Þjóðviljinn - 25.01.1944, Síða 3

Þjóðviljinn - 25.01.1944, Síða 3
ÞriíSjudagur 25. janúar 1944. ÞJÓÐVILJINN Hugleiðing um þjóðareðli II Eitt af dularfyllstu hugtök- unum í málinu er íslend- ingseðlið. Það veit í raun og veru enginn, hvað í því felst. Ríkt íslendingseðli er þó talin ein höfuðdyggðin, eins og þrá- faldlega má heyra við jarðar- farir og í eftirmælum. En sú dyggð er ekki öllum gefin, þó þeir beri íslendings titilinn, — ekki í lifanda lífi, því er verr og miður, um það bera dagblöð- in ljósast vitni. Ýmsir hafa reynt að skil- greina íslendingseðlið og slá úr því fasta mynt. er gengur síðan mann frá manni. Hefur venjulegasta aðferðin verið sú að grípa niður í gullaldarritun- um eftir eiginleikum hetjanna þar, og taka síðan til viðbótar nokkur dæmi úr síðari alda sögunni, aðeins til staðfestingar því, að eðlið sé hið sama. Tál og hugsun um íslenings- eðli væri þarft að leiða inn á nýjar brautir. Er fyrst að oerida á, hve afskaplega er hæpið að tala um eðli þjóða. í raun og veru er ekkert þjóðareðli til, því að þjóð er ekki líffræðileg heild, heldur samsett af mörg- um einstaklingum. í annan stað kemur stéttaskipting til greina, er skipar þjóðinni í tvær fylk- ingar með gerólíka hagsmuni og gerólík sjónarmið. Þegar rætt er um þjóðareðli, er hér aðeins átt við ráðandi einkenni ákveðins tímabils, þ. e. sjónar- mið, hugsanir og skoðanir rað- andi stéttar á hverjum tíma, aldrei sjónarmið þjóðfélagsheild arinnar. En út í þetta ætJa eg ekki frekar að fara, heldar geng að því að tala um þjóðar- eðli, eins og venja er til. Fyrsta skilyrði til þess, að ís- leningseðli myndist, er það, að til sé íslenzkt þjóðfélag. Það sem gerði okkur að sérstöku kyni, var blöndun Norðmanna, Kelta, Dana eða hverjir það voru, er festu hér byggð, og það sem gerði okkur að sér- stakri þjóð, var sambúðin við landið, sem við heitum eftir. Ef þessir þjóðflokkar hefðu bland- azt annars staðar á hnettinum, t.'d. í Afríku, þá hefðu þeir orð- ið önnur þjóð. Það er engan veginn kynblöndunin ein, sem gerði okkur að íslendingum, heldur einnig baráttan og sam- lögunin við náttúru þessa lands. En á sama hátt og íslenzka þjóðin varð til hér á landi, varð einnig þjóðareðli íslendingsins fyrst til á íslandi, þ. e. a. s. það þróaðist hér og mótaðist. Og það hefui; meira að segja tekið nokkrar kynslóðir, þar til kynblöndunin og samlögunin við náttúruskilyrðin var komin á til nokkurrar hhtar. Með því að rekja þessa hluti þannig, kom um við beint inn á vegi þróun- arinnar, við getu’m rak'ð hvern- ig „íslendingseðlið“ þróast og við getum séð hvaða öfl eru að verki í þróuninni. En þá er að nema ekki skyndilega staðar og álykta sem svo, að einn góðan veðurdag hafi eðlismyndunin orðið fullkomnuð, þróunin staðn að, á ákveðinni stund séum við orðnir steyptir í mótið íslend- ingur, og síðan ekki breytzt söguna meir. Slíkt væri hin mesta kórvilla en hún er einmitt sameiginleg flestum eða öllum Iþeim, sem um ísleningseðlið hafa rætt og ritað. Þeir ganga í berhögg við þróunina og draga beina línu frá fornöldinni til nútímans, án þess að gera ráð fyrir nokkrum eðlisbreytingum íslendinga. Skilyrðin, sem skapa þróunina, halda áfram að vera til. Þjóðin blandast með nýjum og nýjum hætti 1 óendanlegri margbreytni og baráttan við náttúruna heldur stöðugt áfram í síbreyttri mynd og barátta einstaklinga og stétta birtist í nýju og nýju formi. Hver kyn- slóð tekur við af annarri, að einhverju leyti breytt, við nýja baráttu, með ný verk og breytt sjónarmið, því að sagan endur- tekur sig aldrei í sömu mynd. íslenzka þjóðin hefur alla tíð verið að breytast allt fram á þennan dag og mun halda á- fram að breytast í aldir frarn. Þessi breyting