Þjóðviljinn - 04.01.1944, Síða 5
ÞJÓÐVILJINN. — Þriðjudagur 4. janúar 1944.
f-------------------------------------------------------
| 01ÓÐV1L1INN
Útgefandi: Sameiningarflolckur ulþýðu — Sósíalixtaflokkurinn.
Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstoía: Austurstrœti 1H, simi 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181i.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17.
Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Iír. 6,00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5,00 á mánuði.
Ár hins nýja heims
1944 er hafið, — árið, þegar nazisminn verður endanlcga að vclli
lagður, — árið, þegar tugir kúgaðra þjóða heimta aftur frelsi sitt, — árið,
þegar íslendingar skapa lýðveldi sitt 680 árum eftir missi sjálfstæðisins,
— árið, sem verður prófsteinn á vilja og gctu mannanna til þess að leggja
slíkan grundvöll að mannfélagsskipan sinni, að framtíð heimilanna, að
samvinnu þjóðanna, að mannkynið búi við frið og vaxandi farsæld
héðan af.
Endalok styrjaldarinnar og byrjun friðartímabilsins verður fyrir oss
íslendinga samskonar prófsteinn og stríðið sjálft hefur verið fyrir flest-
ar aðrar þjóðir.
Þær þjóðir, sém sjálfar hafa orðið að þola hinar þungu búsifjar fas-
ismans, hafa í þeim skelfingum skírst slikri eldskírn, að aðra eins getur
ekki. Slíkar þjóðir hafa lært það, seint eða snemma, að standa saman,
að setja frelsi sitt ofar öllu öðru, að þurrka burtu allt, sem reyndist
spillt og fúið, — og þessar þjóðir verða í stríðslök reiðubúnar til þess að
viima að því sem einn maður, að skapa betra, öruggara og réttlátara
þjóðfélag en vér áður höfðum.
Þær verða reiðubúnar til þess að fórna miklu, til þess að geta skipu-
lagt þá samvinnu innan þjóðarheildarinnar og milli þjóðanna, sem þarf
til þess að tryggja frið og farsæld meðal mannanna.
Þær verða samhentar í þessu starfi. Þær vita nú hvað sundrungin
þýðir — og hvað það kostar, að Iiver höndin sé upp á móti annarri,
þegar mest liggur við.
Og þær verða hiklausar og djarfar í framkvæmdum sínum. Þær
þekkja af dýrkeyptri reynslu, hvað það þýðir, að hlífa spillingunni, láta
óreiðu og kúgun haldast við. t
Vér íslendingar höfum lifað vel óg sloppið við mestallar þær þján-
ingar, sem þessar þjóðir hafa orðið að þola. Þeir íslendingar, — sjó-
mennirnir okkar, — sem hafa orðið að þola svipaðar áhættur og hörm-
ungar og aði'ir, sem í höggi hafa átt við fasismann, — hafa þá lengst af
verið svo fjarri ættjörðinni, að oss bárust aðeins sagnirnar af hryðju-
verkunum, en sáum sjaldnast vegsummerkin.
Það er ætíð erfitt fyrir mennina að læra af öðru en reynslu sjálfra sín.
Það mun því reyna á oss Islendinga, — á söguþjóðina,»— hvort hún
getur lært af sögu annarra og breytt eins og sú reynsla býður henni.
•
Það þarf að skapa nýjan heim, — heini, þar sem hver maður er ör-
uggur um frelsi sitt, um góða afkomu sína, um trygga atvinnu.
Til þess að ísland verði hluti úr slíkúm heimi, þarf meirihluti ís-
lendinga nú þegar á þessu ári að taka höndum saman um að breyta svo
til um atvinnuhætti vora, þjóðfélagsskipan, fjármálastjórn, að grund-
völiur verði einnig hér lagður að því öryggi, sem verður einkenni þess
lieims, sem rís upp eftir ragnarökkur harðstjórnarinnar og öryggisleysis
mannanna.
Það þarf sterkan skilning á nauðsyn samheldni þjóðarinnar, djúpa
virðingu fyrir réttindum hvers einasta einstaklings, mikla tilhliðrunar-
semi af hálfu þeirra, er setið hafa svo að segja einir að auði og völdurn,
— ef framkvæma á þátttöku íslands í myndun slíks nýs heims, án ])ess
að lil mikilla og hættulegra árekstra komi.
