Þjóðviljinn - 25.08.1943, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 25.08.1943, Qupperneq 3
Miðvikudagur 25. ágúst 1943. ÞJÓÐVILJINN 3 ^ðowmmf Útgefandii SameiningarflokUnjr (Oþýftn — Sónaliataflokknrínn Rititjini: Knar Olgeiissoa Sigfús Sigurhjartaisea (áb.) Ritatjórn: ®arða»tro=ri 17 — Vikmgoprent Simi 2270. Afgreiðsla og auglýringarkrif- ■tofa, Aurturrtrorti 12 (I. heeð) Sfmi 2184. Víkingtprent b.f. Gaiðastreeti 17. í___________________________ Samvinna fslenzka verka- lýðsins við norsku og brezk- u verklýðshreyfingana Þeir Konrad Nordahl, formað- ur norska verklýðssambandsins og John Price, ritari fyrir stjórn máladeild brezka flutninga- verkamannasambandsins, eru ís- lenzkum verklýðssinnum kær- komnir gestir. Aldrei hefur íslenzkri verk- lýðshreyfingu verið slík þörf á því sem nú, að alþjóðleg sam- vinna hennar og þá fyrst og fremst einmitt við norsku og brezku verklýðshreyfinguna væri svo náin og góð sem unnt er. Það er íslenzka verklýðshreyf ingin, sem verður að taka að sér forustu þjóðar vorrar, ef tryggja á pólitískt sjálfstæði hennar og örugga lífsafkomu upp úr öldu- róti heimsstyrjaldarinnar. Og til þess að tryggja þetta hvort- tveggja er eitt höfuðatriðið að íslenzkur verkalýður geti haft sem nánasta samvinnu við verk lýðshreyfingu Noregs og Bret- lands, sem báðar munu að stríðs lokum miklu ráða um afstöðu beggja þeirra landa. Það er ekki eftir neinu að bíða með að hefja það samstarf. Það myndi tvímælalaust vera í samræmi við óskir alls íslenzks verkalýðs, ef Alþýðusambands • stjórnin t. d. kæmi nú fram með þá tillögu við þessa mætu menn, — og alveg sérstaklega er Nor- dahl maðurinn, sem sjálfsagt er að snúa sér til um slík mál — að verklýðssambönd Noregs og Bretlands tækju upp samvinnu við Alþýðusamtand íslands á þann hátt t. d. að skipaðar væru samvinnunefndir af hálfu þess- ara aðila til þess að ræða sameig inleg úhugamál og undirbúa skipulegt samstarf strax að stríði loknu. Brezka og norska verklýðs- sambandið beita sér einmitt nú fyrir aukinni alþjóðlegri sam- vinnu verklýðssambandanna í heiminum. Brezka verklýðssam- bandið hefur komið á hinni kunnu samstarfsnefnd við verk- lýðssamband Sovétríkjanna, fjöl mennasta , verklýðssamband heimsins. Þótt Alþýðusamband- ið sé fámennt á alþ'jóðamæli- kvarða, þá mun vart nokkurt j verklýðssamband að tiltölu fjöl- | mennara miðað við sína þjóð. i Það er því ekki ástæða til að • ætla, að brezka verklýðssam- j bandið myndi ekki sinna slíkri tillögu, — og um undirtektir norska sambandsins þurfum við j ekki að efast. » Landbúnaður og sfávarátvcgnr Eslcndin^a; Landbúnaðarvísitalan og verk- efnin sem hún knýr fram til úrlausnar. Samkomulagið um visitölu fyrir landbúnaðfnn skapar nýtt viöhorf í atvinnulífi ís- lendinga. Með' því er hafist handa um að' skapa einni fjöl- mennustu alþýðustétt lands- ins öryggi um afkomu og það er nauðsynlegt að menn geri sér ljóst, aö verði hætt í miðju kafi við það verk, sem hér er hafið, þá er ver fariö en heima setið. Nú verður að halda áfram og skapa öllum atvinnustéttum landsins ör- yggi um afkomu. Saman verða þær að vinna að þessu og gera sér ljóst hve náin tengslin eru á milli þeirra, þótt augnablikshagsmunir þeirra stundum rekist á á yf- irborðinu. Það, sem gert er meö land- búnaöarvísitölunni er að á- kveða kauptaxta fyrir bænd- ur, „akkorðstaxta“, sem miö- aður er við framleiðslu hvers kílos af kjöti eða líters af mjólk, þó þannig að lagt er til grundvallar hve margar vinnustundir með tímakaupi þarf til þess í meðalbúi að framleiða þessar afurðir. Bændurnir standa nú frammi fyrir sama vanda- máli og verkamenn, er þeir hafa ákveöið kauptaxta sinn,: að fá vinnu samkvæmt þess- um taxta, — að geta selt af- urðirnar á þessu ákveðna verði. Þaö munu að vanda koma fram þær hugmyndir að kauptaxtinn sé of hár, það væri betra að hafa hann lægri þá fengist „meiri vinna“, þá yrði