Þjóðviljinn - 04.01.1944, Page 2

Þjóðviljinn - 04.01.1944, Page 2
2 Þiiðjudagur, 4. janúar 1944 Þ J C ■ú v: ,'jji íslenzk vsrklýðshreyfing 1943 Vér óskum árs og friðar Bæjarpósturinn óskar öllum lcsendum sínum og viðskiptavinum, svo og öllum landslýð og öllu mannkyni, :irs og friðar. Hún er undur fögur þessi æva forna ís- lenzka kveðja; með þremur orðum tjáir hún dýpstu þrá hins starfandi og stríðandi mannkyns, á öllum öldum og í öllum lönd- um. Friður og góðæri, friður og hagsæld, er það ekki þetta, sem mannkynið Iiefur leitað að, er það ekki þetta, sem það hefur harizt fyrir, er það ekki þetta, sem það hef- ur háð stríð fyrir, i»ld eftir öld, er ekki öll vor viðleitni, í smáu sem stóru, fálm eftir friði og hagsæld, samfelld ósk, árs og friðar? Skyldi nokkur tunga, sem töluð er á jarðríki geta brugðið upp eins stórfeng- legum myndtim í örfáum orðum, eins og lunga l'eðra vorra, íslenzkan? A nokkur þjóð svo fagra kveðju, sem hina íslenzku ósk, árs og friðar? Illa leitað Einn mesti vitringur meðal mannanna sagði: „Leitið og þér munuð finna", og flestir munu sammála um, að þessi orð fela í sér mikinn sannleika. En sé það nú hinsvegar rétt, að mannkynið hafi frá ó- munatíð leitað árs og friðar, verður ekki annað sagt, en að 'J& Jíúíi tiPÍCjájtzt um leitina, i»ví fundið hefur- mannkvnið strið og skort, en ekki /rið og hagsæld. Er það ]>á rai^gt. að'sá linni, sem leitar? Vissulega ekki. En mannkynið hefur Jeitað illa. þess vegna hefur það ekki fundið. Einn hefur leitað hagsældar á annars kostnað, einn hefur leitað friðarins í annars fjötrum, — mannkynið hefur aldrei leitað sem heild, heldur hafa mennirnir leitað sem einstakl- ingar og þjóðir; þeir hafa leitað friðar og liagsældar, en fundið ófrið og skort, af því þeir leituðu illa. Vér munum finna Síðustu tímar hafa kennt milljónum manna, að allir verða að hafa sama rétt lil lífsins og gæða þess; hagsæld skapast aldrei meðan viðskiptum manna er svo háttað, að eins gróði er frá öðrum tekinn, og friður helzt aldrei, meðan eine er herra og annar þræll, og það þótt þrælahaldið sé fram- kvæmt í hinum mjúku formutn nútímans. Ef mannkynið tileinkar sér hugsjón bræðra- lagsins á raunhæfan hátt, ef það breytir skipulagsháttum sínum, í samræmi við þá hngsjón, mun það finna frið og hagsæld. Þetta þurfum vér allir að gera oss ljóst, og vér megum ekki hika við að gera þann sannleika kunnan, öllum þeim, sem vér eig- um samskipti við, að hver þjóð verður að starfa sem samvirk heild, og ]»jóðirnar verða að starfa saman, sem samvirkt mannkyn, skipulag bræðralags og jafnréttis verður að komast á, ef þráin eftir friði og hagsæld á að verða að veruleika. Sigraðir og sigurvegarar Mikil von er bundin við lok þessa stríðs, sem nú geisar. Þess er vænzt, að því Ijúki á ]»essu ári, að minnsta kosti hvað Evrópu snertir, og milljónirnar vona, að á eftir komi friður og hagsæid. Öll stríð liðinna alda hafa endað með ]»\-í að skipta þeim, sem hildina háðu i sigraða og sigurvegara, og hefur rétlur hins sigr- aða löngum verið smár, en ofríki sigurveg- arans mikið. Endi þetta stríð með sama hætti, skulum vér ekki vænta varanlegs friðar og' liagsældar að því loknu. Verði hatrið