Þjóðviljinn - 16.01.1944, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 16.01.1944, Qupperneq 7
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. janúar 1944. PENING APOKINN (Þýtt) SZótt xyia |40ÍwM/ SKÁLDSAGA eftir JOHAN FALKBERGET # Einu sinni var kerling. Hún var svo óheppin, að missa gleraugun sín gegnum rifu, svo að þau lentu milli þils og veggja. Kerlingin reif fjöl úr þilinu, þar voru gleraugun. Og hvað haldið þið að hún hafi fundið um leið? Fullan peningapoka! Það var ekki stór poki, en hún áleit samt að þetta væru miklir peningar og steypti þeim í hrúgu á borðið. Hún fór að telja: „Einn — tveir — þrír“. En þá hafði hún enga eirð til að telja lengur. Hana langaði svo mikið til að segja nágrönnum sínum frá þessu. H;in fleygði yfir sig sjali, og hraðaði sér út 1 þorpið. Fyrst hitti hún járnsmiðinn og konu hans. „Þú verður að fá þér slagbrand fyrir hurðma, svo ræningjar taki ekki frá þér peningana“, sagði járnsmið- inn. Og hann bauðst til að smíða fyrir hana slagbrand. Konan þakkaði fyrir sig og fór. Þar næst fór hún að finna gullsmiðinn og konu hans. „Þú verður að fá þér vandaðan peningakassa, sem þjófar geta ekki opnað,“ sagði gullsmiðurinn. „Þeir geta brotizt inn um gluggann.“ Og gullsmiðurinn bauðst til að selja henni kassann. Næst heimsótti gamla konan trésmiðinn og konu hans. „Þú verður að fá þér stóra kistu, utan um pening- ana, því þjófarnir yrðu ekki lengi að grípa kassann og hlaupa burt með hann.“ Og trésmiðurinn bauðst til að smíða kistuna. Nú ætlaði gamla konan heim til sín, þá rnætti hún lögreglumanni og hún sagði honum frá peningunum. „Þú verður að láta reisa múr kringum kofann þinn, svo háan, að enginn komist yfir hann, nema fuglinn fljúgandi. Eg ætti bezt að vita, hvað þjófar geta verið varasamir.“ Gamla konan fór nú heim til sín. Peningarnir lágu enn í hrúgu á borðinu og hún fór að telja þá. Síðan lagði hún saman allt, sem hún var búin að lofa að kaupa og borga í ferðinni. ÞETTA Einhvern tíma á 9. öld var j mikill landskjálfti í Japan. Þá var þa'ö' tekiö til bragös, þar sem mest hætta var á feröum, aö mýkja reiöi guö- anna þannig, aö prestar hofs- ins léku helgisögn eina og fór þaö fram meö dansi og söng. Þetta var upphaf leik- listarinnar í Japan. Var þessu haldiö áfram, þó aö land- skjálftinn mikli væri um garð genginn. En þá varö að bæta skemmtiatriöum inn í helgi- sagnirnar til þess áð fólki leiddist ekki. Lauk svo, aö öllum þótti þetta hin bezta skemmtun. En þá vildu hof- in ekki framar vita af þessu og Ieiklistin varð eingöngu „veraldleg“. — Þaö er sagt, aö engir leikarar í víöri ver- öld, komist til jafns viö Jap- ani í því að ranghvolfa aug- unum, froðufella og fara úr öll- um mannlegum ham á leiksviði ef þurfa þykir. Um síðustu aldamót ritaði franskur maður, Parol aö nafni, 600 blaðsíöu bók um rannsókn á orsökum sjálfs- moröa. Sagöi hann aö árið 1890 heföu verið framin í Frakklandi 67 sjálfsmorð vegna heimilisógæfu og dauös falla nánustu