Þjóðviljinn - 10.02.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagux 10. februnar 1944
ÞJÓÐVILJINN
Veikar stoðir
Þegar maður les ritgerðir Beve-
ridges um félagslegt öryggi og „hið
nýja Bretland“, sem hann svo kall-
ar, þar sem almannatryggingar eiga
að vera næstum því eins fullkomn-
ar og tíðkast hefur um skeið í Nýja
Sjálandi, hlýtur maður að undr-
ast mest hvað þessi enski háskóla-
maður biður í raun og veru um
lítið fyrir hönd þjóðar sinnar.
Hann talar um það sem hugsjón,
að menn eigi að hafa til hnífs og
skeiðar, tryggðir fyrir sjúkdómum,
vanhæfi, örorkn og elli, styrktir
til að gifta sig, eiga börn, komast
í gröfina. Svo stórt og voldugt er
hið nýja Bretland sem sagt í aug-
um hans. Þá yíkur sögumii að at-
vinnuleysinu. Beveridge gerir að
vísu ráð fyrir að menn séu tryggðir
gegn atvinnuleysi, en aðeins nor;
mulu atvinnuleysi. í hinu nýja
Hugsjónabretlandi framtíðarinnar
á að vera hægt að greiða 8Vá%
manna atvinnuleysiseyri, Beverid-
ge áætlar, að h. u. b. 110 milljónir
punda skuli tiltækar að greiða at-
vinnulausum mönnum árlega úr
tryggingasjóðum, upphæðin mið-
ast við 1945; eftir áætluninni má
gera ráð fyrir hálfri annarri mill-
jón manna í stöðugu atvinnuleysi
á Bretlandi. Ilitt verður ekki Ijóst
af áætlun Beveridges, hversvegna
atvinnulausir menn eiga endilega
að vera hálf önnur milljón, úr því
gert er ráð fyrir stöðugu atvinnu-
leysi á annað borð í hinu nýja
Bretlandi.
„Ég er háskólamaður“ segir Be-
veridge. „Mér veitist erfitt að full-
yrða, nema ég þykist viss. Og ég
er enn ekki fyllilega viss um til
hvaða ráða á að grípa gegn volæði
og iðjuleysi“.
Spekingur, heyrist andvarpað í
Englandi, ef einhver talar í þessum
tóni.
Að vísu segir Beveridge: „Iðju-
leysið er geigvænlegasta meinið“,
og takist ekki að ráða bót á því,
„verða umbætur í öðrum efnum
að mestu leyti handahófskák“.
Ennfremur: „Við verðum að koma
í veg fyrir múgatvinnuleysi, hvað
sem það kostar“.
Eitt vill hann þó hersýnilega
ekki leggja í sölurnar til að útmá
hið geigvænlegasta allra meina, og
það er hagkerfi auðvaldsins brezka.
Hið eina, sem ekki má fórna
fyrir velferð almennings í Bret-
landi, er kapítalisminn.
Það er ekki undravert þó Be-
veridge þreytist ekki á að kvarta
yfir að hann viti ekki, hvernig
á að útmá atvinnuleysi, úr því
hann hugsar sér auðvaldsstefnu
ríkjandi á Bretlandseyjum í fram-
tíðinni. Hann talar um nauðsyn
þess að láta rannsaka, hvernig
hægt sé að losna við atvinnuleysi,
— vill bersýnilega ekki vita, að það
mál er löngu fullrannsakað og full-
leyst; sósíalismi er í senn fræðileg
rannsókn og hagræn lausn á því
máli, enda ekki til atvinnuleysi í
samvirkum ríkjum. Beveridge vill
að vísu Iáta miða framleiðslu þjóð-
arinnar við þarfir hennar, en talar
ekki einu sinni utan að því, að þá
verði að afmá hagkerfi kapítal-
ismans, en það byggist á fram-
leiðslu í gróðaskyni. Enn einu sinni
á að leysa fermál hringsins. Enn
einu sinni á að búa til gull úr
óæðri málmum. Enn einu sinni á
að lækna mannamein með því að
gefa hundi „í nokkrar reisur“ eitt-
hvert samanhnoðað óæti; miðaldir,
aftur miðaldir.
Höfundinn dreymir um að e. t.
v. megi leysa vandamál atvinnu-
leysisins með einlivers konar sam-
tölum milli hástéttar og lágstétt-
í Bretlandi, einhvcrjum samning-
um milli arðræningja og hinna arð-
rændu. „Hér í Bretlandi stöndum
við í svo nánum tengslum hverir
við aðra, að við getum komið okk-
ur saman um flest, ef við ræðum
um það“, segir hailn.
