Þjóðviljinn - 05.02.1944, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 05.02.1944, Qupperneq 5
ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. febrúar 1944. Laugardagur 5. febrúar 1944. — ÞJÓÐVILJINN þlÓÐVIUINN Ótgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Súsialistaflokkurinn. Kitstjóri: Sigurðut Guðmwndsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Kitstjórnarskrifstofa: Austurstræti 18, sími 8870. Afgreiðsla og augiýsingar: Skólavörðustiy 19, sími SlSl^. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrceti 17. Áskriftarverð: í Reykjavik og nágrenni: Kr. 6,00 á máauði. - Óti á landi: Kr. 6,00 á mánuði. S „Engángs -- skatten“ ,,En nú kom drengurinn, sem átti gullastokkinn, og tók legg- inn og batt um Kann rauðan þráð og reið honum um pallinn, og seinast tók hann látúnsbólu og rak í endann á honum. Það var ekki mjög ljótt að sjá skína á bóluna, þegar leggnum var riðið". Jónas Hallgrímsson: Leggur og skel. Það var við síðustu kosningar til Alþingis í október 1942. Alþýðuflokkurinn vildi sýna alþýðu manna, hve langt hann stæði öðrum flokkum framrar í róttækum umbótum og baráttu gegn stríðs- gróðavaldinu. Stefán litli Jóhann leitaði nú vel í gullastokknum sínum, fann þar hinn fallegasta legg, batt við hann hárauðan þráð og reið hon- um allt hvað af tók um kosningapallinn. læggurinn var kallaður eigna- aukaskattur — og þetta var svo sem ekki bara leikfang. Þetta var fúl- asta alvara: Eignaaukaskatturinn var höfuðmál Alþýðuflokksins við síðustu kosningar. Samkvæmt honum skyldi tekið af mönnum allt upp í 75% af því, sem þeir höfðu eignast sem stríðsgróða. Þessi eignaaukaskattur átti'svo sem ekki að vera neitt „kommún- istiskt eignarán“, — nei, það var nú eitthvað annað. Ilann átti að vera óskiip finn lýðræðislegur og þingræðislegur skattur — og til þess að taka af öll tvímæli um að ekkert væri út á hann að setja var honum í öllum skýringum Alþýðuflokksforingjanna valið sænskt nafn: „engángs- skatten“. — Þá þurfti svo sem ekki framar vitnanna við. Þetta var nú heldur ekki skattur, sem Alþýðuflokkurinn gat verið þekktur fyrir að vera með. Embættisinnsiglið og allt var í lagi, skatturinn var vígður með há- tíðlegum kosningaloforðum, — meira að segja sænska nafnið rekið ofan á í þokkabót eins og látúnsbólan í endann á þráðarleggnum, og ,.]>að var ekki mjög ljótt að sjá skína á bóluna, þegar leggnum var riðið“. Svo kom þingið — eftir kosningarnar. Svo kom að efndunum — eftir kosningarnar. Svo kom að eignaskattinum, „engángsskatten“. Nú reyndi á alvöruna. / Eignaaukaskatturinn með fína, sænska nafninu og innsiglinu frá Alþýðuflokknum, kom til atkvæðagreiðslu í efri dcild. Bara fyrsta um- ræða. Bara rétt að lofa honum að komast þó til nefndar, — og til ]>ess þurfti ekki meir en rétt að Iátast þó vera með honum. En hvað gerðist? Ilelmingurinn af Alþýðuflokknum í efri deild fæst ekki til að grciða atkvæði með eignaaukaskattinum, — „engángs“-skattinum sínum — til 2. umræðu. Guðmundur I„ Guðmundsson, sem er hálfur Alþýðuflokkur- inn í efri deild, situr inni í hliðarherbcrgi á Alþingi, þegar greiða á at- kvæði. Ilann veit að ]iað veltur á hans atkvæði. „Engángs“-skatturinn Alþýðuflokksins hrópar til hans —; á sænksu, svo hann skilji. En Guð- immdur fæst ekki inn í salinn. Forseti, sem