Þjóðviljinn - 10.02.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.02.1944, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVIUINN. — Fimmtudagur 10. febrúar 1944. þJÓÐVILJINN Ótgefandi: SameimngarflokkuT alþýðu — SósíalistaflokkuTÍTm. Kitstjóri: Sigurðui Guðmundssun. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartafson. Bitstjórnaxskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingax: Skólavörðustíg 19, sivu 21Si. Prentsmiðja: Vikingsprent h.f., Oarðastrœti 17. Aakriftarverð: í Reykjavík og nógrenni: Kr. 6,00 á mónuði. Úti á landi: Kr. 5 'H) á mánuði. Glæpamenn - glæpafélag „Við getum fúslega tekið undir þá kröfu verkamanna, að atvinnu- íeyai megi aldrei koma aftur i okkar þjóðfélagi. Það v<eri glœpur. Sú skylda hvílir á þjóðfélaginu, að sérhver borgari þess geti fengið vinnu ▼ið sitt hæfi“. Svo segir Morgunblaðið í ritstjórnargrein í gær. Vér gleðjumst yfir þessari skoðun þess. í vetur var því lýst ail- ýtarlega hér í þessum dálkum, hvað atvinnuleysið í rauninni væri. Vér komumst að þeirri niðurstöðu, að það væri morð. Morgunblaðinu þótti full fast að orði kveðið og réðst að oss fyrir það. — Nú viðurkennir það sjálft, að atvinnuleysið sé glæpur. — Batnandi manni er bezt að lifa. Og hvað eru þá þeir menn, sem leiða atvinnuleysi yfir verkamenn, tfl þess sjálfir að geta safnað auði? Og hvað er þá það þjóðfélag, sem svikst undan þeim skyldum sín- um, að láta hvern mann hafa vinnu við hans hæfi? • Hver er orsök atvinnuleysis í heiminum? Höfuðorsökin er sú, að kaupgeta alþýðunnar í veröldinni er of lítil, til þess að hún geti keypt allt það, sem hún framleiðir og yfirstéttin ekfri notar. Og þessi kaupgeta er of lítil, vegna þess að kaupgjaldið, sem alþýðan fær, er miklu lægra en vcrðmæti vinnunnar, sem verka- maðurinn lætur í té. Ef vcr œtlum að útrýma atvinnvleysi úr heiminum, þá þarf kaupið uð fara síhœklcandi í öllum lóndum, svo eftirspumin eftir vörum fari alls staðar sívaxandi og framleiðsla þeirra þar af leiðandi aukist í sí- fellu og þar með atvinnan.. Ef vér ætlum að koma aftur á atvinnuleysi í lieiminum, þá skulum vér talda niðri kaupi alþýðunnar, jafnvel lækka það, — þá minnkar kaupgeta fólks í öllum löndum, — þá verður að draga úr framleiðslu varanna i hverju landi á fætur öðru, — þá er farið að eyðileggja mat- vörumar, af því fólkið, sem sveltur, hefur ekki efni á að kaupa mat, — þá dynur kreppan yfir með öllum sínum afleiðingum. • Þetta veit Morgunblaðið. Þessum rökum getur það ekki mótmælt. — Og það þorir ekki, vegna þeirra 8000 kjósenda, sem Sjálfstæðis- flokkurinn átti enn eftir við síðustu kosningar í Reykjavík, að segja livað það í rauninni meinar. Það meinar sem sé að kaupgetan eigi að vera hjá yfirstéttinni, svo hún geti sölsað undir sig atvinnutækin, húseignirnar og annað verð- mæti, en alþýðan hafi ekkert að gera við' það að eignast neitt, hún cigi alltaf að hanga á horriminni. Frá Morgunblaðsins sjónarmiði er ekkert við það að athuga að 40 gjaldendur í Reykjavík hafi 14 milljón króna árstekjur samlagt, — að eigin uppgjöf. — En ef 1000 Dags- brúnarmenn ættu samlagt að geta fengið 14 milljón krónur í árstekjur — þá heldur Morgunblaðið að þjóðfélagið farist. Morgunblaðið var ekki svona viðkvæmt, þegar um uppbæturnar úr ríkissjóðnum til stórbændanna var að ræða. Þá var rétt eins og 20 