Þjóðviljinn - 04.12.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.12.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. desember 1943. ÞJÓÐVILJINN 3 Leiðiogi kommúnista í Napoli ræðir við bandarískan blaðamann Efríkur H« Fínnbo^ason: Isiand iýðveldi 17. júní 1944 í Stúdentablaðinu 1. desember birtist þessi grein eftir Eirík H. Finnbogason stud. mag., fulltrúa Fé- lags róttækra stúdenta. í marga mánuði höfum við verið að segja frá því, að þjóð- fylking 5 eða 6 lýðræðisflokka sé starfandi á Ítalíu. Fram að þessu hefur aðalheimild okkar verið skeyti frá Svisslandi og tilkynningar leynistöðvarinnar í Milano. Stundum hefur rás atburðanna verið nokkuð óljós. En nú hefur skyndilega birt svo, að héreftir þarf maður ekki að vera í neinum vafa um, hvað er að gerast og hvað muni ger- ast á Ítalíu. Þetta eigum við að þakka Homer Bigart, fréttaritara N. Y. Herald Tribune í Neapel. Fyr- ir nokkrum dögum síðan átti hann viðtal við Evgenio Reale lækni, ritara Kommúnistaflokks Napolis og umhverfis. „Þar sem AMGOT er illa við pólitíska starfsemi", segir Bi- gart, „hefur Napoli verið póli- tísk auðn, en a. m. k. fimm stjórnmálaflokkar hafa komið fram á sjónarsviðið og pólitísk flugrit koma út á laun“. Að sögn Bigarts eru flokk- arnir þessir: Fyrst eru Frjáls- lyþdir, undir áhrifum heim- spekingsins Benedetto Croce; annar • er Partito D’Azione, vinstriflokkur millistétta undir forustu A. Omodeo, sem er rekt- or háskólans í Napoli. Svo er flokkur Kristilegra lýðræðis- sinna, sem er bændaflokkur, myndaður úr hinum gamla Kaþólska Alþýðuflokki. Þá eru Sósíalistar, sem Bigart, e. t. v. ranglega, álítur fáliðaða. Og loks eru Kommúnistar, sem höfðu 50 000 virka félaga árið 1937. Bigart segist svo frá: „Af þessum flokkum virðast komm- únistar vera' þeir einu, sem vita nákvæmlega, hvernig þeir hafa hugsað sér, að Ítalía eigi að vera. Því að á meðan himr flokkarnir doðnuðu og leystust upp á hinum mörgu stjórnarár- um fasistanna, létu kommúnist- j arnir ekki bugast. Þeir héldu alltaf kjarna lifandi, sem tók þátt í samsærum, verkföllum og skemmdarverkum og smeygðu sér inn í verkamanna félög fasista. Þúsundir komm- únista voru dæmdir í fangabúð ir, sumir kvaldir og skotnir, og samt lifði flokkurinn og kem- ur nú fram með að því er virð- ist sterkan skipulagsgrundvöll og stefnuskrá.“ Jæja, hvað hafa nú ítalskir kommúnistar 1 huga? Bigart talaði við Reale lækni, sem hann lýsir sem þrekvöxnum. sköllóttum manni, döprum á svip með fölt andlit og hrukk- ótt fyrir aldur fram eftir margra ára fangelsisvist. Hann á heima í millistéttahverfi í Napoli og skrifstofa hans er búin fábreytt um húsgögnum. — Þessum fréttaritara frá Herald Tribune fanst Reale vera ólíkur því sem hann hafði ímyndað sér kommúnista. „Hann talaði ró- lega án geðshræringa, og oft brá fyrir gamansemi í svip hans og orðum“. STEFNA AÐ SAMVINNU Reale segir, að kommunistar geri ekki ráð fyrir alræði ör- eiga á ítaliu. Þeir \ilja „af- dráttarlaust“ samvinnu við aðra lýðræðisílokka og muni á þeim grundveUi styðja „þjóð- lega stjórn“, sem hafi það fyr- ir aðalhlutverk að reka Þjóð- verja út úr Ítalíu. Reale fullyrti, að Badoglio marskálkur hefði leyft Þjóð- verjum að hremma mikinn hluta Ítalíu án þess að skipa hershöfðingjum sínum að veita viðnám, og þetta hörmulega glappaskot hefði gert hann mjög óvinsælann á Ítalíu“. Samt sem áður mundu koitjnr únistar styðja þjóðstjorn. sem Badoglio ætti sæti í t. d. sem hermálaráðherra eða jafnvel sem forsætisráðherra. „svo fram arlega sem það væri ekki ein- göngu herforingjastjórn heldur á svo breiðum grundvelli að í henni ættu fulltrúa allar and- fasistískar hreyfingar.