Þjóðviljinn - 26.09.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.09.1943, Blaðsíða 1
215 tólublaó. Mestí sígur rauda hersins annar en Sfalíngrad Smolensh í ualdi panla hersins 0flugasfa varnarsföð Þjóðverfa á ölfum ausfurvígsföðv** unutn, sfórborgín Stnolensk, fekin í áhlaupí ígær, Þjóð» verjar unnu í fvö ár að varnarsvæðí borgarínnar Randðmenn sækja fram til Napoli 10 ftðlsk herfylki afhenda Júgóslðfum vopn Bandamenn vinna á í sókninni norður af Salerno og hafa tekið allar hæðirnar sunnan við Napo lisléttuna. Áttundi brezki herinn hefur sótt fram 25 km. norður frá Bari eftir strönd Adríahafsins. Handan Adríahafsins, á Dal- matíuströndinni, berjast sveitir júgóslavneska þjóðfrelsishersiíis .gegn Þjóðverjum. \ Utvarpsstöð þjóðfrelsishersins tilkynnti í gær, að tíu ítölsk her- fylki hafi afhent þjóðfrelsishern um vopn sín, og að í Svartf jalla- . landi berjist ítalskur her með skæruhernum. Tanner farin*i að beygja sig fyrir staðreyndum Nú vllja Finnar frið Tanner, finnski fjármálaráð- herrann, aðalleiðtogi finnskra ;sósíaldemókrata, gaf í gær yfir- lýsingu um afstöðuna til Sovét- ríkjanna, sem vakið hefur mikla athygli. Sovétríkin hafa reynzt sterk- ari en heimurinn gerði ráð fyrir, sagði Tanner. Sovétríkin hafa Smolensk, öflugasta virki þýzka hersins á öllum austurvígstöðvunum, er á valdi Rússa. Þessi sigur, sem talinn er mesti sigur rauða hersins, frá því að Þjóðverjar biðu hrakfarirnar við Stalíngrad var tilkynntur í sérstakri dagskip- un frá Stalín síðdegis í gær og sagt að horgin hafi verið tekin með áhlaupi eftir mjög harða bárdaga. Sovéthersveitirnar, sem tóku borgina, brutust yfir Dnjepr austur af Smolensk, og samtímis sóttu herir Rússa að borginni úr norðri og suðri- Þjóðverjar hafa unnið látlaust í tvö ár að varn- arvirkjum á Smolensksvæðinu og var varnarbelti þeirra, er Rússar nú hafa rofið í mánaðarsókn, um 100 km. á breidd. \ i sömu dagskipan tilkynnti Stalin töku járnbrautarbæjar ins Roslavl, suðaustur af Smolensk, á brautinni til Brjansk. Þýzka yfirherstjórnin til- kynnti töku Smolehsk fyrst 8. júlí 1941, og taldi það ekki verið sigruð. Sem raunsæir stjórnmálamenn verðum við að taka tillit til þeirra staðreynda. Við megum reikna með öflugum Sovétríkjum sem nágranna í framtíðinni. Við megum því ekki láta neitt tækifæri ónotað til að komast að samkomulagi við Sovétríkin og erum viðbúnir að semja heiðarlegan frið. Útdráttur þessi úr yfirlýsingu Tanners var birtur í fregnum brezka útvarpsins í gær. Far- og fískíamnnasambandiðleggurtíl: Komifl sé U9D baOhdísi uiö hiifnina fupip hafnaFueFhamenii oa sjúmenn Farmanna- og fiskimannasamband ísiands hefur sent bæjar- stjórn Keykjavíkur svohljóðandi erindi: „Farmanna- og fiskimanna- samband íslands leyfir sér hér með að fara þess á leit við hátt- virta bæjarstjórn Reykjavikur, að hún hlutist til um að byggt verði baðhús við Reykjavíkur- höfn fyrir sjómenn og hafnar- verkamenn. Sé það eigi minna en svo, að minnsta kosti 30 menn geti fengið sér steypibað í einu. Ennf remur séu í húsinu nauðsyn íeg hreinlætistæki. Framhald á 4. síðu. mesta sigur er Þjóðverjar hefðu unnið í herferðinni. Síðan var barizt ákaft um borgina þar til í ágúst 1941, er þýzki herinn náði endan lega yfirráðum þar. í október 1941 gerði Hitler 'Smolensk aö aðalbækistööv- um sínum og stjórnaöi þaðan hinni ægilegu sókn á Moskva^ vígstöðvunum. Er sú sókn mis tókst snéru Þjóðverjar sér að því að gera Smolensk að mestu birgða- og varnarstöö sinni á ölium austurvígstöðv unum, og var borgin síðan