Þjóðviljinn - 07.01.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.01.1944, Blaðsíða 7
7 Föstudagur 7. janúar 1944. „Hvað er að þér? Varstu eitthvað óþæg?“ spurði mamma hennar. „Nei, ég sagði bara við Lilju, að mitt fólk væri betra en hennar fólk. Er það ekki satt, mamma?“ Mamma hennar þagði dálitla stund. Svo fór hún að hlæja: „Vertu þá góð sjálf. Hættu að skæla og farðu í rúmið. Það getur vel verið, að pabbi þinn komi heim í kvöld“. ÆVINTÝRI GUÐRÚNAR (Eftir H. S.) Guðrún er lítil Reykjavíkurstúlka. Hún er'með ljóst, hrokkið hár og falleg grá augu. Grönn er hún ekki, en það fer bara vel á hennar aldri, að vera feitlagin. Hún er ekki nema þriggja ára. Guðrún er dugleg að leika sér úti og ratar stundum í alls konar ævintýri, því að hún á engin eldri systkini til að gæta að henni. Og það er einmitt eitt af þessum æv- J intýrum, sem ég ætla að segja ykkur. Guðrún var stödd á gatnamótum Barónsstígs og Ei- i ríksgötu, þegar áætlunarbílinn úr Hafnarfirði bar þar J að. Hún leit alltaf aðdáunaraugum á þessa stóru bíla og j hafði gaman af að ferðast í þeim. í þetta sinn varð hún óvenju nærgöngul, fór alveg að dyrunum og gægðist inn. Ung kona var að kaupa farseðil til Hafnarfjarðar. „Ég skal hjálpa þér upp í, góða mín, það er ekki von, að þú komist sjálf upp í vagninn, blessuð“, sagði gömul kona á bak við Guðrúnu og lyfti henni úmsvifalaust upp í vagninn. Gamla konan hélt nefnilega, að Guðrún væri dóttir ungu konunnar, sem var á undan þeim. Hún hugs- aði með sjálfri sér: „Ósköp eru, að konan skuli ekkert hirða um að hjálpa blessuðu barninu“. Guðrún varð hrifin af að fá að fara með og flýtti sér að klifra upp í 'sætið við hliðina á ungu konunni. Þá fannst þeirri gömlu ekki ástæða til að bera umhyggju fyrir henni lengur. Guðrún var ánægð með lífið, þar sem hún sat. Þetta var langt. Túnin, sem hún sá svo stór og falleg og útsýni mikið. Vagnstjórinn nefndi líka ó- þekkt og skemmtileg nöfn á viðkomustöðvunum. ÞETTA „— — Það er skylda hvers manns, að víkja ekki af verði, þó að ekkert sé lengur að verja og allt vonlaust. Við eigum að standa á verði eins og róm- verski hermaðurinn, sem fund- izt hefur fyrir dyrum úti í Pompejé, vegna þess, að enginn hefur komið til að leysa hann af verði, þegar Vesúvíus fór að gjósa. Það er dáð, sem vitn- ar um göfugan uppruna. Það eina, söm ekkhverður frá mönnum tekið, er réttur þeirra að deyja með saarad". Osvald Spengler. ★ „-----Hlýðni er dyggð, sem kennd er börnum, þjónustufólki og hermönnum, því er hún mjög í heiðri höfð af öllum, sem viljaf ráða yfír öðrum. Það er ekki hægt að mynda sterk fjölskyldubönd með öðru móti en því, að kenna hlýðni frá blautu barnsbeini. Skilyrðislaus hlýðni eyðileggur dýrmætustu náðargjöf náttúr- unnar — viljann. Vilja barnsins | fórna foreldrarnir sér til hægð- j arauka. Ströng hlýðni gerir menn að viljalausum aumingj- um. Þessi grimmdarlega uppeld- isaðferð miðar að því að ala upp góða þjóðfélagsþegna — það er að segja: undirstétt, sem er yf- irstéttinni hlýðin“. Ágúst Strindberg ★ Ágúst Strindberg: „— Undir- stéttinni er kennt, að sparsemi sé dyggð. En yfirstéttinni er kennt, að hún sé níska. Torskil- in er dyggð heimsins------“ Þ JÓI' VIL JINN vid SKÁLDSAGA m, JOHAN FALKBERGET ...................................................................................... ••••• U ••«••• O •»»•••• f *>••••• O C *•••••• ». henni dvaldist lengi við þær. En þá fékk hún allt í einu ó- stöðvandi löngun til að sjá Níels aftur — einu sinni enn — strjúka hárið á honum og kyssa hann aðeins einu sinni enn, áöur en honum yröi sökkt niður í moldina og hún sæi hann aldrei framar. Hún reis upp í rúminu og sat lengi hreyfingarlaus og hlustandi. Allir sváfu. Þá fór hún fram úr, lét á sig skóna, fór 1 úlpuna og girti sig með leðurbeltinu. Enn stóð hún kyrr og hlust- aði. Allir sváfu. Hún læddist fram gólfið, opnaði hurðina hljóðlega og gekk út í áttina til skemm- unnar. Hurðin var krækt aftur. Öún opnaði og leit inn. En þegar hún sá svörtu líkkist- una fór hrollur um hana. Gamla konan staulaðist inn gólfið, laut yfir kistuna og grét. Þannig stóð hún lengi. En hún varð að sjá hann — í síðasta sinn. Gamla kon- an lyfti lakinu með skjálfandi höndum. Andlit líksins var orðið blátt. Hún stóð í sömu sporum og strauk hendinni aftur og aftur yfir sárið á enninu. Þetta var Níels, drengurinn hennar. - Hún mundi hvað hann gat sagt blíðlega ,,mamma“. Nú átti hún aldrei framar að heyra hann segja það. — En það var ekki víst að það drægist lengi að hún fengi að sjá hann samt. Dauðastund hennar sjálfrar hlaut að vera nálæg. Gamla konan hætti að gráta. Hún fann bara til sárs- auka fyrir brjóstinu. Hún hrökk við. Góður guð! Höfuðið hafði hreyfzt viö handtök hennar. Og hún tók um það með báðum höndum, ti3 að hagræða því. Þá fann hún, að það var — laust frá kroppnum. Gamla konan hljóðaði hátt. Henni sýndist rauðir og bláir logar stíga upp úr gólfinu. Hvell og nístandi hljóð bárust að eyrum hennar. Loftið varð heitt og þungt. Þetta hlaut að vera dagúr hins mikla dóms. Hún æddi út, hljóðaði og fálmaði út í loftið með hönd- unum, eins og hún væri að verja sig. Þá komu menn út úr elda skálanum. Þeir sáu hana sitja í snjónum og klóra beran hálsinn með nöglunum. Tveir menn báru hana var- | lega á milli sín inn i eldaskál- ann. Fætur hennar héngu mátt- lausir niður. Hún var lögð í rúm. Þar lá hún lengi og bærði ekki á sér. Loks opnaði hún augim og leit í kringum sig æöisgengnu augnaráði. „Eg heyri að hann hljóðar. Eg heyri grát og gnístran tanna“. Hún fékk krampa. og and- litið afmyndaðist. Sólin skein í heiði yfir fjallatindunum og rauðum bjarma sló á lyngið. Þaö var laugardagskvöld. Þá heyrðust engin hamars- högg 1 námunni. Vélar og verkfæri þögðu. Námumennirnir voru margir farnir heimleiðis. Þeir áttu af- skekkta kotbæi inni í fjalla- dölunum. Það voru bara fá- einir ungir menn, sem urðu eftir við námuna. Þeir lágu í sólskininu uppi í brekku félagarnir, Jón og Kalli. Kalli var Svíi og uppalinn í Dölum. Hann var mikill vexti. Skógarmyrkrið bjó í augum hans. Hreyfingar hans minntu á stælta vöðva villi- dýra. Jón hafði