Þjóðviljinn - 25.01.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.01.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. janúar 1!)44. ÞJÓÐVILJINN 7 Það var Hermóður lögregluþjónn. Og hann gekk beint að opnum glugganum og leit inn. „Hvað er um að vera hér? Það er eitthvað fallegt, sem þér eruð að kenna saklausum börnunum, Guðríður. Hver mundi trúa öðru eins um gamla konu eins og yður.“ „En þetta var bara einhver misskilningur. Eg skal segja yður------“ „Eg trúi ekki neinum sögusögnum. Eg trúi bara því, sem ég sé og heyri sjálfur,“ kallaði lögregluþjónn- inn inn um gluggann og var hinn versti. Guðríði var þá líka farið að renna í skap. „Mér þyk- ir það skrítið, ef fólk má ekki tala um dýr sjávarins inni í sínum eigin húsum, án þess lögreglan ætli að ganga af vitinu,“ sagði hún. Guðríður vissi samt, að skynsamlegast væri að sætt- ast við hann. Hún snaraðist fram í búðina og sótti full- an bréfpoka af piparkökum. „Gerið þér svo vel og svo látum við allt vera gleymt,“ • sagði hún vingjarnlega og rétti honum pokann út um gluggann. „Eruð þér að múta mér? Eg þigg ekki rnútur," hvæsti Hermóður lögregluþjónn og barði saman hnefunum. „Margur hefur nú þegið af mér piparkökur og ver- ið talinn heiðarlegur maður fyrir því,“ svaraði Guðríður stillilega. „Eg hef alltaf sagt að þér bakið góðar piparkökur. Eg læt alla njóta sannmælis, því ég er réttsýnn,“ sagði hann örlítið mildari. „Þá finnst mér, að þér ættuð að taka því með still- ingu, þó fólki verði mismæli, það getur komið fyrir alla,“ sagði Guðríður. „Ojæja, ojæja. Fyrst þér viljið endilega, að ég þiggi ÞETTA — Það var á þeim tímum: — Skáldsagan „Barlanl og Jaasaph ▼ar rituð á sjöttu öld. Efnið var tekið úr helgisögn frá Iran, en kristinn rithöfundur færði hana í skáldsögubúning og hún var þýdd á rnörg' tungumál: Jaasaph kon- ungssonur hafði lekið kristna trú, en i'aðir hans var hundheiðinn og leiddi fram fyrir son sinn 4000 — fjögur þúsund — fríðar nreyjar, ef vera ínætti að hann gleymdi guði og tæki aftur glcði sína. Sú fríð- asta þeirra var kóngsdóttir. Vesa- lings prinsinn fékk ekki rönd við reist. í sögunni er kornist svo að orði, að djöfullinn hafi náð valdi yfir honum í návist þessarar meyj- ar, svo liann felldi hug til hennar. Prinsinn iðraðist þó í tæka tíð. og i draumi fluttist hann til himna. Þaðan að sjá virtust honum allar meyjarnar „viðbjóðslegri en hund- »r og svín“, eins og komizt cr 'að »rði í sögunni. Þegar hann vakn- aði mundi hann draum sinn, bætti ráð sitt og sneri öilum borgarbúum til kristni. Gei-ðust munkar og nunnur. 0000 manns SKÁLDSAGA eftir JOHAN FALKBERGET Frægasta skáldsaga Kínverja frá 13. eða 14. öld heitir „Blær i tungls- ljósi“. ,,ltómantík“ bókarinnar er í því fólgin, að allt cr lagt í söl- úrnar — framin morð og meinsæri, hvað þá annað — til þess að hindra það siðferðisbrot, að söguhetjur bókarinuar yrðu málkunnug fyrir brúðkaupið. , * Gömul indversk trúarsetning segir um afstöðu konunnar til eig- inmannsins: „Jafnvel þó að mgður hennar sé vanskapaður, gamall, drykkfelldur, fjárglæframaður, kvennaflagari og hirðulaus um hcimili sitt, þá á eiginkona hans stöðugt að líta upp til hans, og láta liáttalag hans sig engu skipta. Og ef hann slær hana án saka, á hún að kyssa hönd hans.