til þess, sem halloka fer i vopnavið- skiptum ráðandi við friðarborðið, er friður- inn tapaður, og næstu ár verða stutt stund milli stríða. Sigur mannkynsins Það er mannkynið sjálft, scm þarf að bera sigur úr bítum í þessu striði, það eru þjóðirnar, sem hin stríðandi lönd byggja, sem þurfa að sigra, það eru þjóðirnar, sem byggja sléttur Rússlands, eyjar Breta, fjöll og láglendi Þýzkalands, breiðar byggðir Ameriku. sólbakaðar sléttur Kínaveldis og fjöllóttar eyjar Japana, og allar ]»ær þjóðir, sem jörðina byggja, sem eiga að taka hönd- um saman sem sigurvegarar að stríðinu loknu, sigurvegarar, sem liafa sigrað fals- kenningar samkeppni og baráttu, og úrelta skipulagshætti auðvaldsins. Verði þetta, er friðurinn unninn, aldir árs og friðar upp- runnar. Snjór á fjöllum Fjöllin okkar hafa faldað hvítu um ]»essi áramót, og eflaust laðað til sín mikinn her æskulýðs, sem þráir hreint loft, víðerni fjallanna og hinn undurfagra hreinleik ís- Icnzka veðursins. Gott er ]>etta og blessað. En málið hefur aðra hlið En þeir eru ekki fáir, sem þuría yfir fjöll og heiðar dag hvern, þurfa að komast milli byggða, nauðsynlegra erinda. Vetrarskraut fjallanna er þeim ósjaldan þrándur i götu. Þannig var nú um áramótin. Hellisheiði var ófær bilum, en brotizt var vfir Mosfellsheiði með herkjubrögðum. A annan dag nýárs voru venjulegir fólksbílar nær 7 tima frá Þingvöllum til Reykjavík- ur, þó vörubílar og stórir rútubílar kæmust ]>essa leið hindrunarlítið. Þetta er seinlegt ferðalag, og ekki er víst, að allir, sem í það lögðu, hafi haft góðan tíma til að eyða Jæssum degi á Mosfellsheiði, þó fagurt væri á snjóbreiðum hennar. Þetta þurfti ekki að vera svona Ekki hefði það kostað nema stutta stund, að fara með snjóplóg um Mosfellsheiði þennan dag og ryðja öllum hindrunum úr vegi. En þetta var ekki gerl, og verður slíkt að teljast mjög vítavert skeytingárleysi ]>eirra, sem vegamálin annast. A hinum fjölförnu leiðum, sem tengja Suðurlands- undirlendið og Reykjavík, ber að hafa sí- felldar gætur, og talarlaust ber að ryðja hindrunum úr vegi, ef það er hægt, þessar leiðir eiga ekki að vera torfærar fyrir hirðu- leysi eitt. Vegamálastjóri ætti að hugleiða þetta, ef hann er ]>á ekki orðinn svo vana- bundinn skrifslofumaður, að hann sér hætt- ur að skilja nauðsyn líðandi slundar, en ef svo er, á hann að hætta starfi sínu, og í það að koma lifandi og starfandi maður, sem sér um að alfaraleiðum sé lialdið opnum meðan hægt er. Greiðviknir Ameríku- menn Þeir, sem lengi dags börðust við ófærð á Mosfellsheiði 2. janúar 1944, hittu þar fyrir greiðvikna og hjálpfúsa menn, svo af bar. Það voru Ameríkumenn, sem ]>ar voru staddir með \oldug tæki til að Iyfta bíl upp á veginn, sem keyrl hafði út af nótt- ina áður. Bíllinn, sem út af keyrði, var amerískur. Það er skemmst af því að segja, að Ameríkanarnir liðsinntu öllum þeim bíl- um, sem þarna voru tepplir, og hættu ekki fyrr en þeir höfðu hjálpað þeim öllum yfir torleiðið. Ymsir þeirra, sem þessa greið- vikui sýndu, höfðu þó vakað næturlangt án matar, en ]>að hindraði ]>á ekki að leggja á sig margra klukkustunda erfiði fyrir nauð- stadda ferðamenn. Án þessarar hjálpar Am- eríkananna hefðu