Þjóðviljinn - 16.01.1944, Page 2

Þjóðviljinn - 16.01.1944, Page 2
? Sunnudagur 16. janúar 1944 ÞJÓÐVILJINN Dagsverk að vegargerö Eg var í vegavinnu í sum- ar 1 þrettán manna flokki, sem haföist við uppi í Noröur- árdal í Borgarfiröi. Nú haldiö þið kanski aö vegavinna uppi í sveit sé naumast í frásögur færandi, en ég kæri mig koll- óttann og geri einn dag þar aö umræðuefni, en biö ykkur að íáta ekki ummæli mín aftra ykkur frá að fara í vegavinnu, ef við eigiö þess kost. Klukkan 6.30 að morgni vakna ég við þaö aö einhver lyftir tjaldskörinni og kallar: „ræs“. Þetta morgunkall tákn- ar það, að nú er vinnudagur að hefjast. Eg vek tjaldfélaga minn, sem aldrei þessu vant sefur fastar en ég, og við paufumst fram «r rúmunum, sem við köllum „kojur“, og tínum á okkur spjarimar með hangandi hendi. Þaö er óneit- anlega margt notalegra en aö I Böðvar Guðlaugsson. afmarkaö hve hár vegkantur- inn á aö veröa. Síöan er stiongimr hnaus og honum ekið í hestvögnum í vegstæö- ið. Þessi hnaus er svo kölluð uppfylling. Jafnframt er svo einnig stungin snidda, aö jafnaði úr sem beztu efni, og . ,* f Bdðvar Giiðlaugsson rwwwwwww* vera vakinn klukkan 6.30 til þess að moka möl á bíla. En viö erum skylduræknir og samvizkusamir unglingar sem hlýða kalli dagsins, og eftir tíu mínútur erum við komnir áleiðis út í timbur- skúrinn, þar sem við boröum. í skúrnum eru starfsbræö- ur okkar saman komnir og byrjaðir aö háma í sig hafra- irrautinn og slátrið. Það veit- ir ekki af aö eta vel, því nú fáum við ekki mat fyrr en eftir fjóra tíma. Þegar allir hafa matazt, tekur fyrirliðinn upp úrið sitt og lítur á það. Eg lít einnig á mítt úr og sé að það vantar sex mínútur. „Eg gæti bezt trúaö aö hann hvessti í dag“, segir gamli maöurinn, sem situr inn viö gluggann. Við líturn á hann en svörum engu. Klukkan 7 aö morgni hugsum við ekki svo langt fram í tím- ann. „Hann er vindlegur í austrinu“, heldur garnli maö- urinn áfram, en nú er klukk- an oröin sjö og fyrirliðinn stendur upp, án þess að gefa orðum hins forspáa manns frekari gaum. Og nú höldum viö af staö til vinnunnar. Nú væri ekki fjærri lagi aö útskýra dálítiö hvaö vega- vinna er, því á þessum tímum umbóta og aðgerða má þaö ekki vansalaust heita að fleiri eða færri menn séu ef til vill lítt kunnir þessu umbóta- starfi. En vegavinna er í fáum orðum á þessa leiö: 1 * Fyrst er auðvitaö mælt fyr- ir veginum óg reknar niöur grannar stengur, nefndar stik ur. Á þessum stikum er svo er oft örðugt aö ná í þaö. Ur sniddunni er svo vegkantur- inn hlaðinn eftir línu, þannig aö hann gengur mest út neöst, en smáfærist inn og myndast þá fláinn á kantin- um. Þessu er haldiö áfram, unz veghæðin er komin. Þá er hnausnum jaf'naö sem bezt má verða og verður þá dálít- il hvilft í veginn. Þar kemur svo ofaníburöurinn. Fyrst er sett grjót, mulið með sleggjum og borið niöur í veginn, síðan kemur ailgróf -nöl, og að lokum er svo fínni möl ekið yfir og er það kallað að yfirkeyra. Nú vil ég taka þaö fram, að ég tala aðeins út frá þeirri xeYnslu sem ég hef af vegavinnu, og má vel vera aö vinnubrögðin séu að einhverju leyti önnur sums staðar. En í aöalatriöum býst ég við aö þau séu hin sömu, Fn nú er ekki nóg að búið sé áö leggja veginn. Þar sem um ferö er mikil eyöist vegurinn, og koma hoiur 1 hann. Þarf þá að bera ofan í jafnóöum, svo að ekki verði alvarlegar skemmdir á veginum, og eru ) að jafnaöi smá vinnuflokkar hér og þar, sem halda vegin- 'um viö yfir sumarið. Og einn slíkur flokkur var það sem hélt til vinnu . þennan um- rædda dag. ViÖ förum 6 saman meö fyrsta bílnum suöur í gryfj- una, þar sem mölin er tekin. Hvaö er þetta? Hakinn minn j dettur máttlaus niður af stein sem endilega þurfti aö vera fyrir. Eg reiði hakann aftur 1 vonzku, og nú