©
En framtíð Islands er undir því komin, að vér einmitt nú skiljum
hln verk vort til hlítar, hefjum af fullum krafti þátttöku vora í alþjóð-
legu samstarfi um framleiðslu- og stjórnrnál og reisum hér á landi voi'ii
þjóofélag, sem sé boðlegt börnum þessarar ])jóðar, — en ekki það hrófa-
tildur atvinnuleysis, kreppna og fátæktar, sem vér áður urðum að þola.
Þessi grein er framhald greinanna Leyniheimsveld-
ið, er birtist í Þjóðviljanum milli hátíðanna. Þær eru eft-
ir enska blaðamanninn Gordon Schaffer, og birtust í
málgagni brezkra samvinnumanna, „Reynolds News“.
— Greinar þessar hafa vakið mikla og verðskuldaða
athygli.
ÍÐNAÐARMÁTTUR SOVÉT-
RÍKJANNA
Sama árið, sem Ilitler kona til.
valda, gaf skipulagsnefnd Sovét-
ríkjanna út opinbera skýrslu um
yrstu fimmára-áætlunina. — Þcgar
maður les þessa skýrslu núna, eftir
að maður er búimrað kynna sér
„hina snjöllu ráðagerð“ Hitlers, er
eftirtektarverðast að sjá, að iðnað-
arþróun og landvarnaundirbúning-
ur Sovétríkjanna var grundvallað-
ur á nákvæmlega sömu nýju efnun-
um, sem Þýzkaland birgði sig upp
af, cn svifti vestrænu lýðræðis-
ríkin.
„Sovétríkin hafa“, scgir í skýrsl-
unni, „skapað sína eigin framleiðslu
á sérstaklega hörðum málmblönd-
um, og er ]>að iðnaður, sem hefur
hina mestu þýðingu fyrir aukin af-
kiist véltækja. Auk málmblöndu,
sem byggist á lungsten, og cr lík
hinni þýzku málmblöndu, hafa
margar aðrar málmblöndur verið
framleiddar, sem þarfnast ekki fá-
gætra eða dýrra hrácfna“,
Skýrslan sagði einnig frá upp-
finningu nýrra járnblendinga og
aukningu aluminium framleiðslunn
ar. Hún sagði, að með þeim útbún-
aði, sem væri fyrir hendi, væri ekki
til sú vél, sem ekki væri hægt að
framleiða í Sovétríkjunum. Hún
skýrði frá því, hvernig Rússland,
sem á tímum keisaranna hefði þurft
að flytja inn kemisk efni, hefði nú
komið sér upp nýtízku iðnaði á
þessu sviði.
í upphafi fimmára-áætlunarinn-
ar var þar engin gúmíframleiðsla,
en áætlunin hafði komið á fót fram-
leiðslu á gerfigúmí og náttúrugúmí,
sem nam 6 milljónum hjólbarða og
þúsundum smálesta af öðrum gúnií
vörum á ári.
Var það nokkur furða i>ó að naz-
istavinirnir í alþjóðahringnum og
nazistarnir á stjórnmálasmðinu
vœru einhuga í hatri sínu gegn
þessu eina ríki sósialismans, sem
ógnaði sjálfri undirsiöðu heimsveld.
is þeirra?
Felst ekki í þessiú skýringin á
þeim afrekum, sem Churchill lýsli
í ræðu sinni 9. nóvember síðast lið-
inn, þegar hann sagði:
„Það var ekki til í heiminum
slíkt hernaðarskipulág, né hefði ver
ið hægt að skapa það á mörgum
árum, sem hefði nokkurn tírna get-
að unnið slíka sigra sem Sovétríkin
hafa unnið, né þolað slíkt tjón,
sem þau hafa beðið“.
VlÐA POTTUR BROTINN
Saga sú, sem ég hef sagt hér ágrip
af, snertir áhrif hringanna á stríðs-
reksturinn. Öll sagan er miklu víð-
tækari. Hún sncrtir líf hundraða
milljóna manna um allan hcim. —
Fyrir stríð var nóg kurinugt um
athafnir hinna alþjóðlegu vopna-
hringa til að sanna, að einkafram-
leiðsla vopna var framkvæmd án
tillits til nokkurs annars en gróða,
Olíuhringarnir drottnuðu í heim-
inum fyrir stríðið. Þeir vildu held-
ur, að Mexiko seldi olíu sína fyrstu
stríðsárin til Ítalíu og um Ítalíu til
Þýzkalands en viðurkenna rétt
mexikósku þjóðarinnar til að ráða
yfir sínum eigin olíulindum.
