Þjóðviljinn - 04.09.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.09.1943, Blaðsíða 1
OÐVIUIN N 8. árgangur. Laugardagur 4. sept. 1943. Þjóðviljinn 8 síður! Fáið nýja kaupendar að ÞjóðTiij- anum. Með því flýtið þið fyrir stækkun hans. Framlögum í blaðsjóð ÞjóðvJjaos er veitt móttaka á skrifstofum flokks ins, Skólavörðustíg 19 (nýja húsið), 196. tölublað sími 4824. MEBilMKD ÍTMiíU Bandamatinaherírair hófu í gærmor gun ínnrás á Kalabríu** skagann sydst á Ifalíu og hafa nád fóffesfu á sfröndínní Sunnudagaf erðir tekn- ar upp til Þingvalla Póst- og símamálastlórnin sér um ferðirnar Póst- og símamálastiórnin hefur ákveðið að táka upp sunnu dagaferðir til Þingvalla. Verða- notaðar þrjár 22 manna langferðabifreiðar til ferðanna. Farið verður frá Reykjavík kl. 10; 13,30 'og 18,30, og frá Þingvöllum kl. 11,30; 17 og 20. Afgreiðsla verður hjá Sam- einaða í Tryggvagötu, og verð- orr farið þaðan. Verða þar seld- ir farmiðar fyrir báðar leiðir og gilda þeir aðeins ákveðna ferð, og fást ekki endurgreiddir. Sektir fyrir brot á verðlagsákvæðum Nýlega hefur Gísli' Magnús Gíslason, heildsali, Vestmanna- eyjum, verið dæmdur fyrir brot á verðlagsákvæðum. — Hlaut hann 1000 króna sekt og 50 daga varðhald til vara. — Ólöglegur hagnaður'kr. 1971.58 gerður upp- tækur. Nefnd til að athuga atvinnuhorfur Bæjarráð skipaði í gær fjóra menn til að athuga atvinnuhorf- ur í bænum, samkvæmt tillögu frá síðasta fundi bæjarstjórnar. Nefndin er þannig skipuð: * Gunnar E. Benediktsson lögfr. Helgi Eiríksson skólastj. Sigurjón Á. Ólafsson. Zophonías Jónsson verkam. Bandamannaher hóf innrás á meginland ítalíu í gærmorgun, er úrvalssveitir áttunda brezka hersins lentu á strönd Kalabríuskagans, syðst á ítalíu, kl. hálffimm og tóku þegar að sækja inn í landið. Innrásarflotinn yar varinn af beitiskipum, tund- urspillum og fallbyssubátum, og höfðu herskip^ og flugvélar Bandamanna gert harða hríð að strandvirkj- um fasistaherjanna áður en brezki herinn hóf land- göngu. í fregnum í gærkvöld segir að Bandamannaherinn hafi náð fótfestu á strönd Kalabríuskagans og hafi hernaðaraðgerðirnar þennan fyrsta dag gengið sam- kvæmt áætlun. Þjóðverjar flytja í skyndi hersveitir suður á bóg- inn til varnar gegn innrasarhernum. Bretar segja, að þýzki herinn á ítalíu hafi verið stórum auk- inn, og hafi Þjóðverjar þar nú 20 herfylki, eða um 400 þúsund manns. (Samkvæmt síðustu upp lýsingum hafa Þjóðverjar nú 210, af hinum 240 herfylkjum sínum, á austurvígstöðvunum). Samgönguleiðir þýzka hersins á ítalíu urðu fyrir miklum loft- árásum í fyrradag, og tókst bandarískum flugvélum að eyði- leggja nokkrar mikilvægar járn- Goftfredsen dæmdur: Fundinn sekur um landráð -- Ðæmdur í 6 mánaða fangelsi Sviptur kosningarrétti og kiörgengi Sakadómari kvað í gær upp dóm yfir Andreas Julius Gottfredsen, sem skrifaðt níðgrein, um íslenzka sjómenn, í enska blaðið „The Fishing News" á s. 1. vetri. Var hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn 88. grein hegningarlaganna, sem er í kaflanum "sem fjallar um landrálð. Var hann dæmdur í 6 mánaða fangelsi,' til greiðslu sakarkostnaðar og sviptur kosningarrétti og kjörgengi. Hinn 13. marz. s. 1. birtist í blaðinu „The Fishing News" í Aberdeen níðgrein um ís- lenzka sjómenn er var undir- rituð „Politicus". Grunur féll á Andreas J. Gottfredsen í sambandi við gxein þessa, var hann tekinn fastur og hafður í gæzluvarö- haldi. Var hann um tíma hafður til rannsóknar á Kleppi og leiddi sú rannsókn í ljós að hann var óbilaður á geðsmunum. Við réttarrannsókn játaði hann að hafa- skrifað fyrr- nefnda grein og sent hana blaðinu, en nokkurt ósam- ræmi væri á oröalagi hinnar Framh. á 3. síðu. brautabrýr, þar á meðal brúna við Bozen, suður af Brenner- skarði. í loftbardögunum misstu Bandamenn 15 flugvélar, en fas- istar 34. Montgomery hershöfðingi á- varpaði hermenn sína áður en innrásin