Þjóðviljinn - 19.11.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.11.1943, Blaðsíða 3
Fastudiagiir 19. nóvember 1943 ÞJÓÐVfLtriNN 5 Gunnlaugttr Schevíng svarar Kristní Andréssyní Er málaralistin aðeins segja uni myndir Goya, og annarra þeirra, er stundum hafa fengizt viö lík efni. Mynd- ir Breughels hafastundumupp eldislegan eöa siöferöislegan tilgang. Slíkar myndir standa oft aö baki þeim verkum, er listamaðurinn gerir af því fólki, er hann sá í kringum sig — og höfðu þann tilgang einan aö ná litum, lífi og hreyfingu þess heims, er lista- maðurinn liföi í og þekkti. + Óteljandi dæmi sýna, að þær myndir, sem skapaðar eru með þaö eitt fyrir augum að segja frá einhverju, lýsa einhverju, auglýsa eitthvaö eða eru áróður með eða móti einhverju, veita manni ekki þá hrifningu, er listin veitir. Og enn fleiri dæmi sýna, að þær myndir, sem eru atyeg lausar viö allt slíkt, eru oft hin sterkustu og áhrifaríkustu listaverk. Ýmsir munu ef til vill vera þannig gerðir, að þeim finnst það vera mikil vöntun, að myndlistin hafi ekki annað að bjóða áhorfendum en hið myndræna líf. Við nánari kynni mun fólk sjá, að hið myndræna er ákaflega fjöl- þætt, svo fjölþætt, að maður óskar þess vart, að þessi list- grein hafi annað að bjóða en hið myndræna. Gunnlaugur Scheving. Biriu íi WMI m KrOMiuoM Tillaga um að 6 manna nefndin endurskoði grundvöll landbúnaðarvisitölunnar fe'ld Frmnvarp Brynjólfs Bjarnasonar um breytingu á dýrtíðar- lögimum er nú komið til 3. umræðu í neðri deild. Er baráttan um það hin merkilegasta og nauðsyn að vel sé fylgzt með henni. Skal hér sagt frá því gerla hvemig fór við 2. umræðu, af því nokkuð skolaðist í frásögninni í gær. i a >- \ j :íl ' f, " a mííM £ : I Alfkona heíllar mennskan mann Gunnlaugur Scheving er í fremstu röð hinna yngri íslenzku listmálara, og er skemmst að minn- ast hve mikla athygli sýning þeirra Þorvaldar Skiilasonar vakti í haust. Gunnlaugur lagði til teikningar í safn Einars Ól. Sveinssonar af ]>jóðkvæðum „Fagrar heyrði ég raddirnar“, er Mál'og menning gaf út, og er myndin hér fyrir ofan ein þeirra, at' álfkonunnier kveður til Galdra-Leifa: Þorleifur minn, minn, mér lízt á hag þinn. Komdu á kvöldin kátur í jjörðinn. Þig glaðan þar finn þreyttu elcki klárinn. Annað kvöld sveit svinn segir þig minn, minn. Hr. Kristinn Andrésson skrif aði’ þann 7. september grein í Þjóðviljaim um myndlist. — Höfundurinn minnist á, að listamenn hafi margir hverjir látiö þá skoöun í ljós, aö íalmcnningur hér heima hafi að vonum litla þekkingu á myndlist, og fer hann nú þess á leit við listamennina, að þeir svari ýmsum spurningum varð andi listir. Hr. Kristinn Andr- ésson vill auösjáanlega vekja áhuga fyrir þessum málum með því að ræða um þaú í blöð imum, og er það vel til fund- ið. ★ Grein þá, er hr. Kristinn Andrésson hefur skrifaö, nefn- ir hann_ ,,Er málaralistin að- eins blátt strik?“ Höfundur inn vill með þessari spurningu leita álits listamanna um þaö, hvort þeir líti á myndlist sem listrænt fyrirbrigði eingöngu eða telji aö hún þurfi eða veröi . að' túlka eöa innihalda eitt- hvað annað og meira. Það er ekki ætlun mín að svara fyrir aðra. Eg get að- eins skýrt frá minni skoðun á þessu máli. En ég get þó ekki látiö vera að furöa mig jafn- framt ofurlítið á því, að lista- menn skuli ekki hafa reynt að svara, þegar leikmaður spyr, auðsjáanlega meö það fyrir augum að vekja áhuga á mynd list, — sérstaklega þegar lista menn hafa kvartað undan kunnáttuleysi almennings. ★ Hinn veigamesti þáttur hvers einasta myndlistaverks verður óumflýjanlega hinn listlegi eða. myndræni. Það hafa að vísu verið gerðar margar myndir, bæði fyrr og síðar til þess að túlka eitthyað annað en list (vald konunganna, veldi kirkj- unnar, undirgefni guðs þénun, laun dyggðarinnar, straff syndarinnar, herlegheit góör- ai- fæöu, kúgun valdhaf- anna hungur hinna undirok- uðu, ógnir styrjaldanna og margt fleira), þessar myndir hafa verið ágæt listaverk marg ar hverjar, en þær hafa ekki verið þaö vegna þess, að lista- menn voru uppteknir af að hugsa um . „kúgun valdhaf- anna“ eða „herlegheit góðrar fæðu“, heldur af þeirri ástæðu einni, að þeir hugsuöu mynd- rænt, en ekki bókmenntalega, þjóðfélagslega eða. heimspeki- lega. Einn mesti núlifandi mál- ara á Norðurlöndum sagöi eitt sinn: „Guð forði mér frá öllu andríki“, og hver sá, sem þekkir eðli myndlistarinnar og veit, hve mikil hætta henni hefur bæöi fyrr og síðar stafað af bókmenntalegum og heim- spekilegum vangaveltum, mun skilja þann einfalda sannleika, er þessi