ættingja, en 500 vegna afbrýöisemi og ó- happa í ástamálum. Taldi hann að raunalegar skáldsög- ur og harmleikir ættu þátt í þessu. aöi að kveikja á lampanum og gefa sig fram. Það var lé- legt aö standa á hleri. — Og þó stóö hann kyrr. Hann réð ekki viö þaö. Þau komu nær. Grunur Jóns var réttur. Hann þekkti raddimar. Þaö voru Dagbjört og Hagemann. Dagbjört hafði stundum komið niður í námuna með Hagemann, þegar hún hafði lítið að gera á skrifstofrmni. Og hún sá alltaf um að þau legðu leið sína niöur í námu- göngin, sem kölluð voru Júlíu Bjelke-göng. Þar unnu þeir Jón og Kalli. Hún skeytti því engu, þó aö Hagemann segði, áð þetta væru hættu- leg göng. Einu sinni í vetur höfðu þau komið og Hage- mann þoröi ekki áö ganga inn undir hvelfinguna, þá neyddi Kalli hann til að fara lengra og lengra, 'alla leið upp á sleipa pallana uppi undir hvelfingunni. Þá þóttist Kalli góður. Dagbjört hafði oröiö eftir hjá Jóni. Þá vissi hann ekki fyrr en hún lagði hendur um háls honum og hvíslaði: „Mér þykir svo vænt um þig, — þig einan“. „Það kvöld var hann sæll. -----Dagbjört og Hage- mann gengu fram hjá stein- inum, þar sem Jón stóð í svarta myrkri. Þau töluðu saman og hlógú hátt. Jón þótti hún falleg í bjarmanum frá ljóskerinu, þar sem hún hallaði sér upp aö berginu. Augu hennar ljómuðu og hann hafði aldrei séö hana yndislegri. Bertil Hagemann hló og slökkti á ljóskerinu. Þá varð koldimmt. „Ertu vitiaus, maður?“ sagði Dagbjört. „Dagbjört!“ hvíslaði Hage- mann.' ,,Nei, nei. Ertu frá þér“, sagöi hún, og Jón heyrði aö hún var að verja áig. Svo varð hljótt augnablik, eins og þau væru líka a'ö hlusta. ,,Eg heyri eitthvaö, Hage- mann“ sagði hún. Jón heyrði enn aö hún varði sig, en hætti því allt í einu og gafst upp. „Vitleysa“ sagöi Hagemann. „Hér er ekkert unniö og hér eru engir verkamannadurgar heldur“. Jóni fannst fjallið hrynja og hann vera innibyrgður. Loftiö varö þungt og heitt. Hami varö lööur sveittur. Hann langaði til aö öskra eins og villidýr. En hann hreyföi sig ekki. Hamslaus grátur og óbænir ætluðu aö brjótast fram af vörum hans. Hann háöi bar- áttu við sjálfan sig eins og um lífið væri að tefla. Þau tvö voru enn að hlusta. Öll héldu þau niöri í sér and- anum og þaö varö steinhljóö undir hvelfingunni. „Dagbjört!“ „Hvaö viltu?“ sagði hún og þaö var ótti í röddinni. Jón hallaöi sér upp aö námuveggnum. Hann heyröi aö þau hvísluöust á. Sjálfur var hann eins og máttlaust dýr, sem bíður dauðans. Hagemann kveikti á Ijós- kerinu. Og Dagbjört brosti eins og hamingjusöm kona. Eg var svo hrædd“, sagði hún og varö alvarleg á 3<dp- inn. „Eg var svo hrædd“, eud- uvtck hún. Þaa fóru. Jón stóð kyrr og heyröi fóta tak þeirra deyja út. Nú vissi hann aö Dagbjört var honum ekki trú. Og þaö var eins og þungri hurö hefð'i verið lokaö milli þeirra. Þeirri hurð varö ekki upp lok- iö íramar. Hún hafði svikiö öll fögru loforöin. Hann var viti sínu fjær af scrg og reiði. Hann hét því. að afmá hana úr huga sínum — hverja