ínilljónir króna væri smáskildingur. Svo að síðustu þetta: Ef Morgunblaðsmenn treysta sér ekki til að stjórna þessu þjóðfé- lagi, ef Dagsbrúnarverkamaður fær 300 kr. vikukaup, án þess að gera það aftur að „glæpafélagi“ atvinnuleysis, — þá ættu þeir, sem vafalaust vilja forðast það að verða „glæpamenn“ að eigin dómi, — að athuga alvarlega, hvort ekl*i sé réttast fyrir þá að afhenda bara verkalýðnum stjómina á öllu atvinnu- og fjármálalífi þessa lands. Verklýðshreyfingin treystir sér til þess að stjórna þessu landi, — þó Dagsbrúnarmenn fái 300 kr. vikukaup, — þannig að atvinnuleysið komi ekki aftur, — leiða þjóðina fram til sívaxandi Velsældar og ör- yggis um lífsafkomu. Verklýðshreyfinguna vantar ekki viljann,' hana vantar valdið til þess.'— Vill Morgunblaðsliðið afhenda henni það, ef það cr nú sjálft að gefast upp? , tn m niiiN mi- nlem allom nriaiaiia? _ Coniila-llaDlð noO löliiir l oirO DaosOrínroiiiia Olal itlliDin irHm tilrra Þad er nauðsynlegt ad allur verfcalýdur og aðrír Iaun> þegar séu reíðubúnír tíl barátlu, ef með þarf „Vísir“ er byrjaður með hótanir í garð Dagsbrún- armanna og róg út af hinum hóflegu kröfum þeirra. Það er eins og soðið hafi upp úr innibyrgð reiði hjá Coca-cola-málgagninu, þegar það sá fram á, að hugsan- legt væri, að Dagsbrúnarverkamaður gæti fengið upp- undir 6000 króna grunnkaup á ári fyrir stöðuga 8 tíma vinnu 300 daga ársins. Þetta veslings heildsalablað, sem snúizt hefur nú í vesturátt, eftir að það gafst upp- við Gyðingahatrið í Hitlers-stíl, magnar nú kommún- istaseið mikinn eftir beztu Berlínarfyrirmyndum. Það á að vanda allt að vera kommúnistaæsingar, ef verka- menn langar til þess að geta séð sómasamlega fyrir konu sinni og bömum. Rökleysur „Vísis“ skulu nú teknar fyrir lið fyrir lið: / Þarf að sleppa dýrtíðmni lausri? „Vísir“ heldur því fram, að 10% grunnkaupshækkun hjá, Dagsbrún- armönnum myndi valda slíkri óg- urlegri dýrtíðaröldu, að allt myndi skolast burt. Hvað cr nú sannleikurinn í þessu máli? Við skulum athuga áhrif kaup- hækkunar Dagsbrúnarverkamanna í höfuðatvinnugreinunum. í hafnarvinnunni er vissulega gjald það, sem tekið er fyrir upp- skipun varanna, það hátt, að það þyrfti ekki að hækka það, m. k. ekki sem neinu verulegu næmi, til þess að geta greitt .verkamönnum kauphækkun þá, er þeir fara fram á. Ef smávægileg hækkun yrði, þá mætti hún vissulega lenda á heild- sölunum, án þess að leggja þyrfti hana á vörúrnar. Gróði heildsal- anna er ekki skorinn svo við nögl nú, að þeir gætu ekki borið þá smá- hækkun. Eða vildu skipafélögin frekar að verklýðsfélögin eða bæjarfélagið tækju að sér alla upþskipun við höfnina? Eða skyldu heildsalarnir frekar óska þess að innkaupin i Ameríku færu yfir á aðrar hendur, ef þeir neita að halda áfram að flytja inn vörur, svo framarlega sem Dags- brúnarmaður á að fá 20 kr. grunn- kaup á dag? Kauphækkunin í hafnarvinnunni þarf ekki að koma fram í hækkuðu vöruverði, ef bara verðlagseftirlit- ið er ekki í þjónustu einhverrar heildsala- og skipaeigenda-klíku. Kauphækkun í byggingavinn- unni kemur alls ekki frajn í hækk- aðri vísitölu fyrst um sinn. Það veit Vísir blaða bezt, svo um það þarf ekki áð ræða. Veldur þá kauphækkun Dags- brúnarmanna verðhækkun á land- búnaðarvörum? Nei, alls ekki. Svo sem kíinnugt er, þá á að ákveða verðlag landbúnaðarvara með