auöveldara aö selja. Og þaö er nauðsynlegt aö menn geri sér það ljóst aö eins og þaö verður verkamann inum aö litlu gagni að hafa háan kauptaxta, ef hann fær enga vinnu, eins kemur bónd- anum gott kjötverð að litlu haldi, ef ekkert kjöt selst. Þjóöin, sem nú er að byrja á því verki að reyna að tryggja afkomu bændastéttar- innar og annarra vinnandi stétta, hlýtur að vinna að því aðallega á tvennan hátt aö halda áfram því verki, sem hafið er með ákvörðun land- búnaöarvísitölunnar. Annarsvegar aö tryggja markað fyrir landbúnaöaraf- uröirnar og hinsvegar aö breyta framleiösluháttum iandbúnaðarins þannig að framleiðslan verði ódýrari án kauplækkunar, eða réttara sagt meö hækkandi kaupi fyr- ir þá, sem að henni starfa, ef aðrar vinnandi stéttir um leið fá bætta afkomu. Breyting á framleiðsluhátt- um landbúnaðarins hefur ver- ið að fara fram undanfarna áratugi hægt og hægt. Þessi breyting þárf nú aö verða hraðari, markvissari og stór- fenglegri en áður, ef tákast á aö tryggja aö nýju akvæöin um verðlag landbúnaðai’afurö anna veröi raunveruleg hags- bót fyrir bændm’. Útrýming kotabúskaparins, aukin véla- notkun, stórfelld ræktun, stóraukin verkaskipting i land búnaöinum, — allt eru þetta verkefni, sem þjóðin þarf aö’ leggjast á eitt um að leyst verði fljótt og vel. Markaðurinn fyrir landbúnað- arafurðimar er í kaupstöðum íslands. Fyrir íslenzkan. landbúnað verður erlendur markaður allt af vonai’peningur. Þaö er ekki hugsanlegt fyi’ir íslenzka bændur að ætla að framleiöa kjöt af kindum, sem þeir verða aö heyja handa á sumr- um og gefa; inni á vetrum, i samkeppni við lönd, þar sem féð gengur sjálfala allan árs- ins hring. En fyrir íslenzku þjóðina er landbúnaður henn- ar einskonar líftrygging, — honum verður hún að halda við til þess að tryggja lífsaf- komu sína, hvað sem á dynur, alveg eins þótt það kynni á tímabili að borga sig betur fyrir hana verzlunarlega séð, að flytja landbúnaðarafurð- imar inn. íslenzki landbúnaöurinn hefur sinn eðlilega markað í bæjum landsins. Hann þarf að haga framleiöslu sinni eft- ir þörfum þjóðarinnar. Hann á að vaxa í sama hlutfalli og bæirnir vaxa á íslandi og af- koma manna; batnar þar. Fyrir íslenzku bændastétt- ina er þaö því lífsskilyröi að bæimir geti vaxið og afkoma bæjarbúa batnað svo að þeir geti keypt allar afurðir þeirra á því veröi, sem nú er ákveð- ið með þaö fyrir augum að tryggja bændum sambærileg lífsskilyrði við aörar stéttir þjóðarinnar. Það, hvort sú tilraun, sem nú er hafin með ákvörðun landbúnaðarvísitölunnar tekst er vmdir því komin að bænda- stéttin taki höndum saman við bæjarbúa um að tryggja og efla atvinnulíf hæjanna og afkomu þeirra, sem þar búa. Því það ætti öllum að vera ljóst, að ekkert væri andstæð- ara hagsmunum bænda en ef nú væri fariö að reyna að fjölga t. d. kjötframleiöend- um í landinu, fækka neytend- um í bæjunum og auka þann- ig á ringulreiðina. Ekkert væri meir í samræmi við hags- muni t. d. kjötframleiðenda í sveitum, en éf hægt væri aö útvega nokkrum hundruöum þeirra örugga atvinnu í bæj- um landsins, svo aö þeir yrðu neytendur kjöts, sem markað skortir fyrir, í stað þess að vera framleiðendur kjöts, sem of mikið er til af. Framtíð íslands byggist á sjávarútveginum. Á hverju verður atvinnulíf bæjanna að byggjast? Á sjávarútveginum. Það er sá atvinnuvegur, sem nútímamenning og lífsaf- koma íslendinga fyrst og fremst byggist á. Sé sá at- vinnuvegur eyðilagöur, þá hi-ynja hinir: innlendur iðn- aður, verzlun og landbúnað- arframleiösla fyrir bæjarmark að smásaman á eftir. Sjórinn ki’ingum land vort er auðugur og veitir þeim, sem eys úr, þeirri auðlind með nýtískuaðferðum, góðá af- komu, — þar sem jörðin úti við heimskautsbaug hinsveg- ar eðlilega býr bóndanum, sem hana erjar, mikla erfið- leika og oft lítið í aöra hönd. Eigi milljónir íslendinga að' byggja þetta land í framtíð- inni, þá verða þaö fyrst