Þjóðviljinn - 28.11.1943, Page 7

Þjóðviljinn - 28.11.1943, Page 7
Sunnudagur 28. nóv. 1943. Þ JÓÐVILJINN 7 BJÖRKIN í LÍFSHÆTTU trúnaði, síðast þegar hann kom. Það voru nefnilega ör- litlar bjarkir að gægjast upp úr moldinni við fætur hennar. Ein þeirra líktist henni sjálfri. Það var ekki vandséð ættarmótið, ef vel var að gáð. Ojá, það hafði aldrei brugðist, að vindurinn hafði eitthvað að segja, þegar hann átti ferð um. Hefði hún sagt öðrum eitthvað af því, það mundi einhverjum þykja fréttir! En hún ætlaði ekki að koma vindinum í klípu, þó að hann hefði minnst á eitthvað sem átti að fara leynt. En hún varð samt að segja unga manninum, sem gekk upp með ánni, svolítið, sem hún vissi. „Eg verð að segja honum það. Það gæti kostað mig lífið, að þegja lengur,“ sagði hún við sjálfa sig. „Nú, þarna kemur hann þá aftur.“ Heyrðu! Heyrðu! Komdu hingað snöggvast.“ Ungi maðurinn hafði sett upp stráhatt 1 fyrsta sinn á þessu vori. Hann leit í kringum sig og vissi ekki, hver hafði kallað til hans. „Hæ, hæ, það er bara ég, sem er að kalla. Eg verð að segja þér dálítið. Það er blátt áfram skylda mín að segja þér það. Eg er reyndar ekki ein af þeim, sem hleyp með sögur. — Það er ljótur siður. — Ætli ég hætti ekki við að segja þér þetta“. „Nei, nei, segðu það bara,“ sagði ungi maðurinn. „Ef þú vilt lofa því að segja það ekki nokkrum lif- andi manni, að minnsta kosti ekki nefna að þú hafir það eftir mér.“ „Eg skal þegja eins og steinn.“ sagði maðurinn. „Það var stúlka hérna á ferð í gær. Og hún fann til í hjartanu, fjarska mikið.“ sagði björkin. „Aumingja stúlkan! Hefur hún leitað læknis?“ „Eg veit það ekki. Vindurinn sagði mér þetta. Eg hef ekki talað við hana sjálf.“ „Hún hefur líklega gengið of hratt,“ sagði ungi mað- urinn. „Nei, nei. Hún hafði fengið ör í hjartað. Og það kvað vera svona logandi sárt.“ Ungi maðurinn náfölnaði. Honum varð. svona bilt við það, sem björkin sagði. Pétur: Þetta hefur verið leið- inlegur dagur. Það byrjaði með því að ég beið klukkutíma 1 mjólkurbúð og varð þar fyrir olnbogaskotum og margvíslegu ranglæti frá hálfu annarra við- skiptavina. Páll: Mér hefur leiðst miklu meira en þér. Pétur: Þegar ég loksins kom heim aftur, varð ég að bíða hálftíma eftir hafragrautnum. Og þegar hann kom var hann saltlaus. Páll: Þá hefur mér leiðst miklu meira en þér. Pétur: Síðan fór ég til tann- læknis og beið þar í tvo klukku tíma, þar til læknirinn loksins deyfði mig og tók úr mér allar tennurnar. Páll: Þá hefur mér leiðst miklu meira en þér. Pétur: Mér var orðið svo ÞETT4 gramt í geði, að ég hugsaði mér að hressa skapið og útvega mér aðgöngumiða á bíó. Það var ekki tekið út með sældinni: Eg beið klukkutíma eftir því að ná í miðann. En þegar myndin var að byrja, bilaði rafmagnið og hver fór heim til sín. Páll: Þá hefur mér leiðst miklu meira en þér. Pétur: Þegar ég kom heim um kvöldið var búið að „bera mig út“. Eg stóð heimilislaus á götunni og leitaði til vina og vandamanna í nauðum mínum. Mér var úthýst á nítján stöðum og nú bý ég hjá tengdamóður minni. Páll: Þá hefur mér leiðst. miklu meira en þér. Pétur: Hvað hefur þú haft fyrir stafni, veslingur? Páll: Eg var að lesa „íslenzka j fyndni“. ELÍ og RÓAR M SAGA E FT I R NORSKU SKÁLDKONUNA NINIROLL ANKER. „Það var _ mikili hlióðfæra- -sláttur.