Þjóðviljinn - 05.02.1944, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 05.02.1944, Qupperneq 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. febrúar 1944. I Þingeush lg I | InioiD til iiligr | Þegar ég hcyrði 14t Jakobs Sigurjónsson- ar og Hólmfríðar Helgadóttur, hjónanna i Hólum í Reykjadal, sem bæði létust að heimili sínu í desember síðaslliðnum, gat ég ekki að gert, að hugur minn fór að reika yfir liðna tíð á æskustöðvarnar norður í Reykjadal. Þar var ég nágranni þeirra hjóna í aldarfjórðung. Þau hafa setið að biii sínu í Ilólum síðan fyrir aldamót með mikilh rausn, og heimili þcirra verið mjög orðlagt fyrir gestrisni. Mun það ekki of- mælt, því að síðan ég man fyrst eftir mér, hefur oft verið gestkvæmt í Hólum. Þau hjónin áttu mörg börn mannvæn- leg. Tveir yngstu synir þeirra, þeir Harald- ur og Garðar, hafa staðið mjög framarlega í ungmennafélagshreyfingunni og öðrum menningarmálum i sveitinni. Haraldur Jakobsson var formaður Ungmennaféiags- ins „Efling“ um fimm ára skeið og hefur setið í stjórn „Sósíalistafélags Reykdæla" frá stofnun þess. Garðar Jakobsson, sem nú er formaður U. M. F. „Efling“, var leikfélagi minn. Síðan hef ég verið tíður gestur í Hólum. Jakob og Hólmfríður voru sérstaklega vinsæl af sínum sveitungum, enda verð ég að segja, að ég hef aldrei átt betri ná- gTanna. Eg minnist þess, er þannig stóð á hirðingu heyja hjá fóstra mínum að um langan veg varð að fiytja, að Jakob lánaði okkur einatt hesta sína. Á fyrstu búskaparárum Jakobs var tals- vert harðæri og á þeim tíma var rekinn mikill áróður meðal bænda, að flytja vest- ur um haf. Þar átti að vera miklum mun betri afkoma. Fór sumt af skyldmennum Jakobs vestui'. En Jakob kaus heldur að halda við kynstofni forfeðranna hér heima i skauti íslenzkrar náttúru. Það, sem einkenndi þau hjónin, að mér fanst, var það, hvað þau \oru síung, þótt árin færðust yfir og fylgdust vel með mál- um unga fólksins í dalnum. Við félagar í „Eflingu" höfðum oft nefndarfundi og leik- æfingar í Hólum, og ég man, að við kunn- um þar sérstaklega vel við okkur, enda voru þau gömlu lijónin ætíð með okkur og lögðu silt til málanna, sem væru þau ein af okkur. l>au Jakob og Hólmfríður munu hafa fylgt „Framsóknarflokknum“ á þeim tíma, er hann var umbótaflokkur. En er „Sósíal- listaflokkurinn“ var stofnaður, fylgdu þau lionum að málum og studdu syni sína með ráðum og dáð í baráttunni að fraingangi þessa flokks, er beitir sér fyrir bætlri af- komu alþýðunnar ti! sjávar og sveita. Ef öll bændahjón eldri kynslóðarinnar fylktu sér eins eindregið að málum aiþýðunnar og þau Jakob og Hölmfríður gerðu, þá væri málum hennar lengra á veg komið en orð- ið er. Nú er ikomið á þriðja ár síðan ég var síðast gestum í Ilólum. Það var kvöldið, sem ég kom lil að kveðja. Ég var á för- uin í annan landsfjórðung. En ekki væri mér það á móti skapi að upplifa eina slíka kvöldstund. Vegna fjarlægðar gat ég ekki verið við- sladdur jarðarför þeirra hjóna. Þau voru borin til grafar bæði sama daginn í kirkju- garðinum, þar sem svo mörg börn dalsins liafa hlotið legstað. Ég geri ráð fyrir, að þeirn verði ekki lagður legsteinn úr marmara. En minning Jæirra mun lifa í liug allra, sem þau þekktu, og störf þeirra metin al' þingeyskri alþýðu. Oísli T. Gu'tiirmndsson. Kviknar í „síldinni" Eldurinn fljótiega slökktur I Eldur kviknaði í vélskipinu Síldin í Hafnarfirði, kl. 7,10 í fyrramorgun en var fljótlega slökktur. Eldurinn kom upp í koju í káetu, og mun sennilega hafa kviknað í fötum út frá ofni. Slökkviliðið var kvatt á vett- vang og var eldurinn slökktur áður en verulegt tjón hlytist af. Brann ein koja bakborðsmegin og sviðnaði veggur. Skjaldarglfma Ármanns 1944 Áhorfendur að glímunni höfðu safnazt saman og stóðu