Þjóðviljinn - 25.11.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.11.1943, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN 3 Fimmtudagur 25. nóv. 1943. Héraðabækur Það er gaman að blaða í bók- um þeim ýmsum, sem nú hafa verið út gefnar um sýslur og héruð, nokkrar þeirra liggja hér fyrir framan mig: Saga Borgar- fjarðar í tveim bindum, Barð- strendingabók, Hornstrendinga- bók og Heim að Hólum; hin síð- ast talda geymir þó aðeins sögu- legan fróðleik fornan varðandi Skagafjörð. Án efa hafa bæk- umar allar til síns ágætis nokk- uð, þótt bersýnilega hafi enn ekki fundizt viðhlítandi form, er svari til fulls, kröfum, sem gera verður til slíkra bóka. Endurminningar Kristleifs á Kroppi eru mér ævinlega hug- þekkur lestur, en einhvernveg- inn finnst mér þær séu ekki „saga Borgarfjarðar“, heldur ættu betur heima í ævisögu gamla mannsins. Titillinn einn fyrir sig, „saga“ Borgarfjarðar, er líka af ýmsum ástæðum vill- andi. Um sögu einstakra sýslna eða héraða, aðskilda þjóðarsög- unni, getur naumast verið að ræða, vegna þess að sýslurnar hafa aldrei staðið sem sjálfstæð ar einingar með þesskonar af- markaðri baráttu og lífi, risi og línu, sem gerir sögu 1 réttri merkingu orðsins. Persónusögu ýmsra héraða má semja, en slíkt er ekki saga héraðsins og hefur gildi aðeins sem safn til íslenzkrar persónusögu. Þar fyr ir utan má safna allskonar fróð- leik 'Um héruðin, en slíkt verð- ur heldur ekki „saga“. Þetta hafa þeir fundið, sem héraðsrit sömdu eftir að saga Borgarfjarð ar kom, og tekið þann kost að nefna rit sín „bók“ héraðanna, Barðstrendingabók, Hornstrend- ingabók. Sumt í bókum þessum ér skrifað af liprum rithöfund- um og verður skemmtilegur lestur þessvegna: greinar um ákveðin efni, vinnulýsingar, ferðalýsingar, hrakningasögur. Obbinn er þó venjulega allskon ar samtíningur af fróðleikstagi, sem fæstir kæra sig um að taka í stórum skömmtum en getur ver ið gott að grípa til, ef leitað er heimilda um héraðið. En því mjður eru bækurnar ekki svo aðgengilegar handbækur um héruðin, að þær mundu t. d. koma ferðamanni eða ókunnug- um að fullu gagni; og hefðu höf undar þessara bóka vel mátt hafa Bedeker til fyrirmyndar við samningu þeirra, því hann er með’ allra þörfustu og ágæt- ustu bókum, ómissandi hvar 1 heiminum sem er, ef maður kemur í nýjan stað. Ritin koma að takmörkuðum notum sem handbækur um héruðin sakir þess hve fróðleikurinn sem þær flytja er sundurlaus, gloppótt- ur og tilviljunarkenndur, eða þá lítt niðurökipaður og óhagan lega, hinsvegar ofmikið af orða- flúnki og spekúleringum, rakn- ingu allskonar sjálfsagðra hluta og almennra efna, sem auðvelt r og Islandsbók er að afla sér betri fræðslu um annarsstaðar. Nauðsynlegar upp lýsingar vantar, en hégómlegir hlutir eru margteknir fram. Eg leita í Barðstendingabók að fræðslu um þrjá stórmerka menn, sem lifðu og störfuðu í þessari sýslu, en þeirra er hvergi getið. í Sögu Borgarfjarð ar rekst ég á tvítekna frásögn af kvíahellunni á Húsafelli og hve þung hún sé; á seinni staðn um er þess kyrfilega getið hvað mennimir hétu, sem vógu stein þennan fyrir nokkrum árum. Illkleift er að finna í bókum þessum það, sem maður leitar að, þótt leynast kunni einhvers- staðar, vantar leiðbeiningu um hvar hvers og eins sé að leita, enda tilviljun hvað tekið er með og hverju sleppt af áþreif- anlegum fróðleik um menn, staðhætti og söguatriði hérað- anna. Sannleikurinn er sá, að til- viljunarkenndur, illa kerfaður fróðleikur, blandinn