Á árunum fyrir stríðið fundust
auðugar olíulindir nálægt Dauða-
hafinu í Gyðingalandi. Mundi sú
olía liafa orðið hverjum Banda-
manna ómetanleg í þessu stríði. En
allri námalöggjöf Gyðingalands var
þá breytt til að tryggja, að sérhver
hagnýting olíulindanna yrði „sam-
kvæmt stefnu og fyrirmælum Olíu-
félags Iraks“. Árangurinn varð sá,
að olíulindirnar voru aldrei hag-
nýftar.
Feikileg járðlög af potash- og
magnesium-söltum fundust í ná-
grenni Dauðahafsins. Þau voru
ekki heldur hágnýtt, og með til-
liti til hinnar alkunnu stefnu I. G.
Farben og hinna alþjóðlegu sam-
herja þess, mun óhætt að gera ráð
fyrir, að þessar hráefnalindir hafi
verið látnar óhreifðar, af því að
hagnýtipg þeirra hefði komið í
bága við áætlun nlþjóðahringanna.
Auðhringar þeir, sem hafa sér-
staklega hagsmuna að gæta í
brezka heimsveldinu, hafa opinber-
lega um 12500 milljóna króna höf-
uðstól.
Unilever’s félagið, sem hefur op-
inberlega 3525 milljóna króna höf-
uðstól og á mikinn fjölda viðbótar-
fyrirtækja, ræður yfir sölu og
vinnslu á vörum úr jurtafeiti, á-
samt framleiðslu og dreifingu sápu
og matarolía allt frá söfnun hrá-
efnanna tii dreifingu smasalanna.
Það ræður yfir 80% af sápufram-
leiðslu brezka heimsveldisins. Sani-
einaða Afríkufélagið, en Unilever á
80% áf fjármagni þess, ræður yfir
mörkuðum. brezku Vestur-Afríku,
frönsku Vestur-Afríku, Líberíu,
portugölsku og spænsku Gíneu,
Austur-Afríku og Marokkó.
Eftir að stríðið hófst hefur það
fœrt út kvíarnar til írak, Mesopota
míu og Persíu (Iran). Jafnvel i
stríði gegn fasisma hafa auðhring-
arnir fylgt í kjölfar herja frelsisins.
Imperial kemiski iðnhringurinn
með 2375 milljóna króna höfuðstól,
sem hefur mikilla hagsmuna að
gæta í framleiðslu sprengiefna, til-
búins áburðar, litunarefna, málma
annarra en járns, lyfja, gerfisilki
og demanta, Jiafði fyrir stríð deild-
ir í Japan, Ástralíu, Nýja Sjálandi,
Suður-Afríku, Chile, Kína, Egipta-
landi, Indlandi, Perú, Tyrklandi og
Kanada.
Courtaulds félagið (opinberlega
með 800 milljóna króna höfuðstól)
á margar verksmiðjur í Bretlandi
og ýmis fyrirtæki í Kanada. Hin
amerísku fyrirtæki þess voru af-
hent ríkisstjórninni árið 1941. Fyr-
ir stríð hafði það samband við
Vereinigte-GIanzstoff félögin í
Þýzkalandi og Frakklandi.
Dunlop gúmífélagið (opinberlega
með 500 milljóna króna liöfuðstól)
hefur deildir í öllum álfum heims-
ins, í 23 ríkjum.
Ensk-íranska olíufélagið (höfuð-
stóll 825 milljónir króna), átti deild
ir í Ástralíu, Indlandi. Þýzkalandi,
Danmörku, Austurríki, Svíþjóð,
Noregi og Frakklandi, og auk Jiess
hlut í Olíufélagi íraks.
Brezki cldspýtnahringurinn (höf
uðstóll 212 millj. og 500 þúsundir
króna) er í sambandi við alþjóð-
lega cldspýtnahringinn, og eiga
þeir hagsmuna að gæta í næstum
öllum löndum heims.
Amalgamated Metal liringuyinn
(höfuðstóll 140 milljónir króna) á
alveg British Metal félagið, sem
ræður yfir félaginu Brametta, sem
skrásett er í Svisslandi. Hann á líka
hluti í Henry Gardner & Co., sem
fyrir stríð hafði hagsmuna að gæta
í Metalgesellschaft í Frankfurt í
Þýzkalandi. Melalgescllschaft á
mikinn hlut í þýzkum og öðrpm
námafélögum og á ásamt llio Tin-
to félaginu á Spáni alla hluti í ev-
rópska Pyrites félaginu. Fram að
stríðsbyrjun var Oliver Littelton,
núverandi framleiðslumálaráðherra
Bretlands, framkvæmdastjóri Bri-
tisn Metal félagsins og mcðlimur
í stjórn Metalgesellschafts.
