Þjóðviljinn - 19.02.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.02.1944, Blaðsíða 4
Laugardagur 19. febr. 1944. — ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN. — Laugardaugr 19. febr. 1944. þJÓÐVILJINN Útgefíincii: Sameiningarflokkur alþýOu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri: Sigurðuf Guðmundsson. Btjórnmálaritstjórar: Einar * Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritetjómarekrifstofa: Austurstrceti 12, simi 2270. Afgrriðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Prentsmiðja: Víkingeprent h.f., Garðaatræti 17. Áakriftorverð: í Reykjavfk og nágrenni: Kr. 6,00 á roónuði. Úti á landi: Kr. StX) á mámiði. Á íslenzkt atvinnulíf að vera leiksopp- ur í hendi manna eins og Eggerts Claessens og Richards Thors? Meðan verkamenn íslands og annarra landa hafa þrælað baki brotnu, — meðan sjómenn íslands og annarra landa hafa boðið hættunum byrginn og látið tíðum lífið í baráttunni við Ægi, — meðan hermenn frelsisins hafa háð styrjöldina við harð- stjórnina, — þá hafa menn eins og Richard Thors, Eggert' Claes- sen og kumpánar safnað slíkum auði, að nú þykjast þeir þess umkomnir að hóta að stöðva íslenzkt atvinnulíf, ef verkamenn ætli að gerast svo djarfir að heimta að lifa sómasamlegu lífi. Eiga frjálsir íslendingar að eiga líf sitt, afkomu og hamingju undir þessum peningaskríl? Vill ekki Ríkarður Thors og stéttarbræður hans prófa, hvern- ig það sé að eiga að lifa af 420 kr. grunnkaupi nú á mánuði og athuga hve lengi menn séu með slíku kaupi að eignast ,,villur“ eins og á Sóleyjargötu 25, hlutabréf í Kveldúlfi og inneignir í London og New York í sveita síns andlitis? Það er auðséð að þeir flottræflar, sem áður lifðu hæst á banka skuldum og pólitísku svindli, — ætla sér nú að gerast einræðis- herrar í íslenzku atvinnulífi og svínbeygja íslenzka alþýðu undir ▼aldboð sitt, svo sem fyrirrennarar beirra, einokunarherrarnir dönsku, gerðu áður fyrr. En þeir skulu reka sig á það, áður en íslenzk alþýða verður beygð þannig, að peningavaldið er ekki ein- Jilítt, — þetta stríð er ekki háð til þess að „leyniheimsveldi“ auð- hringa geti drottnað og fyrirskipað verkamönnum að una við sult- arkjör, svo braskarar geti safnað slíkum auð, að beir vifi ekki aura sinna tal. Það þótti hámark svívirðingarinnar fyrir íslenzku þjóðina hér fyrr á öldum, er alkunnir glæpamenn erlendis frá voru settir yfir hana, til að ræna og rupla alþýðuna. Oryggismálín af^reidd frá Alþingí Skemmdarstarfsemi Al- þýðuflokksins bar árangur Þingsályktimartillagan um öryggismál sjómanna var til síðari umræðu í sameinuðu Alþingi í gær. Allsherjamefnd klofnaði um málið, og skilaði full- trúi Sósíalistaflokksins, Steingr. Aðalsteinsson, sér- stöku áliti. Var tillaga hans birt hér í blaðinu í fyrra- dag, en röksemdir hans fyrir tillögunni voru meðal annars þessar: íslenzka þjóðin mun gera sér eitt ljóst: Ef stóratvinnurekendur knýja það fram með offorsi nú að langvinri og harðvítug vinnudeila hefjist, — þó þeir hafi hinn mesta gróða áfram, þó þeir yrðu við kröfum Dagsbrúnar, — þá er það einvörðungu vegna þess að þeir hafa ætlað sér að taka upp baráttu með öllfim ráðum til að kúga verkamenn. Það er með öllu óþolandi fyrir frjálsa þjóð að eiga atvinnu sína, afkomu alla og líf undir valdi nokkurra, peningafursta, ef þeir ætla að beita valdi sínu þannig. Hafa landsmenn t. d. skapað Eimskipafélag íslands, hlúð að