Þjóðviljinn - 21.11.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.11.1943, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. nóvember 1943. ÞJÓÐVILJ JNN 3 K^atrín Thóroddsen: ■tiMMifiiHiiiiMuiiiiiiuiiiiiiiMiuMMi'iinmmimiiiimMinMiii Inflúensan VALA skrifar: um fequzzi f>cc Laust fyrir síðustu helgi varð inflúensu vart hér í Reykjavík og hefur hún að vanda breiðst allört út. Veikin er tiltölulega væg og fylgikvillar ekki áber- andi enn sem komið er. . Misþung og misdreifð inflú- ensa gengur hér árlega, og sem að vanda lætur með svo tíð- an gest, er henni sjaldnast tek- ið sérstaklega hátíðlega, nema af þeim einum er allar sóttir óttast. En nú bregður svo und- arlega7 við að stöku fólk sem vant er að taka flensufaraldri með fúkyrðum og fyrirlitningu, fer að gerast kvíðið og áhyggju- fullt. Það innir lækna eftir því, að vísu hálf hikandi og undir væng, hvort rétt sé hermt að um bæinn gangi ókunn hita- sótt, skæð veiki sem lungna- bólga fylgi, er sulpharlyf verki ekki á, o. s. frv. Hugmyndin stendur í sambandi við Spönsku veikina er auðgreint hjá mörg- um. En Spanskaveikin var eins og kunnugt er inflúensufarald- ur sem átti upptök sín á Spáni, í lok síðustu heimsstyrjaldar, en þaðan breiddist hún síðan um lönd og lagði fleiri að velli en styrjöldin sjálf. Hér á landi, einkum í Reykjavík, biðu afar margir tjón á lífi og heilsu hennar vegna. ★ Nýverið rifjaði eitt dagblað- anna það upp að nú væru rétt 25 ár liðin síðan sú drepsótt geisaði, en þá var einmitt líkt ástatt í heiminum og núna í nóvembermánuði, heimsstyrj- öld er staðið hafði í fjögur ár. Þegar þessa er gætt: Sama stríðsár, sami mánuður og ald- arfjórðungs millibil, verður hugsanasambandið við Spön'sku- veikina skiljanlegra og eins uggurinn sem það veldur í fólki er vitandi eða óvitandi hefur lagt í vana sinn að miða merk- isviðburði við tölur og tákn. En ástæðulaust er að æðrast; ekki hafa borizt neinar ugg- j vænlegar fregnir um inflúens- una úti í heimi og veiki sú, er nú gengur hér, er næsta ólík þeirri spönsku og virðist í því einu frábrugðin okkar árlegu flensu, að koma í nóvember í stað útmánaða, eins og hún er vön. * Þó inílúensa sé afar tíður sjúkdómur er enn ekki fullsann að hvað henni veldur. Mestar líkur eru þó á að hér séu að verki huldusýklar (virus), sem Fyrir ógiftu kpnuna er heimiliS fang- elsi, fyrir þá gifiu vinnusta&ur. Bernhard Shaw. StjórnmálamaSur œtti aldrei aS láta konu nálgast oinnustofu sína. Napoleon. Konan er. sköpaS fyrir manninn, maS- urinn fyrir fjölskylduna og föSurlandiS. Napoleon. AfbrffSissemin er Systir ástarinnar. Rússneskur málsháttar. eigi það til að vera nokkuð ó- líkir í hinum ýmsu faröldrum. Hitt telja menn víst að veikin berist frá manni til manns með úðasmitun. Sjúklingurinn hóst- ar, hnerrar og snýtir sýklunum frá sér og getur þannig smitað beint, með því að hnerra fram- an í annan eða óbeint með því að hósta t. d. í áttina til þils eða gólfs, en þaðan þyrlast svo sýklarnir aftur er úðinn þorn- ar. Það er því augljóst mál að innflúensusjúklingur er einnig annarra vegna bezt kominn í bólinu sínu; í bíó eða strætis- vagni getur hann með einum hnerra sýkt fjölda manns. ★ Innflúensa lýsir sér venju- lega á þann hátt að sjúklingur verður skyndilega altekinn; hann fær hita, sem getur orð- ið allhár (39—40° er ekki fá- títt). Sjúklingurinn hefur