Sagan af því, hvernig hringarnir
snerta líf og afkomu milljóna af
heimilum, er í stuttu máli svona:
Skóladrengir hjóla á hjólbörðum
frá hringunum. Eldri piltarnir aka
á vélhjólum, sem nota benzín og
smurnirigsolíur frá hringunum. —
stúlkurnar eru í kjólum, sokkum
og með höfuðklúta úr gerfisilki frá
hringunum. Þegar þær giftast, gefa
þær börnunum sínum mat búinn
til af hringunum og sömuleiðis fjör-
efni frá hringunum. Eigirimenn-
irnir fylla pípu sína tóbaki frá
hringunum og kveikja í því með
eldspýtum úr sama stað, á meðan
þcjr hlusta á útvárpstæki, frani-
leitt af hringunum. Heimilisfólkið
allt borðar brauð úr korni, möluðu
af hringunum og smyr það með
smjörlíki frá hringunum. Ef ein-
hverjir fara til útlanda, láta þeir
fólkið heima vita af sér með því að
senda símskeyti frá símstöðvum,
sem hringarnir reka.
ANDÓF SAMVINNUHREIF-
INGARINNAR
Hringarnir hafa ckki náð fullum
tÖkum á framleiðslu neyzluvöru í
Bretlandi. Ástæðan er sú, að alveg
eins og Sovétríkin liafa á hinu al-
þjóðlega sviði fylgt stefnu, sem er
algjörlega andsnúin takmörkunum
hringanna, þannig hefur samvinnu-
þreifingin ein liér innan lands veitt
hringunum viðnám. Brezka sam-
vinnuhreifingin er aðalkeppinautur
hringanna með tilliti til mjölvöru,
sápu, smjörlíkis, tóbaks, lyfja og
margra annarra vörutegunda.
Þegar grammofóna- og útvarps-
viðtækjahringurinn reyndi að setja
Samvinnufélögunum þau skilyrði,
að þau mættu ekki leggja dreifing-
arkostnað á vörur hans, hófu Sam-
vinriufélögin sjálf framleiðslu á út-
varpsviðtækjum. í Svisslandi háðu
samvinnufélög baráttu við þýzka
potash-hringinn. Sænska samvinnu
hreifingin er í stöðugri baráttu við
hringana. Þau komast að því, að
gúmíhringurinri hélt skóhlífum í
háu verði, svo að þau komu sér
upp skóhlífnaverksmiðjum og fóru
seinna að framleiða aðrar vörur úr
gúmí. Á sama liátt knúðu þau fram
verðlækkun á smjörlíki og ljósa-
perum. Ljósaperaliringurinn hóf
málsókn á hendur þeim fyrir brot
á einkaleyfum, og neyddi þau t.il
að eyða niiklu fé í málaferlum.
Samvinnuhreifingin í Bandaríkj-
unum bauð olíu-hringunum byrg-
inn, fyrst með því að setja upp sín-
aí eigin benzíndælur og loks ineð
því að komast yfir olíulindir og
reisa olíuhreinsunarstöðvar.
Alþýðan á því eitt öflugt vopn
gegn auðhringunum, en það verð-
ur ekki aðeiiis að heyja baráttuna
á sviði efnahagslegi-ar samvinnu. I
fyrsta lagi verður almenningur að
krefjast opinberrar rannsóknar á
athöfnum auðhringanna fyrir stríð
ið og á stríðsárunum. Dalton ráð-
herra sagði neðri deild þingsins þ.
9. nóvember, að allt samband milli
brezkra fyrirtækja og fyrirtækja
óvinanna hefði verið bannað frá
upphafi stríðsins og öllum samn-
ingum milli þeirra sagt upp. Hann
sagði, að deildir þær úr I. G. Far-
ben, sem rækju viðskipti í hlut-
lausum löndum, hefðu snemma í
ófriðnum verið sett á svartan lista,
sem óvinafyrirtæki. — Áður hafði
Dalton lýst því yfir, að ríkisstjórn-
in væri að láta rannsaka ástand
auðhringanna, og mundi það koma
til athugunai' við friðarsamning-
ana.