-------“ ★ Indverski spekingurinn Maha- víra sagði um konurnar í stuttu máli: „Talið ekki við þær. Talið ekki um þær“. --------Það var á þeim tímum. spratt á fætur, slangraöi þvert yfir gólfið — og settist aftur. Þaö var svefn og þreyta í hverjum lim, svefn og þreyta í hverri sál, svefn og þreyta í andrúmsloftinu og grárri morgunskímunni. Ekkert var til nema svefn og þreyta — þreyta og svefn. Klukknahljómurinn dó út. Menn fóru að hreyfa sig. Þaö var eins og stormbylur heföi sett frosinn skóg á hreyfingu, 1 þegar þeir mjökuöust til dyr- anna stirðir og hoknir í í göngulagi. Þeir báru flestir merki vinnu sinnar. Sumir voru halt ir, aörir bognir 1 hrygg og lendum. Nokkrir voru eineyg- ir. Þeir störðu fram fyrir sig með einu auga og sjáaldriö var stórt og dökkt. Síðastir komu gömlu menn irnir, hoknir í hnjáliöunum og hægfara. Hundraö lýsislampar brugöu birtu yfir fylkinguna, þeir log uöu glatt og tilsýndar var eins og mennirnir, sem báru þá, væöu eld. Þaö haföi komiö fyrir, aö öll fylkingin varð frá að hverfa. Þá haföi orðiö hrap í námunni. Stoðir og stöplar og aðrir máttarviöir, sem hafðir voru til aö verja hrapi, lágu þverbrotnir, og stálbitamir sem áttu aö treysta þakið, héngu kengbognir niöur í námugöngin, en allt var hrap aö, sem þeir áttu aö halda uppi. Síöastir allra komu öku- mennirnir meö hesta sína. Haröir hófar hestanna glumdu í grjótinu. Þeir voru vanir aö fara méö hesta, þessir ökumenn. Þarna var Henning Heggeli meö stóra, brúna klárinn sinn. Þaö var geðillur klár. Og þarna var Pétur frá Svartatanga á þröngum buxum, sem hann girti niöur í sokkana. Síöastir komu þeir Mons og Óli Knud- sen. Þeir voru frá Hessedal. Pétur og Mons voru aö tala um hnífákaup. „Þaö eru -nýsilfurshjöltu á mínum hníf“, sagöi Pétur. „En þaö er vont stál í hon- um“, sagði Mons. „Því lýguröu, kunningi. Þaö er svo gott stál í honum aö það hafa margir rakaö sig meö honum og allir sagt, áö þeir hafi aldrei fengiö betri rakhníf“. Pétur gaf Mons illi- legt augnaráö. Óli Knudsen gekk á eftir þeim, hallaöi undir ílatt og glotti í kampinn. „Þú ættir aö gefa mér á milli, Pétur“, sagöi Mons. „Eg á enga peninga í svip- inn“. „Geföu þá eitthvaö annað á milli“, sagði Mons. „Eg á ekkert nema eina buxnaræfla, þú getur fengiö’ þá“, svaraöi Pétur. Nordens vann meö þeim Jóni og Kalla. Hann var helj- armenni. Engin klöpp var svo hörö, aö hann ynni ekki á henni. Aldrei voru námuþök- ín svo geigvænleg aö hann léti sér bregða. Jón var þó ógætnastur allra. Þaö kom fyrir, aö hann stóö kyrr, þó aö hrapaði í kringum þá. „Hvert í heitasta!