Þjóðviljinn - 10.02.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.02.1944, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. febrúnar 1944 ÓVERKLÆGNI DRENGURINN (Þýtt) væri ekki smiður. En Steina langaði mest af öllu til að verða eins og pabbi hans. Amma hans vorkenndi honum og hún strauk hend- ur Steina blíðlega með gömlu, lúnu hendinni sinni og sagði að hann ætti sjálfsagt eftir að vinna mikið og vinna vel. -----Amma Steina var orðin gömul og bráðum átti hún sjötíu og fimm ára afmæli. Hún átti að fá fallegan, djúpan stól í afmælisgjöf. Pabbi yar sjálfur að smíða hann og drengirnir hjálp- uðu honum allir — nema Steini. Mamma hafði ofið efnið, sem stóllinn var klæddur með. Allir gátu gert eitthvað til að gleðja ömmu á afmælisdaginn, nema Steini. EJngum þótti þó vænna um ömmu en Steina, því hún var oft búin að segja að hann ætti eftir að vinna mikið og vinna vel. Þá datt Steina dálítið í hug: Hann ætlaði að smíða ofurlítið skrín handa ömmu og hafa útskorna rós á lok- inu. Þar gat svo amma geymt ýmsa smáhluti, sem hún átti. Hún átti til dæmis lokk úr hárinu á paþba, síðan hann var tveggja ára. Og hún geymdi mörg bréf frá barnabörnunum sínum, frá því þau voru að byrja að draga til stafs. Eitt þeirra var frá Steina. Steini vissi vel, hvernig skrínið átti að vera. Hann hlakkaði til að smíða það. Verst var, að enginn mátti vita neitt. Þessvegna varð hann að fara á fætur, þegar aðrir voru sofnaðir. Einu sinni að kvöldlagi, þegar allir voru sofnað- ir, læddist Steini á fætur. Hann gekk út í verkstæði pabba síns og kveikti Ijós. Steini valdi sér eins góðan við og hann gat. Síðan strikaði hann og mældi, eins og smiðir gera, og hann var feginn, að enginn strákanna var við til að hlæja að honum. Þetta kvöld gekk allt vel. Hann bara mældi og strik- aði og ekki skemmdi hann neitt með því. 7(itt 0$ ÞETTA Klæðaburður og tízká hefur oft verið viðkvæmt mál í fyrri daga: Biskupinn á Sjálandi, Peder Palladíus, reyndi að sanna með rökum, að hverri erlendri tízku hefðu guð hengt með landfar- sótt. Að lokum gekk hann svo langt, að skýra uppruna flestra sjúkdóma á þennan hátt. Þetta var á fyrri hluta 16. aldar. En í lok aldarinnar fór mönnum ekki að lítast á blikuna: í Mörkeröd fæddist stúlku- bam með „strýtumyndaðan hnakka, svipaðan þeim hekl- uðu húfum, burstmynduðu sorg arhöttum og öðrum viðurstyggi legum höfuðfatnaði, sem kven- fólk notar nú orðið,“ eins og það er orðað. Vanskapaður drengur fædd- ist í Nakskov um svipað leyti. Fætur hans og fótleggir voru óeðlilega digrir. Var um kennt, að komnar væm í tízku víðar buxur og fyrirferðarmiklir skór. Stjórn landsins lét þetta mál til sín taka og Kristján fjórði ritaði ráðamönnum kirkjunnar svohljóðandi bréf: „-----Það hefur komið í ljós, að Guð Almáttugur hefur stór- lega hneykslazt á þeim hé- góma, sem mannfólkið temur sér á vorum dögum, hvað klæðnað snertir, svo sem topp- myndaðar húfur og aðrar ó- sæmandi flíkur. Og hefur nú Guð á Himnum þráfaldlega vottað vanþóknun sína með ýmsum táknum, svo sem hin- um vansköpuðu bömum. Því biðjum vér yður, að þér hug- leiðið þetta mál í samræmi við Guðs orð, látið oss vita, hvað yður virðist rétt —“. í hug að ég yröi dðrum til byrði. Nei, það hafði mér aldr ei dottið í hug.