í hóp við útidyr íþróttaskólans, 25 minútum áður en glíman skyldi hefjast. Virð- ist þetta benda á vinsældir glím- unnar. Þegar húsið var opnað ætl- uðu allir að verða fyrstir inn í sal- inn, með illu eða góðu, og 20 mín- útum fyrir keppni voru öll áhorf- endasvæðin fullskipuð. Hinn afmarkaði glímureitur var ca. 60 fermetrar. Salurinn er snyrtilegur í alla staði, og sennilega sá bezti hér á landi, en mætti vera stærri við svona tækifæri. Á meðal áhorfenda voru börn, rosknir herrar, ungar stúlkur og frúr. Fólkið talaði um hina væntan- legu glímu, sem átti að byrja þá og þegar, og áður en varði komu 16 glímumenn inn í salinn, undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Þessir menn voru úr fjórum íþróttafélög- um, 5 frá Ármanni, 5 frá K. R„ 5 frá í. R. og einn frá Umf. Trausta. Flestir glímumennirnir gengu beinir og hvatmannlcga. Sem endranær kynnti glímu- stjóri keppendur, og síðan hófst glíman. Guðmundur Ágústsson vann glímuna, bæði Ármannsskjöldinn, Fræðslunámskeið Sósíalistaflokksins Eins og áður hefur verið um getið hér í blaðinu, efnir Fræðslunefnd Sósíalistaflokks- ins til fræðslunámskeiðs fyrir flokksfélaga nú á næstunni. Óþarft er að fjölyrða um, hversu þýðingarmikill þáttur það er í sigursælli baráttu sós- íalizks flokks að allir meðlimir hans hafi öðlast hagnýta þekk- ingu á lögmálum þjóðfélagsins, þróun þess og viðgangi. Stjórn- mála- og stéttabarátta nútímans krefst þess í æ ríkara mæli að forustuflokkur verkalýðshreyf- ingarinnar eigi yfir að, ráða nægilega þroskuðu mannafli til þess að leysa hin ýmsu verk- efni, sem skapast á hverjum tíma, af hendi á þann hátt að við verði unað. Skylda hvers félaga í Sósíal- istaflokknum er því að notfæra sér hvert tækifæri, sem býðst, til að afla sér víðtækari fræðslu og þekkingar um fræðikenning- ar marxismans, þróun heims- stjórnmálanna og hinar ýmsu greiriar þjóðfélagsmálanna í okkar eigin landi. Allt er þetta efni, sem hvef einasti sósíal- isti þarf að vita skil á og geta miðlað öðrum af fræðslu sinni í hinum daglegu umræðum manna á milli um þjóðfélags- málin og vándamál yfirstand- andi tíma. Fræðslunámskeið það, er nú stendur fyrir dyrum, mun 1 standa yfir um tveggja mán- að skeið, tvö kvöld í viku hverri. Námsgjald verður mjög lágt. Fræðslunefndin hefur tryggt sér hina færustu krafta til leið- Framhald á 8. síðu. í annað sinn, og 1. fegurðarglímu- verðlaun. Skjöldurinn er farand- gripur og þarf sami maður að vinna hann þrisvar í röð eða fimm sinn- um alls. Guðmundur lagði alla keppendurnar og notaði til þess 5 brögð, á víxl, oftast sniðglímu, en tvisvar hælkrók aftur fyrir báða fætur, beggja hliða klofbragð og leggjarbragð, þetta er fi-amför frá því í fyrra og virðist fjölhæfni vera nú samstillt sigurvissu. Með því að sleppa hægri handar taki fyrr, að aflokinni sniðglímu, virðist mér að Guðmundur geta sýnt ennþá gleggra yfirburði sína. Guðmundur Guðmundsson vann sér samúð og virðingu allra við- staddra. því meiri eftir því sem hann glímdi oftar. Hann stillti saman viti, hæfni og vilja,, betur en ég hef séð nokkurn mann, jafn ungan (20 ára), áður gera. — Hann gekk næstur Guðm. Á. að vinning- um og fegurðarglímu. Og næstur honum kom Rögnvaldur Gunn- laugsson með vinninga og fékk þriðju fegurðarglímuverðlaun. Hann sýndi til fullnustu hæfni sína, telst ágætur í vörnum, en beitti óþarflega einhliða sókn. Engum manni hefur farið meira fram í ár en honum. í fyrra fékk hann einn vinning. En ég leyfði mér þá að spá góðu um framtíð hans sem glímumanns, og hann brást ekki vonum mínum. Höfuðkostir hans eru mýkt í hreyfingum, slappir handléggir milli bragða, en föst handtök um leið og bragðið er tek- ið — klofbragðið til dæmis. Hægri- hliðarsókn ætti hann að æfa jafnt, til þess að