Þjóðviljinn - 10.02.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.02.1944, Blaðsíða 8
./ ^ L- “'l i ii‘» [í Os®rhorg!nni Næturlæknir er í Læknavaröstöð Reykjavíkur í Austurbæ j arskólan- um, sími 5030. Ljósatími ökutœkja er frá kl. 5 að degi til kl. 8.25 að morgni. ÚTVARPIÖ í DAG. 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guð- mundsson stjórnar): a) Vorhugleið- ingar eftir Nevin. b) Lög úr óperunni „Valsadraumurinn" eftir Oscar Strauss. c) Vorkoman eftir Ph. E. Bacli. d) T.vrkneskur mars eftir Michaelis. 20.50 Frá útlöndum (Axel Thorsteinsson). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15 Lestur Islendingasagna (dr. Einar OI. Sveinsson). 20.40 Hljómplötur: Gunnar Pálsson syngur. -------- —-- ' " Lcikjélag Reykjavíkur sýnir Vopn guð- anna kl. 8 í kvöld. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Skipstjóra- og stýri-mannafélag Reykja- víkur heldur fund í dag kl. 8.30 e. h. í skrif- stofu félagsins í Ilamarshúsinu. Til um- ræðu verða kaupsamningar, öryggismál sjó- manna o .fl. Samtídin, 1. hefti 11. árg., er nýlega kom- in út. Flytur ritið m. a.: Viðhorf dagsins, frá sjónarhóli blaðamanns eftir Karl Isfeld. Um framtíð Evrópu eftir Eleanor Kibl- redge. Grein sem nefnist Amerikumenn kalla Gunder Ilágg Hermes vorra tíma. Umsagnir um bækur o. m. fl. Eyrbelckingafélagið heldur aðalfund á félagsheimili V. R. föstudaginn 11. febrúar kl. 8.30 e. h. Vörubílastöðin Þróttur heldur árshátíð sína fösludaginn 11. þ. m. i Tjarnareafé og hefst liún kl. 7.30 e. h. Aðgöngumiðar seldir i Vörubilastöðinni. Upplýsingastöð fnngstúkunnar um bind- indisrnál verður opin í Góðtemplarahúsinu í dag kl. 6—8 e. h. Þeir, sem óska aðstoðar eða ráðlegginga vegna drykkjuskapar sin eða sinna, geta komið þangað, og verður þeim liðsinnt eftir föngum. — Með þessi mál verður farið sem trúnaðar- og einka- mál. ÁsKríftarsfmi Þjöðviljans er 2184 Málfundahópur Æskulýðsfylk ingarinnar í Reykjavík — félags ungrcu- sósíalista — heldur fund í kvöld kl. 9 á Skólavöröustíg 19 Umræðuefni: Bannmálið. STJÓRNIN. Flokkurínn S krifstofa miðstjómar Sósíalistafokk^- ins verður opin þennan mánuð frá kl. 4—7 e. h. Ný bók efiír dómprcfastínn af Kantaraborg Frœðslunefndar Sósíalistaflolcksins hefst annað kvöld, föstudag, á Skólavörðustíg 19. Tekið við þátttökuumsóknum til n.k. mánudags. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN Framhald af 3. síðu. Dómprófasturinn segi!-: „Tvö ár hafa gefið sovétskipu laginu úrslitaprófið. Sovétrík- in standa óhögguð. Öll fram- faraöfl mannkynsins standa í þakkarskuld við Sovétríkin. Ef sósíalismi væri ekki rikjandi í Sovétríkjunum væri algert ör- yggisleysi í Bretlandi, og senni lega væri Bretaveldi þá ekki lengur til. Og horfurnar fyrir Bandáríkin hefðu verið engu betri árið 1943 en fyrir Bret- land 1940. Hver einasti maður I í Bretlandi og Bandaríkjunum ætti að minnast með þakklæti hetjudugs sovétþjóðanna og þjóðskipulags og forustu Sovét- ríkjanna.“ Þessi nýja bók Hewlett John- sons hefur eins og hin fyrri mikinn fróðleik að færa um Sov étríkin og sovétþjóðirnar. Greint er frá atvinnuháttum, þjóðfé- lagsstofnunum og stjórnmálalífi innan sovétskipulagsins, og á- herzla lögð á hlutverk Komm- únistaflokks Sovétríkjanna í styrjaldarrekstrinum, en það er njál, sem borgararithöfundum hættir til að láta liggja milli hluta. Dómprófasturinn er ekk- ert smeykur við að horfa í augu veruleikans, enda þótt hann hitti þar fyrir kommúnista, hann segir um Kommúnistaflokk Sovétríkjanna: „An slíks flokks hefðu Sovét- ríkin ekki þolað slíkt áfall og innrcts þýzku herjanna, og við- haldið einbeittum vilja og stefnu á hinum œgilegustu und anhaldsmánuðum