þjóðarinnar fer misjafnlega hratt fram, stund- um í hægri þróun, stundum í byltingu. Til að skýra hana nán- ar yrði að rekja sögu íslendinga, þar sem þeir eru að verklegum störfum, í atvinnugreinunum, við f; amleiðsluna. Þar eru þeir augliti til auglitis við náttúru- öflin, þar fer efnaskiptingin fram milli náttúrunnar og þjóð- félagsins. Mennirnir breyta nátt úrunni sér í hag, og glíman við að vinna auðinn úr skauti henn ar breytir aftur þeim, unz á hærra þróunarstigi ný öfl koma til og valda frekari breytingum og byltingum í þjóðfélaginu. En beztur og öruggastur mæli- kvarði á þróunarstig hverrar þjóðar er jafnan framleiðslu- tæki hennar, tækni hennar. Því fullkomnari tækni, því betri skilyrði á þjóðin til að vinna áuðlindir náttúrunnar, því betri skilyrði til að skapa sér góð lífskjör, og síðan stig af stigi, fjölþættari menningu, fullkomnari lífsskoðun, skýrari einkenni. Þegar við höfum fyrir okkur þjóð, og vitum, að framleiðslutæki hennar h&fa þróazt frá smábátum upp í botnvörpunga, frá ljá yfir í sláttuvél, þá vitum við jafn- framt. að öll andleg afrek henn- ar hafa tekið stakkaskiptum, að stórt stökk hefur orðið í menoinúu hennar, að „eðli“ hennar hefur breytzt. Og við vit um ennfremur að náttúran er ekki lengur hin sama, ojórinn krinnum strendurnar er orðinn þjóðinní allt annað en áður. Tárin Sýnd f síðasta sinn Annað kviild sýnir Leikféleg templara sjónleikinn Tárin, eftii Pál J. Árdal, í þriðja sinn. Bæjarbúar ættu að gefa þeim tilraunum gaum, sem templarai eru að gera til að koma upp lióp listgrein nauðsynlegt, og engin Jist'***' nær íniklum þroska nema að hún Charles Boyer er einn af leikendunum sé iðkuð af fjölda manna, án þess að þeir verði atvinnulistamenn. „Sögur frá Man- hattarí‘, sem nú er sýnd á Nýja Bíó. Hér er Greta Garbo (Maria Walewska) og Charles Boyer (í hlutverki Napóleons) í kvikmyndinni „Maria Walewska“. Um kvikmyndir A KNÆPUNNI. Kristinn Ág. Ei- ríksson og Agúst Fr. Guðmundsson Vonandi líður nú að því, að við eignumst marga atvinnuleikara, en þá er sú hætta fyrir liendi, að starf áhugamanna liætti, en það mun þýða kyrrstöðu á sviði þeirrar list- greinar. Templarar eiga þvi þakkir skíJið fyrir að hafa nú sfofnað leikfélag, sem ekki hikar við að færast all- mikið í fang. í fyrra sýndi það sjónleikinn Syndir annara, og nú Tárin, og hefur hvort. tvegg'ja tek- izt vcl. „Tárin" sýna liversdagslegar myndir úr lífi ofdrykkjumanna, myndir, sem sjá má þann dag í dag á fjölda heimila hér í Reykja- vík, þau sýna einnig brautina frá svokallaðri hófdrykkju Lil of- drykkju. Reykvíkingar mundu hafa gott af að kynnast þeim skerí sem templarar eru að leggja til Icik- listarinnar hér í bæ og þeim boð- skap, sem Tárin hafa að flytja. Það eru síðustu forvöð annað kvöld. a. margfalt meiri auður, sveitirn- ar einnig. Einungis með því að lítá á fram- leiðsluhætti íslendinga, atvinnulíf þeirra og lífskjör, getum við kom- izt að raun um eðli þeirra, mótun þess, breytingar og umsköpun. Að vísu höfum við lengst af lifað við fabreytta atvinnuvegi og litla tækni, en við liöfuin þó ekki farið á mis við sterkar sveiflur í þessum efnum. Má einkum benda á at- vinnubyltinguna á 14. öld og aftur núna á 20. öldinni. Við höfum ckki heldur um allar aldir verið einangr- aðir, það hafa komið öft, misjafn- lcga sterk, utan að inn í þjóðlíf okkar, er haft hafa örlagarík álirif, og enginn kostur er að ganga fram hjá, nema liagga öllum staðreynd- i um. En allar sveiflurnar í fél^gs- lífinu endurspeglast í menningu þjóðarinnar, verkum hennar, lög- 'gjöf hennar, lífsskoðun hennar, bókmenntum og trú, öllum þeim þáttum, sem birta eðli hennar, með öðrum orðum, breytingarnar taka til eðlisins