halda þessum sess — eða komast lengra, því.nú þekkja glímumenn þeir, sem glímdu við hann í þetta sinn, að hann notar áberandi góð brögð frá vinstri hlið. — Vörn er til við allri sókn, þcss vegna verður sóknin að vera fjöl- hæf og þar af leiðandi ókunn. Kristinn Sigurjónsson héfrir mjög skemmtilega framkomu, loft- krækja hans af vinstri er með af- brigðum góð, og þegar hann náði þessu bragði þá lágu keppendurnir mjög hreint, og Kristinn þarf elcki að nota mikla kral'ta til þess að glíma vel og sigra, vegna hraðans í brögðunum og mýktar í vöðvum. Þess vegna rciknaði hann ekki rétt út hvernig hann átti að sigra þá sem vóru sterkir. Ólafur Sveinsson glímdi hægt og sígándi, en hvert sinn sem hann náði klofbragði Iagði hann mót- herja mjög kröftugt og hreint. Iljá Andrési Guðnasvni skeði það, að ha.nn lagði tvívegis á mjaðmarhnykk, en það bragð hefur ekki sézt lengi og það tók Andrés ágætíega, og fyrstu glím- ur hans voru ágætar, en t. d. við Þorkel Þorkelsson glímdi Andrés illa, en ég leyfi mér að segja, að sökina átti ekki síður Þorkell, sem kom í þessa keppni óæfður, og bolaðist. Oí mikið létu dómarar það afskiptalaust þegar menn bol- uðust. Það er enginn velgjörningur að lofa glímumönnum afskipta- laust að glíma illa. Þorkell getur' glímt vel, en hann gerði það ekki nú. Sumar glímur Sigurðar Hall- björnssonar voru þannig, að hann lék á keppendurna meir en nokkur Er þetta satt? Fyrirspum til rektors Menntaskólaus Ilitstjórum Þjóðviljaus hcfur verið sagt að nemcndur í Menntaskólanum hafi ætlað að halda fund og ræða sjálfstæðismálið, en að I’álmi Hannesson rektor hafi bunnað það. Það fylgdi með, að ýmsir kennarar skólans væru því mjög andvígir að nem- endurnir fengju að segja álit sitt á þessu máli. Þetta er furðuleg saga, ef sönn er, og er þess að vænta að rektor bregðist vel við og upplýsi liið sanna í málinu; sé sagan sönn hlýtur lionum að vera kært að færa fram rök fyrir )>essari ákvörðun sinni. Tíminn býður Morgun- blaðinu í mannjöfnuð Morgunblaðið hefur látið einhver orð falla út af því að séra Sveinbjörn Högna- son alþingismaður hefur nýlega verið svipt- ur ökuleyfi ævilangt og dæmdur í nokkurra daga várðhald vegna ölvunar við akstur. Tímanum finnst að sizt sitji á Morgun- blaðinu að vera að tala um svona „smá- muni“ og segir svo um það í „víðavangs“- köfluin blaðsins: „Vill Morgunblaðið umræð ur um áfengislagabrot“? „Morgunblaðinu hefur ekki þótt það stór tiðindi, þótt menn hlytu seklir fyrir ölvun. Þah hefur a. m. k. ekki þótt þess vert að nafngreina þá eða úrskurða þá lakari og óstarfliæfari menn, þótt þá hafi hent ein- hver slik yfirsjón. Nú hefur brugðið svo kynlega við, að annar, t. d. þegar hann broshýr tók tökin, en með hörku og skapi leggur strax lirslitabragðið — t. d. við Andrés. Það sýnir, að Sigurður getur verið álíur þar sem hann vill, á því augnabliki sem við á. Það er rétt að segja ekki meira um hann í þetta sinn. Steinn Guðmundsson sýndi fjöl- hæfni í vörnum manna mest, en sóknin var ekki ákveðin, snerpan er mikil, en mýkt í hreyfingum of lítil. Haukur Aðalgeirsson er gott glímumannsefni. En aðrir glímu- menn voru illa æfðir, einkum var það slæmt fyrir ]>á sjálfa að glíma með bogna handleggi og þrælstífa í öllum glímunum. Það, sem hafði mikið íþróttalegt gildi í þessari Ármannsglímu, og hefði átt að kvikmynda, var eink- um; Hælkrókur og hnéhnykkur Guðmundar Guðmundssonar, snið- glíma og hægri fótar klofbragð Guðmundar Ágústssonar, mjaðm- arhnykkur Andrésar Guðnasonar, krækja Kristins Sigurjónssonar, vinstri fótar klofbragð Rögnvaldar Gunnlaugssonar og Ólafs Sveins- sonar, leggjarbragð Sigurðar Hall- björnssonar og varnir Steins Guð- mundssonar. ★ Forseti íþróttasambands ís- lands, Benedikt G. Waage, hélt stutt ávarp