Þjóðviljinn - 05.01.1944, Blaðsíða 8
Næturvörður er í Laugavegsapó-
teki.
Ljósatími ökutækja er frá kl. 3
að degi til kl. 10 að morgni.
Útvarpið í dag:
18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur.
19.00 Enskukennsla, 1. flokkúr.
19.25 Hljómplötur: Lög úr óperett-
um og tónfilmum.
20.20 Tónleikar Tónlistarskólans:
• Strengjasveit leikur undir
stjóm dr. Urbantschitsch: a)
Hándel: Hirðingjasöngur úr
„Messias". b) Corelli: Jóla-
konsert í g-moll.
20.45 Erindi: Uppreisn Catilínu
gegn rómverska lýðveldinu
(dr. Jón Gíslason).
21.10 Hljómplötur: Kirkjutónlist.
Á nýársdag tók ríkisstjóri í Al-
þingishúsinu á móti embættismöjm-
um, fulltrúum erlendra ríkja, full-
trúum opinberra stofnana og lands-
félaga eða sambanda.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Vopn
guðanna eftir Davíð Stefánsson kl.
8 í kvöld. Aðgöngumiðasalan er
opin frá kl. 2 í dag.
Sókn Rússa
Pramhald af 1. síðu
tökin jœrðust inn jyrir landamœri
Vngverjalands.
Finnsk stjórnarvöld láta í Ijós
vaxandi kviða.
Brezka blaðið News Chronicle_
átti í gær tal við forsætisráðherra
pólsku stjórnarinnar í London.
Jlann kvað engan vafa ríkja um
afstöðu Pólverja til Sovétríkjanna.
Uppástunga þýzka landstjórans,
Franks, um samvinnu Pólverja og
Þjóðverja gegn Rússum liefði verið
hafnað, enda væru Pólverjar ekki
.strax búnir að gleyma, að Þjóð-
verjar hafa myrt hálfa þriðju millj-
ón Pólverja og lialda um 300 þús-
undum í fangabúðum.
Hann sagði, að Rússar og pólska
stjórnin væru ekki sammála um
hvenær Pólverjar ættu að hefja al-
menna uppreisn, en enginn ágrein-
ingur væri um nauðsyn þess, og það
væri aðalatriðið. Pólverjar mundu
með gleði hafa samvinnu við Rússa
í hernaðarmálum.
Pólverjar vœru júsir að ganga í
bandalag Tékka og Rússa, ej þeim
vœri boðið það.
Pólverjar óskuðu eftir öflugum
Sovétríkjum, alveg eins og þau ósk-
uðu eftir öfiugu Póllandi. Væri
hvort tveggja nauðsynleg trygging
gegn yfirgangi Þjóðverja í framtíð-
inni.
Taugaóstyrkur finnskra stjórn-
arvalda vex eftir því sem Rússum
verður meira ágcngt í sókn sinni.
Verður þetta æ meir áberandi í
finnskum blöðum.
Finnska sjómannasambandið hef
ur skorað á meðlimi sína að ráða
sig ekki á þýzk skip, því að finnskir
sjómenn hafa oft verið sviknir um
kaup sitt á þýzkum skipum und-
anfarið.
Brezkur blaðamaður segir, að al-
menningsálitið í Sovétríkjunum sé
nú alveg að missa alla þolinmæði
gagnvart Finnlandi. Sé það skoð-
un manna, að það muni verða Finn
um dýrt, ef þeir slíti ekki sambandi
við Þjóðverja, áður en það er orð-
ið of seint.
Þjóðverjar mótmæla stöðugt í út
varpi sínu til útlanda, að nokkur
• ókyrrð sé á stjórnmálasviði Búlg-
aríu.
Margt bendir þó til, að þar sé al-
varleg kreppa í stjórnmálunum.
Rússneska blaðið Pravda birti
nýlega aðvörun til Búlgaríu, ef hún
héldi áfram á sömu braut. Hafði
aðvörunin mikil áhrif þar í landi.
þJÓÐVILHN
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR.
„VOPN GUÐANNA44
eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag.
••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
Bfiiabíö HRBI. seldi Mr ð Ha
MnO Udsund tr. i desnber
Aldrei jyrr mun hafa verið gejið út né selzt eins viilcið af bólcuni á
íslandi og á síðast liðnu hausti.
I desenibermánuði einum saman seldi Bókabúð KRON bœkur jyrir
nolckuð á þriðja hundrað þúsund krónur. 95% af þeim voru isl. bœkur.