Sannleikurinn er sá, að milli
stétta í Bretlandi er dýpra haf
staðfest en milli manna og dýra.
Enskt lorð talar kumpánlega við
hundinn sinn í stofu sinni, en milli
hans og þjónustufólksins er hvorki
málfriðiir né önnur mannleg
kennsl. Brezkur hástéttarmaður
og lágstéttar geta ekki drukkið
úr tebolla við sama borð. Útþurrk-
un stéttamunarins er ekki til sem
grundvöllur fyrir félagslegu öryggi
í hinu nýja Bretlandi hjá Beve-
ridge. Það á að vera áfram ein
stétt, sem græðir, og önnur, sem
fær að vinna, meðan gróðastétt-
inni er akkur í; annars ekki.
Þó er Beveridge fullkomlega
ljóst, að allar tillögur hans um fé-
lagslegt öryggi eru óframkvæman-
legar ef um mikið atvinnuleysi er
að ræða. Ef ckki er múgatvinnu-
leysi verður liægt að afla fjár í
tryggingarsjóði, annars ekki, segir
hann. Atvinnuleysi eins og varð
upp úr auðvaldskreppunni 1929
sprengir alla sjóði og gerir alla
tryggingarlöggjöf, alla drauma um
félagslegt öryggi að hégóma.
Þannig miðar „félagslegt öryggi“
hjá Beveridge að því fyrst og
fremst, þegar öllu er á botninn
hvolft, að tryggja auðvaldsþjóð-
félagið fyrir óeirðum og byltingar-
hættu, með því að skipuleggja
þjáningalítið atvinnuleysi upp að
ákveðnu marki ár og síð, —
í þessu tilfelli handa einni miljón
og 500 þús. mönnum á Bretlandi.
Iíann segir að áætlun sem miði að
umbótum af þessu tagi, sé í „brezk-
um anda“.
Það vantar ekki að maðurinn er
velmeinandi innan sinna tak-
marka; hann er svc velmeinandi á
mynd, að manni finnst hann ætti
að hafa nátthúfu. Aðeins sér hann
ekki, að það eru engar umbætur
á neinu að útvega hálfri annarri
milljón manna pcninga til að hjara
við atvinnuleysi; slíkt er ekki öllu
meiri velgerningur en útvega þeim
kúlu í hausinn. Hinar einu ráðstaf-
anir sem hægt er að tala um í al-
vöru er útrýming skilyrða fyrir at-
vinnuleysi. Allt annað er viðvan-
ingsháttur og skottulækningar og
kratismi. Þcssvegna er það öfug-
mæli að kalla tillögur Beveridges
1 „trausta hornsteina“; þær eru
l veikar tilraunir til að gera hinni ^
snöruðu, rambandi og hriktandi
þjóðfélagsbyggingu auðvaldsins
stoðir utanfrá, hornsteinar þeirrar
byggingar eru molnaðir. í Ráð-
stjórnarrikjunum, sem hvaðsem
öðru líður voru ekki grundvölluð
af skottulæknum eða viðvaning-
um, er sérhverjum þjóðfélagsein-
staklingi í stjórnarskránni tryggð
atvinna fyrst allra lýðræðisrétt-
inda. Samvirkt þjóðfélag byggist
blátt áfram á þeirri höfuðgrein, að
allir menn séu vinnandi, slíkt eru
ekki aðeins frumréttindi manna
samkvæmt stjórnarskrá ríkisins,
heldur eðlisrök hins samvirka rík-
is; hugtakið atvinnuleysi er þar
óþekkt og óhugsanlegt, enda engar
atvinnuleysistryggingar til. Ef þar
kæmi fram hátíðlegur nátthúfu-
maður og segði: ég er háskólamað-
ur og þessvegna veit ég ekkert. ráð
til að koma í veg fyrir volæði og
atvinnuleysi, þá mundu allir svara:
Flón.
Véfengdlr kunnðttumenn
(Sir William Beveridge: Trauslir horn-
steinar. Benedikt Tómasson íslenzkaðí. M.
F. A., Rvík, 1943).
II. K. L.
Kunnáttumenn í byggingarlist,
sem hafa samkv. Alþbl. 8. febr.
