Þjóðviljinn - 19.02.1944, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN
(
Laugardagur 19. febrúar 1944.
Þegar Þóra litla veiktist.
klæða barnfóstrurnar hana í hvert skipti, sem hún fer
út. Og vertu nú sæl, Sigríður.
Þegar þær komu heim, fór Þóra að hágráta og sagði
við mömmu sína.
„Hversvegna varstu svona vond við mig, mamma?
En mamma hennar svaraði engu.
Næst þegar Þóra litla fór út og ætlaði að búa sig
eins og hún var vön, sagði mamma hennar:
„Bíddu svolítið. Eg ætla að segja honum Nonna,
hvað læknirinn sagði við okkur um leið og við fórum.
Og ég er að hugsa um að segja fleiri krökkum það.“
Þóra sagði ekki neitt, en hún fór að leita að ullar-
leistunum sínum og skinnhúfunni.
Síðan hefur hún aldrei fengið kvef.
SYNGIÐ ÞIÐ MYS !
(Þýtt).
Langt inni í skóginum var lítill bær. Þar bjó göm-
ul kona með syni sínum.
Þau voru fátæk, áttu aðeins ofurlítinn jarðarskika,
eina kú og hest. Þau lifðu mest á mjólkinni úr kúnni.
Stundum lánuðu þau nágrönnunum hestinn og fengu
peninga fyrir það.
Drengurinn dugði ekki til neins. Hann gekk með
hendurnar í vösunum allan guðs langan daginn og
mamma hans þóttist sæl og heppin, ef hann hjó ein- i
stöku sinnum í eldinn.
Þau urðu fátækari, með hverjum degi, sem leið.
Einn góðan veðurdag bjó ekkjan til brauð úr síð-
asta mjölhnefanum. Og nú hafði hún fyrir löngu síðan
eytt þessum fáu krónum, sem maður hennar hafði lát-
ið eftir sig.
„Heyrðu, Óli, sagði hún við son sinn. „Nú eru éngin
önnur ráð en að selja hana Brúnku og kaupa mjöl fyrir
verðið hennar. Farðu nú í sparifötin í fyrramálið, þú
yfátCgÞETTA
Enskur trúboði: Nú hef ég
kennt bér boðorðin, fjallræð-
una og trúarjátninguna. Og nú
spyr ég þig, bróðir: Viltu fara
til himnaríkis, þegar þú deyrð?
Indverjinn: Það held ég ekki.
Trúboðinn: Hvað er þetta
maður? Viltu ekki fara til
guðs?
Indverjinn: Eg er hræddur
um, að himnaríki sé ekki merki
legt land, því að þá væru Bret-
ar búnir að slá eign sinni á það
fyrir löngu.
*
Indíáni var leiddur fyrir rétt.
„Kanntu að lesa og skrifa?“
spurði dómarinn. ,,Eg kann
að skrifa en ekki að lesa“, svar
aði ákærður. Honum var fengið
blað og sagt að skrifa nafnið
sitt. Indíáninn krotaði eitthvað
á blaðið. „Hvað er þetta, sem
þú hefur skrifað?“ spurði dóm-
arinn. „Eg veit það ekki. Eg
sagði yður, að ég væri ekki
læs“, svaraði Indíáninn.
Dómarinn: Hvers vegna sló
uð þér manninn?
Ákærður: Hann kallaði mig
nashyrning.
Dómarinn: Hvenær var það?
Ákærður: Fyrir þremur ár-
um.
Dómarinn: Hversvegna lömd
uð þér hann ekki strax?
Ákærður: Þá hafði ég ekki
séð nashyrning. En í gær sá ég
hann.
★
Gyðingur var að selja fisk.
„Hversvegna eru allir Gyðing-
ar vitrir menn?“ spurði mað-
ur, sem var nærstaddur.,, Það
er vegna þess að við borðum
sérstaka tegund af fiski. Og
hérna er hann. „Maðurinn
keypti fiskinn, borgaði hann
og beit strax í hann. „Þetta
er bara reykt síld“, sagði hann.
„Sjáum til, þú ert strax orð-
inn svolítið vitrari“, sagði Gyð-
ingurinn.
LECK FISCHER:
m
1
Þau þögðu öll. Sjúkrabíll
fór framhjá og gaf merki, sem
var eins og eymdarlegt væi.
