Þjóðviljinn - 07.01.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur, 7. janúar 1944. — ÞJÓÐVILJINN r'JÓÐVILJINN. — Föstudagur, 7. janúar 1944. ! þJÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósíalistajlokkurinn. Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. j Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218\\. Prentsmiðja: Víkingsprent h.j., Garðastrœti 17. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6,00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5,00 á mánuði. Eitt „menningarafrekið64 enn Kai Munk, þjóðhetja Dana, er látinn, — myrtur af böðlum Danmerkur, þýzku fasistunum, þessum brynjuðu villidýrum nú- ímans, sem engu eira í „krossferð sinni gegn kommúnismanum“, ivorki ómálga börnum né glæsilegustu höfðingjum andans, hvorki konum né sjúkum og gömlum. Kai Munk er dáinn. Enn einu sinni lúta frelsisunnandi menn höfði sínu í lotningu fyrir fórnardauða þjóðhetjunnar. Enn einu únn kreppa þeir kúguðu og vopnlausu hnefann og heita hefnd, — og vopnaðar hersveitir frelsisins taka fastar um byssuskeptin og miða enn betur á böðlana. Kai Munk er dáinn. Pintaður líkami hans verður ekki til lífs vakinn, — en orðið bans lifir, talar kjark í þjóð hans, vekur þús- undir andlega dauðra til lífs og stríðs. Með lífi sínu og dauða hefur hann gefið dönsku þjóðinni, annan Niels Ebbesen. Með píslarvætti sínu og fórnardauða hefur hann lagt fram sinn mikla skerf til að endurleysa dönsku þjóðina. En böðlar hans hafa enn þyngt sér okið. Kai Munk er ekki fyrsti rithöfundurinn, sem nazistar myrða, — og verður því miður heldur ekki sá síðasti. Brúna morðpestin hefur nú breiðst út í Evrópu í 10 ár. Kvalatólin, snaran og ríting- urinn hafa ekki síður verið vopn villimennskunnar en skriðdrek- arnir og steypiflugvélarnar. Ossietsky, þýzki rithöfundurinn, var eitt af fyrstu fórnardýr- um brúnu morðingjanna. Romain Rolland er nú látinn að sögn Þjóðverja, kvalinn til bana í fangabúðum þeirra. Fregnin um morðið á Kai Munk mun snerta fjölda íslendinga, sem lítt hafa hugsað, er þeir hafa heyrt fréttirnar af múgmorðum nazista. Nýlega bárust fregnir um að myrtar hefðu verið í Kieff yfir 70 þúsundir manna, kvenna og barna. Rannsóknarnefnd Sovét- þjóðanna tilkynnti veröldinni þennan hræðilega glæp. Eitt blað á íslandi, Alþýðublaðið, — sem óskað hefur Hitler sigurs, — tók undir við Berlínarútvarpið, lýsti fréttirnar ósannar og átaldi ís- ienzka útvarpið fyrir að birta þær. Aðdáendunum að „menningar- afrekum“ Hitlers finnst óþarfi að fólkið fái að vita, hvernig þau eru í reyndinni þessi afrek, sem þeir dá, hvort sem þau eru fram- in í Ukrainu eða Jótlandi, Kieff eða Kaupmannahöfn. En svo er þeim hraustu herjum, sem nú reka böðulheri fas- ismans á flótta, fyrir þakkandi, að nú eygjum við brátt enda- lok hryðjuverka fasistanna. Fyrstu stríðsglæpamennirnir, þrír Gestapoliðsforingjar, voru nýlega teknir af lífi í Karkoff. Það kemur sá tími að morðingjar Kai