Þjóðviljinn - 25.01.1944, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 25.01.1944, Qupperneq 8
þJÓÐVILflHN Úrborglnni Næturlæknir er í LæknavarðstoÖ Heykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Ljósatími ökutækja er frá kl. 4.00 að degi til kl. 9.15 að morgni. Bifreiðarstjóri varðlæknis er Gunnar Ólafsson, Frakkastíg 6B, sími 3391. Hringkonur. Afmælisfagnaður Hringsins verður miðvikudaginn 26. jan. kl. 7 í Oddfellowhúsinu. NÆTUEVÖRÐUR er í Ingólfs Apóteki. ÚTVARPIÐ í DAG. 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Andleg heiisuvernd (dr. pliil. Símon Jóh. Ágústsson). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Sónata í A-dúr, fyrir fiðlu og píanó, eftir Cesar Franck (fiðla: Björn Olafsson; píanó: Árni ICristjánsson). '21.25 Hljómplötur: Endmtekin lög. MÁLNINGASTOFAN GLITNIR, Hverf- isgötu 74, hefur beðið blaðið að geta þess, að heimasímar séu 1W og 3592, milli kl. 12 og 1 og kl. 7 og 9 e. h. MINNINGARATIIÖFN um mennina, sem fórust með botnvörpungnum Max Pemberton, verður haldin fimmtudaginn 3. febrúar kl. 1.30 e. h. í Dómkirkjunni. LEIÐRÉTTINGAR. í fréttagrein í blað- inu, þar sem skýrt er frá hverjir eigi sæti í liinni sjálfkjörnu stjórn Þróttar á Siglu- firði, féll niður nafn gjaldkera félagsins, en hann er Þóroddur Guðmundsson alþingis- maður. Gísli Sigurðsson er rilari félagsins. í BLAÐINU á fimmtudaginn misprent- aðist nafn eins stjórnarnefndarmanns Síld- arverksmiðja ríkisins. Þar stóð Frímann Jónsson, en átti að vera Finnur Jónsson. Opinber rannsókn Framhald af 1. síðu gefið skipinu óeðlilega yfirvigt, og 3. að Sjódómur láti fara fram próf á síðustu liöfn, er skipið kom á, til þess að fá upplýst um hleðslu þess þá og annað, sem máli mætti skipta. Jafnframt, og í þessu sambandi, hefur ráðuneytið óskað að Sjódóm- ur Reykjavíkur athugi og leiti skýrslna um, hvernig ástatt er með íslenzka togara og önnur fiskiskip, sem sigla milli landa, hvað snerti breytingar, gerðar á þessum skip- um, með tilliti til þess, sem fram- tekið er hér að ofan undir atriði 1. og 2. Ennfremur, og alveg sérstaklega, óskar ráðuneytið þess, að rannsókn sé gerð á því, hvernig hleðslu þess- ara skipa hefur verið og er liáttað í veiðiferðum og millilandasigling- lim, með tilliti tii öryggis skipanna. Ráðuneytið hefur lagt mikla á- herzlu á að atliugun þessi fari fram sem allra fyrst, og til þess að svo geti orðið, og að sem beztur árang- ur náist, hefur það talið sjálfsagt, að sjódómurinn fái sér til aðstoðar, sérfræðinga og kunnáttumenn, svo sem þurfa þykir. Að lokinni rannsókn verður ráðu neytinu gefin skýrsla um niður- stöður hennar ,og verða þá gerðar þær ráðstafanir, sem rannsóknin kann að gefa tilefni til. | Minningarorð | Ólafur Grímsson, bóndi á Skeiðflöt í Mýrdal lézt að heimili sínu 13. nóv. síðastlið inn. Var hann fæddur 28. feb'r. 1897. Eg held að það sé ekki of mæit að hann hafi verið einn af þeim fáu mönnum sem ekki féllu ámælisorð um, svo vinsæll var hann. Til marks um traust það, er til hans var borið, má geta þess, að til hans var leitað um ráð fram úr dagsins vandamálum miklu oftar en ég hef vitað áður hér í sveit. Það var líka sagt, að hann leysti hvers manns vandræði. Til þess hafði hann líka það, sem mestu skiptir, góðvild til samferðamanna sinna, hár- næman og skarpan skilning á umbótamálum og aðstöðu sem formaður Búnaðarfélags Dyrhólahrepps um 10 ára skeið. Störf Ólafs fyrir búnaðar- félagið hafa sýnt hve miklu félagsskapur getur til vegar