hófst, og skýrði frá því, að áttunda hernum hefði hlotn- azt sá heiður, að vera fyrsti her- inn, sem innrás gerir á megin- land Evrópu. Hann hafi góða hernaðaráætlun og öll skilyrði til að framfylgja henni. Orust- urnar, sem framundan eru, géta aðeins endað á einn veg. Fram til sigurs! Ólgan á ítalíu vaxandi Badogliostjórnin hefur neyðzt til að láta undan kröfum almenn ings um málshöfðun gegn fas- istaleiðtogum, er höfðu sölsað undir eig almannafé. — Eignir Cianos greifa hafa verið gerðar upptækar. — Marskálkarnir di Bono og Cavalero hafa verið- handteknir og fl eiri háttsettir menn í tíð Mussolini-stjórnar- innar. Er talið, *að með ráðstöfunum þessum sé Badoglio að reyna að friða ítölsku alþýðuna, er heldur stöðugt uppi mótþróa : gegn stjórninni og krefst friðar. ÞjóðViljinn 8 síður! Þjóðviljinn er blað Sósíali.staflokks ins. Vinnið að því að gera Þjóðvilj- ann að stærsta blaði landsins. Hjálp ið til við söfnun í blaðsjóð Þjóðvilj- Rauðí herínn vínnur á allt frá SmolenskvígsL fíl Asovshafs llauði herinn sótti fram á öllum helztu köflum vígstöðv- anna frá Smolenskhéraði til Asovshafs í gær, og tók yfir 45« bæi og þorp, segir í miðnæturtilkynningu sovétstjórnarinnar. Á Donetsvígstöðvunum varð vinstra fylkingararmi sóknar- hersins, sunnan Donetsfljóts, mest ágengt, og tók bæina Permo- majsk, 60 km. vestur af Vorosiloffgrad en 20 km. fyrir sunnan Donets og Verkne, 5 km. frá Lisitsjansk, auk 150 þorpa. i A vígstöðvunum við Kono- top, miðja vegu milli Karkoff og Brjansk, tóku Rússar bæina Bje- lopolje, Vorosta og Pútívl. Sov- éther sækir að Konotop að norð- an og sunnan. Sovéther á Brjanskvígstöðv- unum sótti í gær fram 6—10 km. og tók 60 þorp. Á Smolensk- vígstöðvunum varð rauða hern- um einnig vel ágengt og hrakti Þjóðverja úr hundrað þorpum síðastliðinn sólarhring. Félag íslenzkra stúdenta í Höfn síarfar ötullega þráít fyrir ýmsa örðugleika Þjóðviljanum hefur borizt frá utanríkisráðuneytinu eftirfar- andi frétt um starfsemi Félags' íslenzkra stúdenta í Kaupmanna höfn, veturinn 1942—1943. Haustið 1942 veitti ríkisstjórn íslands Félagi íslenzkra stúd- enta í Kaupmannahöfn 1000 kr. danskar til þess að ^halda uppi kvöldvökustarfsemi. Kvöldvök- unum var haldið áfram veturinn 1942—1943 á sama hátt og vetur- inn áður, og sáu Jón Helgason prófessor og Jakob Benedikts- son, bókavörður við Háskóla- bókasafnið, um þær allar að einni undantekinni. Eins og sjá má af eftirfarandi yfirliti hefur verið góð aðsókn að kvöldvökun um, að meðaltali 80 manns, þrátt fyrir myrkvun og erfiðar samgöngur innanbæjar. 1. kvöldvaka, 6. okt. 1942 (J. H.). „Úr ævisögum íslenzkra al- þýðumanna". Lesnir kaflar eftir Eirík á Brúnum, Reinald Kristj- ánsson og Sigurð Ingjaldsson. — 79 nöfn í gestabók. 2. kvöldvaka, 20. okt. 1942 (J. B.). „Sjósókn og siglingar". Les- ið einkum úr Guðmundar sögu góða, íslenzkum þjóðsögum, ævisögum Shæbjarnar í Hergils ey og -Sigurðar Ingjaldssonar, Virkum dogum og Hákarlaveið- um Theódórs Friðrikssonar. — Kvæði eftir Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Fornólf, Örn Arnarson. — 78 nöfn í gestabók. 3. kvöldvaka, 13. nóv. 1942 (J. H.). „Úr Ólafs sögu helga". — 64 nöfn í gestabók. 4. kvöldvaka, 24. nóv. 1942 (J. B.). „Um Skaftárelda". — Lesið meginið af lýsingu Jóns Stein- grímssonar; auk þess úr Ferða- bók Þorv. Thoroddsens, Árbók- um Espólíns og Holti og Skál Jóns.Trausta. — 43 nöfn í gesta- bók. 5. kvöldvaka, 15. des. 1942 (J. H). „Skólalíf". Lesnar gamlar frásagnir um latínuskólann í Reykjavík eftir Árna Helgason, Matthías Jochumsson, Jón Ól- afsson, Indriða Einarsson og Þor vald Thoroddsen. — 40 nöfn í gestabók. 6. kvöldvaka, 12. jan. 1943. Ól- afur Guðmundsson kennari las upp úr nýkominni bók, Árbók Hannesar'á Horninu 1941; auk þess þýdda smásögu. r— 102 nöfn í gestabók. t Framhald á 4. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.