til Glímufélagsins Ár- manns um Ieið og hann afhenti verðlaunin, og árnaði félaginu allra heilla í tilefni af 55 ára afmælinu. Einnig þakkaði hann öðrum félög- um og þátttakendum fyrir þeirra skerf að gera þjóðaríþróttina fjöl- menna og fjölhæfa. Stefán Runólfsson frá Hólmi. | Mbl. hefur brotið þessa venju. Það hefur þrástagazt á því, að nafngremdur Fram- sóknarmaður hafi verið sektaður fyrir ölv- un. Hins vefiar hefur það ekki minnzt á, að fjöhnarga aðra menn hcfur hent svipaS brot, án þes> að vera dæmdir til óhelgis eða yfirsjón þeirra gerð að áróðursefni í blöðum. En það má vel bæta úr þessari van- rækslu hjá blaðinu. Vilji það halda þessum umræðum áfram, má vel taka þær upp á breiðari grundvelli. Morgunblaðið getur þá sjálfu sér um kennt, þótt ýmsum velunn- urum og vandamönnum þess þætti miður að dragast inn í þær umræður". Þannig farasl Tímanum orð, og má vissulega margt af því læra. Samábyrgð um spillingu Þessi klausa Tímans er eitt ljósasta dæm- ið um þá samábyrgð um spillinguna, sem blómgast, betur en nokkur önnur trygg- , ingafélög, innan hinna gömlu borgaralegu flokka. Bendi Morgunblaðið á eitt ölæðisafbrot meðal Framsóknarmanna, segir Tíminn of- ur rólega: „Bíddu bara, ég skal benda á tíu meðal Sjálfstæðismanna". Nefni Tíminn eitt dæmi um svindl og sviksamlegt fram- ferði meðal Sjálfstæðismanna, svarar Morg- unblaðið: „Ef þú ekki þegir skal ég nefna 10 enn svívirðilegri svindlara og svikara meðul Framsóknarmanna". — Svo er þag- að. — Þetta er tryggingastarfsemi í lagi. Allir þurfa að vera á verði Svo vikið sé aftur að drykkjuskapnum, má ekki gleyma því, að allir stjórnmála- flokkar þurfa þar að vera á verði. Það er hverjum flokki hið mesta mein ef trúnað- armenn hans, á einu eða öðru sviði, falla fram og tilhiðja Bakkus. Hverjum flokki fyrir sig og þjóðinni í heild er bezt að slíkt sé tekið föstum tökum. Því er ekki skýrt frá? Núverandi dómsmálaráðherra liefur að siign gengið allfast eftir, að dómum fyrir ölvun við akstur og önnur brot á áfengis- og bifreiðalögunum væri framfylgt. Sagt er, að margir „höfðingjar" hafi af þessum sök- um gist Steininn á síðari tímum. Ekki hafa blöðin fengið vitneskju um ]>essar innisetul: höfðingjanna, og er ]>að illa farið. Það er Iillum efa bundið, að ef birt væri skrá yfir þá, scm dæmdir eru til refsingar, og getið um fyrir hvaða sakir hver einn cr dæmdur, ]>á væri það' til þess að draga úr ýmsu því sem miður fer með þjóð vorri; ]>essi skrá yrði bara að vera tæmandi. Þar mætti engin undantekning eiga sér stað. Sakadómari gæti t. d. birt blöðunum slíka skrá einu sinni í mánuði. Því ekki að gera það, það er óþolandi, sem nú á sér stað, að birtir séu dómar og refsingar sumra. en ]>agað yfir dóinum og refsingum annarra. Ef jafnt gengur yfir alla hefur enginu ástæðu til að kvarta. Bifreiðastöðvamar í bænum Bifreiðastöðvarhar eru nú, sem kunnugl er, alhir í Miðbænum, flestar kringum Lækjartorgið. Aí ])ví leiðir að ó])ægilega ])röngt hefur orðið í þessum miðdepli um- férðarinnar í bænum. Nú liefur „Hreyfill‘V samvinnufélag sjálfseignarbílstjóra, tekið Bifreiðíistöðina Geysi til sinna nota, og liefur nú um 100 bíla 1 sinni þjónustu. Einhverjum af þessum stöðvum, sem nú eru í Miðbænum, mun hafa verið sagt upp liúsnæðinu, en fengið annað í staðinn í úthverfum bæjarins. Þetta er alveg rétt að farið, það á að dreifa stöðvunum um bæinn, það er tii hájgnaðar i'yrir ]>á sem búa í útjöðrunum. Það mætti eiunig taka til athugunar,. hvort ekki væri heppilegra að sama stöðin annaðist næturakstur um lengri líma, en ekki aðeins eina nótt í einu eins og nú er, ]>á fylgdist almenningur bctur ineð, hvert hann ælti að feila, ]>egar vöntar bíl til' uæturaksturs.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.