er komu eft- ir fyrstu árás Hitlers. Það var þessi stálkjarni einingar og ein beitni, sem gerði mögulegt það, sem sennilega er mesta afrek hernaðarsögunnar, breytti skipu lögðu undanhaldi um 1300 km. land fyrirvaralaus't í langa og árangursrika gagnsókn... Það var viljaþrek Sovétríkjanna, samanþjappað í Kommúnista- flokknum, sem bjargaði Sovét- ríkjunum og heiminum, árin 1941 og 1942“. Andstæðingar sósíalismans og Sovétríkjanna reyndu að gera lítið úr bókinni Undir ráðstjóm, dómprófasturinn væri forskrúf- aður prestlingur, sem ekkert vit hafði á þjóðfélagsmálum hvað þá hernaði og iðnaði. Því var gleymt, að Hewlett John- son hefur auk prestsmenntunar staðgóða verkfræðingsmenntun, og það er engu síður verkfræð- ingurinn en presturinn, sem kemur fram í bók hans. Nei, þeir bóttust vita betur þessi þjóðmálaspekingar, sem for- dæmdu „Undir ráðstjórn". En svo undarlega vill til, að lesi maður þá bók nú, og það sem þessir sömu þjóðmálaspekingar skrifuðu um sama leyti, kemur í ljós, að það er Hewlett John- son, sem fengið hefur reynsl- una í lið með sér. Þess skal minnzt, að í iúní 1941 lýsti dómprófasturinn yfir því áliti sínu, að Sovétríkin myndu fær um að standast árás hinna „ó- sigrandi" þýzku hersveita, er þá flæddu inn í Sovétríkin, að því er virtist með sama óstöðv- andi þunga og áður í Póllandi og Vestur-Evrópu. Flestir brezk ir (og bandarískir) herfræðingar töldu, að Sovétríkin gætu í bezta lagi varizt herskörum Hitlers sex til átta vikna tíma. „Undir ráðstjórn“ kom fvrst út meðan griðasáttmáli Sovét- ríkjanna og Þýzkalands stóð á dögum skæðasta Finnagaldurs- ins. En bókin hafði það við sig, að hún braut niður múra for- dóma og fyrirframsannfæringu um Sovétríkin, hún seldis í tveim milljónum eintaka í Bret landi og Bandaríkjunum og var þýdd á fjölda mála. Þessi seinni bók dómprófastsins hefur marga beztu kosti hinnar fyrri, og mun verða víðlesin og velmetin. Landsbankinn gefur út 500 krónu seðla Stjóm Landsbanka íslands hefur samkvæmt lögum nr. 10 frá 15. apríl 1928 gefið út handa Landsbankanum 500 króna seðla með svofeldri gerö: Seðlamir em jafnir 100 króna seðlum Landsbankans áð stærð, 10X15 cm. Framan á þeim er prentað gildi þeirra og er talan tilgreind með bók- stöfum, í þrem orðum, og fyrir neðan þau í tveim lín- um: Samkvæmt lögum nr. 10, 15. apríl 1928 Landsbanki ís- lands. Eru þessi orð öll með dökkgrænum lit á marglitum grunnfleti með brugðnu skrautverki, umhverfis hann eru tvennir grænir bekkir með skrautgreinum. Fyrir of- an er letrað nafn bankans: Landsbanki íslands, en undir þeim stendur nafn formanns bankaráðsins og nafn eins af bankastjórunum, og eru þau nöfn með rithönd þeirra. Vinstra megin við orðin er prentuð brjóstmynd Jóns Sig- urðssonar, en hægra megin er mynd Jóns Eiríkssonar sem sem vatnsmerki í hvítum, kringlóttum reit. Á öll horn er prentuð talan 500, er tákn- ar gildi þessara seðla, og er hún með Ijósgrænum lit í dökkgrænum, ferhyrntum reit Aftan á seðlinum er hinn hvíti, kringlótti reitur, með mynd Jóns Eiríkssonar sem vatnsmerki í, vinstramegin, en hægra megin er prentuð mynd af alþingisstaðnum gamla, Þingvelli við Öxará, er myndin í kringlóttri umgjörö og upphafsstafir bankans L og í.,skrautlega dregnir, hvov til sinnar handar. Grunnflöt- •X nVja BlÓ I \ TJABNAB BÍÓ -- TÍL VIGSTOÐVANNA | („To The shores of Tripoli") | Gamanmynd í eðlilegum | litum. | • JOHN PAYNE MAUREEN 0‘HARA RANDOLPH SCOTT | Sýnd klukkan 5—7—9. Böra. innan 16 ára fa ekki aðgang. Giæfrafðr (Desperate Joumey) ERROL FLYNN RONALD REAGAN RAYMOND MASSEY Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð bömum innan 16 ára Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur- LEIKFELAG