er sósíalisti, frestar alkvæðagreiðslu, til tið reyna að bjarga málinu. Atkvæðagreiðslan er ákvcðin annan dag. Auglýst á ís- len/ku. Vafalaust þýdd á sænsku fyrir Guðmund, svo allur Alþýðuflokk- urinn í efri deild skilji, livað um sé að vera. Atkvæðagreiðslustundin er runnin upp. Hálfan Alþýðuflokkinn vantar, Guðmundur I. Guðmundsson kemur ekki. Eignaaukaskatturinn fellur með jöfnum atkvæðum. Óskabarn Al- þýðuflokksins frá síðustu kosningum, er skírt hafði verið með sænsku nafni; svo enginn efaðist um ætternið og skírlífi foreldranna, var drepið við 1. umræðu í efri deild — af Alþýðuflokknum sjálfum! Nú var engu um stjórnarábyrgð Alþýðuflokksins til að dreifa. Nú þurfti ekki að drepa þennan skatt til að forða fólkinu frá einhverju, sem verra var. Nú reyndi bara á hvort Alþýðuflokkurinn meinti citthvað með því, sem hann sagði. — Og það sýndi sig að hann meinti ekki neitt. Og með þessum mönnum átti Sósíalistaflokkurinn að hlaupa í stjórn, án þess að hafa samið um hvert einasta atriði áður. A Guðmundi I. Guðmundssyni, sem lét sig vanta, og Jónasi frá Hriflu, sem auðvitað gekk í lið með íhaldinu, átti að byggja „róttæka umbótastjórn“! Látúnsbólan er dottin úr endanum á þráðarleggnum. Rauði þráður- inn, sém bundinn var um kosninga-legg Alþýðuflokksins í síðustu kosn- ingum er slitnaður. Iívaða barnagulli ætlar Stefán Jóhann að leika sér að næst? Dagsbrún leggur fram uppkast að nýjum samningum Hækkun á kaupi og samræming á kjðrum verkamenna brýn nauðsyn 09 ið ábueða að Verkamannafélagið Dagsbrún afhenti í gær stjóm Vinnuveitendafélags íslands uppkast að nýjum samn- ingi um kaup og kjör. Samkvæmt uppkasti þessu eru helztu breytingar frá núgildandi samningi þessar: Grunnkaup í allri almennri vinnu hækki upp í kr. 2.50 úr kr. 2.10. Sérstakt lágmarkskaup verði fyrir skipa- og pakk- húsvinnu og tunnuvinnu á olíustöðvum eða kr. 2.70. Lágmarksgrunnkaup verði kr. 2.90 í kolavinnu* salt- vinnu, saltfisksvinnu, sementsvinnu, lýsisvinnu, hand- löngun hjá múrurum, tjöruvinnu, bifreiðastjórn, vél- gæzlu (vegheflar, þjapparar, hrærivélar o. s. frv.), hjálparvinnu í vélsmiðjum, ísvinnu (útskipun), vél- gæzlu í togurum í höfn, allri slippvinnu, kantlagn- ingu og fagvinnu, er ófaglærðir verkamenn stunda. Grunnkaup í boxa og katlavinnu haldist óbreytt, en undir það kaup falli ryðhreinsun með rafmagns verkfærum, öll vinna við botnhreinsun innanborðs í skipum (botntankar, undir vél o. s. frv.), bifreiðastjórn hjá kolaverzlunum. Grunnkaup í boxa og katlavinnu er nú kr. 3.60. Nýtt atriði er, að þeir verka- menn skuli hafa forgangsrétt til vinnu á hverjum vinnustað, er hafa starfað þar lengst. Sömuleiðis er nákvæmara á- kvæði um, hvað skuli teljast kvaðning til vinnu. Sömuleiðis, að verkamönnum sé heimilt að vinna af sér laug- ardagseftirmiðdag allt árið um kring. Sömuleiðis, að sé nýr maður tekinn í vinnuflokk, skuli hann framvísa skuldlausu félagsskír- teini við trúnaðarmann Dags- brúnar. Sömuleiðis, að slasist verka- maður við vinnu, skal hann fá kaup í tólf virka daga í stað sex, og skal hvert slys rann- sakað þegar í stað af verk- stjóra og trúnaðarmanni og skýrsla sendast til stjórnar Dagsbrúnar og viðkomandi fyr- irtækis. Sömuleiðis, að veikist verka- maður, sem unnið hefur sam- anlagt einn mánuð hjá sama vinnuveitanda, skal