Þjóðviljinn - 30.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.07.1943, Blaðsíða 2
e ÞJÖÐVIluJI-N Föstudagur 30. júlí 1943. Skér eru dýrir. SKOÁBURÖUR hefur þann meginkost, auk þess að gefa skónurri varanlegan gijáa, að viðhalda leðrínu, þar eð hann inniheldur leðurfeiti. c w, s, skóáburður ver skó yðar sliti. ??*« DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaffisalan Hafnarstræfci 16. Akranesferðirnar yfir næstu helgi Laugardagur: Frá Akranesi kl. 9,30, 15,45 og 19,15. Frá Reykjavík kl. 14,00 og 17,30. Sunnudagur: Frá Reykjavík kl. 9,00. Frá Akranesi kl. 21,00. Mánudagur: ' Frá Reykjavík kl. 7,00, 11,30 og 19,30. Frá Akranesi kl. 9,30, 17,30 og 21,30. TILKYNNING Viðskiptaráðið hefur ákveðið eftirfarandi hámarksálagn- ingu á hverskonar innfluttum niðursuðuvörum: í heildsölu......................................................................... 13% í smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 40% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum ................ 50% Ákvæði þessi koma til framkvæmda að því er snertir vör- ur sem tollafgreiddar eru eftir 15. júlí 1943. Reykjavík, 28.júlí 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN. HLKYNNING Viðskiptaráðið hefur ákveðið að núgildandi grunntaxti múrara fyrir ákvæðisvinnu (sbr. verðskrá Múraraf élags Reykja- vikur, dags. 22. marz, og auglýsingu félagsins dags. 15. júlí 1943) skul? lækka sem hér segir: * í múrvinnu utanhúss um 30%. í múrvinnu innanhúss um 20%. Hinn lækkaði taxti felur í sér greiðslu fyrir handlöngun. Ef verksalí Ieggur til handlöngun við grófhúðun lækkar taxt- inn enn um 20%, en við fínhúðun, flíslögn og aðra fínvinnu um 5%. Múrurum er óheimilt að taka hærri greiðslu fyrír ákvæð- isvinnu en samkvæmt því, sem að ofan greinir. Ákvæði tálkynningar þessarar koma til framkvæmda á alla vinnu, sem innt er af hendi frá og með 3. ágúst 1943. Reykjavík, 28. júlí 1943. VERBLAGSSTJÓRÍNN. Unglinga vantar til að bera Þjóðviljann til kaupenda í nokkrum bæjar- kverfum. Afgreíðslan Ausfursfræfí 12 Sími 2184. Óíafsvaka Færeyinga [ R.vlk Minningarathöfn um færeyska sjómenn - Samkoma, ræðuhöld og færeyskur dans ígærkvold Færeyingar þeir, sem hér dvelja, héldu Ólafsvökuhá- tíð sína hátíðlega í gær í fyrsta sinni hér í bæ. Færeyingar í Reykjavík söfnuðust saman viff Iðnó kl. 2 og var færeyskur fáni dreginn að hún á húsinu. Gengu þeir þaðan fylktu liði suður í kirkjugarðinn við Ljósvalla- götu, alls um sextíu manns. Bar færeyskan fána fyrir fylk- ' ingunni" Jóhannes Iversen frá Kvívík á Straumey, fánaberi ungmennafélaganna í Færeyjum. Var hann í færeyskum þjóðbúningi. Fyrst var haldið að leiði skipshafnarinnar af skútunni Önnu, sem fórst vð Grinda- vík í aprílmánuði 1924. Minnt ust peir Peter Vigelund og Jóhannes Sigurösson prent- ari færeysku sjómannanna og færeysku þjóðarinnar, og var síðan sunginn færeyskur sálmur „Sig tú ikki av at stúra ...." en Sámal David- sen blaöamaöur lagði blóm- sveig á leiði sjómannanna. Síðan var haldið að leiöi sjö sjómanna, sem fórust er eld- ur kom upp í skútunni Acorn 20. marz 1928 hér við íslands strendur. Lagði ungur Færey- ingur, Meinhardt Nielsen, blómsveig á leiðin, en allir sungu hinn undurfagra þjóö- söng Færeyinga, „Tú alfagra land mitt" eftir hinn nýlátna menningarfrömuð Fæeyinga, Símun av Skarði. Jóhannes Iversen stóð heið- ursvörð við grafirnar undir færeyska fánanum, meðan at- höfnin fór fram. Prjónasilkiblússur hvítar og mislitar. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 ".*%*, %*\*"<**rV%**(**«**.**»"VVVv •*•.**»**.*%**.