REYKJAVIKUR. -V0PN GUÐANNA“ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Mni hsafldiF til uarfliæslu Framhald af 1. síðu. Eitt norsku leyniblaðanna skor- ar fastlega á þá Norðmenn, sem neyddir eru til gæzlu við járn- brautir og annarsstaðar, að hlýða ekki frekari þýzkum fyrirskipun- uin, segir í fregn til Norsk tele- grambyrá í London. Bendir blaðið á að þessi skyldu- kvöð sé lögð á samkvæmt kvisl- ingslögunum frá 6. ág. 1942 „um vernd gegn óvinaaðgerðum gegn ríkinu eða flokkum“. í þessari kvislingslöggjöf er játað, að varúð- arráðstafanirnar miðist við menn „sem grunaðir séu um óvinaað- gerðir gegn ríkinu og þá sem vegna stjórnmálastefnu sinnar mega telj- ast skyldugir að fremja slíkan verknað“. Blaðið bætir við: „Til óvinaað- gerða gegn ríkinu og flokknum er nú talið allt það er skaðað getur hagsmuni Þjóðverja. Saklausir menn eru teknir sem gislar fyrir verk, sem þeir hafa aldrei unnið né látið sér til hugar koma. Kvisl- ingslögin eru andstæð öllum al- þjóðarétti og miðast fyrst og fremst við ofsóknir gegn norskum ættjarðarvinum og kúgun norsku þjóðarinnar. Margir varðmann- anna liafa þegar látið lífið á verð- inum. Fyrst voru Norðinennirnir sendir til varðþjónustu gegn skemmdarverkamönnum sem ótví- rætt er hlutverk- hernámsmanna. Svo voru þeir sendir til járnbraut- argæzlu. Næst Verða þeir sendir til að gæta annarra hernaðarlega mik- ilvægra staða, og loks kemur að því sem Þjóðverjar ætla sér mcð þessu: Norðmenn verða settir til varðgæzlu á hættulegustu stöðun- um og látnir berjast við innrásar- lið. Á þennan liátt, með því að fórna norsku blóði, halda Þjóðverj- ar líklega að þeir geti hindrað árás Bandamanna. urinn umhverfis er með brugönu skrautverki, og yzt umgjörð með skrautgreinum í, en innan við hana er talan 500 1 hverju horni í kringl- óttum skildi með skrautverki umhverfis í ferhyrntum reit. Öll bakhliðin er prentuð með grænum lit. Sú skoðun verður stöðugt al- mennari meðal góðra Norðmanna, að þátttaka í slíkri varðgæzlu sé þeim ekki samboðin, og geti orðið að dulbúinni herkvaðningu, sé ekki tekið fyrir hana nógu snemma. Kjörorð allra Norðmanna hér eftir á að vera: „Enginn lilýðir kvaðn- ingu til varðgæzlu við járnbrautir eða annarsstaðar fyrir Þjóðverja“. Þegar liafa tugþúsundir Norð- manna verið kvaddir til varð- gæzlu, 20 verðir hafa þegar béðið bana við starfið og um 40 særzt. Austurvígstöðvarnar Framnald af 1. síðu var einn bær 25 km. fyrir vestan Lúga, annar 20 km. fyrir norðan og sá þriðji 30 km. fyrir norðaust- an. í sókninni vestur og norðvestur frá Novgorod var nokkrum gagn- áhlaupum hrundið og margir byggðir staðir teknir. Á öllum austurvígstöðvunum eyðilögðu Rússar í fyrradag 90 skriðdreka fvrir Þjóðverjum og 19 flugvélar. KVÍÐI í LEPPRÍKJUNUM. Fréttir frá Svisslandi herma, að finnska stjórnin hafi komið saman á fund í dag til að taka til athug- unar aðvörun Bandaríkjastjórnar út af þátttöku Finnlands í stríðinu. Helsingfors er nú rýmd sem óðast, Hafa verið sendar aukalestir með fólk, og fjöldi bíla tekinn leigu- námi. í Búlgaríu hefur verið hert á ýmsum öryggisráðstöfunum, m. a. tekið upp strangt eftirlit með allri umferð fólks að kvöldi til. Leiðtogar stjórnarandstæðinga í þinginu halda því fram, að með hruni Mússolinis liafi öxullinn horf- ið úr sögunni, og séu Búlgarar því lausir við allar skuldbindingar sín- ar gagnvart honum. Samband Þýzkalands og Ung- . verjalands er töluvert spenlit. Hafa Þjóðverjar borið fram nýjar kröf- ur, en liins vegar heimtar almenn- ingur hástöfum, að allar ungversk- ar hersveitir séu tafarlaust kvadd- ar hcim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.