hann halda óskertu dagkaupi í minnst sex daga, en í 14 daga, hafi hann unnið þrjá mánuði. Reykjavíkurbæ verður í dag afhent samningsuppkast Dags- brúnar. BRÉF DAGSBRÚNAR TIL STJÓRNAR VINNUVEIT- ENDAFÉLAGS ÍSLANDS Ásamt uppkastinu að hinum nýju samningum sendi Dags- brún stjórn Vinnuveitendaifé- lags íslands svohljóðandi bréf: „3. febrúar 1944. , Stjórn Vinnuveitendafélags íslands, Reykjavík. í framhaldi af uppsögn vorri á núgildandi samningi dags. 22. ág. 1942 milli Vmf. Dagsbrún og Vinnuveitendafélags íslands, leyfum vér oss að senda yður uppkast að nýjum samningl. Eins og sjá má af uppkasti þessu felur það aðallega í sér leiðréttingu og samræmingu | grunnkaups vegna þeirra breyt inga sem orðið hafa á sviði verðlags og vísitölu síðan er nefndur samningur var gerður. Samkvæmt samningi vor- um hækkaði dagkaup verka- manna um lff af hundraði. Af þessu má sjá, að litlar breytingar í óhagstæða átt máttu verða til þess, að grunn- kaupshækkun verkamanna sam- kvæmt samningi þessum yrði skert verulega eða að engu ger. En einmitt á þann veg hefur þróunin gengið. Þegar núgildandi samningur vor var gerður, var út frá því gengið, að dýrtíðarvísitalan vrði endurskoðuð og leiðrétt, þannig að tryggt yrði, að verkamenn bæru ekki skarðan hlut frá borði. Ríkisstjórnin hefur nú, eins og yður er kunnugt látið gera nokkrar athuganir á grundvelli vísitölunnar, án þess þó að til neinnar leiðréttingar hafi enrr komið. Þessar athuganir hafa leitt í ljós, að grundvölur vísitölunnar er verkamönnum óhagstæður í verulegum atriðum. Nægir því til sönnunar að nefna þátt húsaleigunnar í vísi tölunni, og ennfremur þá stað- reynd, að í grundvöll hennar hafa alls ekki verið færðir veiga miklir útgj aldaliðir. Þá má ennfremur benda á þá mikilvægu staðreynd, að mat- vöruvísitalan er mjög há (var síðustu þrjá mánuði ársins þ943 326 stig að meðaltali) en í heild arútgjöldum verkamanna er þessi liður, matvaran, hlutfalls lega meiri en hjá þeim stéttum, sem eru betur efnum búnar. Loks má benda á hina mjög svo óhagstæðu aðferð, sem við- höfð hefur verið við útreikn- ing vísitölunnar. Glöggt dæmi þess er sú staðreynd, t. d. að síðastliðið haust var kjöt lækk- að í verði með framlögum úr ríkissjóði eftir að almenningur hafði yfirleitt keypt vetrarforða sinn af þessari vörutegund, enda hafa niðurgreiðslur ríkissjóðs á landbúnaðarafurðum á innlend um markaði yfirleitt haft mjög neikvæð áhrif á fjárhagsaf- k komu verkamanna. Af öllu þessu og öðrum hlið stæðum staðreyndum verður því séð, að gildi þeirrar kauphækk- unar, er verkamenn fengu með samningi vorum 22. ágúst 1942, hefur jafnt og þétt rýrnað svo að til vandræða horfir nú fyr- ir verkamenn. En auk þessa vildum vér mega benda yður á, að lágmarks kaup í almennri verkamanna- vinnu hefur síðastliðið hálft annað ár verið hlutfallslega mun lægra en kaup faglærðra verkamanna hér í bæ, miðað við gildandi hlutfall fyrir stríð. Hinsvegar svara kr. 2,50 hér um bil til þess, að því sama hlut- falli yrði aftur náð. Þá er og þess að gæta, að víða út um land hefur kaup- gjald verkamanna undanfarið verið jafnhátt eða hærra en hjá verkamönnum, 1 Reykjavík, enda þótt framfærslukostnaður í Reykjavík sé hærri en í nokkr um öðrum bæ á landinu. Eins og yður mun kunnugt, hefur verkamönnum veizt auð- veldara