“ Þá hætti Elí að spyrja. Hún skildi, að Ingrid hafði ekki tek- ið eftir myndinni. Þegar frá leið talaði Ingrid oftar og oftar um Tore, þegar þær voru einar. Hvernig sem samræðan byrjaði lauk henni alltaf með því, að þær minnt- ust á Tore. Elí varð að segja henni frá heimili bróður síns, segja henni frá Tore, þegar hann var lítill, foreldrum hans og leiksystkinum. Hún hafði gaman af því sjálf að rifja upp minningar sínar að heiman. En hún sagði líka frá heimskupör- um Tore og ástamálum. „Hann er ekki við eina f jölina felldur á því sviði, skal ég segja þér“, sagði Elí og leit ekki upp frá vinnu sinni. „Eg veit það. Hann heíur sagt mér það sjálfur. En hann var nú eins og annar unglingur þá -----“ Ingrid brosti. Elí langaði til að segja, að ekki skánaði hann með aldrin- um. En Ingrid brosti svo sak- leysislega, að hún hafði ekki kjark til að hryggja hana. „Veiztu það, að Tore vill helzt verða blaðamaður? Og hann langar til að skrifa 'um leik list.“ „Er það?“ sagði Elí. „En hann vildi aldrei lesa kvæði fyrir mig, þó að ég bæði hann þess. Hversvegoa held- urðu, að hann hafi ekki viljað það?“ „Kvæðalestur á bezt við á vetrin,“ sagði Elí. „Já, það er alveg sact. Hon- um hefur líklega fundist það.“ Ingrid heimsótti Sturlands- fjölskylduna ekki oft nú orðið og hitti vinkonur sínar sjaldan. Beta var líka móðguð síðan um sumarið, þegar henni var hafn- að vegna stúlkunnar frá Oslo. Adolf Andersen var hættur að vera á ferli í nánd við Lie- gaardshúsið. Hann fann að það var vonlaust. Þegar Ingrid fór út í bæ kom hún stundum með blóm og súkkulaði og lagði á skrifborð Elíar. Þetta keypti hún fyrir vasapeninga sína. Ingrid hafði eignast nýja vinkonu, og það var Elí. Það var mikið annríki fyrir jólin. Það var von á Annik og Per. Elí spurði Roar hvort þau gætu ekki fengið stúlku til hjálpar yfir hátíðina. Róar hafði ekki enn losnað við áhyggju- svipinn, sem hvíldi yfir honum daginn, sem hann gat ekki greitt reikninginn frá Sturland. Elí stóð frammi fyrir honum með stóra eldhússvuntu, rjóð í vöngum. Hann varð enn alvarlegri, þeg ar hann sá hana. „Heyrðu Elí!“ Hann stóð á fætur. „Elí, þú átt eki að biðja um slíkt. Þú færð þér hjálp, þegar þú þarft. Eg er vonandi enginn harðstjóri.“ „Róar!“ „Það er ekki ég, sem ætlast til þess, að þú stritir. Eg get sjálf- sagt borgað einni eldhússtúlku kaup. Þetta er bara dálítil eld- raun núna í svipinn. En þegar ég hef lokið verkinu! Heiðurs- launin skal ég fá. Nú er ekki um annað að ræða en duga eða drepast. — En ég hélt bara, að þú hefðir gaman af að vinna heimilisverkin ein með Ingrid. Ekki er ég að ætlast til þess.“ Hún varð hljóð við. Hvers- vegna var hann svona æstur? Og honum bar ekki saman v^ið sjálfan sig. Bara að duga eða drepast, hafði hann sagt. En í sömu andránni hafði hann sagt, að hann hefði ráð á að borga vinnukonu. En það var ekki satt. Og hversvegna gat hann ekki sent ofurlítið minna þenn- an mánuð en hann var vanur? Hún þurfti ekki mikla peninga fyrir jólin, fyrst hún sendi alla krakkana hingað. Hún roðnaði. „Það er verst, að nú höfum við svo sjaldan tíma til að vera tvö ein og tala saman. Ekkl einu sinni á kvöldin því að þá steinsofna ég um leið og ég leggst á koddann.