hliðsjón af tekjum verka- manna og annarra vinnandi stétta. Nú er það vitanlegt að árstekjur verkamanna á tímabilinu sept. 1943—sept. 1944 v'erða mun lœgri en tekjur þeirra voru á tímabilinu sept. 1942—sept. 1943, en þessar síðastnefndu voru lagðar til grund- vallar að verulegu leyti við verð- ákvörðun landbúnaðarvara í sept. 1943. Lækkun árstekna verka- manna stafar af því að eftirvinnan hefur nú minnkað svo mikið. Þrátt fyrir grunnkaupshækkun nú, myndu því árstekjur verkamanna verða mun minni en árinu áður og verð landbúnaðarvaranna því alls ekki stíga, líklega frekar falla. 4 milljónir króna handa 2000 verkamönnum — of mikið! 4 milljónir króna handa einu auðfyrirtæki — sjálfsagt! Það er vitanlegt, að ef stjórnað er af viti og samvizkusémi, þá þarf vcrðlag ekki að hækka þó Dags- brúnarmcnn fái sómasamlega af- komu. En sannleikurinn er hitt: Hátekjumennirnir unna Dags- brúnarmönnum þess ekki að fá þessa kauphækkun! Segjum að ca. 2000 Dagsbrúnarmenn yrðu að- njótandi kauphækkunar, cr gæfi hverjum þeirra rúmar 2000 kr. í aðra hönd í viðbót við það, scm núverandi dagkaup veitti þeim á ári. það væru 4 milljónir króna, sem færu á einu ári til yfir 2000 verkamanna, mest fjölskyldu- inanna. Hvað myndi nú hafa verið sagt, cf það hefði verið Kveldúlfur yða eitthvert slíkt auðfélag, sem hefði átt að fá 4 milljónir króna? Þá hefði „Vísi“ fundizt sjálfsagt að Kveldúlfur fengi þessar fjórar mill- jónir skattfrjálsar og verkamenn yrðu látnir borga tolla af brýnustu nauðsynjum sínum í stað skatta á auðmennina! Og hvað hefði verið sagt, ef stór- bændur hefðu átt í hlut? Ja, — þá hefðu nú bara verkin verið látin tala! Þá liefði þessum 4 milljónum taf- arlaust verið snarað út úr ríkis- sjóðnum, — kvittanalaust — með fyllsta samþykki Framsóknar og íhaldsins! Það hefur þótt sjálfsagt af þess- um sömu herrum, sem nú virðast ætla að ganga af göflunum yfir því að Dagsbrúnarmenn eiga að hafa 300 kr. vikukaup, að borga yfir 20 milljónir króna úr ríkissjóðnum á tveim árum til bænda og það á kostnað alþýðu í bæjunum og al- veg sérstaklega launþeganna. Og vitað er að megnið af því fé rennur til nokkur hundruð efn- aðra bænda og fá þeir því hærri uppbætur, því síður sem þeir þurfa þeirra með! En ef 3000 Dagsbrúnarmcnn, sem liafa á framfæri sínu álíka marga og liálf bændastétt landsins, eiga að fá kauphækkun, sem sam- svarar stríðsgróða nokkurra tog- ara, þá finnst þessum stríðsgróða- lýð hcimurinn ætla að farast! Og þetta eru mennirnir, sein skrifað h^fa fcgurst um að eitt skuli yfir alla ganga, hér skuli rikja jafnrétti og lýðræði o. s. frv. Þess.um herrum er bezt að fara að gera sér það ljóst, að alþýða íslands ætlast ekki til þess að hér rísi upp voldugir auðjarlar að amerískum sið og verkamenn séu svínbeygðir til þess að taka hverju því, scm að þeim er rétt, — reknir út í óhæfa „brakka“ með konur og börn, meðan auðdrottnar byggja yfir sig % milljón króna „villur“. íslenzka alþýðan krefst jafnræð- is og réttlætis í fjármálum scm stjórnmálum. Ilún ætlar sér að knýja fram örugga og góða afkomu alls vinnandi fólks og hún mun ekki slaka í því stríði. Vilja heildsalamir taka að sér að lífa á 300 kr. á viku? Heildsalablað Coca-cola-auð- valdsins getur svo spurt heildsala bæjarins að því hvort þeir vilji taka að sér að lifa af 300 kr. á viku, en það er takmarkið, sem