Henrik hrökk vi'ð og leit ósjálf
rátt út í gluggann. Hann sá í
anda ungan mann, sem lokar
vandlega eldhúsgluggunum
og opnar gaspípuna. Nú koma
björgunarmennimir inn til
hans, ungir, röskir menn, sem
hafa fasta atvinnu og góð
laxm.
Henrik hafði engan hug á
aö fremja sjálfsmorð. Og þeg
ar hann hugsaði nánar um
það, ógnaði honum sú þján-
ing sem því hlaut að fylgja
að svifta sig lífi. Hinsvegar
skildi hann, aö svo mikið gat.
hugarstríð manna orðið, að
þeir gripu til þess. Lífsþráin
gat kulnað út, þegar allar
framtíðarvonir voru dánar.
Það gat gengiö svo langt, að
hægt værí að horfast í augu
við þjáningar dauðans.
Lundbom dró andann djúpt
og fór að drekka kaffiö, þó að
hann langaði ekkert í það.
Hann beit einu sinni í hveiti-
brauðsneiðina og lét hana svo
liggja áhreyfða hjá bollanum.
Hugsun, sem kvaldi hann,
kom aftur og aftur. Hann
varð aö segja það, sem hon-
um bjó í brjósti:
„Eg hefði átt að eiga eitt-
hvaö til elliáranna, en það
varð einhvern veginn aldrei
neitt afgangs. Eg er reyndar
líftryggður en þaö kemur ekki
að haldi í lifanda lífi. Eg hefð'i
átt að líftryggja mig þannig,
að ég fengi vissa upphæð á
ári í ellinni“.
„Þú hefur gert allt, sem í
þínu valdi stóð. Þaö erum viö
sem ekki erum á réttri hillu.
Þú ert orðinn gamall og hefð-
ir að réttu lagi átt að hætta
að vinna“.
Svea tíndi brauðmola af j
borðinu á diskinn sinn og leit
á Henrik. Hann átti bágt með
að þegja, en stillti sig þó.
„Hefði ég átt aö hætta áð
vinna?“ Lundbom skildi ekki
hvaö hún átti viö.
„Já, við hefðum átt aö ala
önn fyrir þér“.
,,Þiö!“ Lundbom skildi ekk-
ert enn. Hann. hafði aldreí
hugsað sér þann rhöguleika,
aö hann hætti að vinna, með-
an hann gæti staðið upprétt-
ur.
„Já, viö, börnin þín“.
„O, þiö hafið nóg með ykk-
ur“.
Lundbom brosti góðlátlega.
Hann hafði orðiö fyrir von-
brigöum, þegar Karl lét sem
sér kæmi vandræði hans ekk-
ert viö, en nú hughreysti Svea
hann. Hitt var annaö, aö hún
gat ekki hjálpaö honum. Það
gladdi hann, að hana langaöi
til þess.
Hann hélt áfram og brosti
feinmislega, því að nú ætlaði
hann að segja þeim dálítið
sem hann hafði aldrei orðað
við nokkurn mann:
„Einu sinni sagði ég við
sjálfan mig: Fari nú svo aö
ég geti aldrei safnaö pening-
um til þess aö komast heim,
þá hjálpa krakkarnir mér og
skjóta saman handa mér
ferðapeningum, þegar ég er
orðinn gamall og get ekkert
hvort eð er. Já, þetta datt
mér einu sinni í hug“.
„Þetta mundum við líka
gera með glöðu geöi, ef við'
gætum“, sagði Henrik og
svaraði fyrir þau bæði.
„Æ, þetta er náttúrlega
eins og hver önnur vitleysa.
Eg hef víst ekkert í feröalag
aö gera á gamals aldri. En
þegar ég kom hingað fyrst,
var það ætlunin að dvelja
ekki nema nokkur ár, fara
svo heim aftur og setja á
stofn verkstæði sjálfur. En
það komst aldrei svo langt.
Og nú hef ég víst ekkert er-
indi heim“.
„Þú gætir fariö heim til að
sjá æskustöövarnar, eöa bara
til að létta þér upp og hvíla
þig“. Henrik þótti vænt um
að geta talað um þetta til að
hressa fóstra sinn. Hann ótt-
aöist þaö að vísu ekkert að
tala viö Sveu 1 einrúmi, eftir
aö gamli maðurinn væri far-
inn. En það mátti dragast.
