Þjóðviljinn - 19.10.1943, Page 1

Þjóðviljinn - 19.10.1943, Page 1
8. árgangur. Þriðjudagrur 19. október 1943. 234. Þjóðviljinn 8 síðnr! Herðið fjársöfnunina fyrir stækkun Þjóðviljans. Framlögum í blaðsjóð Þjóð- viljans er veitt móttaka á skrif- stofu Sósíalistaflokksins, Skóla- vörðustíg 19. töiublað. ÞjóðViljinn 8 síður! STJOBNMALAFUNDURINN f LISTAMANNASKÁLANUM ANNAÐ KVÖLD. Dýrtídín Olían Mfólkín Þetta eru málin, Sem verða til umræðu á hinum opinbera stjórnmálafundi í Listamanna- skálanum, er hefst klukkan níu annað kvöld. Þetta eru málin, sem'eru um- ræðuefni bæjarbúa þessa dag- ana. Hvernig er hægt að vinna bug á dýrtíðinni? spyrja menn. Allar ráðstafanir ríkisvaldsins í því máli hafa sýnt sig að vera kák eitt. Hversvegna? Vegna þess að ríkisvaldið og flokkar yfirstéttarinnar vilja ekki fara þær leiðir, sem sósíalistar hafa bent á, — þeir vilja ekki fara þær leiðir af þeim ástæðum, að þær koma að nokkru leyti í bág við pyngju og sérréttindi nokkurra auðborgara. Brynjólfur Bjarnason Brynjólfur Bjarnason mun flytja fyrstu ræðuna á fundin- um annað kvöld og taka dýr- tíðarmálin til meðferðar. Mun hann benda á leiðir sósíalista og sýna fram á hvaða viðtökur þær hafa fengið. Brynjólfur mun einnig ræða um hina nýju vísitölu fyrir landbúnaðarafurð ir, sem mjög hefur verið rædd meðal allra launþega. Mun hann gera grein fyrir afstöðu sósíalista til vísitölunnar. * Þá hefur olíumálið ekki síður vakið umtal nú síðustu vikurn- ar. Það hefur nefnilega svo illa tekizt til fyrir auðhringana, sem olíusöluna hafa einokað, að margt hefur komið í dags- ins ljós, er þeir hefðu heldur óskað að væri áfram geymt í koldimmum peningaskápum þeirra. En um leið og ýmislegt um starf þeirra hefu'r afhjúpazt, hefur það sýnt sig hvernig rík- Framh. á 4. síðu. Suður af Krementsúk hefur rauði herinn unnið mikinn sigur, brotizt gegnum varnarlínur Þjóðverja á 45 km. svæði, og tekið 23 bæi og þorp. Rússneskt stórskotalið og fótgöngulið streymir vestur á gresj- umar, og hrekur þýzka herinn til undanhalds. Framsveitir rauða hersins eru komnar langt vest- ur fyrir Dnépropetrovsk, og sækja nú einnig til borg arinnar að vestan. Er talið að her Þjóðverja þar sé í mikilli hættu. í Melitopol hefur verið barizt látlaust í sex sól- arhringa, og virðist vöm Þjóðverja vera farin að lin- ast. í gær náði rauði herinn miðhluta borgarinnar á vald sitt, og hóf þegar ofsalegar árásir á þýzka liðið sem enn verst í suðurhluta borgarinnar. Rússum tókst að brjótast vest ur yfir Dnjeprfljót • á þremur stöðum í gær, og virðist varn- arlína þýzka hersins við fljótið vera alstaðar rofin. Talsmaður þýzku herstjórnar innar hóf í gær á ný afsakanir fyrir undanhaldi Þjóðverja á austurvígstöðvunum, óg sagði, að á Dnjeprvígstöðvunum væri þýzki herinn að halda undan af herstjórnarástæðum. Stingur þetta mjög í stúf við áróður þýzka útvarpsins undanfarið, sem hefur hamrað á því að varnir þýzka hersins við Dnjepr fljót mundu standast allar árás- ir. Bandamönnum veitir betur á l'talíu Bardagar halda áfram á Vol- tuniovígstöðvunum á Ítalíu, og einnig á austurhluta landsins, og veitir Bandamönnum livar- vetna betur, en engar stórbreyt- ingar hafa orðið. í útvarpi frá Moskva segir, að sovétherstjórnin sé í þann veginn að senda til vígstöðv- anna óflugar vélahersveitir og fótgöngulið, er til þessa hafi verið haft sem varalið. Fjöldahandtökur norskra mennta- manna Sænska útvarpið skýrir svo frá að 9 prófessorar, nokkrir dósentar og um 40 stúdentar við Oslóháskóla hafi verið hand teknir í sambandi við breytíng- ar, er gerðar hafa verið á upp- tökuskilyrðum í háskólann, í þá átt að stjórnmálaafstaða stúdentanna hefði þar úrslita- áhrif. Meðal þeirra, sem handtekn- ir hafa verið er Magnus Olsen, hinn kunni vísindamaður í nor- rænum fræðum, Sverre Steen, Framhald á 4. síðu. Utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær kvaddi Finnur Jónsson