Dags- brúnarmenn nú berjast fyrir að ná? Vér hyggjum að sumum þeirra myndi vart veita af slíku í „vasa- peninga“ handa sér og sínum. Og ætla þeir að halda því fram, að verkamenn og fjölskyldur þeirra eigi ekki sama rétt til lífsins, sama rétt til gæðanna, sem þjóðféiagið skapar, — eins og hver heildsaii? — Sannleikurinn er, að réttur verkamannsins er sízt minni. Nú munu þjóðartekjur íslend- inga vera um 550 milljónir króna á ári. Það þýðir ca. 25 þúsund krónur á fimm manna fjölskyklu, ef allir fengju jafnt. Dagsbrúnarverkamaðurinn fer fram á að fá 15 þúsund krónur á ári handa sér og sínum fyrir 8 tíma daglegt strit 300 daga ársins. Þjóðin álítur það sízt of mikið. En stríðsgróðalýðurinn vildi lík- lega helzt að það væri ekki neitt. Thor Thors, sendihenra Islands t Washmgfoci; ísleDffioat1 Wa málstað Mímm oj in fgrsla iðia lil ú standast Þjiuepjii sniiiag - med þvi að ncifa um fiugvallaleyíí í marz 1939 Fimmt.udagur 10. febrúar 1944. — ÞJÓÐVILJINN. í skeyti frá New York til bandaríska blaðafulltrú- aus hér, dags. 6. febrúar, segir: Thor Thors, sendiherra íslands í Washington, lýsti yfir hér í kvöld, að íslendingar fylgi málstað Banda- manna í þessari styrjöld og þeir þrái þá stund, áð þeir geti tekið þátt í störfum lýðræðissinnaðs heims að ó- friðnum loknum. í ræðu, sem Thor Thors flutti á fundi New York Historical Society, minntist hann á hlutverk íslendinga og íslands í þessari styrjöld. Hér birtist útdráttur úr ræðu sendiherrans: „Vér íslendingar óttumst ekki um framtíð lands vors. Vér efumst ekki um, hver verða úrslitin í þessari styrjöld, og vér þráum þann dag, er vér getum hafði samvinnu við aðrar þjóð- ir í heimi, þar sem lýðræði ríkir. Okkur er ljóst, hvílíkar fórn- ir Bandaríkin hafa fært, til þess að tryggja núlifandi og kom- andi kynslóðum viðunandi lífs- skilyrði, og vér fylgjum málstað þeirra af heilum hug. í heimi, þar sem friður ríkir, munu íslendingar ávalt vera frjálsir og óháðir. í heimi, þar sem allskonar átroðningur er látinn viðgangast, getur engin þjóð eða einstaklingur verið frjáls, því átroðningur byggist á þrælkun innanlands og utan“. Thor Thors hóf ræðu sína með þessum orðum: „Eitt af því fáa, sem ófriður þessi hefur leitt af sér til góðs, er sú staðreynd, að Bandaríkja'- menn og íslendingar eru nú orðnir mikið kunnari hver öðr- um en áður. Amerískir hermenn hafa nú bækistöðvar svo að Frá Alþingí: Nauðsynlegar breyltngar á dýrtíðarlðgunum Brynjólfur Bjamason flytur í efri deild fmmvarp um breyting á lögum um dýrtíðarráðstafanir, svo- hljóðandi: 1. gr. a. Síðasti málsl. 3. málsgr. 4. gr. laganna orðist svo: Þó getur ríkisstjórnin ákveðið lægra verð á einstökum vöruteg- undum gegn framlagi úr rikissjóði, en leita skal hún heimildar Alþingis til fjárframlaga í því skyni. b. Aftan við 4. gr. laganna bæt- ist: Meðan verð landbúnaðarafurða er ákveðið samkvæmt fyrirmælum laga þessara, skal nefndin starfa áfram og reikna út breytingar á verðinu fyrir 15. ágúst ár hvert samkvæmt því, sem vinnutekjur þær, scm lagðar eru til grundvallar við ákvörðun afurðaverðsins, og rekstrarkostnaður landbúnaðarins að öðru leyti hefur breytzt á Iiðnu ári. Ef ágreiningur verður um þennan útreikning, gildir álit meiri hlutans. Verði nefndin á einu máli um breytingar á þeim grundvelli, sem nú gildir, vegna nýrra upplýs- inga, þá skal tekið tillit til þess, næst þegar verðið er ákveðið. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. í greinargerð segir flutningsmað- ur: Frumv. þetta snertir tvö atriði, sem bæði voru lil meðferðar á síð- asta þingi, en náðu ekki afgreiðslu. Hér er um að ræða nokkuð fyllri ákvæði um tvö atriði dýrtíðarlag- anna, sem virðist óhjákvæmilegt, að sett vcrði nú þegar. Fyrri breytingartillagan er borin fram í því skyni að taka af allan vafa um það, hvcrnig skilja beri það ákvæði laganna, er um ræðir. En eins og kunnugt er, skilur ríkis- stjórnin þetta lagafyrirmæli á ann- an veg en ineiri hluti þings. — Frv. að efni samhljóða þessum fyrri lið flutti ég í Ed. á síðasta þingi, og var það afgreitt frá deildinni segja um allap heim. í bréfum sínum til ástvina sinna heima fyrir, lýsa þeir löndum þeim, er þeir dveljast í. Eg er þess fullviss, að þetta hefur treyst samband íslendinga og Banda- ríkjamanna og dregið upp sann- ari mynd af íslandi fyrir mörg- um Bandaríkjaþegni. Til þess að fá gott yfirlit yf- ir líðandi stund og reyna að skyggnast inn í framtíðina, er nauðsynlegt að rifja upp liðna tíma. Frumbyggjar íslands voru norskir höfðingjar, er flýðu und an kúgun konungs og stefndu skipum sínum í vestur átt í leit að frelsi. í dag er hið íslenzka Alþingi elzta þing í heimi. 1930 voru þúsund ár liðin frá stofnun Alþingis. Við það tæki- færi afhenti Bandaríkjaþing fyrir hönd Bandaríkjamanna Islendingum stórfenglega mynda styttu af Leifi Eiríkssyni. Mikilvægasti viðburður síð- ari tíma sögu íslendinga, var landganga amerískra hermanna á íslenzka grund 7. júlí 1941. Þá tóku Bandaríkjamenn við landvörnum á íslandi af Bret- um, samkvæmt samkomulagi milli forseta Bandaríkjanna og forsætisráðherra íslands. Sam- komulag þetta var síðar sam- þykkt af Bandaríkjaþingi og Al- þingi íslendinga, og var bannig orðið milliríkjasamningur. Sam með því orðalagi, sem hér er valið, og átti aðeins eftir að samþykkjast við 3. nmræðu í Nd. — Alþingi hef- ur nú að vísu samþ. heimild til ríkisstjórnarinnar um framlög úr ríkissjóði til niðurgreiðslu á verði innlendra vara, en þegar sú heimild fellur úr gildi, er nauðsynlegt, að enginn vafi leiki á um það, að allar heimildir til slíkra greiðslna úr rík- issjóði séu fallnar niður. Um síðari breytingartillöguna er það að segja, að hún er að lieita má samhljóða tillögu, sem hv. þm. A,- Hunv. flutti í neðri deild og hefur sama tilgang og tillaga, er ég flutti í þessari deild. Báðar þessar tillög- ur voru felldar mcð eins atkvæðis mun, hvor í sinni deild. Nú cr þessi tillaga flutt aftur í trausti þess, að meiri hluti þings hafi áttað sig á því, að ef samkomulag sex manna nefndarinnar á að vera áfram í gikli, er óhjákvæmilegt að sam- þ.vkkja þessa tillögu eða einhverja aðra skipan, sem kveður nánar á um en gert er í núgildandi lögum, hvernig ákveða skuli verð landbún- aðarafurða á komandi hausti. kvæmt þessum samningi hafa báðar hlutaðeigandi þjóðir skuld bindingar og réttindi hvor gagn vart annarri. „Vér íslendingar þurfum að- eins að athuga aðstöðu frænd- þjóða vorra, Dana og Norð- manna, til þess að vera þakk- látir fyrir aðstöðu vora í þess- ari styrjöld. Um leið viðurkenn- um vér, að ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefur sýnt sig verðuga trausti íslendinga og að sam- bandið á milli þessara tveggja þjóða hefur verið byggt á skiln- ingi og vinsemd. ÞÓTT ÍSLENDINGAR SÉU FÁMENNASTA ÞJÓÐ í HEIMI ÞÁ VORUM VIÐ FYRSTA ÞJÓÐIN, SEM STÓÐUMST ÞJÓÐVERJUM SNÚNING. — ÞAÐ VAR ER ÞJÓÐVERJAR ÆTLUÐU AÐ KOMA UPP FLUGVÉLABÆKISTÖÐ Á ÍS- LANDI í MARZ 1939.