„sýnt fram á að II. K. L. er ekki
þessum málum nægilega kunnug-
ur“ til að gagnrýna þjóðleikhúss-
bygginguna svokölluðtl, eru þeir
Hjörleifur Hjörleifsson bókari, Jó-
hann Frímann unglingaskólakenn-
ari á Akureyri og Stefán Pétursson
stúdent, auk dulnefnishöfundar
eins í Vísi, sem kallar sig „Þjóð-
leikhússnefnd“, og mér er sagt að
muni vera Hriflujónas(!)
Ekki hafa þessir „kunnáttu-
menn“ gert tilraun að hnekkja orði
af því sem ég sagði um þá ágalla
þjóðleikhússbyggingarinnar, sem
gera vægast sagt óæskilegt að þetta
ferlega stykki verði fullgert. Sú
gagnrýni sem fram kom í grein
minni, og enn ekki hefur verið
svarað nema með innantómum
skantmaryrðum og brigslunum sem
ekki koma málinu við, er ekki
einkaskoðun mín, heldur niður-
staða af umræðum sem ég hef átt
Mett iDlnsn, Uttniir SiteÉaar
iDitr rððstlirD, rltsr aðrs SiS
BID
Bandaríska útgáfufélagið „In-
ternational Publishers" hefur
nýlega gefið út bók eftir Hew-
lett Johnson, dómprófast af
Kantaraborg, er hann nefnir,
The Secret of Soviet Strength,
og fjallar um orsakirnar til
hins gífurlega styrkleika Sov-
étríkjanna, er orðið hefur lýð-
um ljós í þessari styrjöld.
Óþarft er að kynna íslenzk-
um lesendum Hewlett Johnson,
dómprófastinn í Kantaraborg.
Bók hans, Undir ráðstjórn, sem
kom út á vegum Máls og menn
ingar sumarið 19-12 vakti svo
mikla athygii, a5* Alþýðublaðið
var nú síðast fyrir nokkrum
dögum að kenna henm og do:n
prófastinum bær hrakfarir,
sem Rússahatursklíkur Alþýðu
flokksins hafa farið síðustu ár-
in, við kjörborðið og í almenn-
ingsálitinu! Víst er um það að
bók dómprófastsins var lesin
með óskiptri athygli af alþýðu-
mönnum um land allt, og marg
ir komust að sömu niðurstöðu
og sagt er að Árni próf. Páls-
son hafi orðað svo: Andskoti
hefur verið logið miklu að
manni um Rússland.
Og einhvernveginn hefur það
bögglazt fyrir brjóstinu á Rúss
landssérfræðingum Alþýðu-
blaðsins og Morgunblaðsins að
samræma þá mynd er þau hafa
reynt að gefa lesendum sínum
af verklýðsríkjunum með ára-
löngum áróðri, því sem komið
hefur í ljós í þessu stríði. Því
neitar enginn, að lesendur Þjóð
viljans og Verkalýðsblaðsins
hafi verið mun betur undirbún-
ir að skilja hetjuvörn sovét-
þjóðanna, er stöðvaði sókn Hitl
ers til heimsyfirráða, meta
réttilega það afl, sem bjó í þjóð
skipulagi sósíalismans, þá ein-
ingu er skapazt hafði um sigra
alþýðunnar, eldmóð fólks, sem
eignazt hafði ættjörð sína til
fulls.
Skyldi ekki vera dálítið erf-
itt, meira að segja fyrir Stefán
Pétursson, að trúa því að Sov-
étríkin séu „risi á brauðfótum“,
rauði herinn sé bráðónýtur í
stríði, að Stalín hafi látið
hengja alla beztu hershöfðingj-
ana, að sovétþjóðirnar myndu
grípa tækifærið ef til stríðs
kæmi, og steypa „kúgunar-
stjórn Stalíns“, að sovétþjóð-
irnar séu veikar fyrir, fullar
innbyrðis úlfúðar og sundr-
ungar?
Síðustu árin hafa verið ritað-
ar margar bækur til „skýringa“
á hinu gífurlega baráttuþreki
rauða hersins og sovétþjóðanna
að baki honum. Ein skýringin
er sú, að rússneskir hermenn
séu að eðlisfari hraustir og
harðfengir (og kveður þar við
talsvert annan tón en í Finna-
galdrinum), önnur — áherzla á
hina einlægu þjóðerniskennd
rússnesku þjóðarinnar. Að sjálf
sögðu eru þetta mikilvægir
þættir, en hefðu aldrei getað
einir skapað baráttuhæfni sov-
étbjóðanna.