“ Hvað viðvíkur konunginum þá álíta kommúnistar hann aukaatriði eins og stendur. ,,Allar ákvarðanir um konung- dæmið verða að bíða til stríðs loka. Vér kommúnistar mun- um láta konunginn afskipta- lausan. ítalska þjóðin er fær- ust um að ákveða hvað gjört skuli við hann ...“ Eftir því sem ég hef frétt er Reale læknir vel þekktur með- al ítalskra útflytjenda hérlend- is (í Bandaríkjunum). Hann er um 39 ára gamall, sonur mik- ils metins læknis í Napoli og er sjálfur skurðlæknir. Reale er mjög vinsæll maður í Napoli, jafnt á meðal meðlima Frjáls- lynda flokksins sem almenn- ings. Hann var yfirlæknir stærsta sjúkrahússins í Napoli „Incurabili", og ritgerðir ' hans um læknisfræði birtust í hinu alþekkta tímariti La Riforma Medica. Reale gekk í flokkinn á hin- um hryllilegu ofsóknarárum, árið 1926, var handtekinn árið 1929 og ekki látinn laus aftur fyrr en 1934. Honum var þá leyft að búa í Napoli og hélt hann þar áfram læknisstörfum sínum, sérstaklega á meðal fá- tæklinganna. Árið 1936 hertu fasistar enn á ofsóknum sínum. Miðstjórn Kommúnistaflokksins bað hann þá að fara til Frakklands. Þar starfaði hann við frönsku lækn ingastofnunina til hjálpar spænska lýðveldinu, og var framkvæmdastjóri ítalska flbtta mannablaðsins í París, La Voce degli Italiani, sem var gefið út 25000 eintökum. Árið 1940 tóku Vichy-menn- irnir hann fastan og afhentu hann Mussolini, eftir að hann hafði um tíma verið 1 þrælk- unarvinnu í Vernet-fangabúðun um. Eftir fall Mussolini sneri Reale aftur til starfa sinna í ■Napoli.... i Ut úr öllum þessum upplýs- Við íslendingar erum þrautseig þjóð. í rúmar sex aldir vorum við kúgaðir svo af Dönum, að slíks eru fá dæmi. Ofan á það bættust hall- a§ri og drepsóttir oft á öld, svo að til landauðnar horfði. Allt þetta lifðum við þó af og það svo vel, að við vorum að síðustu færir um, að hcyja mjög harða sjálfstæðisbar- áttu og sigra. Og við unnum fullan sigur, þannig að ekkert varð eftir af hinum fornu fjötrum Dana nema sameiginlegur konungur, og Danmörk fór með utanríkismál yor. Það var þó aðeins um visst árabil, og eftir það gátum við tekið það hvort tveggja í eigin hendur. í dag fagnar þjóðin 25 ára afmæli þessa sigurs, og hann er þess verð- ur, að fagnað sé. En við verðum aðeins að gera meira en fagna. Við þurfum að búa okkur undir nýjá frelsisbaráttu, sem við eigum fyrir höndum. Enginn veit, hve sú bar- átta verður löng né hörð, en eitt er víst, hún verður okkur hættu- leg, og við verðum að nota öll þau tæki, sem nothæf eru til þess að létta hana. Nauðsynlegur undan- fari þeirrar baráttu, er að reka smiðshöggið á sigurinn, sem við unnum árið 1918, slíta samband- inu við Dani og stofna lýðveldi á íslandi. Það verður því að gerast sem fyrst. Iléttur okkar til slíkra ráðstaf- ana er þegar fyrir hendi. Hann er ekki aðeins mannleg réttindi okk- ar sem þjóðar til