því með styrkjum og skattfrelsi, til þess að það yrði aðeins verkfæri í höndum Eggerts Claessens, Richards Thors og Jóns Árnasonar til kaupkúgunar, — en svikist um að gegna þjónustu- starfi sínu fyrir þjóðina, þegar mest lægi við? Og til hvérs er að hlúa að myndun nýbyggingasjóða í eign núverandi togaraeigenda, ef meining þeirra er aðeins sú að nota tæki sín, til þess að svelta fólkið, er þá lystir, — og auð sinn, til að geta lifað sem lengst í vellystingum sjálfir, meðan þeir stöðva atvinnutækin? Það er bezt fyrir alla aðilja að gera sér alveg ljóst hvað um er að vera: Ætla stóratvinnurekendur, sem létu ríkið henda 25 milljónum í stórbændur, að neita að greiða Dagsbrúnarmönnum ca. 4 millj- ónir í launabætur, svo þeir geti haft 6000 kr. grunnlaun á ári? Ætla smærri atvinnurekendur að láta Eggert Claessen og Thorsarana eyðileggja fyrirtæki sín, einvörðungu til að þjóna drottnunargirnd þeirra auðugustu meðal stríðsgróðamannanna? Ætlar ríkið og bærinn að sitja hjá meðan þessir auðmenn leggja atvinnulífið í rúst? Alþýða íslands mun sýna hinum nýríku það, að ætli þeir að eyðileggja atvinnulíf íslendinga, þá er hún reiðubúinn til að bjarga því. .Tilefni þess, að málið er nú til meðferðar á hv. Alþingi, eru hin tíðu og stórfelldu sjóslys, sem undanfarið hafa orðið. I umræðum og blaðaskrifum um málið hefur því verið haldið fram, að þessi tíðu sjóslys eigi m. a. rætur sínar að rekja til þeirra breytinga, sem gerðar hafa verið á lestarrúmi ýmissa togaranna og leitt hafi til of- hleðslu á þeim og röskunar eðli legs jafnvœgis og sjóhœfni skipanna. Eg tel því sjálfsagt, að þegar sett er nefnd í þetta mál að til- hlutun Alþingis, þá sé fyrst og fremst lagt fyrir hana að graf- ast fyrir um það, hvað rétt sé í þessu efni. Ber þá einnig að athuga, hvort slíkar megin- breytingar í byggingu skip- anna samrýmist lögunum um eftirlit með skipum. Næst á eftir þessu tel ég eigi að vera verkefni nefndarinnar að athuga, hvernig háttað hef- ur verið að öðru leyti eftirliti með öryggi skipanna m. a. til að koma í veg fyrir ofhleðslu þeirra. I 1 Á grundvelli þeirrar niður- | stöðu, sem þessar athuganir leiddu til, ber síðan að endur- skoða lög og reglugerðir um eftirlit með skipum, og nota þannig hina sorglegu og dýr- keyptu reynslu af sjóslysunum til að tryggja svo sem frekast er unnt öryggi skipanna, með skýrum lagafyrirmælum og ströngu eftirliti með allri fram kvæmd þeirra og' þungum við- urlögum, ef út af er brugðið. Um samsetningu nefndarinn ar hef ég einnig orðið á öðru máli en meirihluti. Þeir, sem mest eiga hér í húfi, eru sjó- mennirnir, sem á hafið sækja og eiga líf sitt undir því, að allt fari að felldu í hverri ferð. Eg tel því, að tillögur þessara manna um öryggismálin eigi mestu að ráða og nefndin sé þá bezt skipuð, ef stéttarsam- tök þeirra tilnefna meirihluta hennar. í samræmi við þessa skoðun og vegna þeirrar nauðsynj- ar, að strax sé hafizt handa um raunhæfar aðgerðir til að hindra sjóslysin, svo sem verða má — leyfi ég mér einnig að leggja til, að skipaeftirlitið verði þegar aukið til bráða- birgða, með því að bæta í það tveimur mönnum, sem tilnefnd ir verði af stéttarsamtökum sjó manna. Mundu þeir sérstak- lega fylgjast með ferðbúnaði skipanna, hleðslu þeirra og öðru þessháttar." Gísli Jónsson hafði orð fyr- ir meirihluta nefndarinnar. Tel ur hann, að í raun og veru sé allt í lagi með þessi mál, lög okkar um eftirlit