sér hljóðs og fór fram á það við atvinnumálaráðherra, Vilhjálm Þór, að Alþingi yrði gerð grein fyrir því hvernig uppbætur á innlendar landbún- aðarafurðir skiptust á hvert býli eða hvern bónda á land- mu. Út af þessari fyrirspurn upp- lýsti ráðherrann að ríkisstjórn- in skipti uppbótum þessum á kaupfélögin samkvæmt útflutn Útgerðarmenn á Ausiuflandi: Krefjast milliiiöalausrar olíusölu og endurgreiðslu frá olíufélögunum „Fundur í Samvinnufélgi útgerðarmanna í Neskaupstað, haldinn 17. október 1943, skorar á Alþingi og ríkisstjóm að gera nú þegar þær ráðstafanir sem til þess þarf að samlög eða samvinnufélög útgerðarmanna geti fengið dreifingu olíu í sín- ar hendur án óþarfa milliliða. Ennfremur skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjóm að hlutast til um að olíufélögin og Olíuverzlun íslands h.f. og Shell h.f. endurgreiði útgerðarmönn- um þá álagningu á olíu sem upplýst er að verið hefur of há að undanförnu, samanber yfirlýsingu nefndra olíufélaga.“ ingsskýrslu eða afhenti S. í. S. það í heilu lagi, og tæki aðeins kvittanir frá þeim. Þá ítrekaði Finnur beiðni sína um sundur- liðun. Áki Jakobsson þingmaður Siglfirðinga kvaddi sér hljóðs og tók undir tilmæli Finns og og fór ennfremur fram á, að ríkisstjórnin tæki kvittun frá hverjum einstökum framleið- anda fyrir því uppbótafé, sem hann veitir viðtöku. Þegar svo var komið lýst-i ráð herrann því yfir, að það yrði ekki gert, nema Alþingi óskaði þess sérstaklega. Svo sem lesendur blaðsins muna nema uppbætur þessar kr. 15,5 milljónum kr. og það verður að segja, að það er í mesta máta óviðkunnanlegt af ríkisstjórninni að greiða út slíkt fé án þess að heimta sann anir fyrir því, hve miklar upp- bætur ‘ hver bóndi fær. Ríkis- sjóður tekur kvittun hjá hverj- um þeim, er laun þiggur úr* sjóðnum, og hverjar aðrar greiðslur, og er það með öllu ó- tækt að önnur regla sé viðhöfð þegar svo stórfelldar upphæðir eru greiddar, sem þessar upp- bætur. ; Uppbætur þessar eru greidd- Framhald á 4. síðu. VINNAN Vinnan, 8. tbl. 1943, er ný- komin út. Jón Rafnsson skrifar um Bandalag alþýðustéttanna og ræðir þar nauðsyn hinnar stétt- arlegu einingar og tilraunir þær, sem gerðar hafa verið til að spilla þeirri einingu. Jón Sigurðss. skrifar: Mennt er máttur, og fjallar greinin um fræðslustarfsemi þá, sem Alþýðusambandið er nú að hefja og nauðsyn fræðslustarf- Framh. á 4. síðu. m tÉBBl lniíp Stúkan Verðandi nr. 9 held- ur þrjúþúsundasta fund sinn í kvöld. Sennilega er þetta ís- landsmet, það er ósennilegt að nokkurt annað félaa hafi hald- ið svo 'marga fundi á landi hér. Stúkan Verðandi var stofnuð 5. júlí 1885, síðan hefur hún starfað látlaust, unnið að því að útbreiða skoðanir bindindis- og bannmanna, og að því að hjálpa ofdrykkjumönnum til að verða aftur að dugandi mönnum, að ógleymdri hinni eilífu hugsjón Góðtemplarareglunnar, „sem er bræðralag allra n)anna“. í bessu skyni hefur stúkan Verðandi haldið fundi í viku hverri eða því sem næst öll þessi ár, og nú eru þeir orðnir 3000. Það er starfsaðferð templara að halda oft fundi og það mun hafa gef- ið félagsskap þeirra styrk og seiglu. Hvers virði er það starf, fyr- ir þjóðfélagið og bæjarfélagið, sem unnið hefur verið á þess- um þrjú þúsund fundum? Það verður ekki metið, björgunar- og umbótastarf verður ekki met Þríhyrningur nýtt verkamannafélag I Rángarvallasýslu Þrettánda þ. m. stofnaði Jón Rafnsson, erindreki Alþýðusam- bands fslands, nýtt verkamanna félag í Rangárvallasýslu. Hlaut það nafnið Þríhyrning- ur. Starfssvið þess nær yfir Hvol hrepp, Rangárvallahrepp og Vestur-Landey j ar I stjórn félagsins voru þessir kosnir: Guðjón Ólafsson, Syðstu Möi'k, formaður; Hermann Sveinsson, Kotvelli, ritari og Guðjón Helgason, Forsæti, gjaldkeri. Stofnendur voru 22. Félagið samþykkti þegar a stofnfundinum að ganga í Al- þýðusamband íslands.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.