komið, jafnvel og ef til vill ekki sízt, á erfiðum tímum. Vel hafði veriö búiö á Skeiðflöt áður en Óiafur tók við að stjúpföður sínum látn- um, hinum hyggna og ágæta bónda Jóni Jónssyni, en þá breyttist svo þar um aðstöðu við verk og afköst að mörgum varð starsýnt á. Þá var ekki lengur látið nægja sláttuvél og vagn til þess að beita hest- unum fyrir. Rakstrarvél var fengin, snúningsvél smíðuð, heyskúffa sett á sláttuvélar- greiðuna. Það sem eftir var af þýfi á engjunum var skorið burt með þúfnaskera. Ýtan var óspart notuð við samdrátt á heyi, þurru eða votu eftir ástæðum. Ef vot- viðri gengu, hagnýtti Ólafur sér votheysgerðina manna mest. Hey var dregið að hlöðu í haglega gerðum vagni og með hestafli dregið inn í hlöðuna. Þá notaði ha'nn einn ig hesta viö garðahleðslu. Um flest af þessu var hann Yfírlýsíng Hr. Agnar Kofoed-Hansen lögreglustjóri hefur mælzt til að Þjóðviljinn birti eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna ummæla Arnfinns Jónssonar, kennara, í 254., 260., 268. og 271., tölubl. Þjóð- viljans og í 3. tölubl. Morgtrn- blaðsins 1944, skal eftirfarandi tekið fram: Frk. Jóhanna Knudsen hefur leyst af hendi löggæzlustörf þau, er henni hafa verið falin með mikilli samviskusemi og árvekni. Hún hefur ávallt haft samvinnu við barnaverndar- nefnd Reykjavíkur og ung- mennadómstólinn, og hafa ekki komið til mín neinar um- kvartanir eða athugasemdir af hálfu þeirra aðilja um störf hennar. Hefur barnaverndarnefnd Reykjavíkur og ungihennadóm- stóllinn byggt úrskurði sína á skýrslum hennar“. Reykjavík, 22. jan. 1944. Lögreglustjórinn í Reykjavík Agnar Kofoed-Hansen. hér brautryðjandi. Þetta voru góð ár fyrir nágrennið. Það er alltaf gott árferði í sveit brautryðjanda og ekki sízt þegar starfið er á verk- sviði flestra eða allra íbúa sveitarinnar. Auk þess, sem hér hefur ver iö nefnt, var Ólafur Gríms- son síhugsandi og sístarf- andi að tilraunum að gagnleg um nýjungum og síðustu ár- in kom hann upp rafstöð við erfið skilyrði og nefni ég það hér fyrir þá sök eína, að með afli frá þessari litlu stöð, sag- áði hann rekavið fyrir fjölda ihanns hér í Mýrdal svo bíl- förmum skipti. Vegna vits og mannkosta Ólafs, sem hvorugt gat dul- izt, þótti mikils vert að fá hann til þess, að vinna að op inberum trúnaöarstörfum. Hann var fremur ófús til op- inberra starfa, þótt ekki kæm ist hann hjá því. Hitt lét hon- um bezt að gerast sjálf- boðaliði við sem flest góð og gagnleg verk. Lítiö gaf hann sig opinber- lega að stjórnmálum, en eng- an hef ég þekkt stefnufastari og skarpari í ályktunum um þau mál. Ólafur lætur eftir sig konu, Sigríði Jónsdóttur frá Vatns- skarðshólum, var hún manni sínum mjög samhent um alla stjórn heimilisins, enda bún- aðistþeim vel þrátt fyrir hina óþreytandi greiðvikni hús- bóndans og frátafir af þeim á- stæöum árið um kring. Synir þeirra eru tveir, Tryggvi og Eyþór, mannvæn- legir piltar. St. H. NÝJA BÍÓ SÖGUR FRÁ Í MANHATTAN s (Tales of Manhattan) S Mikilfengleg stórmynd. S • Aðalhlutverk: Chailes Boyer. Kita Hay- S worth. Ginger Rogers. Hen- S ry Fonda. Charles Langh- S ton. Paul Robeson. Edward • G. Robinson. ' ; Auk þess 46 aðrir þekktir S leikarar. S Sýnd kl. 6,30 og 9. { BÆNDALEIÐ- ; TOGINN { (In old Monterey) • Cowboy söngvamynd með S Gene Authry. S Sýnd kl. 3 og 5. Börn fá ekki aðgang. ; Sala hefst kl. 11 f. h. ; TJARNAR BÍÓ — LAJLA Kvikmynd frá Finnmörk, eftir skáldsögu A. J. Friis, leikin af sænskum leik- urum. Sýnd kl. 3, 5, 7, 8. Sala aðgöngumiða