með skipum séu strangari en í nokkru öðru landi, og eftirlitið með þeim sé fullkomið. Hefði því átt að vísa málinu frá Alþingi, en þó orðið ofan á hjá meirihluta nefndarinnar, „að vilja Alþing- is um sem bezt öryggi í þess- um málum væri betur lýst“ — með því að gera um það þá málamyndasamþykkt, sem felst í tillögu Alþýðuflokksins. Finnur Jónsson, sem er aðal- flutningsmaður þingsályktunar- tillögunnar, varð að kannast við það, að forsendur Stein- gríms fyrir tillögu hans, og þarmeð væntanlega tillagan sjálf, væru alveg réttar — en kvaðst ekki geta fylgt tillög- unnni, af því hún væri flutt aðeins til að sýnast. Rifjaði þá Steingrímur upp fyrir honum, hvernig þingsá- lyktunartillaga Finns sjálfs væri til komin — hvernig hann, til þess að sýnast, hefði hlaupið fram fyrir skjöldu, þeg ar honum var kunnugt um, að stjórn Alþýðusambandsins var búin að leita eftir samstarfi við ríkisstjórnina um raunhæf- ar aðgerðir í málinu. Á meðan forusta allsherjarsamtaka I verkalýðsins bíður eftir undir- tektum ríkisstjórnarinnar, not- ar þessi „verklýðsfulltrúi“ tæki færið til að setja málið fram, í þeim búnaði, að Alþýðusam- bandið fái ekki að því komið. Þetta er, af hendi Finns og Stefáns Jóhanns, ákveðin skemmdarstarfsemi gegn alls- herjarsamtökum verkalýðsins. Og sú skemmdarstarfsemi bar þann árangur, að öryggisálin voru afgreidd frá Alþingi, með þeim hætti, sem Alþýðusam- bandið og Farmanna- og fiski- mannasamband Islands telja ó- fullnægjandi — þar sem full- samvinnu við það í þessu máli, og hann og Sósíalistaflokkur- inn þá staðið saman á Alþingi að tillögum stéttarsamtaka sjó mannanna, eru líkur til að sterkari aðgerðir hefðu fengizt fram á Alþingi. En Finnur og Stefán Jóhann eru ekki að hugsa um samtök verkalýðsins. — Þeir vilja sýn- ast — og þessvegna fóru þeir heldur skemmdarverkaleiðina. trúar sjómannanna verða í in tilheyrir minnihluta í nefnd þeirri, sem með almennu orðalagi er falið að endurskoða öryggislöggjöf- ina — og ekkert er gert nú þeg ar til að herða á eftirliti með öryggi skipanna. Ef Alþýðuflokkurinn — í stað þess að trana sér fram fyrir Alþýðusambandið — hefði haft Eiga synir íslands... Framh. af 5. síðu. sinn að fullu og öllu til að ráða, til að stjórna landinu, atvinnu- og fjármálalífi þjóð- arinnar. Fyrir hina ungu sonu lands ins er aðeins unnt að draga eina ályktun af þessari reynslu: Þessi stétt, sem býður æsku lýðnum aftur upp á atvinnu- leysi og neyð, á og verður að víkja fyrir yfirráðum hins vinnandi fólks. Verkalýðurinn og öll al- þýða veröur að taka atvinnu- vegina í sínar hendur til þess að I^nslóðin, sem er að vaxa upp, geti gert hugsjón síha, draum sjálfstæðisbaráttunnar, að veruleika. Upp til dala og út við strendur landsins eru fleiri og fleiri æskumenn að skilja þessa óhjákvæmilegu nauð- syn. Staða hins unga íslendings er nú við hlið sósíalismans og verklýðshreyfingarinnar því að þau öfl ein berjast fyrir framförum og munu sigra. Hiö mikla og víðsýna for- ystufélag verkalýðsins, Dags- brún, mælti fyrir munn allra ungra íslendinga, þegar það lýsti því yfir í vetur, aö „sér- hver verkfær maður og kona í landinu eigi skilyrðislausan rétt til öruggrar atvinnu og lífsafkomu“. Hinir ungu synir íslands vilja nýjan heim, án atvinnu- leysis og fátæktar, nýja fram- tíð með öryggi og velmegun. Réttur þeirra til þessa nýja heims og öruggu framtíðar verður ekki véfengdur. Það sem gildir, er að sækja