Oft hefur bókaflóðið fyrir jólin
verið mikið, en sennilega aldrei
eins gífurlegt og fyrir síðustu jól.
Alls konar „forlög“ hafa þotið
upp á síðastliðnu ári, og munu þau
vera fleiri en nokkru sinni fyrr. —
Margar ágætar bækur voru gefnar
út á árinu, og aðrar misjafnar að
gæðum, eins og vænta mátti, en
flestar bækur virðast hafa selzt vel.
Bragi Brynjólfsson, forstöðumað-
ur Bókabúðar KRON í Alþýðu-
húsinu, tjáði Þjóðviljanum í við-
tali í gær, að sala bókabúðarinnar
í desembermánuði s. 1. hefði numið
nokkuð á þriðja hundrað ])úsund
krónum.
En það. sem eftirtektarverðast
er í sambandi við þessa sölu er það,
að 95% af þessari sölu voru inn-
lendar bækur, og sala á bókum til
erlendra manna var mjög lítil í
mánuðinum. Amerískir hermenn
komu varla í bókabúðina á þessum
tíma, enda komu engar nýjar am-
erískar bækur fyrir jólin.
Enda þótt að e. t. v. hafi verð-
lækkun sú á bókum, sem ákveðin
var fyrir jóliri, haft einhver áhrif
til aukningar sölu og að bækur hafi
verið keyptar til jólagjafa frekar nú
en endranær, þá virðist engin hætta
vera á því, að Islendingar hætti
að kaupa bækur.
Hiloigar hindra sanlmaolag
Framh. af 5. síðu.
hefði náðst um víðtækari ráð-
stafanir til þess að draga úr
verðbólgu og dýrtíð.
Eins og kunnugt er, hefur i
kaupgjald í sveitum um allmörg
ár verið háð því kaupi, sem
greitt er í vegavipnu, þannig
að vorkaup manna hefur verið
svipað og vegavinnukaupið, og
þá tekið tillit til þess, að bænd-
ur láta mönnum í té fæði, en
kaup um sláttinn hér um bil
það, sem menn töldust fá í
vegavinnu og þá fæði að auki.
Nú hefur allt til síðastliðins
sumars vegavinnukaup í flest-
um sveitum legið nokkru lægra
en taxti verkalýðsfélaganna í
kaupstöðunum. Þetta hefur á
undanförnum árumm verið að
nálgast hvort annað, þar til í
sumar að þetta rann alveg sam-
an, og landinu var skipt í geira,
þar sem kauptaxti nærligg'jandi
kaupstaða var látinn gilda fyr-
ir svæði þ^ð, sem næst lá. Þar
sem við þetta bættist mjög lít-
ið framboð vinnu, hafa bændur
oft orðið að yfirbjóða vega-
vinnukaupið, til þess að fá nokk
urn vinnukraft.
Mestu munar þó á kaupi
verkafólks í sveitum á vetrum,
vegna þess að stöðugri vinna
hefur verið í kaupstöðunum yf-
ir veturinn, ásamt setuliðsvinn-
unni. Þrátt fyrir að leiðtogar
verkamanna hafi unnið ósleiti-
lega að því að koma þessari
skipun á með vegavinnuna, virð
ast þeir ekki vera fyllilega bún-
ir að átta sig á, hvað þetta verk-
ar sterkt inn á kostnað við fram
leiðslu landbúnaðarins.
Þegar fyllri skilningur væri
fyrir hendi um þetta atriði,
mætti vera að árangurs væri
að vænta af svipuðu nefndar-
starfi, einkum ef unnt væri að
koma því svo fyrir, að báðir
aðilar hefðu fullt umboð til
samningagerðar.
Eins og sjá má af nefndar-
álitinu, hefur þetta samtal
bænda og verkamanna ekki bor-
ið neinn sýnilegan árangur.
Hins vegar hefur ekki komið
neitt það fram í þessu sam-
starfi, sem fjarlægt- hefur það
sjónarmið, að nauðsyn beri til
að gagnkvæmur skilningur sé á
starfi þessara stétta. Og viljum
við fulltrúar Búnaðarfélags ís-
lands lýsa því yfir, að við telj-
um að rétt hafi verið stefnt
hjá ríkisstjórninni að gera 4>essa
tilraun.
Reykjavík, 13. desember 1943.
Jón Hannesson
Pétur Bjarnason
Steingrímur Steinþórsson
Eins og áður hefur verið skýrt
frá, lét nefndin rannsaka ýms
atriði varðandi afkomu atvinnu-
veganna. Hér á eftir eru birtar
þær skýrslur, sem nefndin tel-
ur mestu varða af þeim atrið-
um, sem hún lét rannsaka.