miðstöð i öllum norður-suð- ur samgöngum þýzka hersins á auáturvígstöðvunum þau tvö ár er þýzki herinn hafði hana á valdi sínu, nema síð ustu mánuðina, eftir að' hin mikla sumarsókn Rússa hafði rofið þær samgönguleiðir Þjóöverja milli mið- og suöur vígstöðvanna, sem 'austastar voru. Varnarbelti Þjóöverja um hverfis Smolensk var talið svo ramgert, að þar hefði virkjagerö þýzka hersins náð hámarki sínu. Þjóðverjar viðurkenndu í gær að þeir hefðu „yfirgefið" Smolensk, auðvitað „sam- kvæmt áætlun". Herfræðing ar benda á að það sé inni króunaraðférð sovétherstjórn- arinnar, sem ennþá'einu sinni hafi reynzt sigursæl. Þjóðverj ar hafi neyðst til að flytja meginher sinn burt frá Smo- lensk ef þeir vildu ekki eiga Framhald á 4. síðu. Beaverbrook tekino í brezku stjornina Vegna fráfalls Sir Kingsley Wood hafa breytingar verið gerðar á brezku stjórninni. Tekur Sir John Anderson við embætti fjármálaráðherra, Att- lee verður forseti leyndarráðs- ins, Cranborne lávarður sam- veldislandaráðherra, og Beaver- brook lávarður kemur í stjórn- ina að nýju með titlinum inn- siglisvörður konungs. FRÁ ALÞINGI Frumvarp sósíalista um að bærinn taki mjólkurstöðina í sínar hendur, er á dagskrá í neðri deild á morgun, ennfremur frumvarp Sigfúsar Sigurhjartar sonar og Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar um heimild fyrir bæj- ar- og sveitafjélög að taka kvik- mynciahús eignarnámi. ENGINN ÞEIRRA ER I SÓSÍALISTA- FLOKKNUM Að gefnu tilei'ni skal þai tekið f ram að naf naskrá Sam- emingarflokks alþýðu — Sósí- alistaflokksins og nöfnin á undisskriftaskjali því, þar seni skorað er á Alþingi að fresta sambandsslitum við Dani, hafa verið borin sam- an. Enginn þeirra 270 manna, j sem undirskrifað hafa skjal j þetta er skráður meðlimur flokksins. Það er því með öllu tilhæfu laust hjá Alþýðublaðinu, að ,4hrifamenn úr öllum flokk- um" hafi undirritað undan- haldsplagg þetta. Dagsbrúnörfundur í dag klukkan 4 Verkamannafélagið Dags- brún heldur fyrsta fund sinn á þessu hausti í dag kl. 4 síðdegis í Iðnó. Á dagskrá eru þau mál sem efst eru á baugi nú meðal allra verkamanna. > Sigfús Sigurhjartarson al- þingismaður flytur erindi um atvinnuhorfur ef tir stríðið, en af öllum hinum mörgu vandamálum verkamanna er þaö þýðingarmest hvernig hægt verður að tryggja áfram haldandi atvinnu þegar stríðs tímanum lýkur og koma í veg fyrir að hungurvofan haldi innreiö sína á ný inn á yerka mannaheimilin. Þá verður rætt um atvinnu horfur í vetur og næturvinn una við höfnina. Þá verður einnig rætt um dýrtíðarmálin og hið marg- umdeilda starf sex manna- nefndarinnar og hafa Þor- steinn Pétursson og Þóroddur Guðmmidsson alþingismaður framsögu í því máli. irinHiii sif Éí 7 Hvi cff cfebí fefö^íd sodíd mðuv ííl úffhifníngs'? Það skortir kjöt í heiminum. Fólk sveitur heilu hungri, svo milljónum skiptir í löndum, sem bandameim hafa aðgang að eða eru að fá aðgang að. Hér á íslandi er svo mikið Iíjöt að til vandræða er talið horfa. Hverskonar menn eru það, sem stjórna kjötsölu og kjötút- flutningi vorum? Því er t. ö. ekki soðið niður kjöt í stórum stíl til útflutnings? Hvar er íramtakssemi sú, sem mest er gumað af hjá þessum herrum? Það ástand er til skammar, að nú skuli jafnvel fleygt kjöti á íslandi, meðan aðrir svelta af skorti á kjöti. Hér á verður strax að verða breyting. Hafi núverandi for- ráðamenn kjötsólu ekki hug\rit eða framtak til að breyta «m nú þegar, þá verður að breyta um forráðamenn og það strax.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.