sumir hinir islenzku bilar ekki kornizt til byggða 2. janúar. Þökk sé Ameríkönunum — ]>eirra framkoma var lil fyrirmyndar. Viðtal við Jón Rafnsson erindreka Alþýðusambands íslands Árið sem var að líða mun verða talið eitt af hinum merkustu í sögu verklýðssamtakanna. — Þjóðviljinn sneri sér til Jóns Rafnssonar, erind- relca Alþýðusambands íslands, og bað hann að segja frá því helzta, er gcrzt hefði á árinu á sviði verklýðsmála. Rer frásögn Jóns Rafnssonar liér á eftvr: VIÐBURÐARÍKT ÁR í SÖGU VERKLÝÐSSAMTAKANNA Árið, sem var að líða, er án efa eitt hið viðburðaríkasta, er getur í sögu íslenzkra verka- lýðssamtaka. — Að minni hyggju er það nær einstætt, bæði að því er snertir margskon ar árangur í baráttu alþýðunn- ar og dýrmæta lærdóma, byggða á reynslu. Árið 1942 má þó að engu vanmeta, því að einmitt það ár undirbyggði svo vel sem á varð kosið þau sögu- legu skilyrði, er atburðir s. 1. árs eru vaxnir upp úr. Dýrmætasti arfur ársins 1942 var, sem kunnugt er, hin skipu- lagslega eining verkalýðssam- takanna og 17. þing Alþýðusam- bands íslands þá seint á árinu. — í íramhaldi af því sem þá gerðist, hafa á síðastliðnu ári unnizt hinir merkustu sigrar fyr ir íslenzka alþýðu, bæði á fag- legu og pólitísku sviði. Og skulu hér taldir nokkrir þeirra. SAMEINING VERKALÝÐSINS Á AKUREYRI Snemma á árinu tókst stjórn Alþýðusambandsins, eins og fþ^gtl é'i’ örðið, að vinna síðasta ígulvirki hinnar stéttarlegu sundrungar í íslenzkum verka- lýðssamtökum, með sameiningu verkalýðsins á Akureyri. Að þessu sama ári liðnu eru nú raunverulega öll starfandi verkalýðsfélög landsins komin undir merki Alþýðusambandsins og öll verkalýðsfélög, sem stofn- uð hafa verið á landinu á þessu tímabili, gengin 1 það. ALÞÝÐUSAMBAND AUSTUR- LANDS STOFNAÐ — KAUP OG KJÖR SAMRÆMT Alþýðusamband Austurlands hefur einnig verið stofnað á s. 1. ári, og má það tvímælalaust telja skipulagslegan sigur fyrir framtíðina, þótt enn hafi það ekki látið til sín taka sem heild. Á árinu hafa að vísu ekki ver- ið háðar meiriháttar kaupdeil- ur. En eigi að síður hefur Al- þýðusambandinu miðað vel á- fram í þá átt að fá hækkað kaup og bætt kjör víðsvegar um landið, þar sem kaup og kjör voru lélegust. — Þessari samræmingarbaráttu hefur vegnað það vel, að óvíða á land- inu er nú dagvinnukaup lægra en kr. 1,90 um klukkutímann. Reykjavíkurtaxti gildandi um allt Suðurland, í öllum stærri kauptúnum landsins og sum- staðar jafnvel þar yíir og 8 stunda vinnudagur samnings- bundinn svo að segja um allt land. Jón Rafnsson VEGAVINNUSAMNINGARN- IR — 8 STUNDA VINNUDAG- URINN Á sviði kaupgjalds- og kjara- baráttu, má hiklaust telja vega- vinnusamningana 2. maí í fyrra, í fremstu röð. Ekki aðeins vegna þess, að með þeim fékkst fram geisileg kauphækkun víða í dreifbýlinu, heldur einnig vegna þess, að með þeim náði 8 stunda vinnudagurinn líka til sveit- anna. — Hitt er annað mál, hvort allir í dreiíbýlinu hafa þegar í stað kunnað að meta að verðleikum þann mikla á- vinning, sem fólst í 8 stunda vinnudeginum, en að því skal vikið síðar. — ALÞÝÐUSAMBANDIÐ Á VERÐI í baráttu launþegastéttanna gegn ýmiskonar árásum auð- stétta og stjórnarvalda, hefur Alþýðusambandið að vonum