*) Er vér féllumst á að leyfa amerískum her að hafa afnot af landi voru var það gert til þess að tryggja frelsinu og mannréttindunum sigur. Það er athugunarvert, að engin þjóð, sem ekki á bein- línis í ófriði getur lagt meira af mörkum, en að leyfa afnot af landi sínu. Vér reynum ekki að breiða yfir árekstra á milli amerískra hermanna og íslendinga. Hjá þeim verður ekki komizt. í júlí- mánuði síðastliðnum, er Stim- son hermálaráðherra Bandaríkj- anna heimsótti Islahds, sagði hann í viðtali við íslenzka blaða menn, að sér fyndist samband- ið milli hermannanna og Islend inga hið vinsamlegasta. Hr. Stimson komst svo að orði: „Fyrirliðar mínir hér á landi hafa tjáð mér, að hermönnunum hafi verið tekið vel og er ég því þakklátur. Við, sem heima sitjum, metum mikils samúð þá og velvild, er hermönnum vor- um hefur verið sýnd hér“. Samkvæmt stjórnarskrá sinni er ísland hlutlaust land. En í þessum ófriði eigast við einræði og lýðræði, og getur því enginn efazt um, hvor aðilanna nýtur samúðar elzta lýðveldis heims- ins. Margir sjómanna okkar hafa orðið fyrir árásum Þjóðverja og margir hafa farizt. Skip okk- ar hafa orðið fyrir sprengju- og tundurskeyfaárásum, og vél- byssuskothríð hefur verið látin dynja á sjómönnum, sem kom- izt hafa upp á fleka eða björg- unarbáta. Sjómenn íslands eru hermenn vorir og á baráttu þeirra er ekkert hlé. Hér er einnig átt við sjómenn vora á íslenzkum kaupskipum, er hald ið hafa uppi ferðum milli ís- lands og Ameríkú frá því að styrjöldin hófst. Nú þegar höf- um'við misst um 10% af flota okkar vegna árása Þjóðverja“. Banill pDhanaflur leisir írá *) Leturbreyling l’jóðviljans. Framh. af 2. síðu. á, því að allt eldsneyti er að þrjóta. Er nú haldið að bryggju, þar sem flutningsskip lá. Við áttum að leggja togar- anum utan á það, en þegar við komum í kallfæri við' skipið er okkur barrnað að koma að skipinu vegna storms og sjó- gangs. Er þá haldið út á aftur og akkerið látið falla, en það festist ekki í botni og togarann rekur fyrir sjó og stormi og nálgast óðum klettana. Var nú öllum kolum sem til voru fleygt á eldana. Nú þurfti að draga inn akkerið og komast lengra frá landi. Þetta heppn- aðist og eru þá bæði akkeri látin falla. Allir biðu eftir því milli vonar og ótta, hvernig úr myndi rætast. Ef akkerin fést- ust ekki í botni, þá gat ekki hjá því farið, að skipið drifi upp í klettana. En þetta fór allt að óskum, eftir stuttan tíma lá skipið fyrir föstu og okkur létti öllum. Er þá vakt sett og fer eg með félögum mínum upp í brú. Þar var Vil- hjálmur skipstjóri og er hann auðsjáanlega búinn að missa all an kjark. Sagði hann okkur berum orðum, að hann byggist við að skipið ræki á land með öllu saman. Við reyndum að telja kjark í hann eins og við gátum, en ekki var að heyra á honum, að hann ætti nokkra sök á þessum vandræðum. Eg birti ekki meira að sinni úr mínu sjómannslífi, það getur birzt síðar ef þörf þætti. ,Það eru vafalaust fleiri en ég, sem finna skyldu hjá sér að segja frá sínu af hverju, sem þeir hafa upplifað á sjónum. Eg vil taka til athugunar