Munks, morðjngjar Viggo Hansteens og annarra norskra píslarvotta, morðingjar Gabri- el Peri og allra annarra, sem hafa verið myrtir fyrir baráttu gegn fasismanum, fá sinn dóm — fá að dingla í snörunni, sem þeir hingað til hafa búið öðrum. Við skulum vona að það verði í ár, sem réttlát refsing nær þessum böðlum. Og höfuðpaurarnir, — morðingjar þeir, sem þótzt hafa of fín- ir til að reka rítinginn í fórnarlömb sín, — munu ekki sleppa að bessu sinni. Hitler, Göring, Göbbels, Papen, Krupp, Schacht — og hvað þeir heita allir þessir ráðherrar frelsisins og menningar- innar, — munu enda í snörunni, þótt þeir svo flýji til Svíþjóðar, Sviss, Tyrklands eða annarra landa, til þess að reyna að láta hlut- leysið, sem þeir myrtu líka, skýla sér fyrir réttlátri refsingu. Hvergi á jörðunni skulu þeir eiga griðastað, — enga undan- komu, nema Júdasardauðann, sjálfsmorðið. Nazistar hafa myrt Kai Munk. Blóð hans sem allra annarra píslarvotta síðustu 10 ára mun koma yfir nazistana. „Þriðja ríkið“ mun tortímast á þessu ári, — en andi Kai Munks, andi frelsisins, skal sigra og lifa. Innan skamms munu blaðalesendur oft sjá skammstafanim- ar EAM og ELAS í stríðsfréttunum. Sú fyrri þýðir Þjóðfrelsis- fylking, en sú síðari Þjóðfrelsisherinn. Þessar hreyfingar komu upp í Grikklandi árið 1941, en ekki hefur verið hægt að segja sögu þeirra fyrr en nú. í hernum eru 30 þúsundir virkra hermanna og 175 þúsundir œfðra hermanna eru reiðubúnir, þegar kallið kemur. Það eru ekki nema fáeinar vikur síðan heiminum varð kunnugt um, að í liinu fornfræga Grikklandi hef- ur um langt skeið undanfarið verið frjáls andfasistisk ríkisstjórn og andfasistiskur her, sem hefur sigr- að Þjóðverjana í mörgum orust- um og takmarkað yfirráð þeirra við stærstu bórgir og bæi landsins. Það voru hinar einkennilegu regl- ur brezku ritskoðlmarinnar, sem hindruðu að fréttir bærust af þessu, enda þótt nokkrir brezkir herfor- ingjar hefðu aðstoðað grísku skæru liðana, sem unnu þessi afrek. Grískt blað, sem kemur út í ICai- ro, hafði nýlega eftirfarandi um- mæli eftir Grikkja, sem var nýkom- inn að heiman: „Hið frjálsa Grikkland hefur ekki aðeins varpað af sér oki hinna út- lendu kúgara, heldur býr það við lýðræðislegasta stjórnarfar, sem gríska þjóðin hefur nokkurn tíma þekkt.“ Stjórn hins frjálsa Grikklands er í höndum Þjóðfrelsisfylkingarinnar (EAM), og liún hefur Þjóðfrelsis- her (ELAS) með 30 þúsundum virkra hermanna og 175 þúsundir æfðs varaliðs, sem er reiðubúið fyrirvaralaust, hvenær sem á þarf að halda. BYRJUNIN VARÐ 1941 EAM-hreifingin. byrjaði seint á árinu 1941, en Þjóðverjar höfðu hernumið landið 23. apríl á sama ári. Ilún byrjaði sem krafa um ■ brauð. Þjóðverjar voru í óða önn að'ræna öllu, scm laust var. Kaup var lágt, verðbólga rnikil og óaldar- flokkar óðu uppi. • Það voru leifar hinnar gömlu mót þróahreifingar gegn einræðisherran- um Metaxas, sem hafði starfað í leyni jafnvel áður en Þjóðverjar komu, cr áttu frumkvæðið. „Kom- múnistar, frjálslyndir borgaraflókk- ar og bændaflokkar (oft án sjálfra flokksforingjanna), skipulögðu sam tök með sér undir nafninu Þjóð- frelsisfylkingin. Marlcmið þeirra voru þessi ]>rjii í höfuðatriðum: 1) Frelsun landsvns úr höndum óvinanna. 