Þjóðviljinn - 19.02.1944, Blaðsíða 1
Fundur Dagsbrúnarverkamanna í Iðnó í gær var
mjög fjölsóttur, var húsið troðfullt.
Fullkomin eining og sigurvissa ríkti á fundinum
og óbilandi áhugi verkamanna fyrir að leiða deiluna
við atvinnurekendur til fulls sigurs fyrir félagið.
Stjórn félagsins rakti gang málsins fram að þessu,
og undirbúningi þann er hún hefur gert, ef til verkfalls
skyldi koma, ennfremur skýrði hún frá viðræðunum við
atvinnurekendur.
Forseti Alþýðusambandsins mætti á fundinum og
flutti yfirlýsingu Alþýðusambandsins um allan þann
stuðning sambandsins við Dagsbrúnarmenn, sem á þarf
Yfirlýsing
Alþýðusambandsins.
Guðgeir Jónsson, forseti Al-
þýðusambandsins flutti verka-
mönnum eftirfarandi yfirlýs-
ingu um stuðning sambands-
ins:
„Um leið og Alþýðusamband
ið ítrekar yfirlýsingar sínar um
stuðning við hinar sanngjörnu
kröfur Verkam.fél. Dagsbrúnar
og skírskotar til bréfs sambands
ins 12. febr. s.l. til sambands-
j félaga í Rvík og nágrenni, sam-
I þykkir miðstjómin að leggja
fyrir stéttafélög Alþýðusam-
bandsins eftirfarandi:
1. Sérhvert sambandsfélag
sjái um að meðlimir þess taki
ekki upp verk, sem Dagsbrún-
armenn kynnu að leggja niður
vegna deilunnar né vinni að
afgreiðslu flutningatækja á sjó
eður landi í bága við liagsuni
Dagsbrúnarmanna, ef til vinnu
stöðvunar kæmi.
Framh. á 8. síðu.
Brezkir verkamenn
og A. F. L
LONDON. — Oeneral News Servioa.
Man and Metal, blað sam-
bands brezkra járn- og stáliðn-
aðarmanna, sem er eitt íhalds-
samasta verklýðssamband lands
ins, birti fyrir skömmu grein
•
undir fyrirsögninni: „Þjónið
ekki Hitler“. Þar segir m. a.:
„Ef afstaða AFL-s (ameríska
verkamannasambandsins, sem
hafnaði þátttöku á alþjóðafundi
verkamanna) þýðir það, að
ekki megi taka gild önnur verk
lýðsfélög en þau, sem eru í
auðvaldslöndum, þá getur slík
kenning augljóslega hlotið litla
viðurkenningu meðal brezkra
verkamanna. Hún lætur sér
ekki skiljast, að verklýðsfélög
hljóta að hafa álíka áðstöðu 1
sósíalistisku ríki“.
að halda.
Fundurinn samþykkti að slaka í engu til frá kröf-
um sínum og fara samþykktir hans hér á eftir:
„Fjölmennur fundur [ félagið út í verkfall fyrir
Vmf. Dagsbrún, 18. febrú- hinu sanngjarna og rétt-
ar 1944, lýsir yfir sam- | láta samningstilboði þess,
þykki sínu við þá fram- j er fyrir liggur, áskilur fé-
komu félagsstjórnar og að j lagið sér rétt til að endur-
stoðarnefndar, að halda ! skoða samningstilboðið
fast við samningsuppkast með tilliti til þess tjóns, er
félagsins, sem miðað er atvinnurekendur myndu
við, að samningar takist baka verkamönnum með
án verkfalls. Ef atvinnu- j því að neyða þá til vinnu-
rekendur hinsvegar neyða I stöðvunar.“
Raiðl liFlni lelur Slanla-
mssa ag siinsi
Rússar 30 ktn frá íárnbrauffnnf Sfaraja~Russa — Pskoff
Brædínöurtnn í sjálfhcfdus
SoíDbeiiflia bræfllDflsflaimsrniF
sis íurif undanbamsliðlnu?
Alþýðublaðíð freimtar að 17. júni-ákvæðlð sé
fellt út úr þingsályktjninni um þjóðhátíðina!