undanfarin ár að mæta vaxandi dýrtíð sökum þess, að þeir hafa unnið óhóflega langan vinnutíma fram yfir venjulega dagvinnu. En á síðasta ári hefur þetta breytzt mjög í það horf, að unnin væri einungis dagvinna eða 1-2 tímar í eftirvinnu að jafnaði. Það er því augljóst, að heild- artekjur verkamanna minnka að mun af þessari orsök einni og gerir leiðréttingu á grunnkaupi enn þá óhjákvæmilegri. Þar að auki neyðurhst vér til þess að horfast í augu við þá staðreynd, að atvinnuvegir lands ins reynast ekki færir um að sjá öllum verkamönnum fyrir stöðugri vinnu, og að með nýju atvinnuleysi vex áhæfta verka- manna mjög. Vér lítum því al- varlegar á framtíðina með tilliti til atvinnuleysis, þar sem oss, er ekki kunnugt um, að neinar veigamiklar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að tryggja verkamenn gegn atvinnuleysi né til þess að tryggja það, að atvinnuvegir landsins sjái öll- um verkamönnum fyrir vinnu að staðaldri. Með tilliti til þess, að verka- menn geta ekki sætt sig við þá miklu áhættu, er atvinnu- leysi fylgir, munum vér því við væntanlegar samningaum- leitanir áskilja oss rétt til að gera þá kröfu til þeirra með- lima félags yðar, er hafa verka- menn að staðaldri í þjónustu sinni, að þeir tryggi ákveðnum fjölda þeirra verkamanna, er lengst hafa starfað hjá viðkom andi fyrirtæki stöðuga atvinnu með umsömdum uppsagnar- fresti. Vér áskiljum oss þennan rétt því fremur, þar sem ráðstafamr til atvinnuöryggis jafnhliða leiðréttingu á grunnkaupi verka mana eru aðalatriðin í viðhorfi þeirra til nýrra samninga. Af öllu því, sem að framan hefur verið sagt, væntum vér þess, að þér fallizt á uppkast vort að nýjum samningi, en á- skiljum oss þó rétt til að bera fram frekari tillögur til breyt- inga á núgildandi samningi, er til væntanlegra samningaum- leitana kemur. Vér erum reiðubúnir til þess að hefja viðræður við yður. Virðingarfullst“. (Undirskrift) Stjómir Alþýðusambands íslands og Farmanna- og fiskimannasambandsins hafa tekið upp samvinnu sín á milli og var í fyrradag undirritaður samningur þar að lútandi. Unnið sé að aukinni samvinnu milli einstakra félaga beggja sambandanna, og skulu félög ýmissa starfs- greina á sjó sjálfráð um, í hvoru sambandinu þau eru, en samböndin ákveða að vinna framvegis sameigin- lega að samræmingu launakjara sjómanna almennt. Ennfremur skal vera um gagnkvæman stuðning að ræða í vinnudeilum. Samningur sambandanna fer hér á eftir. Nefndakosningar í bæjarstjórn Á fundi sínum í fyrradag kaus bæjarstjórn þessa menn í hafn- arstjórn og heilbrigðisnefnd. HAFNARSTJÓRN Kjósa bar þrjá úr hópi bæjar- fulltrúa og komu fram tveir listar. Sameiginlegur listi Sós- íalista og Alþýðuflokksins og voru á honum Björn Bjarnason og Haraldur Guðmundsson. Á lista sjálfstæðismanna voru Valtýr Stefánsson og Gunnar Þorsteinsson. Báðir listarnir fengu 7 at- kvæði og réði því hlutkesti milli Haraldar og Gunnars. Hlutur Gunnars kom upp. í hafnarstjórn eiga því sæti þessir bæjarfulltrúar: Björn Bjarnason Gunnar Þorsteinsson Valtýr Stefánsson Tveir eru kosnir í hafnar- stjórn utan bæjarstjórnar með sérstakri kosningu. Kosningu hlutu: Hafsteinn Bergþórsson Sigurður Ólafsson Hafnarstjóri er formaður hafn arstjórnar. HEILBRIGÐISNEFND Kjósa ber einn mann úr bæj- arráði, verkfræðing í þjónustu bæjarins og einn mann ó- bundnri kosningu. Nefndin er þannig skipuð: Guðmundur Ásbjörnsson Valgeir Björnsson Guðrún Jónasson „SAMNINGUR milli Alþýðusambands íslands annarsvegar og Farmanna- og fiskimannasambands íslands hinsvegar. 