“ sagöi þá Nordens og lagaöi hattinn á höföinu. Jón hélt því fram, aö hann væri orðinn tilfinningalaus gagnvart lífshættu. Hann hafði séð grjótkvörnina drepa og limlesta finnska drenginn. Og hann sá þaö, þegar steinn inn féll ofan á Palla Péturs- son forðum. Nordens hafði líka séö ýmis legt í Kirivariari. Einu sinni viö sprengingu kom steinflís fljúgandi og reif mann á hol. Þaö var ljót sjón. Kalli tók í nefið og sagði frá því sem hann hafði heyrt: Á þrett- ándanótt, fyrir tveimur árum kom það fyrir í Haparanda aö maöur var sleginn meö steini í hnakkann og rotaöur. Morö- inginn flýöi til skógar og fannst ekki. „Var fanturinn stórvax- inn?“ spurði Nordens. „Gríöar langur“, sagöi Kalli. Nordens hugsaöi sig um og sagðist halda aö hann heföi mætt þessum þorpara. á flæk- ingi í Finnlandi. Þannig voru samræöur þeirra félaganna þegar þeir hvíldu sig. Náman „Júlía Bjelke“ varö j hættulegri meö hverjum degi. \ Og vinnan var aö því skapi erfiö og óþægileg. Þessi náma lá djúpt í jörö og yfir þökum hennar var önnur náma þar sem ekki hafði verið unniö í manna minnum. Sumir sögðu, aö hún væri full af vatni, en þar væri mikill málmur. Þaö var til gamall uppdráttur af þessari námu á kálfskinni. Og af upp i drættinum var hægt aö ráða, aö þar hefði einhverntíma veriö mikiö unnið. Þeir félagar þrír tóku sér þaö fyrir hendur, aö sprengja göng upp um þakiö og inn í þessa námu, hvaö sem þá tækí viö. Þetta var mikil áhætta. Námuþakiö gat hrapað hve- nær sem var, aö minnsta kosti gat steypzt yfir þá vatns flóö og laust grjót úr efri nám unni, þegar þeir væru komnir upp úr þakinu meö verkfæri sín. Gamlir og reyndir námu- menn vöruöu þá við. Vatns- smogiö berg var stórhættu- legt, sögöu þeir. Hans gamli lagöi hnefann 1 búöarboröið og dró ekki af höggínu. Hann sagði aö í svona námu, eins og þessari, gæti hrapiö komið eins og þjófur á nóttu. Eins og þjóf- ur á nóttu! sagði Hans, því aö hann var vanur aö stýöja mál sitt með spakmælum. Nú komu dagar. Þeir komu og fóru sökkhlaönir af angist. Enginn vissi, hvenær þaö mundi gerast. Yrði heþpnin meö, kæmi hrapiö samferöa dynamitsprengju og þá var von um aö mennirnir yröu staddir á öruggum staö og gætu bjargaö sér. Nordens og Kalli voru farn- ir aö vera mjög á varðbergi og gæta sín vel. En þeir unnu eigi aö síður. Jón var kærulaus. Hann sagöi aö margt væri verra en dauöinn. Einu sinni aö morgunlagi kom Marteinn inn 1 eldaskál- ann grár í andliti og beygju- legur. Hann settist viö ofninn álútur meö hendurnar fyrir andlitinu. Hans stóö viö ofninn og var aö sjóða sér saltfisk. Hten spuröi Martein, hvaö aö hon- um gengi. „Eg sá dálítið 1 nótt“, taut- aöi Marteinn. . „Ha! Hvaö segiröu?“ Hans var farinn aö heyra illa. „Eg sá dálítiö í nótt“. Hans heyröí ekki enn. „Talaöu hærra mann- skratti“, sagöi Mons. Hann var aö boröa flesk af pönnu. „Hann segist hafa séð eitthvað í nótt“, öskraöi Mons í eyraö á Hansl Hans horfði upp undan gleraugunum út í gluggann. Hann var aö hugsa um þaö, sem Marteinn haföi sagt áð- ur en finnski drengurinn lenti í grjótkvörnina. Syver smiöur hafði setið á rúmi sínu og stökk á fætur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.