sjálfs. í Ijósi þessarar þróunar skýrist ennfremur, hve öll afrek þjóðarinn- ar eru misjöfn á hverjum tíma, ekki eingöngu að þroska, heldur inntaki og sjónarmiðum. Og það er I auðvelt að rekja, hvernig þau í \ stórum dráttum endurspegla lifs- lcjör þjóðarinnar á hverjum tíma, eða að minnsta kosti nokkurs liluta ]> j óðarinnar. Fornbókmenn tirnar ska])ast, er atvinnulíf lslendinga við þau skilyrði, er þá voru, náði mestum blóma, cu þróunarmögu- J leikar þess atvinnuháttar voru að j tæmast. Og svipað og fulltíða mað- ur, er sér, að brátt hallar undan fæti, sezt niður til að rita endur- minningar sínar, fóru þá skáld og rithöfundar þjóðarinnar að. Og það eru ekki einungis næstu endur- minningar þjóðarinnar, er þeir festa á skinn, heldur samslungin reynsla margra kynslóða og auð- urinn, er safnazt hafði við kynn- ingu á öðrum þjóðuin. Síðar, þeg- ar atvinnulífið hefur hrörnað, lífs- kjörin stórlega þrengzt, étinn er upp auðurinn, einokun og erlend kúgun komin á, þá verða andlegu afrekin hrörleg og fátækleg. Og þegar atvinnulífið helzt öldum saman í svipuðum skorðum, og kjörin taka litlum breytingum, þá verða einnig yrkisefnin og skáld- skaparformin hin sömu öld eftir öld. Sex alda tryggð íslendinga við að yrkja rímur, má telja, að sam- svari því að sitja jafnlangan tíma við að tæja ull. En af þessu mis- jafna inntaki og þroska liinna and- legu verka þjóðarinnar leiðir það, að menn komast strax í ógöngur, er þeir ætla sér að fara að rekja ákveðna eiginleika (t. d. stórlæti, íhaldsemi, tregðu) gegnuni allar aldirnar, og fullyrða. að þeir séu eðliseinkenni íslendinga. íslendingseðlið er ckki föst mynt. Kr. E. ,1. I>að er mjög vafasamt að menn geri sér það yfirleitt ljóst, hve kvik- myndasýningar eru orðnar mikil- vægur þáttur í lífi okkar, a. in. k. okkar Reykjavíkurbúa. Hér í Reykjavík eru nú starfandi þrjú kvikmyndahús, sem taka um það bil 1500 manns í sæti samtals. Þessi kvikmyndahús hafa að jafnaði tvær sýningar á dag allan ársins hring og eru venjulega öll sæti skipuð. En það samsvarar því, að hver Reykvíkingur færi í kvik- myndahús tvisvar á mánuði að meðaltali, og enginn vafi er á því, að kvikmýndahúsin eru þeir skemmtistaðir, sem bezt eru sóttir hér í Reykjavík. Það er því í rauninni furðulegt, að blöðin skuli ekki hafa varið meira af rúmi sínu, en þau hafa gert til þessa, til þess að geta um kvikmyndir, gagnrýna þær og leið- beina fólki um val þeirra. Þjóðviljinn hefur nú í hyggju, að birta að staðaldri greinar, þar sem rætt verður um helztu myndir, sem sýndar eru í kvik- myndahúsum bæjarins, ennfremur um kvikmyndalist og kvikmynda- tækni almennt, eftir því sem tök yrðu á. — Mikill hluti þeirra kvik- mynda, scm hér eru sýndar, eru skemmtimyndir, sem eru lieldur í lakara lagi. Þó koma hingað marg- ar myndir, sem eru með ágætum, og einstaka myndir, sem veruleg- ur fengur er að, bæði hvað snertir listrænan leik, tækni og framsetn- ingu, og má þar aðeins nefna myndir eins og Þrúgur reiðinnar, Grænadalsfjölskylduna og Fanta- síu. Hins vegar sjáum við, sem les- um ensk og amerísk blöð og tíma- rit, oft getið um kvikmyndir, seni allir virðast lofa einum rómi, cu sem koma samt aldrei til landsins. Nú er varla um aðrar kvikmynd- ir að ræða en amerískar og enskar. Lítill vafi er á því að amerískar kvikmyndir skara að ýmsu leyti fram úr kvikmyndum Evvcipuþjóð- anna, en hvað snertir listrænt gildi hafa þó bæði rússneskar og fransk- ar myndir jafnan vcrið talda.r þeim frcmri. Rússneskar myndir hafa vakið almenna aðdáun og lirós í hinum engilsaxnesku löndum og cr ]>að hreinasta furða að kvikmvnda- húsin hér skuli ekki hafa reynt að ná í þær.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.