minningu, því hanr gat ekki þegiö rnola frá ann- arra borði. Jón gekk þungum skrefum upp úr námunni. Hann hefði getaö grátiö. Allt var von- laust. Allt! Þegar hann kom upp úr námumunnanum, út í gráa kvöldskímuna, nam hann staðar. Hvaöa erindi átti hann upp í birtuna? Hann treysti sér ekki til að fara inn í eldaskálann. Stór snjókorn féllu ofur hægt til jaröar. Jóni datt í hug aö nú félli líka lognmjöll á ísinn á Hognavatni, sem var farinn aö bráöna. Nei, þaö var enn ekki komið vor. Hann sem hafði hiakkaö svo til vors ins og þráö sólskin og græna jörð! Nú var aftur kominn vetur — éilífur vetur. Jón gekk upp til fjalla, án þess aö ætla sér aö taka nokkra vissa stefnu. Hann bara lagði leið sína þannig, aö ekki sást til hans, og óö lausaihjöllina á þungu tré- skónum sínum. Hann var þreyttur en hafði enga ró til aö leggjast til hvíldar og vissi ekki hvaö hann átti af sér að gera í angist sinni. Hann gekk og gekk en varö ekkert rólegri. Bernskuminn- ingar hans komu líka: Faðir hans var veikur í mörg ár. Þá var þaö eitt kvöld, aö hann kom frá vinnu í nám- unni og var ákaflega þreytt- ur. Þá lagöi hann á flótta. En hann fór ekki heim. Þar lá faðir hans í rúminu fölur og fár og starði út í bláinn. Nei, hann ætlaði aö flýja eitthvaö langt, langt og stefndi beint inn til fjalla. En undir morg- uninn sneri hann aftur og þegar námuklukkan hringdi, drógst hann örmagna af þreytu inn í eldaskálann. Nei, ekki aö hugsa um þaö! Öllu varö aö gleyma. Hann átti jafn erfitt enn. Lífiö var nú einu sinni svona — þetta vesæla líf.----- Jón kom seint heim. Hann var alvotur og hríöskalf. Viö námuna var allt með kyrrum kjörum. Hann heyrði bara til grjótkvarnarinnar, því aö hún þagnaði aldrei. Leiö hans lá fram hjá skrif- stofuhúsinu. Dagbjört bjó í herbergi uppi á lofti. Hann nam staöar, eins og hann þyröi ekki aö ganga framhjá húsinu. Þarna uppi lá Dagbjört sof- andi í hvítu rúmi. Þaö var ekki víst aö hún svæfi ein. — En sjálfur gekk hann eirö- arlaus um fjöllin um hánótt. ------Þaö komu maöur og kona gangandi yfir fannirnar á Rauöhamarsfjalli. Þaö voru þau Nordens og Álfhildur. Þaö var laus og djúpur snjór og þeim sóttigt seint feröin yfir fjöllin. Haniji gekk á undan, stór, 1 sterklegur og álútur meö baröastóran hatt. Hún þræddi slóöina hans, þreytuleg og föl í and- liti. Hár hennar var ljóst og rytjulegt. Hún hafði gamalt, rautt sjai á heröunum og allur klæðnaöur hennar voru aumustu tötrar. Hann stanzaöi öðru hvoru og beiö eftir henni. Stundum hljóp hann slóðina sína fram og aftur, hvað eftir annaö, til að gera henni gönguna létt- ! ari. En þegar hann var orö- inn löðursveittur og uppgef- inn, hélt hann áfram ferö- inni og hún kom lötrandi á eftir. Bæöi þögöu. Nordens og Álfhildur höföu veriö á ferö’ allan sólarhring- inn. Um nóttina var frost og þunn skel kom á snjóinn. Svo kom skafrenningur. Þaö birti | af degi meö glaöa sólskini. I Þaö var glitrandi hvítur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.