Þjóðviljinn - 16.01.1944, Síða 3
Sunnudagur 16. janúar 1944.
S
ÞJÓÐYILJINN
Kolvetnarík
40 gr. heilhveiti.
20 gr. hveiti.
1 tsk. lyftiduft.
2 egg.
135 gr. (1 Vz dh) sykur
1 tsk. rifinn sítrónubörkur.
2 msk. rjómi eða mjólk.
Einu sinni byrja'ði hér á
síSurmi smá greinarflokkur
um manneldisfræði. Þið skul-
uð nú reyna að ryfja upp fyr
ir ykkur hvað komið var, því
að nú byrja ég aftur. Við skul
um þá athuga hvern næring-
arefnaflokk fyrir sig.
Kolvetni nefnast einu nafni
bæði sykur, mjölvi og tré-
efni. Sykurinn og. mjölvið
framleiða hita og orku.
Þessar fæðutegundir inni-
haida kolvetni:
Mjöl, grjón, kartöflur,
þurrkaðar baunir, þurrkaðir
ávextir, mysuostur,* sykur,
sýróp, hunang.
Kartöflumjöl og sykur eru
hér um bil hreint kolvetni.
Mjölvið og sykurinn verður
að breytast 1 meltingarfær-
unum í einföid sykurefnasam-
bönd, því að annars getur líK
aminn ekki notfært sér þau.
Sá sykur sem menn ekki
nota í bili getur að nokkru
leyti geymzt sem forðanær-
ing í líkamanum. Hann breyt-
ist í efni sem nefnist glykogen
og geymist í lifur og vöðvum.
Stundum breytist sykurinn
einnig í fitu og geymist þann-
ig í líkamanum.
Hollast er, að sem mest
af kolvetnafæðunni sé úr
mjöli eða grjónum, sem hýð-
ið fylgir með, því að þá
fylgja bætiefni og sölt einnig
ásamt tréefni sem nauðsyn-
legt er fyrir hreyfingu melt-
ingarfæranna.
Brauð er auðugt að kolvetn-
um. ,
KÚGKEX
100 gr. rúgmjöl.
100 gr. hveiti.
2 tsk. sykur.
% tsk. salt.
75 gr. smjörlíki.
1 dl. mjólk.
Vz—1 tsk. kúmen.
Sykri, salti, hveiti og rúg-
mjöli er blandað saman, kúmen-
ið mulið og því blandað í. Smjör
líkinu er síðan núið saman við
deigið hnoðað, breitt út og skor-
ið í ferkantaðar aflangar nokkuð
stórar kökur, pikkað og bakað
Ijósbrúnt við fremur lítinn hita.
. HEILHVEITITERTA
2 msk. smjörlíki.
Heilhveiti, hveiti og lyftiduft
er blandað saman og smjörlík-
ið brætt. Egg og sykur eru þeytt
saman þar til þau eru vel létt,
þá er smjörlíkinu, rjómanum
eða mjólkinni blandað saman
við og síðan mjölblöndunni og
sítrónuberkinum. Deigið er bak-
að í kringlóttu kökumóti og
kakan skorin í tvo botna, epla-
mauk eða súlta látin á milli
og þeyttur rjómi ofan á.
M o I a r
Kvenréttindahreyfingin spratt
upp úr jarðvegi jafnaðar- og
mannréttindakenningu 18. ald-
arinnar. Frönsk kona, Olympe
de Gaug að nafni svaraði mann
réttindayfirlýsingu þjóðfundar-
ins franska með því að heimta
sömu réttindi handa konum og
skrifaði fjöldi kvenna undir
skjalið. En stjórnarbyltingar-
mennirnir frönsku gátu ekki skil
ið að almenn mannréttindi ættu
að ná til kvennanna. Svo þessi
hreyfing kafnaði í fæðingunni.
Amerískar konur fengu póli-
tísk, réttindi 1896. En áður börð
ust merkustu konur Bandaríkj-
anna árum saman fyrir afnámi
þrælahaldsins, bindindismálum
og öðrum þjóðmálum og geymir
sagan nöfn margra þeirra fyr-
ir ósérplægni, hugrekki og at-
orku.
Veturinn 1905 kusu kvenrétt-
indafélögin í Kanada sendi-
nefnd, sem fara skyldi á fund
forsætisráðherrans í Torento
og krefjast breytingar á kosn-
ingarréttarlögunum svo að all-
ar giftar konur fengi kosninga
rétt og kjörgengi í sveitarstjórn
og safnaðarmálum. En ráðherr-
an kvaðst ekki hve feginn sem
hann vildi geta veitt konunum
meiri réttindi en þær nefndu.
Það væri „æðra vald“ sem
hefði afskammtað þeim stöðu
þeirra og af því yrðu ekki ráð-
in tekin.
Saga er til um það, að um
þetta leyti hafi ung stúlka tek-
ið lögfræðispróf með ágætis-
einkunn. En þegar hún vildi
flytja mál fyrir yfirréttinum,
var henni synjað um það, með
þeim rökum,, að einungis „pers
ónur“ hefðu leyfi til þess, en
konur væru ekki „persónur“ eft
Viðtal við frú Rakel P. Þorleifsson.
Kvenleg heimska eða
heimskulegt hagkerfi
Uilarsokkaiaus stúika skrifar
Halldór Kiljan Laxness seg-
ir, aS viS Reykjavíkurstúlk-
nr göngum hér um götur og
torg álíka fáklæddar og betl-
arar í Konstantinópel, og
satt er þaS.
En má ég spyrja: Hvernig
eigum viS aS fá ullarsokka?