“ „Þú þarft ekki að anza því, sem Karl segir, pabbi,“ greip Svea fram í. En það var eins og gamli maðurinn heyrði það ekki. „Eg hafði alltaf hugsað mér, að þið kæmust öll að heiman og svo gæti ég farið heim. — — Eg hafði alltaf ímyndað mér að einhverntíma kæmi að því að ég hefði efni á að fara heim.“ „Það er heldur ekki ómögu- legt, að þú getir einhverntíma farið til Lapplands,“ sagði Henrik. Hann hafði ætlað að hug- hreysta, en röddin bar vott um vonleysi. Hann hefði al- veg eins getað sagt: Það er heldur ekki ómögulegt, að sólskin verði í nótt. Eg vil ekki koma heim eins og flækingur,“ hélt Lun- bom áíram og var nú farinn að tala sænsku, því að honum var órótt. Það var svo skrítið að vera að tala um Lappland núna — í haustrigningunum hérna í Kaupamannahöfn, þeg ar allar götur voru blautar og sleipar. Og hvaða þýðingu hafði að tala um Lappland við Karl, sem aldrei hafði séð miðnætursól? ,,Þú ert nú búinn að þvæla um þessa Lapplandsferð í tutt- ugu ár og ert ekki hættur enn.“ Karl leit enn á klukkuna. Hvers vegna komu ekki Fríða og Henny ? Þær urðu að fara að koma, ef þær ætluðu á dansleik inn. ,,Þú veizt ekki um hvað þú ert að tala, drengur. Þú hefur aldrei gengið um greniskóg — gengið í leiðslu í skóginum — Lundbom þagnaði skyndilega og Svea lagði höndina á hand- legg hans. ,,.Vertu ekki að æsa þig upp út af þessu, pabbi," sagði hún. „Eg er ekkert æstur. En hvað veit hann um Lappland ? Ekki neitt. Ekki nokkurn 'kapaðan hlut.“ ,,Við skulum tala um eitt- hvað, sem kemur okkur meira við en Lappland. Þetta er orð- j in veiklun hjá þér, pabbi, að geta ekki um annað talað en I Lappland." * Karl sagði þetta ekki af neinni illgirni. Og hefði einhver sagt, að hann væri vondur við pabba sinn. þá mundi hann hafa orð- ið hissa. En Karl hafði heyrt lalað um Lappland síðan hann var lítill. Og hann hataði Sví- þjóð. Henrik herti upp hugann og tók til máls, þó að hann hefði ætlað að vera hlutlaus: ,,Pabbi þinn má þó líklega tala fyrir þér,“ sagði hann við Karl. Henrik sá undir eins eft- ir því, að hann hafði sagt „pabbi þinn' . En nú varð það ekki aftur tekið. ,,Já, þú getur talað djarft, Henrik. Þú átt góða daga hér, eins og þú værir hótelgestur.“ „Þegiðu, Karl. Henrik er velkomið að vera hér, meðan ég ræð hér húsum. Við stöndum öll saman, sem erum hér.“ Karl svaraði engu Faðir hans var allt í einu orðinn ofsareið- ur, og Karl vildi ekki deila við hann í illu. Auk þess var hann að fara á dansleik og átti að vera í góðu skapi. Karl hafði fyrr rætt það mál, hvort menn væru skyldugir til að sjá fyr- ir stjúpbörnum sínum langt fram á fullorðins ár. Henrik var eins og gauksungi og lét gefa sér fæði hér heima. Lát- um það nú vera, ef allsnægtir hefðu verið á heimilinu. En það var langt frá því. Henrik þagði. Hann sat kyrr og horfði á Sveu. Hann var að vona að hún tæki svari hans. Þessi gamla einstæðingstilfinn- ing hafði gripið hann einu sinni enn. Hann átti að réttu lagi ekki heima hér. Henrik hefði getað grátið eins og barn. En hann skamm- aðist sín fyrir ístöðuleysi sitt. Hann var ekki hér eingöngu fæðisins vegna. Gat Svea ekki skilið það, að það er lífsnauð- syn að fá að umgangast fólk, mega vei'a í sömu stofu og aðr ir, tala eða þegja, eftir eigin geðþótta — eiga einhversstað- ar heima. En Svea tók ekki svari hans. Hún stóð úti við gluggann og horfði niður á torgið, þar var mikil umferð og glæsileg á að líta. En