hefst klukkan 11. MUNID Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Gerist áskrifendur að ÞJÓÐVILJANUM Fratnfærsluloggfofín Framhald af 1. síðu. hann missti atvinnu sína? Hann átti ekki um annað að velja en sultinn eða styrk frá því opinbera, og þótt styrkur þess opinbera væri alla jafnan einungis til að sefa sárasta sult hans og barna hans, þá var hér raunverulega um enga völ að ræða. Það var komið svo, að enginn láði honum þetta, eng inn maður, sem ekki var fullur fordóma og blindaður af sjálf- birgingshætti og trú á framtak hins fátæka einstaklings jafnvel í þessu þjóðfélagi, enginn mað- ur sem heilbrigða skynsemi átti til að bera. Fyrir þunga þessara raka og réttarmeðvitund þjóðarinnar var framfærslulögunum smá- mjakað í frjálslyndara horf og mátti t. d. heita, að með breyt- ingunni á lögunum, sem gerð var 1935, en þá var sveitfest- in afnumin, að sveitaflutningar hafi lagzt niður hér á landi. En þeir fátæklingarnir, sem til þess opinbera þurftu að leita voru ekki lengi í þessari para- dís. Á hinu háa Alþingi 1939, á þjóðstjórnarárunum, voru í einni svipan afnumin réttindi þeirra, sem áunnizt höfðu með áratuga baráttu. Sveitfestin var aft'ar lögfest og flutningar þuríalinga í lög teknir aftur. Áðúr hafði aðeins verið heimilt að flytja þá á þá sveit sem þeir höfðu unnið sér sveitfesti í, en nú mátti flytja þá hvert á land sem var og setja fcá til hvaða vinnu, sem var og við hvaða kjör, sem var, og á ég hér við ákvæði 51. gr. núgildandi framfærslu- laga. Með hreytingum þessum var einnig breytt anda laganna og út úr þeim má nú lesa aftur, að þurfalingar eru menn, sem nenna ekki að vinna, letingjar og ónytjungar. Auk þess var hnýtt aftan í Iögin ákvæði til bráðabirgða. Þar sem sett var sérstök nefnd á laggirnar, sem hafði vald til þess að grípa fram fyrir hendur þeirra framfærslunefnda eða sveitastjórna, sem kynnu að virða að vettugi fyrirmæli þess ara afturhaldssömu laga. Eg skal ekki hér fara inn á það hvað fyrir þeim háttvirtu þingmönnum hefur vakað, sem stóðu að þessari breytingu. Þjóðstjórnarárin eru og verða einn dekksti bletturinn í öllu löggjafarstarfi voru. Margir þessara þingmanna höfðu áður gert sitt til að breyta fram- færslulögunum í rétta átt og verður það t. d. frá Alþýðu- flokknum ekki tekið, að hann barðist þar góðri baráttu fram til ársins 1936. Sem betur fór hefur lítt reynt á þessa löggjöf, því eins og allir vita hefur fátækraframfæri minnkað allverulega með batn- andi afkomu alls almennings. En það er staðreynd, að þessi ljóta löggjöf er. enn við líði og þann blett þarf að þvo af. Enn eru margir þessara þingmanna hér og nú hafa þeir tækifæri til að hreinsa sig. Með samþykkt þessa frumvarps yrði mikið á- unnið í réttindabótum fyrir smælingja þjóðarinnar. Og víxl- spor þau sem þeir tóku árið 1939 yrði þeim með samþykkt þessa frumvarps margfaldlega fyrirgefið. Vér getum ekki litið á fram- færslulöggjöfina hversu frjáls- lynd sem hún væri öðruvísi en sem bráðabirgðaráðstöfun, þar til alþýðutryggingar eru komnar í það horf, að hver þjóðareinstaklingur á á því ský- lausan rétt að honum sé borgið þótt yfir hann dynji hendanleg óhöpp, hvort heldur er atvinnu- leysi, sjúkdómar eða annað. En þangað til að slíkt verður ber að vanda framfærslulöggjöf ina svo, að hún sé þjóðinni til sóma en ekki til skammar. hátt Duglegur sendisveinn ðskast kaup Upplýsingar á afg. Þjcðvlljans Skólavörðustíg 19. Sími 2184.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.