“ Hún lagði hendurnar um háls honum. Loftið var blandið óró og eft- irvæntingu, þann dag, sem von var á systkinunum frá Osló. Fyrsti snjórinn hafði fallið um nóttina og bráðnaði á göt- unum og breittist í krap um morguninn. Um miðjan dag var farið að skyggja. Sverre var önnum kafinn við að prýða her- bergið sitt, því að þar átti Per að sofa. Seinast kallaði hann á Elí, til að sýna henni, hvað hann hafði gert. Hann hafði hengt silungsstöngina sína á þilið uppi yfir rúminu, þar sem Per átti að sofa. Og neðan við stöngina festi hann ljósmyndir í langa röð. Það voru augna- bliksmyndir frá sumrinu, mynd ir af fjölskyldunni Tore hafði tekið þær. „Eg skal ábyrgjast, að Per kann vel við sig hérna “ sagði Sverre, og horfði aðdáunaraug- um á verk sitt. „Sjálfsagt,“ sagði Eli Hún reyndi enn einu smni að skipta hármu á honum en það sótti alltaf niður á enmð Róar og Ingrid voru á ferli hér og þar um húsið. Þau litu út um gluggana öðru hvoru. Til að gá að strandferðaskipinu. Róar Liegaard nam oft staðar. rétti úr sér og horfði íil í blá- inn. Það var ár liðið. sðan hann hafði haft börnin öll fjögur hjá sér. Nú var Per farinn að lesa læknisfræði. Þeir mundu hafa nóg ’að tala um feðgarnir. Þegar skipið sást, flýtti hann sér af stað og bæði börnin með honum. Elí kveikti alstaðar Ijós og flýtti sér að því loknu fram í eldhúsið. Þegar gestirnir voru komnir úr yfirhöfnum og seztir inn í stofu kom hún inn til þeirra. Annik spratt strax á fætur og rétti Elí hendina. „Ma — —.“ Það var mesta heppni, ^að hún sagði ekki, það, sem hún var vön að segja, þegar hún kom í heimsóknir: „Mamma bað að heilsa.“ En Annik áttaði sig í tæka tíð og hló vandræðalega. Annik var bara fimmtán ára. Elí brosti við henni. En hvað þetta var frjálslegur telpu- hnokki. Og falleg var hún. „Velkomin, Annik,“ sagði Elí glaðlega. Róar tók ofan gleraugun. Fullorðni sonurinn hafði ekki hreyft sig enn. Hann stóð hjá föður sínum með hendur í vös- um. Nú tók hann hægri hend- ina upp úr vasanum og hneigði sig lítið eitt. „Eg vona, að þér hafið ekki undrast um okkur. Skipinu seinkaði vegna þoku.“ Róar sló með flötum lófa á hei'ðar honum. „Þið Elí eigið að þúast, drengur minn“. Sonurinn sneri sér seinlega að honum og svaraði: „Allt bíð- ur síns tíma. Við erum ókunnug ennþá.“ Rödd hans var róleg og ákveðin, eins og gamall maður væri að tala. „Þá það.“ Róar roðnaði. „En ekki finnst mér það þurfi lang- an undirbúning.“ Ingrid leit niður á gólfið. „Það er rétt hjá honum. Það er bezt að kynnast eitthvað fyrst,“ sagði Elí og brosti. Hún horfði stórum, bláum undrunar- augum á unga manninn. Hann leit snöggt á hana. Síðan tók hann þétt um báða hand- leggi Sverres. „Hefurðu gert líkamsæfingar daglega, eins og þú lofaðir í sumar. eða hefurðu svikist um það?“ „Nei, á hverju kvöldi. Er það ekki Elí?“ Jú, á hverju kyöldi.‘ Þá sleppti Per bróður sínum og gekk út að glugganum. Þegar Elí bar á borð litlu seinna, var hún skjálfhent. — Eldri sonur Róars Lie- gaards var einkennilegur útlits. Hann var lítill og grannur og hafði inníallið brjóst. En hann hafði liðlegar og snöggar hreyf- ingar. Hendur hans voru alltaf ókyrrar. Hann var svarthærður og andlitsdrættirnir voru skarp ir. Nefið var bogið eins og á rán fugli. Munnurinn var bogadreg- inn. Það hafði hann frá föður sínum. Mest bar á augunum. Þau voru dökkblá og leiftrandi. Hún opnaði dvrnar. Þau sátu þar öll í ákafri samræðu. „Gjör I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.