ljóðrænum ástarjátningum til átthaganna og huglægum vangaveltum, er ekki það sem almenning varðar um hin ýmsu héruð landsins, þótt að öðru leyti sé margt gott um bækur þessar, og lofs- verður sá áhugi sem felst bak við þær. Okkur vantar hinsveg- ar aðgengileg uppsláttarrit um hvert hérað, alfræði hvers hér- aðs, samda eftir stafrófsröð um sem flest þau atriði, er héraðið snerta sérstaklega, einkum per- sónusögu og landfræðileg efni. Slíkt rit þarf að geyma nöfn, upplýsingar og tilvísun um upp- runa sérhvers manns úr hérað- inu að fornu og nýju, sem nokk- uð er hægt að vita um; fróðleik um allar jarðir 1 héraðinu, sér- hvert örnefni undantekningar- laust, og sögu þess ef i,il er; upplýsingar um drauga og forynjur í héraðinu og aðra þjóðtrú, sem liggur í landi; um vinnubrögð, sem eru sérstök og einkennileg fyrir héraðið, svo sem gert er í hinni ágætu ritgerð Þorleifs Bjarnasonar um bjargsig í Hornstrendinga- bók; um orð og orðatiltæki, sem tengd eru þessum sérstöku vinnubrögðum, svo og afbrigði í máli, sérstakt orðaval eða framburður sem einkennir hér- aðið. Slík héraðsrit, gerð með hagkvæmri niðurskipun, laus við huglægar athugasemdir mis góðra höfunda um almenn efni, gætu í senn verið þarfar hand- bækur og skemmtilestur fyrir alla, sem einhvers meta áþreif- anlegan, óþvoglaðan fróðleik. En hvort sem slíkur fróðleik- ur verður gefinn út í sérstökum héraðsbókum eða ekki í fram- tíðinni, þá er fræðasöfnun af þessu tagi þjóðnýtt starf, sem áhugamenn og opinberir aðiljar ættu að leggjast á eitt um að vinna á komandi árum, líta þó Nítjánda júní árið 1750 réðust tveir ungir menntamenn, Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, til upp- göngu á eldfjallið Heklu með nokkur ófullkomin mælingartæki að vopni. Enginn skyldi ætla, að þetta hafi verið smáræðis fyrirtæki að almennings dómi, og verður því ekki betur lýst en með orðum leið- angursmannanna sjálfra: „Þegar við komum að Sel- sundi, kotbæ einum, sem er næsti bær við Heklu, reyndum við að fá bóndann þar til að vísa okkur leið. Hann var nákunnugur umhverff fjallsins, en hafði aldrei komið að rótum þess. Almcnningur taldi það ofdirfsku að ætla að rannsaka Heklu, og það var fullyrt, að ó- mögulegt væri að komast upp á fjallið fyrir háskasamlegum leir- pyttum, scm væru alls staðar í kringum það, þar sem allt væri fullt af rjúkandi og brennandi brennisteinj. Uppi á fjallinu, var sagt, að væru sjóðheitir goshverjr og gínandi gjár, sem spúðu eldi og reyk án afláts. Enn fremur var okkur sagt, að þar væru undarleg- ir, svartir fuglar, líkastir hröfnum á vöxt, en með járnnefjum, og réð- ust þeir á alla, sem dirfðust að ganga á fjallið. Hið síðasttalda at- riði var gömul bábilja, sem sprott- in var af hjátrú þeirri, sem hvílt hefur á fjalli þessu um öll Norð- urlönd. Einfaldur almúgi trúir því einnig annars staðar, þar sem eru ægilegir og ókunnir staðir, sem tor- velt er að komast til, að þar séu kvalastaðir fordæmdra. Við spurð- um bóndann, hvort hann hefði orð- ið nokkurs þess var og kvað hann nei við því. Hins vegar var fylgdarmaður okkar að Selsundi ekki á það sem takmark í sjálfu sér, heldur sem þátt í því verki sem nauðsyn ber til að unnið sé hér á landi, en það er samning alfræðirits um ísland, íslandsbókar, orðabókar um öll íslenzk efni, þar sem tilkvæm- ar séu sem fullkomnastar upp- lýsingar í stuttu máli um hvað- eina er snertir land, þjóð og sögu. H. K. L. fullur lijátrúar og ímyndunar um þá hluti“. En þeir