Þessi loforð eru ekki nóg. Það
verður að rannsaka stefnu þá, sem
leyfði mönnunum að baki alþjóða-
hringunum að koma lýðræðisríkj-
unum í þá aðstöðu, að þau voru
næstum orðin leppríki í heimi,
stjórnað af nazistum.
Ilvað sem tilganginum leið, þá
komust hringarnir inn á þessa
braut, af því að þcir fylgdu stefnu
skortsins. Þeir voru hræddir við
allsnægtirnar, sem vísindin buðu
mannkyninu. Þeir gripu til allra
ráða til að halda í gróða sinn. —
Þýzkaland þekkti möguleika þess-
ara allsnægta og beitti þeim með
kaldri skynsemi að undirbúningi
styrjaldar.
Það er engin tilviljun, að þeir
aðilar, sem nú krefjast þess, að
bundinn sé endi á allt eftirlit, sem
skerði „einstaklingsfrclsið', er ná-
Framhald af 2. síðu.
SJÓMANNARÁÐSTEFNAN
MARKAÐI TÍMAMÓT
Sjómannaráðstefnan, sern Al-
þýðusambandið gekkst fyrir í
nóvember s. 1. hér í Reykja-
vík, er einnig viðburður, er telja
má hinn merkasta í alla staði.
í fyrsta skipti þá mæta full-
trúar sjómanna og fiskimanna
úr flestöllum helztu veiðistöðv-
um landsins, til að brjóta til
mergjar vandamál sín. — Þessi
ráðstefna tók eigi aðeins til með
ferðar merkustu hagsmunamál
sjómanna, svo sem kaupgjalds-
mál, öryggismál, skipulagsmál
o. s. frv., hún tók einmg fvrir
dýrtíðina og vandamál smáút-
vegsins og samþykkti í báð-
um þessum málum gagnmerkar
ályktanir, sem kunnar eru Its-
endum flestra dagblaðanna og
sýna ótvírætt vaxandi skilning
sjómannanna á þýðingu bess, að
samstarf geti tekizt með þeim
og smáframleiðendum við sjáv-
arsíðuna um sameiginleg hags-
munamál.
kvœmlega þeir sömu, sem verja og
hafa alltaf varið rétt hringanna til
að skipuleggja hin óháðu heims-
veldi sín.
Lýðræðisríkin geta notað alls-
nægtirnar i stríði, en þáu hafa ekki
uppgötvað neina leið til að nota
sér allsnægtirnar á friðartímum. —
Stefna hringanna, scm svifti lýð-
ræðisríkin nauðsynlegum liernað-
arsyörum, var arinar þátturinn í
þesssari sömu stefnu, sem lokaði
skipasmíðastöðvum Bretlands og
skar niður framleiðslu á áríðandi
vörutegundum, af því að á friðar-
tímurn var þeim ekki tryggður
gróði af sölu þeirra.
í Bandaríkjunum hefur ríkis-
stjórnin gert nokkra tilraun til að
fást við þetta vandamál. í Bret-
landi hefur ekkert verið gert. —
Hringarnir í Bretlandi eru sterkari
núna en í upphafi stríðsins. í öllu
hinu víðtæka eftirlitskerfi ríkis-
stjórnarinnar eru menn úr hringun-
um látnir skipa. flestar áhrifastöð-
úr. Sérréttindi til ýmissa fram-
kvæmda eftir stríð hafa næstum
eingöngu verið vcitt hringunum.
Til að hervæða þjóðina í stríðinu
gegn fasismanum voru vélsmiðir
fengnir til að fór'na iðnréttindum
sínum, verklýðsfélögin afsöluðu sér
verkfallsréttindum. En hringarnir
hafa ekki látið neitt af hendi af
völdum sínum.
Það er engin tilviljun, áð maí'gir
af þcim mönnum, sem hreifðu eng-
um mótmælum, þcgar afturhalds-
öflin vop'núðu og styrktu Ilitler, og
þegar hringirnir skiptu npp lieim-
inum með Þýzkaland nazista sem
drottnandi aðila, krefjast nú, að
Þýzkaland sé afmáð.
Þá langar til að útrýma þýzku
þjóðinni, sem jafnt og þjóðir vest-
rænu lýðræðisríkjanna var fórnar-
lamb alþjóðahringanna. Þeir vilja
mola Þýzkaland sem iðnaðarkeppi-
naut, jafnvel þó að þýzka þjóðin
taki iðnaðinn í sínar liendur úr
höndum hringanna.