veðrið var drungalegt. Þarna biðu þrír bílary Þarna var skringilegt skýli, þar sem dagblöð voru seld. Þarna var. ávaxtavagn. Og þarna var kjöt- búðin. Fólk gekk undir regn- hlífum, klætt í allavega litar regnkápur. Svea þvingaði sig til að horfa á allt þetta og taka eftir því. Hún vildi ekki hugsa. Lundbom ýtti diskinum frá sér. Hann var orðinn rólegri. „Eg hef fyrr verið atvinnulaus. Það eru sex ár síðan. Þá hafði ég ekkert að gera í þrjá mán- uði. En svo fékk ég vinnu. Eg hef lært hjá konunglegum klæðskera í Svíþjóð, svo ég kann verk mitt. Eg get sniðið einkennisbúninga, sem fara svo vel, að hvergi vottar fyrir broti eða hrukku — sem falla eins og hanzki. Hvað haldið þið að margir kunni að sníða svona nú orðið? Enginn svaraði. Systkinin höfðu svo oft heyrt hann minn- ast á veru sína hjá konunglega klæðskeranum í Svíþjóð og einkennisbúninga, sem fóru vel. Þau þögðu bara við þessu, af því að hann var orðinn gam all maður. Hann horfði órólegur í kring um sig. Og til þess að. dylja geðsnræringu sína, ýtti hann upp gleraugunum með vinstri hendi og lét þau sitja á loðnu, hvítu augabrúnunum. Hann hafði lágt enni. Kinnar hans voru enn rauðar eftir langa göngu í illviðrinu. Síðan dust- aði hann ryk af jakkakragan- um, ef það þá var nokkurt ryk. „Drekktu teið, pabbi.“ Svea gekk að borðinu til hans. Hún hafði mjúkar og létt ar hreyfingar. Og Henrik dáð- ist að henni í hvert skipti, sem hann sá hana hreyfa sig. Hún hafði fagran, kvenlegan vöxt, en var þó lítið eitt of breið yfir mjaðmirnar. Það hékk mynd af móður hennar ofan við skrifborðið. Hún virtist hafa verið myndarleg, fremur feit- lagin kona. Og Henrik bjóst við að Svea mundi líkjast henni með aldrinum. Lundbom ýtti bollanum frá sér og leit á klukkuna. „Var það ekki í kvöld, sem þið ætl- uðuð á dansleik, Karl? Er það félagið þitt, sem hefur þessa skemmtun?“ Spurningin var svo auðmjúk, að Karl blíðkaðist. Hann bar úrið sitt saman við klukkuna á veggnum, stakk svo úrinu í vestisvasann aftur og hneppti jakkann. Hann þandi út brjóst- ið og lyfti herðunum lítið eitt um leið. Hann var í nýjum föt- um. Axlirnar voru rækilega stoppaðar. „Það er í klúbbnum. Verði ég heppinn kemst ég í stjórn á næsta aðalfundi. Nú þyrfti ég eiginlega að fara að æfa mig aftur.“ „Æfa þig! Já, en Kaii. Varstu ekki hættur. Það eru svo margir, sem slasast í þess- um hnefaleikum. Mig minnir líka að þú segðir að þú værir .orðinn of gamall.“ Lundbom talaði glaðlega. Hann var svo feginn að geta breytt umtalsefni. Hitt var annað, að hann hafði aldrei skilið hvaða ánægja það gat verið fyrir fullorðna menn, að -fara úr fötunum og ráðast hver á annan með höggum og barsmíðum. „Of gamall! Eg er tuttugu og sjö ára.“ Karl vék úr vegi fyr- ir Sveu. Hún var að bera út af borðinu. Henrik horfði stöðugt á hana, en hann sat kyrr. Sat kyrr og vaggaði stólnum. „Ef ég kemst í stjórnina, verð ■ ég að taka virkan þátt í félagslífinu.“ „Það kostar víst eitthvað — þesskonar —“.Lundbom talaði gætilega og var reiðubúinn að slaka til 'ef þess gerðist þörf. En Karl tók öllu vel. Hann út- skýrði málið nánar: Klúbbuf- inn hafði fengið nýjan félags- mann, sem var líklegur til að vinna næstu landskeppni. Það yrði klúbbnum mikill frami. Og þá yrði eitthvað í það varið að eiga sæti í stjórninni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.