„Eg gæti þá fariö á úti-
skemmtanir og brugðið mér 1
dansinn! — Nei, veistu hvað,
Henrik? Eg var einu sinni að
segja mömmu þinni frá birki-
trjám, sem ilmuðu svo yndis-
lega. En hún bara hló að mér
og sagöi, áð það væri aldrei
ilmur af trjám. Hún vissi ekki
betur. Nei, komið þiö bara til
Lapplands. Þá getið þið séö
birkigöng með eigin augum“.
„Vex birki í Lapplandi — ?“
„Hvað ætli þú vitir um
Lappland. Þú heldur víst að
ísbimir gangi þar út og inn
og við séum Eskimóar“.
Lundbom hló hjartanlega,
Hann hafði marg oft sagt
þessa fyndni um ísbirni og
Eskimóa, þegar hann var
spurður um Lappland. En
hann mundi ekkert eftir því
núna, og þess vegna hló hann.
„Eg hef aldrei komið svona
langt norður“, sagði Henrik.
„En ég hef komiö alla leið
norður í Gállevara og það var
áður en járnbrautin var kom-
in þangaö. Eg fór fótgang-
andi alla leið og það voru oft
margar mílur milli bæja. Nú
liggur járnbraut alla leið
vestur að Narvik. Á þeim ár-
um var alltaf hægt að fá
vinnu, ef maöur dugði til
vinnu. Þá var engum fleygt
út á götuna eftir sex ára strit
— og það á gamals aldri — “.
Lundbom var kominn ti]
sjálfs sín aftur. Hann hafði
um stund veriö langt í burtu
og horft-á mýflugurnar flögra
um greniskóginn 1 glaöa sól-
skini.
„Hvers vegna ertu að kvelja
þig meö þessu?“ spurði Svea
lágt. Hún hafði hlustað róleg
á ferðsögu hans. En til hvers
var þetta allt?
„Ætli ég fái ekki atvinnu
viö aö sauma vesti? Eg skal
segja þér, Svea. Einu sinni var
ég atvinnulaus í hálfan mán-
uð. Það var þegar mamma
þín gekk með þig. Þá fórum
við bæði að sauma vesti. Við
saumuðum dag og nótt. En
við höfðum líka mikið upp úr
því“.
Lundbom sagöi þetta frem-
ur dapurlega og hin svöruðu
ekki fyrst í staö. Henrik horföi
niður á gólfiö og Svea starði
á teskeiöina sem hún hélt á.
Loksins íagöi hún teskeiðina
variega fiá sér og sagði stilli
lega:
„Það getur vel verið, að þú
fáú að sauma vesti, en heidur
ekkert annaö“.
Lundbom veitti rödd henn-
ar meiri athygli en orðunum,
sem hún sagði. Og honum féil
tónninn illa. Auövitað var erf-
iöara aö fá að sauma vesti
núna en í fyrri daga. En hún
gat þó verið ofur lítið von-
betri. Það ðar hart að sætta
sig við það aö enginn mögu-
leiki væri til aö fá vinnu.
Lundbom reis á fætur. „Eg
held ég fari aö hátta. Þaö er
orðiö framorðiö. Góða nótt“.
Henrik og Svea svöruðu
bæði í einu: „Góöa nótt“, og
hann hvarf fram úr dyrun-
um.
Þau sátu kyrr um stund,
þegjandi og ráðalaus. Hann
var gamali, bágstaddur mað-
ur, en þau gátu ekki hjálpaö
honum neitt.
Svea stóö snöggt á fætur og
fór aö taka bollana af borö-
inu. Henrik hafði gleymt aö
drekka kaffið og flýtti sér aö
lúka viö þaö. Það glamraði ó-
venju mikiö í bollunum, þeg-
ar Svea raöaöi þeim á bakk-
ann.
„Nú skal ég búa um þig á
bekknum. Og þá geturðu hátt
að þegar þú vilt“, sagði hún
við Henrik.
Þau drógu skúffuna undan
legubekknum og tóku upp
rúmfötin.
„Ertu reiö viö mig?“ spurði
Henrik.
„Hvers vegna ætti ég aö
vera reió við þig?“ Hún
breiddi úr sænginni og var
handfljót.
„Þú ert ekki eins og þú ert
vön að vera“.
„Eg hef áhyggjur eins og
aðrir. Pabbi er oröinn atvinnu
\