Jafnvel þó að Þýzkaland væri
þurrkað út, mundu hringarnir vera
neyddir til af sjálfu eðli sínu að
GAGNKVÆMUR SKILNING-
UR OG GOTT SAMKOMULAG
MILLI ALÞÝÐUSAMBANDS-
INS OG F. F. S. í.
— Varð ágreiningur um kaup-
taxta milli Alþýðusambands-
ins og F. F. S. 1?
— Úr því minnst er á taxta þá
er ýms sjómanna og verka-
lýðsfélög hafa auglýst í blöðun-
um og yfirlýsingar stjórnar Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands í því sambandi, vil ég
upplýsa það, segir Jón, að taxt-
ar þessir eru, að efni til, í fullu
samræmi við ályktanir fyrr-
nefndrar sjómannaráðstefnu þar
sem mættir voru fulltrúar fé-
lagsbundinna háseta, mótorvél-
stjóra, stýrimanna, skipstjóra og
fleiri starfsgreina á sjónum, auk
tveggja fulltrúa frá Farmanna-
og fiskimannasambandinu og
eins fulltrúa frá Mótorvélstjóra-
félagi Islands, með málfrelsi og
tillögurétt í öllum málum ráð-
stefnunnar, einnig þessum.
Yfirlýsingar F. F. S. í. um af-
stöðu sína gegn þessum töxtum
takmarka framleiðsluna vegna
gróðahagsmuna sinna.
Á meðal vissra hluta af verk-
lýðshreifingunni er nú hættuleg t.il-.
hneiging til að sætta sig við ástand,
þar sem hún mundi verða minni-
háttar hluthafi í gróða hringanna,
— eins konar Mond-Turnerismi
(stefna sem fylgdi iðnaðarsam-
vinnu fyrir stríð) á alþjóðlegum
mælikvarða. Það er leið til glöt-
unar.
Eina stefnan, sem getur borið
gtiðan árangur eftir stríðið, er sú
stefna, sem tekin var á ráþstefn-
unni í Hot Springs. Samkvæmt
henni á ekki gróðavon að ráða fram
Ieiðslunni í heiminum, lieldur þarf-
ir néytenda. En það er engin von
um, að 'þessu marki verði náð, á
meðan alþjóðahringirnir eru til.
Atlantshafssáttmálinn, sem lof-
ar útrýmingu skorts, og Moskvu-
sáttmálinn, sem slær föstum rétti
allra ])jóða Lil að skapa sér örlög
sín, geta ekki verið við lýði ásamt
einkaheimsveldum auðhringanna.
Jón Þórarinsson farinn
til tónlistanáms í
Ameriku
Jón Þórarinsson, fréttamaöur
ríkisútvarpsins, er farinn til
Ameríku og ætlar að dvelja í
2 ár við Yalé-háskólann við tón-
listarnám.
Fékk hann tvegg'ja ára leyfi
frá störfum hjá ríkisútvarpinu
og fór a. n. leyti á vegum þess
vestur, þar sem hann er ráðinn
hjá tónlistardeild útvarpsins,
þegar hann kemur heim aftur.
Kennari hans við Yale-háskól-
ann verður þekktur þýzkur tón
listarprófessor, sem mun vera
einn þeirra er urðu að flýja
land sitt áf völdum nazista.
Jón byrjaði ungur að fást við'
tónlist og semja lög. Hafa nokk-
ur af lögum hans verið leikin
og sungin í útvarpið.
Ill 19«
verkalýðs- og sjómannafélaga
Alþýðusambandsins fyrir með-
limi sína, kom því bæði mér
og fleirum á óvart, svo maður
sleppi fyrirsögninni „Marklausir
taxtar“, sem Mogga þóknaðist
að krýna þessa yfirlýsingu.
Sannleikurinn mun verða sá,
að fjöldi manna og ef til vill
einhver félög sömu starfsgreina
munu vera í báðum þessum
samböndum. — Hin gömlu fé-
lög Alþýðusambandsins fjalla
hér um mál, sem þau hafa haft
með höndum í mörg ár fyrii»
meðlimi sína. — Hins vegar
hafa ýms ný stéttarfélög stýri-
manna og skipstjóra á smærri
fiskiskipum risið upp á vegum
Farmannasambandsins nú á
síðustu tímum, án þess að segja
til sín, að því er snertir starfs-
svið og afskipti af kjaramálum.