kemur högg- iö aö tilætluöum notum. Með fyrsta bílnum fara tveir menn sem hafa beðið heima við skúrinn. Þeir eiga aö jafna úr malarhlössunum á vegin- um og er það kallað að vera á tipp, en titili mannanna er tipparar. Síöan mokum við á næsta bíl og þriðja, fjórða og fimmta. Þá er dálítið hlé þar til fyrsti bíllinn kemur aftur. Viö setjumst á grasbala og fáum okkur í pípu, en gamli maðurinn tekur 1 nefið og bölvar dýrtíðinni. „Það var öðru vísi hér áður“, segir hann, argur yfir hnignuninni. Svo kemur bíll og við stönd- um upp og mokum á hann. Þannig líður tíminn, líður, nei, hann líður einmitt ekki, hann þumlungast áfram. Loksins veröur klukkan þó ellefu. Fyrirliðinn, knálegur bónda sonur aö norðan, rétti sig upp og kallar: „Jæja, piitar, þá er þaö matur“. Við tökum viðbragð og erum komnir á bílinn áður en hann hefur lokiö setningunni. Heima í skúmum bíður okkar kjöt og kartöflur og saétsúpa á eftir. Viö spjöllum saman á meðan viö boröum og góöiátleg kímni flýgur á milli manna. En ráðskonan er á þönum fram og aftur og gengur um beina. Mikill er sá munur að hafa ráðskonu (unga og laglega) til þess aö horfa á. Þegar viö erum bún- ir aö boröa förum viö út í tjöldin. Nei, annars, ékki al- veg strax. Hraöferðabílarnir að sunnan eru að koma, og hver veit nema við sjáum kunnug andlit í gluggum þeirra, Bílarnir koma og einn bílstjórinn stanzar og kastar til okkar Morgunblaöinu. Síö- an hvílumst viö í kortér og förum svo aftur niöur í gryfj- una og höfum blaöiö meö okk ur. Tíminn líöur, hægt og síg- andi. Við lesum blaðið og ræöum efni þess. Yfirleitt veröum við skrafreifari þegar líður á daginn. Og skammt frá okkur er blessaö sveitafólkið á engjum. í þessu umhverfi veröa okkur gjarnan ljóð í munni, ekki há- fleyg ættjarðarljóð, yfirfull af lcfsyröum, sem lítill fótur er fyrir, heldur hversdagslegar, eins og þessar: Þeir eru aö pranga og okra enr. um eyjuna langa og þvera, þar sem svangir sveitamenn sinu í fangi bera. Án minnsta kala til sveita- manna. Og þessi um einn bílstjór- ann. Hægt hann fer, og hér um bil hættur er að keyra, hann er aö „lera“ tíkina til til hún beri meira. I Eining er afl. I Sú stétt, sem skilur nauðsyn eining- arinnar og hegðar sér eftir því er voldug. Eining er afl, einhuga stétt- ir er sterkasta afl hvers þjóðfélags. Eining íslenzka verkalýðsins efl- ist nú dag frá degi undir happa- sælli forustu Alþýðusambandsins, og í forustufélagi verkalýðsins Dags brún er nú ríkjandi meiri eining en nokkru sinni fyrr. Stjóm Dags- brúnar varð sjálfkjörin, ekki vegna áhuga og andvaraleysis verkamann- anna, heldur vegna þeirrar stéttar- legu einingar, sem ríkjandi er með- al þeirra, hvað sem þeim annars ber á milli, í stjómmálum eða á öðrum sviðum. Nú þarf að sýna eininguna í verki. Nú þurfa Dagsbrúnarmenn að sýna eininguna í verki, allir sem einn þurfa þeir að mæta við at- kvæðagreiðsluna um uppsögn samn- inga, og allir sem einn munu þeir greiða atkvæði með uppsögn. Síðan kemur til samninga, fari svo að þeir takist ekki, verða Dagsbrúnar- menn að sýna í verki, að það eru . þeir, sem ráða atvinnulífinu í Reykjavík þegar allt kemur til alls. Eining Dagsbrúnarmanna er það afl, sem ræður því hvort hjólin snúast í atvinnuvél Reykjavíkur eða ekki. Dagsbrúnarmeim allir eitt. Fram til betri lífskjara og aukinna valda yfir framleiðslu og atvinnuháttum bæjarins. Fékk kast og fékk inni i Alþýðúblaðinu. Jónas spámaður Guðmundsson hefur undanfarið skrifað langar greinar um stofnun lýðveldis á Is- landi. í þessum greinum hefur ver- ið ýmislegt af viti, og Jónas hefur alls ekki verið í neinu „spámann- legu brjálsemisástandi“ er hann reit þær. Ekki hefur Jónas fengið að birta þessar greinar í sínu gamla- Að „lera“ eitthvaö til var orötak bílstjórans