2) Leppstjóm gríslcra svikara slcyldi steypt af stqli og mynduð bráðabirgðastjórn með þátttölcu liinna andfasistisku floklca, er mynduðu Þjóðfrelsisfylkinguna. — (Ath. EAM-hreifingin tók ekkert tillit til útlagastjórnarinnar). 3) Bróðurleg samvirina við aðr- ar baráttuhreifmgar á Balkanskaga (svo sem júgóslavneska skœruher- inn), sem berðust fyrir sömu hug- sjón. Nefndir voru kosnar urn allt land til að skipuleggja almenning. Feng- ust þær fyrst í stað við ýms vanda- mál hvers staðar fyrir sig til að þjálfa almenning til þátttöku í alls herjar frelsishreifingunni. , VERKFÖLL OG KRÖFU- GÖNGUR Fyrsta stóra verkfallið var liáð í april 1942 í Aþenu, Pirens, Salo- niki og Patras. Starfsmenn borg- anna kröfðust hærri launa, dýrtíð- aruppbótar og þess sem þýðingar- mest var: að fá nokkurn hluta laun- anna greiddan með brauði,, græn- meti og kjöti. Vérkfallsmenn heimt uðu líka, að komið væri upp al- menningseldhúsum fyrir atvinnu- lausa. Úrslit verkfallsins urðu þau, að svikarastjórn Tsolagoglus lét í minni polcann. Verkfallið hófst 14. apríl og endaði 21. apríl. IIREYFINGIN VERÐUR PÓLITÍSKARI í lok ársins 1942 fékk ILitler sér nýjan forsætisráðherra, að nafni Konstantinos Logoþetopoulos, og fyrirskipaði almenna nauðungar- vinnu. Þess má geta, að Logoþetopoulos hlaut menntun í Þýzkalandi og á þýzka konu. EAM efldi baráttuna og jók pólitískt eðli livers verkfalls og hverrar kröfugöngu. Hámarki náði mótmælahreyfing in fimmta marz síðast liðinn, er tugir þúsunda manna streymdu út á göturnar, afvopnuðu lögregluna, þegar hún reyndi að skerast í leik- inn, og héldu til verkamálaráðu- neytisins í Aþcnu. / ráðuneytinu voru allir listar yf- ir vcrkamenn og önnur gögn, sem notuð voru við nauðungarvinnuna, gripin og eyðilögð. Þegar svo þýzka lögreglan kom í brynvörðum bíl- um, varð hún of sein til að bjarga vinnulistunum, en kom mátulega til ajð vera skotin til bana. Sama dag hófst allsherjarverk- fa.ll, og stóð til 13. apríl, er stjórn Logoþetopoulos lét undan. En fá- um vikum seinna sagði Logoþeto- poulos af sér og Þjóðverjar skip- uðu í hans stað Jóhann Rhallys, konungssinna. BÆNDUM HJÁLPAÐ Á þessu tímabili sendi EAM. full- trúa upp í sveitirnar til að skipu- leggja bændurna. Þjóðverjar höfðu fyrst í stað átt auðvelt með að taka matvælin af grísku bændunum. Fáeinir Þjóð- verjar voru sendir til hvers þorps og látnir skipa öllum að afhenda matvæli sín, og sögðu þeir þá vana- lega: „í næsta þorpi er stór her, svo að ykkur er eins gott að sýna engan mótþróa“. En EAM afhjúpaði þella. bragð og kenndi bændunum, hvernig þeir ættu að sjá við Þjóðverjunum. — IÍAM ráðlagði bændunum að fela birgðir sínar. Bœndurnir lcomust að því, að þcir áttu