setning túlkar á svo stþLttaralegan en skemmtileg- an hátt. Myndlistin er í eðli sínu fjar- skyld skáldskap eða litteratur. Byggingarlist er sú listgrein, er að flestra kunnáttumanna dómi stendur myndlistinni næst. Þaö má vera, að einhver sá gestur, er kæmi til þess að að skoða fagra byggingu færi, er á staðinn kæmi, aö fíloso- fera um „veldi konunga“ eða laun dyggðarinnar eða eitt- hvað annað ennþá betra. En þó virðist, að beinast lægi fyr- ir að njóta án alls andríkis þeirrar djúpu helgi og heilögu gleöi, er arkitekturiim veitir í mætti sínum og veldi. Áhrif frá góðri mynd eru mjög lík og áhrif frá fagurri byggingu. Heimur þessara tveggja list- greina er að mörgu mjög líkur’ þegar öll kurl koma til grafar. Arkitektúrinn er list, sem við íslendingar höfum lítil kynni af, því miður. Ef til vill getur sú list í náinni framtíö lyft þjóöinni á hærra menningar- stig — og meöal annars kennt okkur að skilja mynd- list. ★ íslendingar hafa frá fyrstu tíð verið illa settir hvaö við- víkur efni til húsagerðar eða annarra mannvirkja. Vegna þessa hefur verkleg menning ekki náð hér neinum þroska samanborið við þaö, sem er hjá flestum öðrum þjóöum. Þetta hefur haft mikil og mjög ill áhrif á hugarfar þjóð- arinnar. Tilfinning fyrir feg- urð hlutanna, verklegri menn ingu og fögru umhverfi sköp- uðu af manna höndum hefur sljóvgazt, bókmenntalegur og skáldlegur hugsunarháttur komiö í þess staö. Þegar svo vísir til verklegrar menningar I og listir henni skyldar byrja að dafna hér heima, veröur mörgum það á aö leggja á margt slíkt bókmenntalegan mælikvarða. Þetta er ekki rétt. Við njótum góörar myndar á líkan hátt og fagurs hlutar — eða veglegrar byggingar. Það getur verið listleg og menning arleg nautn aö standa á fall- egri götu, þar sem byggingar og landslag falla í eina órjúf- anlega heild. Þessi tilfinning er sú sama og þegar maður horfir á fallega mynd. * Vandamál samtíðarinnar hefur stundum borið aö dyr- um listamanna. En þau hafa sjaldan eða aldrei lyft list þeirra hærra. Delacroix mál- aði „Blóðbaöið á Scio“. Efni þeirrar myndar var tekið úr samtíð listamannsins. Þessi mynd er ekki betri en önnur verk Delacroix, og líkt má Fulltrúar Sósíalistaflokksins, Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins í fjárhagsnefnd lögðu til að frv. yrði samþykkt. Komið hafði fram viðaukatillaga við lögin frá Jóni Pálmasyni, Áka Jakobssyni og Jakob Möller um að aftan við 4. gr. dýrtíðarlaganna, sem eru um vísitölunefnd landbún- aðar, bætist svo hljóðandi: „Meðan verð landbúnaðarafurða er ákveðið samkvæmt fyrirmælum laga þessara, skal nefndin starfa á- fram og reikna út breytingar á verðinu fyrir 15. ágúst ár hvert, •samkvæmt því sem kaupgjald í landinu og reksturskostnaður land- búnaðarins að öðru leyti hefur breytzt á liðnu ári. Ef ágreiningur verður um þennan útreikning, gild- ir álit meirihlutans. Verði nefndin á einu rnáli um breytingar á þeim grundvelli, sem nú gildir, vegna nýrra upplýsinga, ])á skal taka tillit til þess næst, þeg- ar verðið er ákveðið“. Viðaukatillaga sama efnis frá Brynjólfi Bjarnasyni hafði verið felld í efri deild með eins atkvæðis mun. Nú fór eins. Viðaukatillaga þessi var jelld með 16 atlcv. gegn. 15. Síðan fór fram atkvæðagreiðsla um aðalgrein frumvarpsins, en hún hljóðar svo: „Síðasti málsl. 3. málsgr. 4. gr. laganna orðist svo: Þó gletur ríkisstjórnin ákveðið lægra verð á einstökum vöruteg- undum gegn framlagi úr ríkissjóði, en leita skal hún heimildar Alþingis til fjárframlaga í því skyni“. Var hún samþykkt með 19 at- kvæðum gegn 14. Með voru: þingmenn Sósíalista- flokksins og Alþýðuflokksins og Sigurður Ólafsson for- maður íþróttaráðs Á þingi íþróttaráðs í fyrradag var Sigurður Ólafss. kosinn for- maður íþróttaráðs í stað Stef- áns Runólfssonar, sem baðst eindregið undan endurkosningu. DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. Garðar Þorst., Jak. Möller, Jóh. Jós., J. Pálmas., Ól. Thors, Sig. Bj. og Sig. Kr. — En á móti allir Framsóknarmenn, Gísli Sv., Ing. Jónss. Jón Sig., Pét. Ott. og Sig. III. 011 þessi atkvæðagreiðsla er mjög eftirtektarverð og mun nánar verða um haria skrifað síðar. Sér- staklega eftirtektarverð er barátta Alþýðuflokksins gegn því að end- urskoða megingrundvöll landbún- aðarvísitölunnar! Kemur sú af- staða sannarlega úr hörðustu átt, eftir þvaðri blaðs flokksins að dæma. Virðist Alþýðuflokkurinn með þessari afstöðu einvörðungu vera að vinna skemmdarverk eftir fvrirskipunum Framsóknar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.