og þýddi aö gera við eða lagfæra. Sólín færist nú óöum í vest- ur. Viö drekkum kaffiö og höfum hálftíma hlé til þess.j Og áfram er haldið allt til klukkan 6.30. Þá hættum við og förum heim. Viö þvoum okkur í skyndi, og bráöum fáum viö kvöldmatinn. . AÖ kvöldveröi loknum sitj- um viö inni í skúrnum og hlustum á fréttirnar í útvarp- inu. Lundúnarfréttir segja að herir Bandamanna sæki óð- fluga fram í Túnis, og Rússar haldi uppi öflugri sókn hvar- vetna á austurvígstöövunum. Berlínarfréttir segja að vanda hið gagnstæöa. Við lítum hver á annan, en kunnum ekki við að segja álit okkar um baráttu stórþjóðanna. Þaö líöur á kvöldið og viö förum að hátta. Dagurinn hef ur liðið án þess aö við gerð- um okkur ljóst að hann færði okkur eitt- skref í áttina til aukinnar menningar. Viö höfum velt einum steini úr hinni seinförnu braut til framtíöarlandsins. flokksblaði, Alþýðublaðinu, hannt hefur farið með þær í Vísi. En fyrir nokkrum dögum fékk Jónas „spámannlegt brjálsemiskast“' og skrifaði langa grein. Þar segir meðal annars um kommúnista: „Hvenær ætla íslendingar að átta sig á þessum mönnum? Hvenær ætla þeir að láta sér skiljast hvílík viðurstyggð þeir eru í ís- lenzku þjóðlífi og íslenzkum stjóm- málum? Og hvenær ætlar Sjálfstæð isflokkurinn að hætta þeim hættu- lega leik að efla gengi þessa flokks, sem búast má við að grípi til hvaða meðala sem er, til að framfylgja boðum erlendrar ofbeldisstjómar?“ Þessi grein birtist í Alþýðublað- inu. Jónas þarf auðsjáanlega að fá kast til að teljast Alþýðublaðshæf- ur. Hvað olli stríðiim? Víðtæk spuming munuð þið segja, og ekki auðvelt að svara henni. Má vera að svo sé. En mundi eftirfar- andi svar ekki komast nærri því að segja allt sem segja þarf: Að einn getur lifað á annars kostnað. Við skulum hugsa betur um þetta. Auðvaldsþjóðfélögin eru þannig byggð, að eins gróði er frá öðrum tekinn, stéttir þessara þjóðfélaga deila um arðinn sem skapast við vinnu fjöldans, og þjóðir auðvalds- heimsins vilja græða, en á annarra kostnað. Þetta olli því stríði sem nú er háð, og þetta hefur valdið öllum þeim stríðum, sem háð hafa verið á liðnum öldum. Einn hefur barizt til að kúga annan og gera hann að sínum þræli. Friður. Friður, hinn margþráði friður, fæst ekki fyrr en útilokað er, að einn geti grætt á annars kostnað, að stéttir þurfi að deila um arð vinnunnar, og þjóðir um auðlindir og vinnuafl. Friður fæst aðeins í samvizku réttláts þjóðfélags, og friður fæst aðeins milli þeira þjóða, sem starfa sem samvií’k viðskipta- heild, þar sem einn bætir úr annars þörfum, eftir því sem með þarf. Sigur sósíalismans þýðir frið, inn an þjóðfélaganna og milli þjóða. Viðhald auðvaldsskipulagsins þýðir ófriður, innan þjóðfélagsins og milli þjóða. Hvort kýst þú heldur frið eða ófrið? Sósíalisma eða aðuvaids- stefnu? Ert þú í Sósíalistaflokkn- um? Bæjarpósturinn beinir hér með þessari spurningu til hinna fjöl- mörgu fylgismanna Sósíalistaflokks- ins, hann spyr þá hvern og einn: Ert þú í Sósialistaflokknum? Ef þú ert það ekki, þá getur þú feng- ið allar upplýsingar um flokkinn og lagt fram inntökubeiðm á skrifstof- unm, Skólavörðustíg 19. Skrifstofu- tími er frá kl. 4—7 dag hvem. Það er fundur í Sósíalistafélaginu á sunnudaginn. Þar getur þú lagt inn inntökubeiðni. Nýársfagnaður Félags Suðurnesja manna fór fram,,að Hótel Borg þ. 8. þ. m. Á þriðja hundrað manns tók þátt í fagnaðinum. Stjómaði honum Egill Hallgrímsson formaður félags- ins. Minni vom flutt af þeim Frið- rik Magnússyni, Ársæli Árnasyni og Tryggva Ófeigssyni, Þórður Einars- son verzlunarmaður flutti nýárshvöt til félagsmanna, þróttmikið kvæði. Var hóf þetta félaginu til sóma og almenn gleði ríkjandi meðal í þátttakendanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.