vini, — vini, er jafnvel gátu barizt fyrir þá. ELAS, — vopnaðir meðlimir i EAM —, drápu þýzku kornsafnar- J ana, tóku aftur matvælabirgðirnar og skiptu þeim aftur á milli bænd- anna. EAM samdi við bændurna um að sjá ELAS fyrir mat, svo að sverð og skjöldur fólksins gæti lif- að. Máltæki EAM var: „Allt fyr- ir skæruliðana“. KONUR OG KLERKAR GANGA í EAM Margir foringjar og hermenn í hinum fyrrverandi her Grikklands, margir opinberir embættismenn, þ. á. m. klerkar, gengu í EAM. Bisk- upinn í Karani, þekktur leiðtogi kaþólsku kirkjunnar grísku, gekk í EAM. Samtök kvenna voru stofn- uð. Konur gcngu jafnvel í ELAS. Jafnframt þessu kom mótspyrnu hreyfingin sér upp blaðakosti. Blað EAM’S kallast Frjálst Grikkland, og blað ELAS heitir Liberator. — Ýmsar deildir í EAM gefa út sín eigin blöð. T. d. gefur Kommún- istaflokkurinn ennþá út Rizespastis (sá róttæki). Önnur blöð eru: Or- ustan, Lýðræðissinnin, Frjáls æska, Rödd fólksins. í nóvember 1942 sprengdu grísk- ir skæruliðar upp hina miklu brú yfir Gorgo-fljót, sem járnbrautin milli Saloniki og Aþenu liggur eftir, einmitt þegar Rommel þurfti mjög á þeirri braut að halda, sprengdu ELAS upp margar skotfæralcstir á járnbrautinni milli Aþenu og Pelop ponesus, brýr á járnbrautinni milli Aþenu og Saloniki, Asopos-jáni- brautabrúna í Mið-Grikklandi, mikilvæg járnbrautagöng o. m. fl. Á síðast liðnu ári gat EAM kom- ið á fót veglegri borgaralegri stjórn á sinu landsvœði. — Stórborgirnar voru áfram undir stjórn Þjóðverja, en sveitimar, þorpin og jafnvel fremur stórar borgir, svo sem Kar- ditsa, Forsala, Velestino, Servia, Kastoria og Siatista eru undir stjórn EAM-s. ELAS varð svo öflugur, að hann gat brotizt inn í úthverfi Aþenu 24. apríl síðast liðinn og frelsað 45 pólitíska fanga, sem voru í fangelsi þar. \ MENN AF MÖRGUM ÞJÓÐ- ERNUM í SKÆRUHERNUM I ELAS eru brezkir hermenn, er höfðu farið huldu höfði síðan llret- ar voru hraktir frá Grikklandi ár- ið 1941. Einnig eru þar hermenn úr rauða hernum, sem hafa sloppið úr fangabúðum Þjóðverja. Þar eru lika ítalskir hermenn og nokkrir albanskir, búlgarskir og þýzlcir and fasistar. Yfirforingi ELAS er S. Saraphis höfuðsmaður. Hann var rekinn úr gríska hernum árið 1935, af því að liann hafði ásamt fleiri herforingj- um reynt að hindra cndurreisn kon ungdæmisins í Grikklandi. Hann skipulagði skæruflokk og var í fyrstu andvígur EÁM og ELAS, og ELAS varð að afvopna hann og liðsmenn hans. Saraphis höfuðs- maður ferðaðist þá um Grikkland og komst að raun um, að EAM var ekki aðeins öílugust af mót- spyrnuhreyfingum Grikkja, heldur var hin langfremsta þeirra. Hann bauð þá EAM þjónustu sína og lofaði að hlýða reglum hennar. Er hann nú orðinn æðsti maður EAM í hernaðarefpum. Þekktust af öðrum mótþróa- hrcyfingum í Grikklandi eru sam- tök Napoleons Zervas hershöfð- ingja, sem hafa á sínu valdi land- skika á suðurtakmörkum Þessalíu. Ilann skiptir sér ekkert af borg- aralegri stjórn héraðsins, heldur hugsar eingöngu um hernaðinn. — Zervas hafði lengst af samvinnu við EAM og ELAS, en sendimenn Georgs konungs virðast nú hafa spillt honum við þau. Hefur Georg útnefnt hann hershöfðingja, en hann var áður höfuðsmaður. 