*V*. Skípsferð fellur til Vestmannaeyja í viku lokin. Vörumóttaka í dag (föstu- dag). ooooooooooooooooo MUNIÐ Kaffisöluna Haf narstræti 16 ooooooooooooooooo Þjóðhátíðar Færeyinga var minnzt í ríkisútvarpinu í gær kvöld með ræðuhöldum og söngvum og dansi. Loks var matarveizla í Iönó í gærkvöldi með ræðum, söng, færeyskum dansi og venjuleg- um samkvæmisdansi. Verkfal! á Hótel Borg Framh. af 1. síðu. þýðusambandsins rituðu Jó- hannesi á Borg bréf fyrir nokkru síðan þar sem stjórn- irnar lýstu sig reiöubúnar til þess að gera samninga við hann, en tilkynntu jafnframt að hljóöfæraleikarar myndu. hefja verkfall aö Hótel Borg^ ef ekkert svar hefði borizt fyrir kl. 24 miðvikudag 29. þ. m. Jóhannes á Borg hefur und. anfariö ekki verið í bænum og hafði ekkert svar borizt frá honum síöast í gærkvöld. og hófu hljóðfæraleikararnir því verkfall til þess aö knýja. fram viðurkenningu á félagi sínu. Er þaö æriö hart að starfs- menn stærsta hótelsins í bænum skuli þurfa aö grípa til slíkra ráða til þess að fá eiganda þess til aö viður- kenna löglegt stéttarfélag. Félag íslenzkra loftskeyta- manna 20 ðra Félagið hefur á þessum árum beitt sér fyrir menningar- og hagsmunðmálum sjómanna Félag íslenzkra loftskeyta- manna hélt aðalfund sinn í gær, 29. júlí. Formaðux fé- lagsins, Friðrik Halldórsson, minntist 20 ára starfsemi þess, en félagið á nú 20 ára afmæli, og var stofnfundur þess haldinn 9. júlí 1923. Skýrði hann frá helztu fram- kvæmdum félagsins á þessu tímabili, en það hefur á mörg um^sviðum staðið framarlega í menningar- og öryggismál- um íslenzkra sjómanna. Má til dæmis nefna, að F. í. L. á frumkvæðið að þvi að sjó- menn bundust samtökum um sérstakan árlegan hátíðis dag, sjómannadaginn. Barátta félagsins fyrir ör- yggismálum sjómanna hefur á mörgum sviðum borið góð- an árangur. Skömmu eftir stofnun þess lagði það þá kvöð á félagsmenn. sína, að þeir skiptust á um að halda næturvörð á skipunum, tveir til þrír á hverri nóttu, frá októberbyrjun til maíloka. Hafa loftskeytamennirnir með þessari þ^gnskaparvinnu sinni veitt slysavörnunum við strendur landsins ómetanleg- an stuðning.- Á árunum 1934—1936 barð- ist félagið fyrir því, að lög- skipuð yrðu loftskeytatæki í öll íslenzk skip, sem sigldu milli landa. Varö áxangur þeirrar baráttu sá, að gefin var út reglugerð 1. apr. 1937, sem að mestu leyti fullnægði í þessum efnum tillögum fé- lagsins. Á fundinum fór fram stjórn arkosning og hlutu þessir menn kosningu: Geir Ólafs- son, Halldór Jónsson, Gissiír Erlingsson, Henry Hálfdáns- son og Valdemar Einarsson.. Friðrik Halldórsson fráfarandi formaður í'élagsins hafði beð- izt undan endurkosnngu, Hef ur hann átt sæti í stjórn fé- lagsins síðastliðin 10 ár. Að loknum venjulegum að- alfundarstörfum kom fram til laga um að halda framhalds- aðalfund síðar á árinu og minnast þá afmælisins sér-, staklega. Rannsóknarstofnun fyrir byggingarefni Fyrir bæjarráðsfundi í gær lá erindi frá byggingarmála1- nefnd um stofnun rannsóknaf- stofnunar til rannsóknar á bygg ingarefni. Var erindinu vísað til umsagn ar Verkfræðingafélagsins, og á- kveðið að fara þess á leit við fé- lagið, ef það fellst á tillöguna,. að það undirbúi frumvarp um málið sém lagt verði fram á Al- þingi. Bærinn fekur við Hvítabandsspítalanum Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að bæj arstjórn tæki að sér Sjúkrahús Hvítabandsins, samkvæ'mt til- boði sjúkrahússráðsins. Tilboðið er á þá leið að bæn- um er boðið að taka við sjúkra- húsinu eihs og það er nú, gegn áhvílandi skuldum, en þær munu vera um 145 þúsund kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.