og fremst sjávarafurðirnar, sem þeir munu flytja út til hinna þéttbýlu, fiskþurfandi landa Evrópu, unnar á hvern þann hátt, sem markaðurinn heimt- ar, af þeim fiskiðnaöi, sem hér skapast í skjóli raforku íslenzkra fossa. Samkomulag það', sem bænd ur og laimþegar nú hafa gert um landbúnaöarvísitölu, — eitthvert þýðingarmesta sam- komulag, sem enn hefur ver- ið gert milli stétta á íslandi, — mun reynast byggt á scndi, ef verkamenn, bændur og fiski menn ekki taka höndum sam- an nú þegar um að koma sjávarútveginum á öruggan grundvöll. Það eru stórfelld verkefni, sem bíða tafarlausrar úrlausn ar á því sviði, — verkefni, sem þjóðin strax þarf áð' snúa sér aö af fullum krafti. Nú- verandi fyrirkomulag á mál- um sjávarútvegsins er mjög fjarri því að vera fullnægj- andi fyrir þjóðina eða gefa það ráðrúm til aukningar sjávarútvegsins, sem nauðsyn- legt er. Það þarf ekki annaö en benda á þaö ófremdará- stand aö milljónum króna skuli variö til þess aö byggja hraðfrystihús, sem engin not verðá fyrir, eð'a einni milljón króna til viögerðar á einum togara, — allfc með það fyrir augum a'ð eyða fé til þess að komast hjá því áð þáð lendi til þjóðarinnar, — en hins- vegar ekkert gert áð því að koma upp verksmiöjum í síld, ai’- og fiskfðnaöi, þar sem hægt væri áó framleiða niöur- skorna síld og fiskafurðir í svo stórum stíl að möguleiki skapaðist tfl stöðugrar sölu í borgum Evrópu og Ameríku, — og lítið' gert til þess að auka skipastólinn. Það' þarf að taka sjávarút- vegsmálin i heild. Þa'ð' þarf að' tryggja fisk- sfcofninn og fiskimiöin. Til þess þarf álþjó'ölegia friöun Faxaflóa og jafnvel stórfellda útvíkkun landlielginnar. Þaö þarf að' koma upp íisk- ið'náði í sambandi við þoi'sk- veiöarnar — og nútíma íðn- aði veröur ekki komið upp með svo lítilli þjóð sem vorri, nema einbeitt sé kröftum þjóð arinnar áð því. Ef vér ætl- u'öum t. d. að koma upp 20— 30 verksmiðjum til aö' leggia niður kriddsíld í dósir eða framleiða fiskibollur, og þær kepþtu síöan hvor við aðra á heimsmarkað'inum, þá yrð'i lítil von um að þær bæru sig. Nútíma framleiðsla útheimtir stórrekstur. Þeím kröfum ver'ö um vér að fullnægja. Og það þý'ðir hjá svona lítilli þjóð aö í’íkið verður að hafa bein og hvetjandi afskipti af þessum málum. En afskiptalaust er ekki hægt fyrir þjóðina aö horfa upp á þaö að þjóðarauðnum sé fleygt út i hreina vitleysu, meðan ágæt verkefni bíða fjár magns, sem viturlega sé varið. Sama gildir um aukningu fiskveiðiflotans. Þáð veröur aö taka þau mál fastari tökum en verið hefur, tryggja aö ný- byggingarsjóðirni’r verði virki- lega notaðir til aukningai’ skipastólsins og ráðstafanir gerð'ar til þess að miklu meira fé sé variö í því skyni, en í nýbyggingarsjóðunum verður. Framtíð' þjóðarinnar verður að verulegu leyti undir því komin að hún noti þann au'ð, sem nú hefur skapazt hér-, til þess að fá sjómannastétt íslands nýjan, gó'ðan og mik- inn skipastól í hendur. Og þá er áð leysa stærsta vandamálið: fiskmarkaðsmál- i'ö. Það’ er mál, sem íslending- ar þurfa að leysa, annarsveg- ar í samvinnu við Nor'ðmenn, en hinsvegar með skipulög'ðu samstarfi við þjóðir þær, sem kaupa fisk vorn. Það' er lífs- skilyröi fyrir þjó'ðina að hægt verði a'ð koma þessum málum á öruggan grundvöll, tryggja mikinn marka'ð fyrir fiskinn og öruggan, — og það er vit- anlegt að með öruggri afkomu þjóðanna á meginlandi Ev- rópu og Bretlandseyjum, þá eru fullir möguleikar á samn- ingum um slík viðskipti, ef vel er á málum haldið af íslend- inga hálfu. Það verður áð skapast samvinna milli þjóð'- anna eftii’ þetta stríð', til þess að koma í veg fyrir kreppur, verðsveiflur og atvinnuleysi fyrirstríö'sáranna og vér ís- lendingar þurfum frá upphafi að taka virkan þátt í þeil’ri samvinnu og vita hvað vér viljvun. Þáð á engin þjóð heims afkomu sína eins mikið Framhald á 4 síð»

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.