1 FRAMUNDAN ER BARÁTTA GEGN GEORG KONUNGI Þegar Georg konungur sagði í júlímánuði síðast liðnuin, að hann mundi fara til Grikklands jafn- skjótt og hluti af því hefði verið frelsaður og láta svo fara fram þjóðaratkvæði sex mánuðum eftir að hann vœri kominn þangað, sendi EAM nefnd til Kairo til að telja honum hughvarf. Formaður nefndarinnar var Eli- as Tsirimokos, fyrrv. þingmað- ur og nú forseti Sambands almenna lýðræðisflokksins, sem er eitt af stjórnmálasamtökum þeim, er mynda EAM. Sendinefndinni frá EAM var al- veg vísað á bug af kónginum. — Kröfu hennar um ráðherra í stjórn- inni, og að kóngurinn kœmi elclci til Grilcklands, fyrr en þjóðaratlcvœða- greiðsl.a hefði sýnt, hvort þjóðin vildi konungdœmi eða lýðveldi, var hafnað. En EAM stendur föstum fótum, því að hún er hin raunverulega stjóm Grikklands. Moslcvusamn- ingurinn hefur undirstrikað At- lantshafssáttmálann. Gríska þjóð- in mun skera úr um málið. Auðhringarnir enn á kreiki Hinn opinberi ákærandi Banda- ríkjastjórnar hefur ákœrt þekkt stórfyrirtœki vegna brota á and- hringalöggjöfinni. Meðal hinna á- kœrðu eru lmperial Chemical In- dustries, Du-Pont-félagið og Wel- lington vopnaframleiðslufélagið. Þau eru ákærð fyrir þátttöku í þjóðhættulegum samtökum alþjóð legra auðhringa. Nokkrir af helztu cigendum þessara fyrirtækja eru ákærðir persónulega fyrir að hafa lagt svo fyrir deildir sínar í Suður- Ameríku, að þær ættu að halda á- fram sambandi við sendiirjcnn þýzku hringanna. Æskulýðsfylkingih í Reykjavík — jélag ungra sósíalista, heldur fyrsta fund sinn á árinu í kvöld kl. 8V2 á Skólavörðustíg 19. Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. Sjá náhar auglýsingú annars staðar í blaðinu. Stjórnin. Grískir hermenn. Orðsending tii frk. Frk. Jóhanna Knudsen skrif- ar langa grein í Morgunblaðið þ. 30. f. m., er hún nefnir: „Eig- um við að eftirláta hernum stúlkubörnin“. Er greinin að lang mestu leyti persónuleg á- deila á iqig, sem öll er byggð á ósannindum, rangfærslum og blekkingum. Ég nenni ekki að taka þátt í slíkum umræðum, og verður því frk. Knudsen að vera ein um þær framvegis, mín vegna. En þeir, sem lesa þær greinar mínar, sem hún vísar til, og bera þær saman við fyrrnefnda grein hennar, mun verða ljóst, að afarhæpinn hlýt- ur málstaður þeirrar mann- eskju að vera, sem þarf að fela sig bak við róg og níð um mann sem hún þekki ekki neitt. Um nærfellt tuttugu ár hef ég haft margvísleg opinber trúnaðarstörf með höndum og aldrei verið borin á brýn van- ræksla eða ótrúmennska í þeim, fyr en nú, að frk. Knud- sen gerir það. Vil ég því upp- lýsa, að ég hef þrisvar átt stutt samtal við þessa konu, á skrif- stofu hennar og álíka oft talað við hana í síma. Það eru öll okkar kynni. Ég læt lesendur