Bræðingur íhalds og Framsóknar við Stefán Jó-
hann verður bræðingsflokkunum meir og meir til
skammar. Lítur nú út fyrir að Ólafur Thors sé alltaf
á þönum eftir St. Jóhanni, til þess að heyra hjá honum
hve langt bræðingsmenn þurfi að ganga, til þess að
undanhaldsmenn séu ánægðir. Er nú svo komið að
bræðingur þessi hefur allt starf þingsins og var enginn
fundur í stjórnarskrárnefndum í gær, sem annars hafa 1
haldið fundi mikla daglega. Er nú ýmsa farið að gruna
að eitthvað annað en umhyggjan fyrir sjálfstæðismál-
inu vaki fyrir Ólafi Thors í þessum „samningum.“
Alþýðublaðið setur fram þá
kröfu í gær að bræðingsflokk-
arnir falli nú einnig frá því að
ákveða þjóðhátiðina á Þingvöll
um 17. júní í þingsályktunartil-
lögu þeirri, er þegar hefur ver-
ið lögð fam. Fer Alþýðublaðið
um það eftirfarandi orðum:
„ ... verður að óreyndu ekki
öðru trúað en að þeir (Fr. og
Sjálfst.fl.) standi við'það sam-
komulag, þótt það veki vissu-
lega illan bifur, að þeir skuli
síðan, þvert ofan í það, hafa
átt þátt í því, að flytja þingsá-
lyktunartillögu um lýðveldis-
stofnun 17. júní, og verði að |
Framh. á 8. síðu. |
Rússneska herstjórnartilkynningin skýrði í gær-
kvöldi frá töku bæjarins Staraja-Rússa, sem stendur
við ána Polisto nokkru fyrir sunnan Ilníenvatn. Auk
hans voru 40 bæir og þorp tekin.
Þjóðverjar höfðu haft bæinn á sínu valdi síðan
fyrsta stríðsárið. Rússar voru hvað eftir annað næstum
búnir að taka hann aftur fyrsta stríðsveturinn, en Þjóð-
verjar voru þá þegar búnir áð víggirða hann svo ramm-
lega, að það tókst ekki.
Rauði herinn tók einnig í gær jámbrautarmiðstöð-
ina Sjimsk á vesturbakka Ilmenvatns.
Þjóðverjar voru búnir að til-
kynna, að þeir hefðu yfirgef-
ið Staraja-Rússa, áður en Rúss-
ar tilkynntu töku bæjarins.
Lýstu Þjóðverjar undanhaldinu
sem miklum sigri sínum. Mun
það og mála sannast, að þeim
var ekki vært lengur í bæn-
um, sem stóð í enda fleygs
þess, sem Þjóðverjar höfðu á
valdi sínu fyrir sunnan Ilmen-
vatn. Stafaði herliði þeirra á
þessum fleyg hin mesta hætta
af sókn Rússa suður með vest-
urbakka Ilmenvatns, sem
stefndi að bví að komast að
baki þýzka varnarliðinu og var
í gærkveldi um 30 km. frá járn-
brautinni vestur til Pskoff. Hef
ur Hitler ekki treyst sér til að
bera ábyrgð á fleiri innikróun-
um þýzkra herja í bili, þó að
ekki væri hinn kosturinn góð-
ur.
Rauði herinn fylgir fast á
eftir Þjóðverjum á undanhald-
inu, sem er þegar orðið þýzka
hernum dýrkeypt.
Rússar hafa sótt fram fyrir
sunnan og suðvestan Lúgu. All
margt byggðra bóla hefur ver-
ið tekið.
Rauði herinn útrýmdi í gær
síðustu leifum þýzka áttunda
hersins í Dnépr-bugðunni. Voru
það nokkur þúsund manna í
dreifðum, einangruðum hópum,
sem leyndust í skógum.
Meðal herfangsins var geysi-
legur fjöldi vörubíla og vöru-
geymsluhús full af kornvöru
og sykri.
Paul Winterton símar frá
Moskva, að manntjón Þjóðverja
þarna hafi verið nálega 100000.
3 ÓSIGUR MANNSTEINS
. Úrslitin voru þriðji stóri ó-
sigur >von Mannsteins. Sá fyrsti
var, er hann stjórnaði hernum,
sem átti að hjálpa 6. hernum
þýzka í Stalingrad. Beið hann
þá fullkominn ósigur milli Ko-
telnikofo og Stalingrad.
Annar ósigurinn var hin mis-
heppnaða gagnsókn hans á Ki-
eff-vígstöðvunum snemma í
vetur, sem aðeins ruddi braut-
ina fyrir hina miklu sókn Val-
tútins.
Þriðji ósigurinn var svo í
hinni nýafstöðnu innikróunar-
orustu við Korsún .
EISENHOWER HEIÐRAÐUR
Moskvaútvarpið skýrði frá
því í gær, að Eisenhower yfir-
hershöfðingi innrásarhersins
hefði verið sæmdur æðsta her-
mennsku heiðursmerki Sovét-
ríkjanna, Súvoroff-orðunni af
fyrstu gráðu, fyrir afburðaher-
stjórn í Norður-Afríku og á
Italíu.
Nokkrir aðrir amerískir her-
foringjar voru sæmdir heiðurs-
merkjum.
KOLLONTAJ ÞÖGUL
Sendiherra Sovétríkinnna í
Svíþjóð, Alexandra Kollontaj,
hefur neitað að veita sænskum
blöðum upplýsingar um, hvort
Framh. á 8. síðu.