Hér virðist sannarlega vera
um að ræða nokkur mistök, sem
ekki hefðu þurft að koma fyrir,
mistök, sem félög Alþýðusam-
bandsins verða ekki réttilega
sökuð um, eins og sýnt hefur
verið fram á. — Hins vegar er
hér, að mínum dómi ekkert
skeð, sem ekki er hægt að leið-
rétta með hægu móti — til
sárra vonbrigða fyrir þá, sem
óska innbyrðisárekstra meðal
sjómanna.
BARÁTTAN VIÐ AFTUR-
HALDSÖFLIN
Það verður ekki annað séð,
en að bezta samkomulag og
gagnkvæmur skilningur hafi
ríkt milli Alþýðusambandsins
og Farmannasambandsins. — Og
það mun eiga eftir að sannast
einnig í þessu máli.
í þessu spjalli mínu hef ég
einkum dvalið við einstök at-
riði, sem telja má til ávinnings
fyrir alþýðuna og samtök henn-
ar. En árinu sem var að líða
er einnig tengt ýmislegt, sem
boðar vinnandi stéttum erfið-
leika og hættur, sem krefjast
fullkominnar árvekni af sam-
tökum þeirra.
Vinnandi stéttir og launþegar
hafa allt síðast liðið ár verið
umsetnar stöðugri áreitni, sem
miðað hefur að því að rýra laun
þeirra og draga úr höndum
þeirra það sem unnizt hefur á
í kaupgjalds- og kjaramálum
undangengin ár.
Allt s. 1. sumar hafa verka-
lýðssamtökin átt mjög í vök að
verjast gegn því, að fyrrnefndir
vegavinnusamningar yrðu að
litlu hafðir í dreifbýlinu, af
hálfu viðkomandi vinnukaup-
anda, og í framhaldi af þessu
liggur nú til úrlausnar á Al-
þingi frumvarp þess efnis, að
reyna að fá 8 stunda vinnu-
daginn afnuminn í vega- og
brúargerðinni. — Þetta er vissu-
lega ekkert annað en byrjuð
árás á 8 stunda vinnudaginn al-
mennt.
Verkalýður og launþegastétt-
ir hafa einnig orðið að kenna
mjög á klækjum stjórnarvald-
anna í dýrtíðarmálunum. — All-
ir kannast við það hversu verð-
lagsstjóra hefur verið beitt gegn
ýmsum félögum launþega eins
Þriðjudagui’
Hlýð kalli
Framh. af 3. síðu.
þess hina miklu, sem nú fer
fram? Ef ekki, verður þér
kastað sem gagnslausu, slitnu
fati á haug gleymskunnar, og
þjóðirnar, hvorki þín né aðr-
ar, hafa þín nokkurs not. Lif-
irðu hluttakandi í lífi þjóö-
anna, leggurðu aö þér aö
skynja og skilja hina nýju
verðandi, eða ertu svo heimsk-
ur og sljór aö draga fram líf-
ið á gömlum hugmyndum,
eða jafnvel svo aumur, að þú
tilbiðiir enn í hjarta þínu
guði auðvalds, fasisma og
kúgunar? Ef svo er, máttu
vita, að þú vaknar einn dag,
fyrr en varir, og tekur eftir,
að nafn þitt er hvergi kallaö
upp, þín er hvergi saknað og
þú munt litla ánægju hafa af
og t. d. Múrarafélagi Reyk'ja-
víkur s. 1. sumar. — Þá eru og
alþekktar hinar „kúnstugu“
verðlækkanir landbúnaðaraf-
urða á vissum tímum, til að
fá út vísitölu launþegum í óhag.
— Og efndir stjórnarvaldanna
á loforðum þeim, sem Verka-
mannafélaginu Dagsbrún voru
gefin, um endurskoðun vísitölu-
útreikningsins, tala of skýru
máli til þess, að nokkur heilvita
maður láti sér detta í hug að
um sinnaskipti sé að ræða hjá
þeim herrum er ráðið hafa til
þessa stéfnunni í dýrtíðarmál-
unum.
Síðast en ekki sízt bera gerð-
ir síðasta Alþingis þess ljósan
vott, að hin skammarlega og
skaðlega niðurgreiðslustefna á
kostnað launþega, er hvergi
nærri úr sögunni og að aftur-
haldsöflin, sem um tíma höfðu
reynt að sitja á strák sínum á
Alþingi, eru nú risin upp við
dogg.
ALÞÝÐU S AMT AK ANN A
BÍÐA STÆRRI VERKEFNI
EN NOKKRU SINNI FYRR
Hótanir Hriflu-Jónasar í Degi
annarra ófyrirleitnustu aftur-
haldsseggja landsins í Bóndan- j
um og víðar, um stofnun lappó- j
mannahreyfingar, boða m. a. j
þjóðinni hvað koma skal, ef al-
þýða til lands og sjávar sofnar
á verðinum.