þess að vera frjálsir, við höfum líka ótvíræðan lagalegan rétt til sambandsslita. Það er skylda okkar, að notfæra okkur þennan rétt strax og tæki- færi gefst, enda þótt ekkert annað kæmi til greina en það, að losna úr konungssambandi við Dan- mörku. En það koma fleiri og gild- ari ástæður til greina. eins og síð- ar verður sýnt. Því hefur verið haldið frám, að Dönum muni mislíka, ef við skilj- um við þá á meðan oki Þjóðverja er ckki af þeim létt. Það er áreið- anlega á misskilningi reist. Meðan stríðið.stendur er cinmitt sá iími. sem ástæða er til að ætla að svo verði ekki. Danska þjóðin á sjálf í sjálfstæðisbaráttu og henni mjög harðri. Er þá ekki einmitt tíminn fyrir hana tiil að skilja sjálfstæðis- baráttu annarra þjóða? Hefur hún nokkurn tíma betri aðstæður til að skilja kröfur okkar um algert frelsi, en einmitt nú? Dönum mundi ekki síður mislíka, ef stjórn sú, er við semdum við um þessi mál,- væri andstæð sambandsslit- unum, en þau yrðu samt sem áð- ur. Og gæti ekki stjórnin, sem við þyrftum að semja við eftir stríðið, orðið andstæð sambandsslitum, eins og stjórnin, sem sat í Dan- mörku fyrir stríð. ingum kemur í ljós mynd sanns alþýðuleiðtoga. Og það kemur skýrt fra.m, að ítalskir Kommúnistar eru mjög öflugir, starfa í samkomulagi við alla aðra lýðræðisflokka og eru Framhald á 8. síðu. ■ # Ýmsir segja, að við komum ekki nógu virðulega fram við konung- inn, ef við slítum sambandinu meðan stríðið stcndur. Við höfum aldrei haft neitt yfir honum að kvarta, og við berum virðingu fyr- ir honum, því að á þeim hörmung- artímum, sem yfir Danmörku hafa dunið, hefur hann reynzt sönn þjóðhetja. En við viljum á engan hátt fórna frelsi okkar vegna hans. Þar er til of mikils mælst af okkur. Við eigum ekkert vantalað við Dani um stofnun lýðveldis á ís- landi. En við þurfum að tala við þá urn annað, og það verður ekki gert fyiT en eftir stríð. Við verðum að fá lieim íslenzkar bækur og handrit, sein geymd eru í Kaup- mannahöfn. Danir geta tæpast neitað okkur um það. Þessi hand- rit eru dýrmætasti fjársjóður ís- lenzku þjóðarinnar og sameign hennar allrar. Það er því þetta og annað svipað, scm við þurfum að tala um við Dani, en við þurfum ekki að tala við þá um sambands- slitin. Ég sagði hér áður, að nauðsyn- legt væri, að stofna lýðveldi á Is- landi fýrir stríðslok, og það er mikilvægasta atriðið í þessu máli. Við friðarsamningana verða landa- mæri ríkjanna ákveðin. Þá má eiga nokkurnveginn víst, að ýms- um landssvæðum í Evrópu verði ráðstafað sem hverjum öðrum ó- skilafénaði. Stórveldin semja um þau með allskonar hrossakaupum. Nú eru þjóðir Evrópu kramdar undir járnhæl fasismans. Þær hafa því engin tækifæri til að gera ráð- stafanir gegn því, að þannig verði með þær farið. Það er vilji allrar íslenzku 'þjóðarinnar, að koma í veg fyrir að okkur verði ráðstafað með hrossakaupum milli stórvelda. Og við höfum tækifæri til að koma í vcg fyrir slíkt. Stofnun lýðveldis fyrir stríðslok er tækifærið. Við erum enginn óskilafénaður, eftir að við höfum ákveðið framtíðar- skipulag vort. Við vitum, að eyja vor er orðin hernaðarlega mikil- væg fyrir stórveldin. Bandaríki Norður-Ameríku eru því farin að hafa ágirnd á okkur. Þau fara fram á að hafa flugvelli og flota- hafnir hér