Reykjavík, 13. desember 1943.
Steingrímur Steinþórsson
Jón Hannesson
Pétur Bjarnason
Hermann Guðmundsson
Sæm. Elías Ólafsson
Þóroddur Guðmundsson
•••• TJARNAR BÍÓ •“«
trúðalíf:
(THE WAGQNS ROLL AT
NIGHT)
Spennandi amerískur sjón-
leikur.
Iíumphrey Bogart,
Sylvia Sydney,
Eddie Albert,
Joan Jjeslie.
Sýning kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð bórnum innan 12 ára.
MlinlRDaFoiðsjilðDusta
fer fram, að tilhlutun vorri, í dómkirkjuimi mið-
vikudaginn 5. janúar kl. 2 e. h., um þá félaga vora:
Anfon B, Bförnssosi
Og
Hreídar P* Jónsson
sem fórust með vb. Hilmir.
ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS.
KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VÍKINGUR.
"•••MIHIIIIIIIIHIMIIMIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIMIIMflllllHMIIIUIMUIMinilMMtffllllllllllltllMIIIMIIIIIHIIIIIMIMUIMIIIMIIIIIIIIMIMMMi
j ANGLÍA |
! FYRIRLESTUR I
...... NÝJA BÍÓ .........
Svarti svanurinn
(The Black Swan)
Stórmynd í litum eftir sögu
Rafael Sdbatini.
Aðaihiutverk:
Tyrone Power
Maureen O’Hara.
Bönnuð börnum innan 14 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 1.
| dr. Guðmundar Finnbogasonar „The Icelanders" |
I fæst hjá flestum bóksölum og kostar aðeins kr. I
| 2,50.
Kynnið land og þjóð með því að senda bókina f
| til vina og ættingja erlendis.
HENTUG NÝÁRSGJÖF.
IUIIIIIIIIIIIIIIlllllllllll 111111111 IIIIIMIIII|ltl||M< • .•111111111 IMllMUMIMM-.UIfMMMIItMIIIIIMMIIM.ini••lllllllllllllunillMIIHinilllllMk
Jóhannes sem býr á Borg
Framhald af 1. síðu.
lét þetta kyrrt liggja“.
— Hvílíkur engill er ekki Jó-
hannes á Borg í augum Eggerts
Claessens!!
Verður varla annað séð, en að
Claessen upplýsi það, með dugnaði
sinna nýuppgötvuðu rithöfundar-
hæfileika, að Jóhannes á Borg hafi
gerzt brotlegur við vinnulöggjöf-
ina.
1 4. gr. vinnulöggjafarinnar segir
svo: „Atvinnurekendum, verkstjór-
um eða öðrum trúnaðaymönnum er
óheimilt að reyna að hafa áhrif á
stj órnmálaskoðanir verkamanna
sinna, afstöðu þeirra og afskipti af
stéttar- eða stjórnmálafélögum eða
vinnudeilum með:
a. uppsögn um vinnu eða hót-
unum um slíka uppsögn.
b. fjárgrciðslum, loforðum um
kaup eða neitunum á réttmætum
greiðslum“.
Almenningur mun líta svo á, að
sú framkoma atvinnurekanda gagn
vart starfsmönnum sínum, að láta
þá skrifa undir „skuldbindingar-
skjal“ um að félag þeirra segi sig úr
allsherjarsamtökum vinnandi stétt-
anna, sé beinlínis „að hafa áhrif á
afstöðu og afskipti verkamanna
sinna af stéttarfélögum“ — og þar
með hafi því Jóhannes á Borg gerzt
brotlegur við vinnulöggjöfina.
Engir lagabálkar Claessens eða
annarra munu fá breytt því áliti
almennings á máli þessu.
Jón (varsson ráðinn
forstjóri
f ' , %
S. 1. S. hefur nú hœtt að annast
rclcstur Aburðarsölu ríkisins og
Grœnmetisverzlunar ríkisins, og
hejur Jón ívarsson, jyrrverandi
kaupfélagsstjóri jrá Höjn í IJorna-
jirði, verið ráðinn jramkvæmda-
stjóri þessara jyrirtœkja jrá þessum
áramótum.
Árni C. Eylands, sem veitt hefur
Áburðarsölunni og Grænmetisverzl.
forstöðu, hefur nú verið ráðinn for-
stjóri nýrrar deildar, er S. í. S. hef-
ur stofnað, og annast sölu á land-
búnaðarafurðum og verkfærum.