í nýju bókinni bendir dóm-
prófasturinn á það sem tvímæla
laust er aðalatriðið til skýring-
ar, en það er þjóðskipulag Sov-
étríkjanna, þjóðskipulag sósíal-
ismans. Það eru hinir sósíalist-
isku þjóðfélagshættir sem
skapa eirángu þjóðanna innan
Sovétríkjanna, gera mögulega
einbeitingu atvinnulífsins og
baráttuhæfni sem hvergi á sinn
líka.
Framhald á 8. síðu.
um þetta efni bæði við ýmsa helztu
byggingameistara landsins og ýmsa
gáfaða áhugamenn byggingarlistar,
og hafa suinir reyndar látið áður í
ljós opinberlega gagnrýni sína á
þessari byggingu. Er ég hafði ritað
grein mína bar ég hana undir sér-
fræðinga, sem gáfu mér bendingar
um hluti sem mér voru ekki full-
kunnir og ráðlögðu mér að strika
út þá staði í ummælum mínum,
sem ekki gátu þolað fyllstu gagn-
rýni, og gerði ég það áður en grein-
in var prentuð.
í grein minni um þjóðleikhúsið
hef ég gerzt talsmaður almennings
og sérfræðinga, og ég get ekki séð
að fram hafi komið þau rök sem
staðfestu fullyrðingar um að hún
sé á engu viti né þekkingu byggð.
Það er heldur ekki hægt, eins og
hr. Hjörleifur Hjörleifsson gerir, að
saka rithöfund úm „yfirborðs-
mennsku“, sem gerir sér far um að
ráðgast við sérfræðinga áður hann
tekur til máls um hluti sem liann
hefur aðeins takmarkaða þekkingu
á, en þó áhuga fyrir. Mér er spurn:
Ilafa þeir kunnáttumennirnir
Hjörleifur Hjörleifsson, Jóhann
Frímann á Akureyri og Stefán Pét-
ursson ráðgazt við nokkurn sem vit
hefur á málinu áður en þeir töluðu?
Hafa þeir yfirleitt nokkra hug-
mynd um hvað-þeir eru að segja
þegar þeir fullyrða að þetta þjóð-
leikhús sé boðleg byggingarlist?
Herra Guðjón Samúelsson hefur
sjálfsagt margt gert vel sem bygg-
ingameistari, og hann er í töln
brautryðjenda þessarar distgreinar
hér á landi, og á af þcim ástæðum
einum virðingu skilið. En honum
er, eins og hverjum öðrum góðum
listamanni, leyfilegt að láta sér fat-
ast, án þess slíkt kasti rýrð á orð-
stír hans í heild. Þjóðleikhúsið er
meðal hinna veikustu verka hans,
og hr. G. S. er án efa nógu greindur
inaður til að vita það og viður-
kenna sjálfur nú, enda er það aðal
góðra listamanna að kunna að við-
urkenna veilur sínar. Og það er
ástæðulaust' fyrir menn, sem í engu
hafa sýnt að þeir bcri skyn á listir,
enda skortir samvizkusemi til að
ráðgast við sér fróðari menn áður
en þeir tala, að hlaupa ótilkvadd-
ir fram fyrir skjöldu til'að liæla
vondu verki að nauðsynjalausu.
Listamannsnafni Guðjóns Samú-
elssonar er enginn greiði unninn
með því.
Því fer fjarri að ég sjái eftir þeim
ca. fimm milljónum sem hljóta að
fara í að koma einhverju lagi á
þessa vondu byggingu að innan.
Öllu er óhætt meðan sú hugmynd
Hriflujónasar verður ekki fram-
kvæmd, að kaupa upp fasteignir á
stóru svæði og gera torg upp á móti
brekku fyrir tuttugu milljónir
króna framanvið hið alóhæfa stæði
þjóðleikhússins. Það er í sjálfu sér
ekki verra að eyða fimm milljónum
í misheppnað þjóðleikhús en í
mæðuveikisrollugirðingar upp um
fjöll. Peningar eru ekki gull nú á
tímum. Um hitt efast enginn, að
peningum má eyða á misjafnlega
þarflegan og smekklegan hátt. Ef
til vill yrði fullbygging þessa leik-
húss til að benda bæjarbúum á
þörfina fyrir leikhúsi sem væri í
betra samræmi við kröfur og hugs-
unarhátt nútímans, — og knýja þá
til að byggja það. II. K. L.