eftir stríð. Allir vita hvert stefnir eftir að þannig er byrjað. En við getuin gert þeim erfitt fyrir. Hér rekast liagsmunir stórvelda á, og þá hagsmuni verð- um við að nota okkur. En pað getum við því aðeins, að við höfmn utanríkismálin í eigin höndum, og förum viturlega með þau. Nú er okkur opin leið cil að stofna sjálfstætt, óliáð ríki. Við skiljum við Dani í fullum rétti. Bretar munu viðurkenna lýðveld- ið þcgar þeir sjá vilja þjóðarinnar til að stofna það, og Bandaríkin hafa þegar lýst yfir því að þau muni viðurkenna það. Nú er þ\ í einmitt tækifærið. Nú situr stjórn í Bandnríkjunum, sem er vinveitt okkur. Enginn veit hvernig það verður eftir stríð. Hvernig gætu stórveldin litið á, ef við notuðum ekki þetta tækifæri? Það væri ekki hægt að líta öðruvísi á en að við vildum ekki vera sjálfstæðir. Og víst mundu einhverjir notfæra sér það. Þeir menn eru vart skiljanlegir, sem vilja ekki að við stofnum hér lýðveldi fyrr en eftir stríðslok. Það er eins og hinn ástæðulausi ótti þeirra við að móðga Dani blindi hjá þeim alla fyrirhyggju. Það er eins og þeir vilji láta allt reka á reiðanum, sem tryggt geti sjálf- stæði okkar eftir stríð, aðeins af því að þeir óttast, að Kristjáni konungi mislíki. Þessi ótti er á- stæðulaus vegna þess, að það er blátt áfram móðgandi við konung og dönsku þjóðina að ætla þeim slíkt. Getur nokkrum komið til hug ar, að þessir tveir aðilar séu á móti því, að smáþjóð tryggi sjálf- stæði sitt. Nei, þetta sama er danska þjóðin að gera og berst fyrir því dáðríkri baráttu. Sumir halda kannski, að við vilj- um stofna lýðvcldi á íslandi til þess að geta síðan hlaupið í fang Ameríku. Við vitum, að það eru til nokkrir menn hér, sem vilja að við komumst undir Ameríku. Frægur, en áhrifalaus stjórnmála- maður hefur jafnvel birt þennan vilja sinn á prenti í ómerkilegu og lítt Iesnu blaði. Við vitum líka, að fáeinir íslenzkir auðkýfingar, sem óttast framtíðarskipulag Evrópu, vilja láta ameríska auðhringa stjórna þessu landi í framtíðinni. En gegn sér hafa þessir menn vilja allrar íslenzku þjóðarinnar. 'Og ef vilji allrar þjóðarinnar er fyrir hendi, þá er auðveldara að komast hjá yfirráðum Ameríku, ef lýðveld- ið er stofnað, heldur en ef það er látið ógert eins og áður er sýnt. IIjá þeim, sem eru á móti stofn- un lýðveldis fyrir stríðslok, virðist koma fram óbilandi trú á svo rétt- láta skipun eftir stríðið, að sjálf- stæði okkar sé engin hætta búin, þó að við reýnum ekkert íií að tryggja það. Það er von okkar allra að svo geti orðið. En við lióf- um því miður ástæðu til að óttasi anhað, eftJr að við sáum framkomu engilsaxanna við þau ríki, scm þeir hafa þegar á valdi sínu. Allir verða að gera sér ljóst, að við slílum ekki konungssamband- inu við Dani vegna einhverrar þykkju, sem við berum í brjósti til þeirra vegna kúgunar þeiria fyrr á öldum. Við slítum samhandinu til þess að vera betur búnir undir þá frelsisbaráttu, sem við eigum fyrir hendi. Allir íslendingar eru sammája um, að mjög viðeigandi sé, að miða stofnun lýveldisins við fæðingardag Jóns Sigurðsson rr. ís- lcnzka þjóðin hlýtur að vcra sam- taka um að stofna lýðveld, á ís- landi 17. júní' 1944, og það er 1 skylda hennar að vera það. ♦ /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.