áreksturinn á ísinn, sem fyrr er frásagt: Vilhjálmur skip- stjóri er orðinn þekktur sem sæmilegur aflamaður. Hann þurfti því ekkert að óttast, gat stöðvað skipið og gert skyldu sína, ef hann hefði viljað, án þess að hræðast yfirmenn sína. En af hverju gerði hann það ekki? Takið nú eftir, þarna kemur rannsóknarefnið. Eg verð að álíta, að hann hafi skoðað þetta útfrá aðeins einu sjónarmiði, nefnilega því hvað er heppilegast fyrir pyngju mína og útgerðarinnar. Það er auðvitað heppilegast að koma fiskinum sem fyrst á sölustað- inn, það gefur betri sölu og hærri prósentur. Vafalaust hafa verið til lög, sem fyrirskipa að skoðun fari fram eftir á- rekstur, en í þessu tilfelli sinnir skipstjóri því ekki. Hann virð- ist einnig treysta því að skips- höfnin láti þetta afskiptalaust, ég er eini'áður hugsar hann. Kolaleysið er sama eðlis. Við getum lesið út úr því þessar setningar: Mér er sama um lög. Mér er sama um öryggi sjó- manna, eg hefi bað eins og mér sýnist, ég . er einvaldur. Hvað þurfti nú meira en lög til þess að ofangreindir atburðir ættu sér ekki stað? Það er auð- séð. Það þyrfti að vera til — við getum nefnt það öryggis- ráð — um borð í skipinu sjálfu t. d. 5 manna ráð trúverðugra manna, skipað af samtökum sjómanna eða kosið af skips- höfninni sjálfri, með lagálegt og félagslegt urnboð til þess að taka í taumana, ef ástœða þótti til. Útgerðarmenn voru seinir til að taka pennanri núna, en pexið er hafið. Togararnir eru betri skip eftir breytinguna en áður segja útgerðarmenn. Þeii) segja ennfremur, að sama sé, þótt fiskur sé hausaður, lestarnar stækkaðar. troðið í hverja smugu og skipin fari með helmingi meiri afla nú en þau fóru með fullfermd fyrir stríð, því að hleðslumerkin segi til um hleðsluna. Þvílíkur vísdóm- ur! En rnætti spyrja: Eru hleðslumerkin þá ekki á sín- um rétta stað. Til sjómanna vil ég segja þetta: Látið ekki glepjast. Sameinizt fyrst og fremst sjálfir í bar- áttunni fyrir víðtækari öryggis- löggjöf og öryggisráði um borð í hverjum togara og hverju skipi. Hákon O. Jónasson. TilRiælin um.betri fisk* rangtiermd Þjóðviljanum hefur borizt eftir- farandi tilkynning frá iitanríkis- ráðuneytinu:. „f einu dagblaðanna í Reykjavík birtist nýlega Reuters-skeyti um að matvælaráðherra Breta hefði sent íslenzku ríkisstjórninni til- mæli um að íslendingar sendu betri fisk til Bretlands. Þar sem utanríkisráðuneytiini liafa eigi bor- izt neinar slíkar kvartanir hefur málið verið áthugað nánar, og við þá athugun hefur komið í ljós, að hiu umrædda Reutersfregn var svohljóðandi: „Með tilvísun til brezkrar seridi- nefndar, sem hefur farið til íslands, með það fyrir augum að athuga möguleika á að senda aukið fisk- magn til Bretlands, hefur Colonel Llevvellin bent á það, að íslenzka iiskimenn, eins og fiskimenn Bret- lands, Canada, Nýfundnalands og Azoreyja skorti fiskiskip“. Eins og sjá má hefur því ekki verið beðið um að betri fiskur yrði sendur til Bretlands, heldur er þess óskað að þangað verði sendur meiri fiskur. Reykjavík, 9. febrúar 1944". fkvlknun á Braga- götu 34 / gwr kom upp eldúr í liúsinu fíragagata Sý hér I bœnum, Var cldurinn fljótlega dökktur og urðu skemmdir ekki stórvœgilegar. Kviknaði í með þejm liætti að iöl höfðu verið hengd til þerris við eldstæði og kviknaði í þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.