félagar hittu hvergi fyrir illfygli eða eiturgufur, þeim gekk ferðin að óskum, nema hvað fylgd- armaðurinn fékk höfuðverk, er að fjallsrótunum kom, og treysti sér ekki að fara lengra. Héldu þeir Eggert og Bjarni áfram og komust upp á tindinn um miðnætti. „Allt var þar kyrrt og ekkert að sjá nema ís og snjó. Þar voru engar gjár né vatnsföll og því síður sjóð- andi hverir, eldur og reykur. Bjart var sem um dag og sáum við víða vegi af fjallinu“. Þeir félagar lýsa förinni í sama tón og hverri annarri rannsóknarför, þar sem vísindaleg náttúruskoðun er aðalatriðið. En við vitum að þeir hafa verið glaðir og reifir, þrátt fvrir þreytuna, er þeir „komust klakklaust niður af fjallinu og hittum þar fylgdarmann okkar, sem nú var orðinn vel hress aftur. Undraðist hann mjög að við skyldum koma óskaddir af fjall- inu“. * Hekluför þeirra vinanna Eggerts og Bjama gefur táknrænan svip yfir hið glæsilega rannsóknarstarf, er varð meginefni Ferðabókarinn- ar, ritsins er jafnan mun halda á lofti nöfnum þeirra. Það má ef til vill með enn rneira rétti segja um þá en aðra, að þeir komu er Fróni reið allra mest á, á tíma þegar lá við, að þjóðinni væri svo ofboðið, að ekki væri viðreisnar von. En þeir koma sem íslenzkir boðberar hins nýja tíma, menn hinna ungu náttútuvísinda, með lélegar loft- vogir og hitamæla að vopni, ferð- uðust um allt land og rannsökuðu náttúru þess eftir því sem föng voru til um þeirra daga, en þá voru vmsar helztu greinir náttúru- fræðanna, t. d. jarðfræðin, í bernsku. Erlendis ríkja hinar fár- anlegustu hugmyndir um ísland og allt því viðkomandi; nafnið Ilekla, í þúsund erlendum myndum, var stofn í sterkum hjátrúarþætti með- al lærðra og ólærðra um alla Norð- urálfu. Heima á tslandi hnípti kúguð þjóð í fjötrum fátæktar og hjátrúar; alþýðan hrædd við flest, meira að segja við ættjörðina, við fjöllin; cinmitt þeir drættir í hinni svipmiklu mjmd íslands, sem seinni kynslóðir hafa lært að meta og líta til með lotningu og aðdáun, vekja forfeðrum okkar fyrir tveim öldum hrylling og ótta, er verður til að gera líf þeh-ra vesælla. Við getum brosað að höfuðverk bónd- ans í Selsundi, en sú sýn er inn- gangurinn að lýsingu Eggerts og Bjarna á Hekluförinni gefur inn í hugsanalíf og hjátrú þessara alda, er allt annað en brosleg. Frh. á 5. síðu. Margar bækur vænt?nlegar frá Víkingsprenti Enn eru margar bækur vænt- anlegar á markaðinn frá Vík- ingsprenti fyrir jólin, að því er Ragnar Jónsson forstjóri skýrir Þjóðviljanum frá. Meðal þeirra er ný útgáfa af Þymum Þorsteins Erlingssonar, og ritar Sigurður Nordal próf- essor langan inngang um ævi Þorsteins og skáldskap. Þá má nefna tveggja binda rit um Jón Th-oroddaen, eftir Stein- grim Þorsteinsson magister, nýja skáldsögu eftir Kristmann Guð- mundsson, ,JV átttröllið glottir“; sögubók eftir frú Svanhildi Þor- steinsdóttur, ,Jdjadóðir“; „Við- jjarðarundrin ‘ eftir I’órberg Þórð- arson; „Gróður og sandfoJc' eftir Guðm. G. Hagalín, „Brimgnýr" eftir Jóhann Bárðarson (höfund bókarinnar „ÁraskipV), fyrsta bind ið af stóru ritverki „Saga Ames- sýslu', og er það ritað af náttúru- fræðingnum Guðmundi Kjartans- syni frá Ilruna og Steindóri Stein- dórssyni. Tvær þýddar bækur „Frelsisbar- átt-a vuinnsandans' eftir van Loon. í þýðingu Níelsar Dungals prófess- ors og Ævriaga Níelsar Finsen eft- ir Aggerbo, í þýðingu Maríu Hall- grímsdóttur læknis, verða einnig meðal ,,jólabóka“ Víkingsprents.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.