þessara lína um að ákveða, hvort einhlítir muni dómar hennar um hæfni mína eða vanhæfni til opinberra starfa, og um trúmennsku mína eða ótrúmennsku í þeim störfum, sem ég hef með höndum. Um störf frk. Knudsen, önnur en þau, sem ég hef vikið að í grein um mínum, hef ég enga löngun til að ræða; það geta aðrir bet- ur, t. d. sjúklingarnir, sem voru á hressingarhælinu í Hvera- gerði, þegar hún var forstöðu- kona þar. Ég vil vísa til fyrrnefndra greina minna um tilganginn með þeim, og treysti yfirleitt dómgreind almennings svo vel,‘ að ég mun hlíta dómi þeirra, sem kynna sér málavexti. Verði greinarnar, beint eða óbeint, til þess að stöðva hinar miðalda- Jóhönnu Knudsen legu yfirheyrslur og „rannsókn- ir“, sem frk. Knudsen hefur stundað í nærfellt tvö ár, án heimildar eða umboðs frá nokkrum ábyrgum aðila, þá hafa þær náð tilgangi sínum og gert meira gagn, en flesta getur órað fyrir. Reykjavík, 3. jan. 1944. Arnfinnur Jónsson. Anton Bjðrnsson Framh. af 3. síðu. ist hann geta, og það svo vel, að unun var á að horfa. Til marks um fjölhæfni Antons má geta þess, að 1942 var hann Islandsmeistari í fimmtarþraut og tugþraut. Haustið 1942 ákvað Anton að helga íþróttunum líf sitt og gerast íþróttakennari, þvi á þann hátt fannst honum hann bezt geta út- breitt íþróttirnar meðal almenn- ings og kennt fjöldanum það sem hann kunni svo vel. Þess vegna fór hann á íþróttaskólann á Laug- arvatni og útskrifaðist þaðan sem íþrótlakennari s.l. vor. Strax í haust hóf liann svo liið nýja starf sitt — íþróttakennsluna, gcrðist sendikcnnari í. S. í. og kom þá brátt í ljós, að hann var ekki síðri sem kennari en hann liafði verið sem nemandi áður. Enda byggði félag hans og reyndar fleiri, miklar vonir á honum sem íþrótta- kenriara. Iþróttamenn íslands hafa því misst mikið við hið skyndilega frá- fall hans. Anton var sannur íþróttamaður gegnum allt lífið. Ávallt svo hreinn og beinn og drenglundaður. Fram- koman prúð og yfirlætislaus, en þó glæsileg, enda var hann mynd- arlegur á velli og bjart yfir honum. Nú er þessi góði drengur ekki lengur meðal vor og sár söknuð- ur fyllir hjörtu okkar. En minning hans mun lifa um langan aldur, því hún er óvenju björt og hrein. 3. B. Heílsufrœdi íþrótfamanna tit 10 þúsund króna minningargjöf til Dvalarheimilis sjómanna Útgerðarfélagið Einar Þorgils son & Co. h. f. Hafnarfirði, hef- ir gefið í byggingarsjóð dvalar- heimilis aldraðra sjómanna 10 þús. krónur til minningar um þá þrjá menn, sem fórust er botnvörpungurinn Garðar fórst eftir árekstur við Bretlands- strendur 21. maí síðastliðinn. Þeir sem fórust voru: Oddur Guðmundsson, vélstj. Reykja- vík, Alfreð Stefánsson, kynd- ari, Hafnarfirði, og Ármann Ósk ar Markússon, háseti, Þykkva- bæ. (Samkvæmt frétt til Blaða- mannafélagsins frá Þórhalli Halldórssyni.) Ausfur~ vígsföðvarnar Framhald af 1. síðu. sveitin sé farin af austurvígstöðv- unum. Hafi hún upphaflega verið 15000 manna, og séu 12000 konm- ir heim, en ekki