1. gr. Samböndin viðurkenna hvort annað sem aðilja í launa- og kjaramálum fyrir meðlimi sína. 2. gr. Samböndin vinna sam- eiginlega að öllum almennum réttinda- og menningarmálum og öryggismálum sjómannastétt arinnar sem heildar. 3. gr. Starfssvið hvors sam- bands fyrir sig verði afmörkuð, með samkomulagi milli sam- bandanna og ákveða stjórnir þeirra hér með, að hefja þegar sameiginlega undirbúning að til lögum í þesu efni, og hafa þær tilbúnar fyrir lok maí-mánaðar n. k. Tillögur þessar séu ræddar eíns og við verður komið í fé- lögum eða íélagsstjórnum sam- bandanna og leggist undir úr- Skurð sambandanna á næsta hausti. 4. gr. Félög ýmissa starfs- greina á sjó, innan Alþýðusam- bandsins og Farmannasam- bandsins, skulu sjálfráð um hvoru sambandinu þau tilheyra, en þau skulu starfa að kjara- málum sínum í samráði við stjórnir beggja sambandanna. Leyfilegt er og einstakling- um að tilheyra félögum beggja sambandanna, en þó er þeim skylt að lúta töxtum, samþykkt- um og settum reglum viðkom- andi stéttarfélags sem vinnandi menn á starfssvæði þess, hvoru sambandinu sem það kynni að tilheyra. 5. gr. Meðlimir annars sam- bandsins hafa ekki leyfi til að taka upp vinnu, sem meðlimir hins hafa lagt niður vegna kjara deilu, né stuðla að því að hún verði tekin upp, enda styðji samböndin hvort annað eftir föngum í hagsmunamálum sjó- manna og stjórnir þeirra láti hvor aðra fylgjast með undir- búningi allra meiriháttar kjara- og skipulagsmála sjómannastétt- arinnar. Ennfremur verði að því unnið, að hin einstöku fé- lög beggja sambandanna hafi sem bezta samvinnu sín á milli. 6. gr. Stjórnir sambandanna ákveða hér með að vinna fram vegis sameiginlega að samræm- kjara yfir- og undirmanna á sjó um allt land. 7. gr. í samræmi við það, sem um getur í 5. gr. skulu Al- þýðusambandið og Farmanna- sambandið (A.S.Í. og F.F.S.Í.) leysa með samkomulagi og samstarfi ágreiningsatriði þau, sem risið hafa út af töxtum þeim, er ýms félög Alþýðusam- bandsins auglýstu í desember s. 1. fyrir skipsstjórnar- og véla- menn og samningi þeim, er full- trúar skipstjóra- og stýrimanna- félagsins „Grótta“ gerði við út- gerðarmenn 20. jan. s. 1. 8. gr. Samningur þessi gildir frá og með undirskrift 'hans og er uppsegjanlegur með minnst 6 mánaða fyrirvara, nema þing annars sambandsins taki ákvörð \ un um uppsögnina, annars fram lengist hann frá ári til árs og miðast ávallt við áramót, einn- ig þótt sambandsþing segi hon- um upp. Reykjavík, 3. febrúar 1944. F. h. Farmanna- ogfiskimanna- samband íslands. (undirskrift) F. h. Alþýðusambands íslands. (undirskrift) Bærinn ekki skaða- bótaskylður vegna erfiðleika í að koma frárennsli frá húsum Nýlega var kveðinn upp dóm ur af borgarfógeta í máli, sem Jón Fannberg höfðaði gegn bæn um, vegna þess að hann varð að grafa fyrir frárennsli frá húsi sínu, Garðastræti 2, alla leið niður í Tryggvagötu, en skólpleiðslan í Vesturgötu lá of hátt til að hægt væri að koma frárennslinu í hana. Fannberg krafðist að bærinn borgaði sér 7474,44 kr. ásamt 6% vöxtum frá 31. des. 1942, og er sú upphæð miðuð