lagt dagblað á lyngþúfu og las liggjandi. Kalli lá á bakinu með hend- urnar undir hnakkanum og horfði upp í loftið. Hann varð aðeins öðru hvoru aö berja mýbitið frá sér. „Fjandi er mýbitið nær- göngult í kvöld“, tautaöi hann. Hann reis upp við olnboga, náöi í tóbaksdósirnar úr buxnavasa sínum og tók í nefið og gaf Jóni hornauga. Það var óskemmtilegt, þegar sá drengur tók til að lesa. Skammt frá hafði hitt unga fólkið kveikt bál. Það heyrð- ist hlátur og hávaöi. „Heyrðu Jón“, kallaði Kalli. Oón leit upp. „Það er ekki fyrir menn eins og okkur að hanga yfir bícðum“. Kalli stóö á fætur og dust- að'i mosann af buxunum sín- um. Það voru spánnýjar bux- ur, keyptar út í reikning hjá Kansi gamla f dag. Enn heyrðust hlátrar við bálið. En allt í einu stökk stúlka á fætur og æpti hátt. Það hafði kviknað í ljósa kjólnum hennar. Einhver hrcpaði og skipaði henni að ríía utan af sér kjólinn. En hún sinnti því ekki. | Jcn spratt á fætur og var á sv.'pstundu kominn að bálinu. Hnnn þreif til stúlkunnar og reif kjólinn utan af henni. áður en hún gat áttað sig. Þarná stóð bún á nærfötun- um, bál vond og kallaði hann öllum illum nöfnum. Kalli horfði á og tók aftur í nefið. „Stelpubjáni“, tautaði hann. Hann leit 1 kringum sig, kom auga á Elínu og fleygði sér niður við hliðina á henni. Einhver skaraði glóðum að bálinu. Tvær stúlkur komu með stóran pott, fullan af vatni og settu yfir eldinn. í viðarkjarri var brennivínskútur geymdur. Jón fleygði dagblaðinu og Kalli kinkaði kolli. „Svona á það að vera“. Jóni fannst Kalli reyndar hafa rétt fyrir sér. Til hvers átti erfiðismaður að lesa? Nú hafði hann eytt miklum tíma í lestur. En einu sinni hafði j hann dreymt góðan draum. Þá hafði hann sett sér tak- mark. Það var þegar hann kynntist Dagbjörtu. Þá fór hann að lesa bækttr — íesa og svelta. Kalli skálaði við Jón. Þeir unnu saman niðri í námunni og voru beztu kunningjar. Þegar leið á kvöldið fór Jón að drekka. Hvers vegna máttj hann ekki drekka — drekka sig út úr. Þarna sat Kalli enn hjá Elínu og lék á alls oddi. Hann var orðinn ölvaður, ýttj hattinum aftur á hnakka og fór aö syngja. Jón var' líka orðinn svo drukkinn, að honum sýndist allt grátt. Allar áhyggjur voru horfnar. Hann kallaði sjálfan sig ræfil og slarkara, sem ekki léti allt fyrir brjósti brenna. Jón hló að því, sem Kalli var aö syngja. Elín og Kalli stóðu á fætur og héldust í hendur. Þau voru óstöðug á fótunum og sungu með óskírri rödd. Hann spurði hvort þau ættu ekki að ganga sér til skemmtunar og brosti út aö eyrum. Neftóbaks taumarnir sáust langar leiðir. Þau héldu af stað en voru bæði óstyrk á fótunum og sett ust aö í laut skammt frá. Þá sást bara á hattinn hans og heyrðist í þeim hláturinn og masið. Það lá stúlka við eldinn og hlustaði meö athygli á allt, sem hún gat heyrt til þeirra tveggja. Rökkrið seig hægt niður fjallshlíðina. Elín var hætt að hlæja. Þá reis stúlkan á fætur og leit flóttalega í kringum sig. „Nú förum við ‘, sagði hún við Jón. Hún var völt á fót- unum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.