staðið í fararbroddi. Svo sem kunnugt er var það eitt fyrsta verk núverandi rík- isstjórnar, að bera fram á Al- þingi í fyrra frumvarp, sem' fól í sér allmikla skerðingu á kaupi launþega miðað við dýr- tíðina. — Gegn þessu svokall- aða dýrtíðarfrumvarpi ríkis- stjórnarinnar reisti Alþýðusam- bandið svo sterka mótmælaöldu um land allt, að árásaröflin urðu að láta undan síga í þessu máli. • STARF 6 MANNANEFNDAR- INNAR VAR SIGUR BEGGJA, BÆNDA OG NEYTENDA Þegar rætt er um hina stétta- pólitísku baráttu s. 1. árs, er erfitt að ganga framhjá hinni alkunnu og margumræddu 6 mannanefnd og starfi hennar. — Svo sem kunnugt er hefur 6 mannanefndin fengið marga og misjafna dóma, og í röðum alþýðunnar við sjóinn hefur því sumstaðar verið á lofti hald- ið, að starf hennar hafi verið neikvætt fyrir launþega, að hinn pólitíski sigur sem unn- izt hafi með því að tengja sam- an hagsmuni verkamanna og vinnandi bænda, svari eigi þeim kostnaði, sem launþegar verði að bera af því verði landbúnaðar- afurða sem bændum var tryggt með niðurstöðum nefndarinnar. Eg fyrir mitt leyti hef frá fyrstu litið svo á, að þeir, sem hafa í fullri einlægni gagnrýnt störf 6 mannanefndarinnar á þennan hátt, fyrir munn launþega og neytenda, hafi ekki metið eins og vera ber þann pólitíska sig- ur beggja, sem fólst í samkomu- lagi þeirra um að tengja saman hagsmuni sína og þar með varpa fyrir borð þrætuepli, sem báð- ir hafa tapað á, en enginn grætt á nema andstæð- ingar beggja. M. ö. o. þessir heiðarlegu gagnrýnendur koma ekki nægilega vel auga á hinn hagsmunalega ávinning í hin- um pólitíska sigri, sem þeir þó viðurkenndu. Fyrst eftir að 6 mannanefndin hafði birt niðurstöður sínar, eft- ir tiltölulega nauman starfstíma með mjög takmörkuð gögn til að vinna úr, var ekki nema eðli- legt að sú skoðun kæmi víða fram, að í niðurstöðum hennar væri bændum áætlaður stærri hlutur en þeim bæri, ef byggja skyldi á raunverulegum kostn- aði á meðalbúi í sveit, en á hinn bóginn væri meðalkaup launþega við sjóinn reiknað of hátt, neytendum til óhagnaðar. Flestir munu vera þeirrar skoð- unar að nokkuð muni vera hæft í þessu, enda upplýst að full- trúar neytenda í 6 mannanefnd- inni hafi slakað nokkuð til fyr- ir fulltrúum bænda, í þessu efni, til að ná samkomulagi innan nefndarinnar. ÞAÐ, SEM ORÐIÐ HEFÐI, EF 6 MANNANEFNDARINN- ARINNAR HEFÐI EKKI NOT- IÐ VIÐ Það er nú þegar sannað með útreikningum hafstofunnar, að ef niðurstöður 6 mannanefndar- innar hefðu gilt árið 1942, þá hefði verð á kjöti til neytenda orðið minnst 36% lægra en raun varð á, og ennfremur liggja fyrir skýlausar viðurkenningar frá svo þekktum áhrifamönnum um kjötverðlagsmálin eins og t. d. Ingólfi frá Hellu, að kjöt- verðið á árinu 1943 hefði orðið um eða yfir kr. 10,00 pr. kg., ef samkomulags 6 mannanefnd- arinnar hefði ekki notið við í stað kr. 6,50. Það má því telja fullsannað, að alþýða jafnt til sveita sem sjávar hafi ekki aðeins unnið stórpólitískan sigur með sam- komulaginu í 6 mannanefnd- inni, heldur einnig að neytend- um hafi beinlínis verið sparað- ar milljónir króna á þessu árí í lægra kjötverði en ella hefði orðið. Frh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.