reykjavíkur, ekki aðeins sem broti á landslögum heldur einnig sém fordæmi að árás á launasamninga og taxta verka- lýðsfélaganna almennt og tilraun til að binda kaupgjald launþega með valdboði. Mótmælum þessum mun Alþýðu- sambandið íylgja eftir með þeim ■ráðum, sem nauðsynleg þættu til að verja rétt launþeganna í þessu efni“. Framanritað var samþykkt einróma á fundi miðstjórnar Al- þýðusambands íslands 12. júlí s. 1. þau hafi frjálsar hendur til að breyta lcaupi meðlima sinna og ég skora á öll samtök launþega og fyrst og fremst stjórn Alþýðusambandsins að taka þetta mál fyrir nú þegar og beita öllum þeim vopnum, sem samtökin eiga til, til þess að koma í veg fyrir lækkanir á kaupi, sem ekki byggist á hreinni lækkun framfærslu kostnaðarins í heild. Á. S. HUTCHINSON BYRJAR IÍTGÁFU Á RÚSSNESKUM BÓKUMÍ ENSKRI ÞÝÐINGU Hið kunna enska útgáfufélag Hut- chinson hefur gert samning við sov- étstjómina um einkarétt á brezkum. úgáfum bóka, sem gefnar eru út í Sovétríkjunum næstu fimm ár, að því er Londonblaðið Evening Stand- ard skýrir frá. „Eg spurði Mr. Walter Hutchin- son, hvort hann mundi þýða bækurn ar, sem hann gæfi út“, segir blaða- maðurinn. „Ekki alltaf“, svaraði Hutchinson, „sumar verða þýddar í Moskva. Það sem fyrir mér vakir með samningnum er að stuðla að aukinni kynningu milli Bretlands og Sovétríkjanna". REGNBOGI, SKÁLDSAGA EFTIR WANDA WASSILEWSKA Ein af fyrstu bókunum, sem gefn ar verða út samkvæmt þessum samn ingi er skáldsagan Regnbogi, er hlaut Stalínverðlaunin 1943. Höfund ur hennar er pólska skáldkonan. Wanda Wassilewska. Þá verður einnig gefin út á næst- unni vönduð ævisaga Leníns, sam- in að tilhlutun Marx-Engels-Lenín- stofnunarinnar í Moskva. Síðan mun koma bókaflokkur um borgir þær, í Sovétríkjunum, sem mest hefur verið barizt um, Stalíngrad, Moskva, Leníngrad og Sevastopol, ritaðar af rússneskum blaðamönnum, er voru með rauða hemurn í bardögunum um þær. Skáldsaga Uja Erenbúrgs, Fall Parísar, er hlaut Stalínverðlaunin 1942, er komin út á ensku, (The Fall of Paris), og hefur selzt framúrskar- andi vel í Bretlandi. Hún fæst í Bókabúð Kron og ef til vill fleiri bókabúðum hér. KOSNINGARNAR í EIRE í kosningunum, sem fóru fram í Eire í síðastliðnum mánuði misstí de Valera þann algjöra meirihluta, er hann hefur byggt stjórn sína á um 11 ára skeið, en hann fer með völd áfram í samvinnu við utan- flokkaþingmenn. Urslit kosninganna urðu þessi: Flokkur de Valera 71 þingsæti. Cosgraveflokkurinn 32 — Verkamannaflokkur 17 — Bændaflokkur 14 -— Utanflokka 8 — Við næstsíðustu kosningar hafði de Valera 77 þingsæti, Cosgrave 45, Verkamannafl. 9 og utanfl. 5. VERÐLAG í BANDARÍKJUNUM Framfærslukostnaður verkamanna- fjölskyldu í Bandaríkjunum hækk- aði í lok marz-mánaðar s. 1. um 1% af hundraði miðað við mánuðinn áð- ur. Hafði þá framfærslukostnaður hækkað um 5,9% frá því í maí 1942. Öll hækkun framfærslukostnaðar- ins á stríðsárunum nemur nú 22,8% og er þá miðað við meðalverðlag árin 1935—1939. Hjá okkur er hækkunin hinsveg- ar hérumbil sjöföld eða tæp 150% frá því árið 1939! S.G.T.~ dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7. Sími 3240. — Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar._ Hatarstell fyrir 12, falleg gerð. Einnig sérstakir kaffibollar. Takmarkaðar birgðir. Héðínshofðí h. f. Aðalstræti 6 B. — Sími 4958. Tjarnarcafé Veitingasalirnir opnir á kvöldin. Hljómsveit Aage Lorange leikur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.