Þeir eru ekki fluttir inn nema
af skornum skammti. Ef til
vill er ekki hægt a‘ð fá þá
núna og ef til vill hagnast
kaupahéSnar ekki eins vel -á
þeim og hinum þynnri sokk-
um. Islenzku ullarverksmiSj-
urnar framleiSa nú ekkert
band, bara lopa, svo aS viS
getum . ekki heldur prjónaS
okkm' sokka. Viö höfum vilj-
aS- kaupa lopa af því aS þáö ,
er fljótlegt aS prjóna hann, j
en svo byrja allir sem ull hafa |
áö framleiöa lopa og ekkert j
nema lopa, og'skyndilega er J
offramleiösla á þeirri vöru,
en ekkert band til sölu. Þarna
sjáum viS einu sinni enn hve
heimskulega „lögmáliö“ um
framboð og eftirspum stund-
um verkar, og þegar það und-
irstrikar kvenlega heimsku,
er ekki við góðu að búast.
Stúlka með heilan hæl og tá.
ir lögum, heldur karlmenn ein-
ir.
Nokkru síðar var kona ein
tekin föst og sett í gæzluvarð-
hald. Daginn eftir, þegar hún |
var kölluð fyrir rétt, bar hún
það fram sér til varnar, að hún
væri kona, en engin ,,persóna“:
lögin næðu ekki til sín. Dóm-
arinn spurði hvort nokkur hefði
ráðlagt henni að segja þétta.
„Nei, en ég les blöðin“, svar-
aði hún. Hún var sýknuð og
lagastafnum breytt í „konur og
persónur“ og þar með fékk unga
stúlkan, sem lögfræðiprófið
hafði að flytja mál fyrir yfirrétt
inum.
íslenzkar konur fengu kosn-
ingarétt í sveita- og safnaðar- 1
málum árið 1881 og kjörgengi
frá 1902 en þó aðeins ógiftar
konur og ekkjur, sem guldu frá
4—8 kr. í útsvar.
Árið 1895, þegar áskorunin
um kosningarétt kvenna var
send út um land til undir-
skrifta þá skrifuðu tæpar 2500
undir. En seinna kringum 1907
voru undirskriftirnar orðnar
12 þúsund undir þessa sömu á-
skorun.
Fullt kjörgengi og kosninga-
rétt fengu íslenzkar konur 19.
júní 19Í6.
Rakel P. Þorleifsson.
í Blátúni búa frú Rakel ojg
Jón Þorleifsson listmálari.
— Eg hef held ég ekkert
a'ö segja, segir frú Rkel um
leið og ég sezt niður í bekk-
inn hjá henni.
— Og ég held ég þori ekk-
ert að spyrja, svara ég, því að
mér finnst allir hlutir hér
vera með svo sterkum per-
sónulegum blæ að ég þori
varla að anda.
Þér fáizt mikiö viö rækt-
un, frú Rakel?
— Já, ég hef ræktað hér
lín síðan 1935 og þaö hefirr
gefizt ágætlega. Veðráttan
hér er mjög heppileg fyrir
lín, svo að ég held jafnvel að
á því sviði gæti þróazt hér
stóriðnaður.
— Hafið þér unniö úr lín-
inu?
— Já, spunnið það og ofið
á spjaldvef.
— Hvað viljiö þér segja mér
um matjurtaræktina.
— Það, sem allir vita, að
við eigum að rækta hér mik-
ið af gulrótum. Maðkurinn
ræðst ekki á þær eins og svo
margar káitegundir. Eg hef
líka ræktað hér pastinák og
gefizt vel. Hann er lítt þekkt-
ur en Eggert Ólafsson getur
um þá tegund. Einnig hef ég
prófað margar kryddjurtir
með misjöfnum árangri. Ann-
ars vil ég halda mér -við villi-
jurtirnar og flytja þær heim
í garðinn. Eg hef haft hér
kvönn, njóla og tekið súrur
og aðrar jurtir til fæðu. Við
borðum hvannablöðin söxuð í
súpu og oft tek ég visk og sýð
með fiski. Eggert Ólafsson
segir að hvannaseyði sé sótt-
Örepandi og mér finnst okk-
ur hafa orðið gott af því.
Á ítalíu og víðar eru
hvannastokkarnir sneiddir
niður og ostur látin innan í.
Það er mjög ljúffengt ofan á
brauö. '
Súrur eru ágætar stúfáðar
og saxaðar og fjallagrös
nota ég mikið.
— Hafið þér ekki búið til
drykki' úr jurtum?
— Jú, t. Ö. fíflablómum.
1938 var ég á leið heim og
kom við í Leith. Eg hafði
frétt að á aðalbókasafni Edin-
borgar væri Drykkjabók eftir
Eggert Ólafsson í handriti.
Bók þessi verður nú ljós-
prentuð og gefin út hér
heima, sennilega innan
skamms. Þá fáum við upp-
skriftir af öllum drykkjum
„frá saltvatni upp í brennda
drykki".
— Fenguzt þér við garð-
rækt hér heima eða byrjuð-
uð þér á því úti?
— Eg byrjaði ekki fyrr en
1923—24, þegar við sigldum
til Kaupmannahafnar og eign
uðumst hús með yndisleg-
rnn garði.
Frú Rakel á margar ein-
kennilegar og gamlar bækur
um jurtir, kraft þeirra og
kyngi. Hún handleikur Jurta-
bók Eggerts Ólafssonar sem
gefin er út 1774.
— Þarna er mynd af dauða
Eggerts Ólafssonar sem mál-
uð er á íslenzkt lín, það fyrsta
sem ræktað var hér, spunnið
og ofiö á 20. öldinni, segir frú
Rakel og bendir á vegginn
Frh. á 5. síðu.