Þjóðviljinn - 11.12.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagrur 11. desember 1943 279. tölublað.
M nertni tehir Mriar
SnineislH oi Éofta
Píódverjutn haldid í skefjun] á Kieff~ vigsfððvunum
Skattamálín á Alþingí
Miioioar MiioartiliiHr, irí sösia-
liston, ö sliatlaliHnDomaMlltarfD.1.
Persónufrádrátturinn hasbkaður
Skatifrelsí stórgróðafélaga afnumíð
Um miðjan dag í gær var tilkynnt í sérstakri dag-
skipun frá Stalín marskálki, að rauði herinn hefði tek-
ið Snamenka.
Síðar bárust fréttir um, að sókninni miðaði vel á-
fram og hefðu Rússar tekið marga aðra bæi á þessum
slóðum, þ. á. m. Kirofka um 20 km. fyrir vestan Sna-
menka og Sapanovka, sem er járnbrautarstöð nokkru
sunnar og vestar.
Rauði herinn hefur breikkað verulega sóknarlínu
sína fyrir norðan og vestan Snamenka og er um 35 km.
frá járnbrautarbænum Novomirgorod, sem er tæpa 70
km. fyrir vestan Snamenka.
Herdeildir þær, sem sköruðu sér-
staklega framúr í bardögum þeim
sehi' leiddu lit töku Snamenka,
munu hér eftir bera nafn liennar.
í kvöld kl. sex eftir Moskva
tímá mun höfuðborg lands vors
hylla hinar hugdjörfu hersveitir
vorar, sem hafa frelsað Snamenka
með því að skjóta 12 sinnum úr
224 fallbyssum.
Héilir, þér bjargvættir frelsisins!
Heiður hetjum, sem féllu í bar-
áttunni. Dcyi liinir þýzku innrás-
arseggir“.
Vestast á Kieff-vígstöðvunum
hratt rauði herinn í gær mörgum
U mrœðunum urn, tc/cjuslcutks-
jrumvarp stjórnarinnar var haldið
újram í jyrrakvöld og jram á nótt.
Til máls tóku Sigjús Sigurhjartar-
son, Sigurður Guðnason, Lúðvík
Jósejsson, Áki Jakobsson og Finn-
ur Jónsson.
Atkvæðagreiðslu var frestað
þar til í gær, en þá var frumvarp-
inu vísað til 2. umræðu og íjár-
hagsnefndar gegn atkvæðum Sós-
íalistaflokksins og Alþýðuflokksins.
Hæstu vinningar í
happdrætti Háskólans
Dregið var í gær í 10 fl. Happ
drættis Háskólans.
Haö^tu vinningar féllu á þessi
númer:
75 þús kr. nr. 24307, 25 þús.
kr. nr. 23912, 20 þús. kr. nr.
13172, allt fjórðungsmiðar.
10 þús. kr. nr. 6055, 5 þús kr.
nr. 9560 og 14490, fjórðungsmið
ar.
(Birt án ábyrgðar)
Tekjuskattsfrumvarpi
stjðrnarinnar visað
til 2. umræðu
Dagskipun Stalins er svohljóð-
andi: „Hersveitirnar á öðrum hluta
Ukrainu-vígstöðvanna, sem lialda
áfram sókn sinni í stærri stíl, hafa
eftir Jiriggja daga ákafa bardaga
tekið bæinn Snamenka, sem er þýð
ingarmikil járnbrautarmiðstöð og
var öflugt virki Þjóðverja.
Hvað hefur þú gert
fyrir Þjöðviljann ?
Ef þú ert sósíalisti, þá ber
þér að lefígja þessa spum-
ingu fyrir þig á hverjum ein
asta degi: Hvað hefur þú
gert fyrir Þjóðviljann, hef-
ur þú fengið nýja áskrifend-
ur, hefurðu safnað fyrir hanu
fé?
l»að er ekki nóg með, að
Þjóðviljinn sé vopn alþýð-
unnar í daglegri lífsbaráttu.
Þjóðviljinn er líka mál-
gagnið, sem flytur þér sann-
ar fréttir af hinum stórfelldu
víðburðum heimsins, þegar
önnur blöð flytja um þá ó-
hróður auðvaldsklíknanna.
Lestu t. d. frásagnir Þjóð-
viljans siðustu daga um þjóð
frelsisherinn í Júgóslavíu og
þjóðfrelsisstjórnina þar? —
En Morgunblaðið hefur und-
anfarið þýtt greinar eftir
ameríska afturhaldsseggi og
þý þeirra, til þess að reyna
að sýna fram á að þjóðfrels-
isherinn í Júgóslavíu væri
ekki til það væru bara komm
únistalygar, — en svikarinn
Mihailovitsj væri hinsvegar
þjóðhetja!
HVAÐ GERIR ÞÚ FYRIR
ÞJÓÐVILJANN í DAG?
Fyrir Alþingi hafa legið í langan tíma mjög stórtækar breyt-
ingartillögur við skattalögin. En eins og venjulega hefur afgreiðsla
slíkra mála gengið seinlega, því nóg er enn til af mönnum á Al-
þingi, sem streitast gegn réttlátum breytingum á skattalöggjöfinnL
■ hörðum árásum bjóðverja. Harð-
astir eru bardagarnir um 50 km.
fyrir norðaustan Korosten.
Talið er að árásir Þjóðverja á
þessum slóðum kosti ])á um eitt
herfylki fallinna og sæi-ðra manna
á dag. Til samanburðar má geta
þess, að herir Bandamanna á ítal-
íu eiga í liöggi við 7—9 herfylki
og álíka mörg herfylki Þjóðverja
cru í Júgóslavíu.