höf- uðverk, beinverki, þurrk og særindi í nefi og koki og einn- ig, en þó ekki allaf, harðan, sáran hósta. Einkenni þessi hverfa venju- lega eftir 3—4 daga. Hitinn lækkar og hóstinn verður mýkri, uppgangur gulleitur og þykkur. Nokkuð magnleysi, svolítill uppgangur, hóstakjölt og horrennsli helzt þó oftast- nær í vikutíma enn. Stundum vill batinn dragast á langinn, ef sjúklingurinn er veill fyrir eða fylgikvillar fara að gera vart við sig. En þeir eru einkum fólgnir í hlustarbólgu, bólgum í hliðarholum nasa (þessvegna á sjúkl'ingurinn alltaf að snýta báðar nasir í senn og ekki of snöggt). Auk þess líka lungna- bólgukvef og kveflungnabólga. ★ Ekki er enn fundið neitt sér- lyf gegn inflúensu. Meðferðin er í því fólgin að láta vel fara um sjúklinginn, þ. e. a. s. að láta hann liggja í rúminu þar til hann hefur verið að minnsta kosti einn sólarhring hitalaus, en lengur hafi hann verið mikið veikur. Inflúensusjúkling sem liggur er miklu síður hætt við fylgikvillum en ella og ávallt verður rúmlegan happadrýgst, einnig þeim sem.ekki mega vera að því að liggja. Gott loft og hæfilegui; her- bergishiti, þ. e. a. s. hvorki of heitt né of kalt, eykur vellíðan sjúklingsins og flýtir því bat- anum. Mataræðið á að vera létt. Holt er að drekka mikið vatn, ávaxtasafa (sítrónur fást núna) berjasafa eða þ. u. 1. Vel sætt fjallagrasavatn eða grasamjólk er hvorttveggja í senn nærandi og mýkjandi fyrir hálsinn. Hægðir þurfa að vera góðar. Sjúklingnum léttir oft við að anda að sér gufu en auk þess má líka draga úr særindum og hósta með einhverri „brjóst- mixtúru“. Við beinverkjum og höfuðverk getur sjúklingurinn tekið sér að skaðlausu aspirín eða phenacetin þegar me4 þarf. 1 marga undanfarna mánuði og fram á þennan dag hafa göt- ur höfuðstaðarins verið illfærar mönnum og bílum. Á mjóum timburrimlum og fjölum hafa vegfarendur klöngrazt yfir djúpa skurði og nú í rigning- unni vaðið for og leðju upp í ökla. En yfir öllu þessu umróti hafa menn ekki smábölvað, hvað þá heldur meir. — Sagt bara brosandi, þegar einhver slampaðist ofan í skurð eða holu. „Þetta lagast allt bráðum, nú er heita vatnið alveg að koma“. Já, það ótrúlega gerist, hita- veitan, þessi margþráði gestur, er eftir mörg og löng ár loks- ins komin að bæjardyrum borg- arbúa, og öll hlökkum við til að bjóða honum inn, og þá ekki hvað sízt við konurnar. En þegar við lesum í blöðun- um um allar þær mörgu millj- ónir, sem bætast svo að segja daglega við kostnað hitaveit- unnar, þá blandast gleðin beizkju og reiði til þeirra, sem lágu eins og þung hönd á fram- kvæmdum þessa óskamáls á hinum betri árum. Líklega eig- um við konurnar líka sök á því með afskiptaleysi okkar af Nú á tímum fær smekkur ein- staklingsins að njóta sín. Tízkan hefur aldrei áður verið eins breytileg. Nú er þess einungis krafizt að bið lofið eðlilegri fegurð ykkar að njóta sín. Ef til vill gæti einhver ykkar haft gagn af peysunni á mynd- inni. Ef einhver ykkar á þrjá garnafganga sem fara vel sam- an, getið þið prjónað úr þeim þrjá ■peysuhelminga og notad þá til skiptis tvo og tvo. Eftir inflúensu eru menn oft næmari fyrir kvefi en endra- nær og ber því að forðast alla vosbúð og ofkælingu, einnig er þeim ráðlegt að drekka ríflega af lýsi og éta gulrætur sé þeirra völ. ★ Hvað vörnum gegn inflúensu viðvíkur geta þær, að svo komnu, eingöngu verið fólgnar í