er þess get.ið. hvar 3000 séu. Rússneskt tímarit var í gær mjög liarðort i garð spænsku fasistanna. Sagði, að ekkert mark væri takandi á hlutleysi þeirra. Þeir hefðu tek- ið þátt í stríði Hitlers frá byrjun og styddu hann enn. Pólski forsætisráðherran í Lon- don tilkynnti í gær, að fulltrúi pólsku stjórnarinnar væri starfandi í Póllandi. Ilefði hann jafnmikil völd og forsætisráðherra og mundi liafa þau, unz hinn eiginlegi for- sætisráðherra kæmist þangað sjálf- ur. Þegar tími væri til kominn yrði gefið upp nafn hans og aðseturs- staður. Kvað hann pólsku stjórnina hafa skipað liðsmönnum sínum í Póllandi að herða baráttuna gegn Þjóðverjum. Er reyndar kunnugt, að það lið er samsett af pólskum fasistum, sem hafa fram að þcssu einbcitt kröftum sínum að því að herja-á skærusveitir pólsku alþýð- unnar, sem hefur frá upphafi bar- izt sleitulaust gegn nazistum í beinu trássi við stjórnina í Lond- on, sem krafðist þess, að bcðið væri eftir fyrirmælum hennar um það, hvenær mætti hefja barátt- una. Hafa ljótar sögur borizt af bræðramorðum pólsku afturhalds- seggjanna og ofsóknum gegn mót- þróahreyfingu verkamanna og bænda. Eri samtÖk alþýðunnar hafa staðizt allar árásir bæði er- lendra og innlendra óvina. Flugferðir milli Indlands og Kína Samkvæmt frétt frá New Dehli fá nú Kínverjar meiri birgðir nauðsynja loftleiðis en þeir fengu áður eftir Burma- veginum. , Flugsamgöngur þessar voru hafnar skömmu eftir að Japan- ar lokuðu Burmaveginum, og var fyrst í stað notast við mjög fátæklegán flugvélakost. Framhald af 3. síðu. mjög viðkvæmt fyrir hvers konar truflun á næringu og blóðrás. Þegar gætt er að þessum gagnlegu áhrifum í- þróttanna á öll líffæri líkam- ans og starfsemi þeirra, þá. er auöséð að þær bæta stórum úr þeim skaðsemdum sem hversdagslífið jafnan hefur í för með sér að meira eöa minna leiti. Unglingar, sem lifa hollu íþróttalífi, ná góð- um þroska, verða hraustir og þrautseigir og þeim mun fær- ari til hvers konar vinnu. í- þróttirnar eru í sínu innsta eðli heilbrigðisbót. íþróttir má iðka á tvennaa hátt. Menn geta iðkað íþrótt- ir á hægan hátt eingöngu sér til gagns og gamans. En menn geta líka tamið sér í- þróttir í því skyni að sækja kappleiki, en þá reyna menn aö auka þrótt og getu líkam- ans sem mest má verða. Þær hægu íþróttir, sem fyrr voru nefndar, eru í rauninni eng- um um megn, en hinir veröa tiltölulega fáir, sem færir gætu talizt til kappleikja, því 'ríö þaö skipti ’ s'.’o miklu máli um meðfætt atgerfi manns- ins. En þegar um samkepþn- isíþróttir er aö ræöa, þá er full þörf á íþróttaheilbrigöis- fræöi. íþróttaheilbrigðisfræðin er þó í rauninni ekki annað en ströng fyrirmæli um áð halda þau boðorð, sem hver maður ætti að lúta heilsu sinn- ar vegna. Þessi fræði eru mikilsverð fyrir alla íþrótta- menn. Samkeppnisíþróttirnar eru ótvírætt afar mikill stuðning- ur fyrir alla íþróttaviðleitni hverrar þjóðar. í kappleikjum kemur það í ljós hváð líkam- inn getur mest