Á Kieff-vígstöðvunum einum
eyðilögðu ltússar 92 skriðdreka fyr
ir Þjóðverjum, en samtals 122
skriðdreka á öllum vígstöðvum.
Framsókn hefur marg sinnis lýst
yfir fylgi sínu við ýmsar þær breyt
ingar á skattalögum, sem sósíalist-
ar mest hafa barizt fyrir að fá fram
En það hefur jafnan farið svo
þegar á hefur átt að herða, að
lítið hefur orðið úr fylgi Framsókn-
ar. Hún hefur að vísu í lengstu lög
reynt að forða sér frá að þurfa að
Frainhald á 8. síðu.
Hitler hótar
Bðlgarlu hörðu
Stjórnmálaástandið í Búlgar-
íu virðist vera að verða mjög
spennt. Þjóðverja hafa sent
búlgörsku stjóminni orðsend-
ingu þar sem þeir hóta að grípa
til sérstakra ráðstafana, ef
nokkur breyting verði á utan-
ríkisstefnu Búlgara og þeir mót
mæli ekki öllum fregnum í þá
átt.
Sovétstjórnin hefur sent hernað-
arfulltrúa til Sofíu, höfuðborgar
Búlgaríu, og búlgarska stjórniu
Lögreglustjóri skýrir frá vopna-
búnaði lögreglunnar
ReykjavikurlSgreglan hefur nð 25 sjálfvirka stutt-
rifla, 80 skammbyssur, 6 táragasbyssur meS
skotfærum og táragassprengjur
Agnar Kofoed-Hansen lögreglustjóri kvaddi blaða-
menn á fund sinn í gær til að skýra þeim frá „vopna-
búnaði lögreglunnar, er verið hefur hitamál um tíu ára
skeið“, og sýna þeim vopnategundirnár.
Lögreglan var vopnuð 1933, sagði lögreglustjórinn
og vopnin hafa verið endurnýjuð síðari ár; voru keyptar
80 skammbyssur, 25 sjálfvirkir stuttrifflar, 6 táragas-
byssur, ásamt skotfærum og táragassprengjum.
Fara hér á eftir helztu atriðin úr ummælum lögreglu
stjóra:
Vopnin frá 1933
Lögreglan var vopnuð 1933j
og mun val skotvopnanna
hafa verið ákveðið í samræmi
við þágildandi norrænar venj-
ur, og vopnun lögreglunnar
með nákvæmlega sama sniði og
í Kaupmannahöfn, Osló og
Stokkhólmi, nema hvað magn
vopnanna var miklu minna
miðað við fjölda lögreglu-
manna og tækin ekki eins full-
komin. Auk þess hefur lög-
regla Norðurlandanna, annarra
en íslands, alltaf aðgang að
hernum. Þess má geta, að lög-
regla Norðurlanda er minna
vopnuð en lögregla í öðrum
löndum heims.
Vopnin óheppileg að crerð.
Vopnin, sem keypt voru 1933
voru af fremur óheppilegri
gerð sem lögregluvopn, en með
þau er Öryggi og nákvæmni
.fyrsta skilyrðið. Kemur ekki til
■ • - - •'
greina, að þau verði notuð. Að-
alatriðið fyrir lögreglumann,
ef hann beitir t. d. skotvopni
er það að valdi sem minnstu
tjóni, andstætt við tilgang her-
mannsins. Lögreglumaður verð-
ur að forðast með öllu móti
að taka líf mannsins, sem hann
á 1 höggi við, heldur aðeins að
lama hann eða stöðva svo hann
geti ekki valdið tjóni.
Lögreglan taldi 1933 rúmlega
20 menn. Þá voru keyptar 25
skammbyssur, 5 sjálfvirkir stutt
rifflar, 6 táragasbyssur ásamt
skotfærum og táragassprengjur.
Nýju vopnin.
Lögreglan er nú um hundrað
manns, og er því vopnamagn
það, er keypt var þegar vopnin
voru endurnýjuð minna að
magni á hvern lögregluþjón en
1933. Nýju vopnin eru amerisk
lögregluvopn.
Framhald á 8. síðu.
hefur sömuleiðis sent hernaðarfull-
trúa til Moskva.
Áður liefur verið sagt frá lokuð-
um fundum, sem haldnir voru í
búlgarslja þinginu og búlgörsku
stjórninni eftir ráðstefnuna í Te-
lieran. Voru á þingfundinum greidd
atkvæði um utanríkisstefnu stjórn-
arinnar, og beið stjórnin ósigur,
því að margir fylgismenn hennar
sneru við lienni balcinu.
Stjórnarfundinum lauk svo, að
utanríkisráðherrann sagði af sér.
— Ríkisráðið, sem fer með stjórn
í nafni hins unga ríkiserfingja, hef-
ur kallað til viðtals við sig leiðtoga
úr flokkum stjórnarandstæðinga.
Það, sem af er stríðinu, hefur
búlgarska stjórnin hjálpað Þjóð-
verjum bæði leynt og ljóst, m. a.
ineð því að lána þeim búlgarskar
hersveitir til að „gegna lögreglu-
störfum“ í Júgóslavíu og Grikk-
landi.
En opinberlega hefur Búlgaría
ckki tekið þátt í stríðinu.
Almenningur í Búlgaríu er mjög
andvígur Þjóðverjum, en hefur æ-
tíð verið afar vinveittur Rússum.
Hefur gremja almennings út af ut
anríkisstefnu stjórnarinnar marg-
sinnis soðið upp úr, og mun það
einkum vera hræðslan við uppreisn
alþýðunnar, _ sem hefur hindrað
stjórnina í að segja Bandamönn-
um stríð á hendur. Búlgarskar her-
sveitir, sem beitt- var gegn júgó-
slavneska þjóðfrelsishernum, hafa
oft gengið í lið með Júgóslövum.