við þanri aukna kostnað, sem Fann- berg telur sig hafa orðið að greiða vegna þess að skolpræsi Vesturgötunnar gat ekki tekið við frárennsli frá Garðastræti 2. Bærinn var sýknaður af kröf- ingu launakjara sjómanna al- um Fannbergs. Árni Tryggva- mennt og þá einkum að því, að komið verði á ákveðnu og sam- ræmdu hlutfalli milli launa- son borgarfógeti kvað dóminn upp. Dóminum verður áfrýjað. Skipun rannsðknar- nefndar í mjólkur málum Atvinnumálaráðherra hefur skrifað borgarstjóra og óskað að bæjarstjórn kjósi tvo bæjarfull- trúa til að taka sæti 1 nefnd, sem á að „athuga og gera til- lögur um skiþun mjólkurmála“ samkvæmt ályktun frá síðasta þingi. Nefndin skal skipuð sex mönn um, yfirdýralækni ríkisins (Sig. E. Hlíðar), tveimur mönnum úr bæjarstjórn Reykjavíkur og kosnum af henni, einum úr bæj arstjórn Hafnarfjarðar skipuð- um af henni, einum mjólkur- fræðing, er Búnaðarfélag ís- lands skipar og einum manni, er stjórn mjólkursamsölunnar skipar. YFIRLf SINS Svohljóðandi yfirlýsingu hefur Stúdentaráð beðið Þjóðviljann að birta: „Vegna ræðu þeirrar, er Guð- mundur Sveinsson guðfræðinemi flutti í útvarpið 30. f. m. um síð- asta áramótadansleik stúdenta, vill Stúdentaráð taka fram eftirfar- andi: Á siðasta áramótadarisleik stú- denta, er haldinn var eins og að undanförnu, í anddyri háskólans, voru um 700 manns. Vínveitingar voru þar sem á öðrum stærri skemmtunum bæjarins þetta kvöld og var öllum háskólastúdentum fyrirfram um það kunnugt, ræðu- manni sem öðrum. Þeir, sem gættu dyra og. önnuðust eftirlit á sam- komunni alla nóttina. og að sjálf- sögðu ncyttu ekki víns, kveða dansleikinn hafa farið vel fram, og með ágætum, sc tillit tckið til þess live margt fólk var þarna samankomið. Ein barsmíð, framin af manni, er ekki vaf stúdent og laumast hafði inn á dansleikinn eftir óþekktum leiðum," vildi til þessa nótt. Sögusagnir ræðumanns um borð- veltur og ósjálfbjarga menn hér og þar í húsinu, er uppspuni einn. Má einnig í þessu sambandi getá þess, að umsjónarmaður háskólans kveð- ur engin spjöll hafa orðið á liúsi eða lnismunum um nóttina og er slíkt einsdæmi í jafn miklum þrengslum. Vísar Stúdentaráð á bug þeirn kviksögum, er ræðumaður sagði og sagðar kunna að vera af áramóta- dansleik stúdenta, en vísar þeim, er vilja fá glöggar upplýsingár um mélið, að leita umsagnar lögregl- urinar, — en þrír lögregluþjónar höfðu á hendi dyravörzlu og gæzlu á dansleiknum, — og munu þeir geta hlutlaust greint frá atvikum. Telur stúdentaráð það illa farið, er maður vir liópi háskólastúdenta gengur fram fyrir skjöldu í því, að rýra hciður háskólans og sverta skólafélaga sína í augum lands- manna, að ástæðulausu1'. SUdrsla dtftlHlonarnefndar Rialuada- lílais tslaads mi sMnot l skdlda oi rltldfunda i ðrioo hm Úthlutunarnefnd rithöfundalauna hefur nú lokið út- hlutun sinni. Hefur nefndin tekið upp þá nýbreytni, að úthluta í tveim flokkum: A-flokki, og ætlast hún til, að höfund- arnir í þeim flokki njóti sama öryggis og 18. gr. fjárlag- anna var talin veita áður, og í B-flokki, fyrir einstök verk. Fer hér á eftir úthlutunarskrá nefndarinnar. A. Davíð Stefánsson, skáld, Akureyri ........ kr. 4000.00 Elínborg Lárusdóttir, rithöf., Reykjavík . — 1500.00 Friðrik Brekkan, rithöf., Reykjavík ....... — 1800.00 Guðfinna Jónsdóttir, skáld, Húsavík........ — 1200.00 Guðmundur Böðvarsson, skáld, Kirkjubóli.... — 2400.00 Guðmundur Daníelsson, rithöf., Eyrarbakka — 2400.00 Guðmundur Friðjónsson, skáld, Sandi ....... — 4000.00 Guðmundur G. Hagalín, rithöf., ísafirði ... — 4000.00 Guðmundur Kamban, rithöf., Kaupmannah. — 3600.00 Gunnar Benediktsson, rithöf., Hveragerði.... — 1500.00 Halldór Helgason, skáld, Ásbjarnarstöðum.... — 600.00 Halldór Kiljan Laxness, rithöf., Reykjavík — 4000.00 Jakob Thorarensen, skáld, Reykjavík ....... — 2400.00 Jóhannes úr Kötlum, skáld, Hveragerði ..... — 3600.00 Jón Magnússon, skáld, Reykjavík ........... — 1500.00 Jón Þorsteinsson, skáld, Arnarvatni ....... — 600.00 Kristín Sigfúsdóttir, rithöf., Akureyri ... — 1200.00 Kristmann Guðmundsson, rithöf., Hveragerði — 4000.00 Magnús Ásgeirsson, skáld, Hafnarfirði ..... — 3600.00 Ólafur Jóh. Sigurðsson,rithöf., Reykjavík.... — 2400.00 Sigurður Jónsson, skáld, * Arnarvtani ..... — 1200.00 Steinn Steinarr, skáld, Reykjavík ......... — 3000.00 Theódór Friðriksson, rithöf., Reykjavík ... — 1800.00 Tómas Guðmundsson, skáld, Reykjavík ....... — 4000.00 Unnur Bjarklind, skáld, Reykjavík ......... — 1800.00 Þórbergur Þórðarson, rithöf., Reykjavík ... — 4000.00 Þórunn Magnúsdóttir, rithöf., Reykjavík .... — 1500.00 B. Halldór Kiljan Laxness, rithöf., Reykjavík, fyrir „íslandsklukkuna“ '.............. — 2500.00 Halldór Stefánsson, rithöf., Reykjavík, fyrir smásagnagerð ........................... — 2500.00 Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson), rithöf., Reykjavík, fyrir smásagnagerð ............ — 2500.00 Kolbeinn Högnason, skáld, Reykjavík fyrir * nýútkomin ljóðasöfn .....................1— 1200.00 Steindór Sigurðsson, rithöf., Kristnesshæli, fyrir söguna „Laun dyggðarinnar ........... — 1200.00 GREIN ARGERÐ Nefndinni þykir rétt að fylgja úthlutunarskránni úr hlaði með stuttri greinargerð að þessu sinni. þar sem hún hefur nú tekið npp nokkra nýbreytni um skiptingu ríkisfjár til ritstarfa. Áður en vikið er að úthlutun- inni sjálfri, þykir ]>ó hlýða að geta þess, að nokkru eftir að nefndin tók til starfa barst henni svohljóð- andi bréf frá Gunnari Gunnars- syni rithöfundi að Skriðuklaustri: „Þar sem mér cr ekki ljósb, hverS konar peningur það er. sem að mér fornspurðum hefur verið stefnt til mín af ýmsum aðilum á síðastliðn- um árum, fyrir hönd íslenzka rikis- ins, en þykir sýnt af reynslu undr anfarinna ára, að ekki geti verið um neins konar særnd að ræða i því sanibandi, hvorki fyrir veit- anda né þiggjanda. leyfi ég mér að mælast til að Úthlritunarnefnd Rit- höfundafélagsins hlífi mér við hlut- deild í þessu vafafé. Reykjavík, 12. janúar 1944 Gunnar Gunnarsson Tit úthlutunarnefndar Rit.höf- undafélágsins“. Nefndin tók þessi tilmæli Gunn- ars Gunnarssonar til greina, svo sem úthlutunarskráin ber með sér. Hins vegar munu þeir tveir nefndarmenn, sem sæti eiga á Al- þingi, beita sér fyrir því þar, að svo verði búið að þessum höfundi, að hann megi telja sig við una, og hafa þeir þegar lagt fram þingsá- lyktunartillögu þess efnis. Rithöfundafélagi íslands hefur nú verið falin úthlutun ríkisfjár til skálda og rithöfunda í annað sinn, og því hefur nefndin talið sig liafa nokkurn rétt til þcss að Framh.af 3. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.