unnið af hreystiverkum, og líkamar kappleikamanna bera vott um þann mikla líkamsþroska og líkamsfegurð, sem íþróttirn- ar einar geta skapað. Kappleikirnir glæða einnig stórum félagsskap meðal íþróttamanna og vekja jafn- framt athygli allrar alþýöu á nytsemi íþrótta. Það er ekki úr vegi að benda á það, að heimsmót íþróttamanna að undanförnu hafa stórum stuðlað að því aö skapa kunn- ingskap og vekja vináttuþel meöal æskumanna allra þjóða og harla líklegt að margt gott geti af því leitt þegar tímar líða. Tamningin fyrir kappleiki er afar mikils virði, hún eyk- ur orkuna sem mest má verða og verður þá á að ætla lík- ama sínum þá mestu áreynslu sem hugsazt getur án þess að líkaminn líði baga af því. Tamning kennir þeim líka að keppa að settu markmiði og venur þá af þeirri lítil- mennskuliugsun áð þeir geti aldrei náö takmarkinu. Tamningunni fylgir og jafn an einstök gleði og ánægja, ánægja yfir því aö gera skyldu sína og láta eigi bug- ast hvaö sem að höndrnn ber. Ef menn eru tamdir í sveit- um veqða sveitirnar jafnan góðir félagar og finna í leikj- um hinn mikla mátt sam- vinnu og samheldni. Það er ekki unnt aö lýsa þeirri lifs- gleðí sem fylgir tamningunni, menn verða að lifa hana. Aö lokinni tamningu kem- ur til kappleikjanna, og bar verður hver að standa sig af fremsta megni. Kipplíng (enska skáldið heimsfræga) kemst vel að orði í einu kvæði sínu um það sem allt. á velt- ur þegar á herðir: Getirðu vanið vööva, taugar, hjarta — sem vill oft slappast — á aö hlyða þér, og alltaf drýgja dáö en aldrei kvarta og aldrei víkja hvernig svo sem fer. — Þá ertu, vinur, maður! Skýrsla danska íþróttasambandsins Framhald af 3. síðu. Knattl.samb. 994 244.873 Bogsk.samb. 26 589 Skylmingasamb. 15 843 Golfsamb. 9 1.206 Handkn.samb. 294 34.208 Hockey samb. 8 637 Leikfimissamb. 78 37.387 Húökeipasamb. 54 2.222 Tennissamb. 128 11.094 Veðreiðasamb. 31 3.183 Róörarsamb. 116 20.758 Skotsamb. 149 5.672 Skautasamb. 19 5.784 Sund og björgunar- sambandið 94 14.507 Skíðasamb. 86 8.224 Vetraríþr.fél. 1 189 íþr.samb. herm. 24 2.030 Þetta verða samtals 2 831 félög með 480.415 félagsmönn um. Þess má geta hér, áð 251.941 eru starfandi af þess- ari töflu en 28.474 eru ekki starfandi. Frá áramótum til 1. júní s. 1. var aukning félaga í sam bandiö 81 með um 11.000 fé- lagsmenn sem sýnir vel hve áhugi er mikill fyrir íþróttum í Danmörku. Knattspyrnusambandiö er mannflest með 994 félög og 244.873 og þótt 159.139 séu óstarfandi þá vekur talan at- hygli manna. Næst kemur leikfimissambandiö með 28,000 starfandi félaga. og eru konur þar í meiri hluta. Síðan koma frjálsar íþróttir, hand- knattleikur og Badminton. Risið hefur upp íþróttaskóli í Vejle á Jótlandi fyrir at- beina Svend Aage Thomsen, og eru bundnar við hann miklar vonir. Ákveðið er að Danir fái sitt eigið íþrótta- ,,lexikon“ í tveim bindum. Einnig er unnið aö því að koma upp íþróttaminjasafni þar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.