einangrun, og er sjálfsagt að leitast við að gera það ef ung- börn eiga í hlut eða ófrískar konur sem hætt er til fóstur- láta. ★ Þetta er í stuttu máli það, er ég get sagt lesendum Þjóðvilj- ans um inflúensuna. En það sem segja mætti við bæjar- stjórnina okkar um skortinn á farsóttasjúkrahúsi er líklega ekki prenthæft á kvennasíðu. Katrín Thoroddsen ÞAÐ SEM KARLMENN SEGJA UM KONUR: HITLER: Konan á að Vera jögur og jœ&a börn. • von Papen (þýzkur nazisti): Konan er sá skjöldur sem hinn þreytti hermaÖ- ur á a& hvíla sig á. • LENÍN: ÞaS er hœgt ab kenna hverri einustu eldabusku a6 stjórna rík'■ MARX: ÞaS getur ekki oeriS um aS rœSa nokkuit heilbrigt eSa fullkomiS lýSræSi, hvaS þá nokkum HÓsíalisma fyrr en kpnurnar taka cins og þeim bar varanlegan þátt i stjórnmálalífi tandsins og opinbcru tífi þjóSfélagsins yfirleitt. KONUR! Sendið kvennasíðu Þjóðvilj- ans bréf og greinar um áhuga- mál ykkar: Skrifið utan á: Rannveig Kristjánsdóttir, c/o Ritstjórn Þjóðviljans Reykjavík. „praktiskum“ málum. Okkur gleymist of oft, að við erum líka háttvirtir kjósendur og höfum þessvegna áhrif á, hverjum við felum áhugamál okkar. Það líður ekki á löngu, þang- að til miðstöðvarkyndingar með öllu nöldrinu um „slæma kynd- ingu“, kulda og kolaeyðslu detta úr sögunni og heita vatnið streymir í krönunum allan dag- inn, hitar stofurnar okkar og léttir hin daglegu störf á marg- an hátt. Og við vitum, að hita- veitan verður upphaf að nýju menningarstigi hreinlætis, feg- urðar og heilbrigði. Skyldi ekki svarti kolamökk- urinn, sem liggur venjulega yf- ir bænum sumar sem vetur. og byrgir himin og hauður, mega hverfa með allri óhollustunni. Bærinn okkar hlýtur að verða bjartari og hreinlegri, og hví skyldi hann ekki geta orðið feg- ui'sti bær, þegar við ræktum stóra almenningsgarða með blómum og trjálundum, þar sem heita vatnið okkar rennur í stokkum undir jörðinni. og snjór og frost kom'ast hvergi að. Bærinn sjálfur ætti að koma upp þvottahúsum víðsvegar um borgina, þangað sem við hús- mæðurnar gætum sent allan okkar þvott og fengið hann þveginn fyrir sanngjarnt vei'ð, og mundi það verða skref í áttina af bæjarfélagsins hálfu til að bæta eitthvað aðstöðu þeirra, sem „vinna eldhússtörf- in“. Á þessari öld vítamína er stöð ugt verið að segja okkur að borða grænmeti. blómkál. tó- mata og gulrætur. En á þeim tímum, sem þessir hlutir fást, er þetta slík lúxusvai'a, að jafn- vel á stríðsgróðablómaöl^ er almenningi næstum ókleift að i leyfa sér nema einstöku sinn- um slíkan munað. En nú þegar heita vatnið kemur, ættum við konurnar að vera samtaka um að krefjast, að bærinn sjálfur taki að sér að reka gróðurhús, sem fi-amleiddi grænmeti handa bæjarbúum. Eg drep aðeins á þetta hér í þeii'ri von, að konur taki upp þetta mál og ræði það ýtarlega á næstunni. Við verðum að fara að koma meira fram í dagsljós- ið með óskir okkar og kröfur og ræða djarflega og ófeimnar um það, sem okkur liggur á hjarta Hitaveitan okkar er fyrirheit um nýja og betri tíma. Hún er einn af þeim sigrum tækninnn- ar, sem við eigum að nota til að skapa í kringum okkur feg- urra umhverfi og betri aðstæð- ur. Reykjavík, bærinn okkar, sem við viljum, að beri merki hreinlætis og menningar. mvm brátt sýna, að gesturinn góði. heita vatnið frá Reykjum, hef- ur gengið i þjónustu okkar. Vala.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.