I stuttu máli:
Hið liðna ár hefur verið ríkt
af ávinningum fyrir alþýðuna
og samtök hennar, en jafnframt
lagt fyrir stéttasamtök hennar
fjölþættari og stærri verkefni
en nokkru sinni fyrr. j
Meðal viðfangsefna alþýðunn-
ar á þessu ári tel ég vera þessi:
1. Að treysta svo sem auðið
er þá stéttarlegu einingu inn-
byrðis, sem ríkt hefur innan
verkalýðsfélaganna síðan á 17.
þingi Alþýðusambandsins, svo
að þau, hvert fyrir sig og sem
sameiginleg heild, geti ekki að-
éins endurheimt það, sem af
launþegunum hefur verið tekið
með dýrtíðarstefnu stjórnarvald
anna, heldur einnig til að hefja
gagnsókn gegn yfirvofandi árás
um, hvort sem um yrði að ræða
beina árás á kaupgjald, áfram-
haldandi rángsleitni í dýrtíðar-
4. janúar 1944. — ÞJÓÐVIL.IINN
tímans
lifi þínu og lítið skilja og í
fáu fylgjast með og þér mun
finnast þú frekar dauður en
lifandi.
*
íslenzki alþýðumáður! Til
þín beini ég fyrst og fremst
þeirri kröfu: Rís af svefni, því
að stund þín nálgast. Stund
verkamannsins um alla jörð
fer í hönd. Þitt ríki er í mót-
un í eldi þessarar styrjaldar.
Þitt er að skynja til botns þá
tíma, sem nú eru. Þitt er að
undirbúa hug þinn og hjarta,
herða og meitla félagssamtök
þín, stæla þáð afl, sem á að
skapa nýtt ríki, þitt ríki, þinn
frið á þessari jörð.
Kr. E. A.
málunum, árás á 8 stunda
vinnudaginn, í sveit eða við sjó
eða annað af þessu tagi. — Þetta
gildir fyrir allan verkalýð til
sjós og lands, og er ekki ástæða
til annars, af reynslu síðasta
árs, en að treysta honum til
hins bezta í þessu efni.
2. Reynsla alþýðusamtakanna
á hinu liðna ári hefur og sann-
að betur en nokkru sinni fyrr,
að hin faglega barátta launþeg-
anna er með öllu ófullhægjandi,
til að sjá hag þeirra borgið,
og að illa mundi nú horfa um
hag alþýðu, ef landssamtök
hennar hefðu, á seinni tímum,
einskorðað sig við form launa-
baráttunnar.
Af þessu verður dreginn sá
lærdómur, að á þessu ári verða
alþýðusamtökin að útvíkka enn
starfsvið sitt, reka fjölþættari
og markvissari stéttarpólitík en1
nokkru sinni áður, gegn stéttar-
pólitík andstæðinganna. Eitt
stórpólitískasta málið, sem bú-
ast má við að stéttaátök verði
um á þessu ári, eru atvinnu-
málin. — Átök stéttanna koma
til með að snúast beinlínis um
það, hvort draugur atvinnuleys-
isins skuli ríða húsum alþýð-
unnar, eins og fyrir stríð, nokkr-
um auðdrottnurum í atvinnulíf-
inu til hagræðis og þjónkunar,
eða hvort atvinnu- og fram-
leiðsugetu landsins skuli beitt
til heilla og hagsældar fyrir al-
þjóð. Baráttan um þetta er bar-
áttan um völd.
I þessari baráttu sem og í
öllum helztu hagsmunamálum
alþýðunnar, hefur yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar sameig-
inglegra hagsmuna að gæta,
jafnt hinn vinnandi bóndi í
sveitinni sem hinn vinnandi
framleiðandi við sjóinn, starfs-
maðurinn á skrifstofunni og í
verzluninni, ménntamaðurinn
og sá sem framleiðir andleg
verðmæti, listamaðurinn.
Samtök alþýðunnar munu því,
með Alþýðusamband íslands í
fararbroddi, kosta kapps um að
efla sem bezt samstarf sitt við
millistéttir landsins um sameig-
inleg hagsmuna- og velferðar-
mál, og taka til óspilltra mál-
anna þar sem frá var horfið
á liðna árinu, um sköpun banda-
lags vinnandi stétta.
/