þennan rétt sinn og skipa sér við hliö þeirra, sem framtíð- E. Þ. Sigurður Sveinsson ssttur garðyrKjuráðanautur Bæjarráð samþykkti í gær að setja Sigurð Sveinsson í garðyrkjuráðunautsstarf bæjar- ins. og iler-lis rógbera verkamenn Jónas frá Hriflu, höfuðmaður samsærisins um að verja yfir 20 milljónum króna úr ríkis- sjóðnum, — og Vísir, blaðið, sem líka talar svart, þegar minnst er á að verkamenn fái lífvænleg kjör, — hófu sam- tímis máls á því í gær að Dags- brún hefði stofnað „her“ eða „Gestapo-lögreglu“. — Svo ramt kvað að vitleysum- þess- ara geð-veiku, að dómsmála- ráðherrann varð sjálfur að upp- lýsa frumkvöðul ríkislögreglu- laganna um það, að hér væri aðeins um venjulegar aðgerðir verklýðsfélaga að ræða, .stofnun verkfallsvarða o. s. frv, — en Dagsbrún hefur í þetta sinn bara tjáð lögreglustjóra þetta fyrir kurteisi sakir og vonast eftir vinsamlegu sam- starfi við lögregluna samkv. á- kvæðum vinnulöggjafarinnar. En það hlægilega í frum- hlaupi þessa Hriflungaliðs er að einmitt þessi hjú: Hriflon og Vísir eru einhverjir helztu aðdáendur og erindrekar fas- ismans á íslandi, þegar þau bara þora. Það var Jónas frá Hriflu sem lýsti því yfir í þingræðu í des- ember 1939 og það dyggði ekki að sýna fátæklingum þá lin- kind, sem þeim hefði undan- farið verið sýnd á íslandi. Það yrði að gera hér í smáum stíl það, sem Hitler gerði í stórum stíl í Þýzkalandi! Ög . Vísir! Þetta þokkablað virtist bókstaflega , vera í sam særinu við hina blóðidrifnu morðlögreglu Þýzkalands Ge— sta—po, fyrir stríð. Þegar morð hundar Gestapo höfðu misst af einhverjum Gyðingnum, — ekki tekizt að murka úr þeim lífið — þá kom það jafnvel fyr- ir að slíkir menn leituðu hing- að til lands. En Gestapo lét, eins og kunnugt er, þau blöð erlendis, sem voru eins og út- spítt hundskinn fyrir það, ham ast gegn því að Gyðingar fengju nokkursstaðar landsvist. Og það var einmptt Wísir, sem tók að sér það hlutverk að reka erindi Gestapo hér á landi að reka upp óp í ritstjórnar- greinum sínum um að íslenzki kynstofninn vœri í bráðri hœttu af blóðblöndun við Gyð- inga, ef þessum hœttulegu mönnum væri leyft að setjast hér að. Það var Gestapo-Vísir, sem sökk það dýpst allra íslenzkra blaða að lepja upp óþokkaleg- ustu kenningar nazismans, Gyð ingahatrið, og ætla að gera það að verndarmúr fyrir íslenzkt þjóðerni. Og á hinn bóginn var svo þetta blað alltaf öðru hvoru að nudda sér utan i Gyðinginn Jesú Krist og þykjast einbært um að túlka kenningar hans hór n nnrftl/.vrii. íjlríRin jar í maí 1943 var háð skákmót í Sverdlovsk með þátttöku 8 af beztu skákmönnum Rússa. Mesta athygli vakti, að Botvinnik tefldi þar í fyrsta sinn á skákmóti eftir að stríðið milli Rússa og Þjóðverja hófst. En hann virðist ekki hafa tapað neinu af styrkleika sínum við hvíldina, því að hann sigraði með miklum yfirburðum, þar sem hann vann alla keppinauta sína með 1% : % og hlaut þannig 10% vinning. Næstur varð Makagonoff frá Bakú með 9 v. Kan og Smisloff fengu 8 v. hvor, Boleslavskí 7, Konstantinopolskí 6%, Sagorianskí 4 og Ragosín 3 v., og virðist hann hafa verið mjög illa fyrirkallaður, því að hann er einn af beztu skák- mönnum Rússa og hefur oft teflt á alþjóðamótum við góðan orðstí. Botvinnik er einn af allra sterk- ustu skákmönnum heimsins. Hann er 32 ára að aldri og hefur verið skákmeistari Rússlands yfir ára- tug, að einu ári undanskildu. Hef- Æska og arfur Framh. af 3. síðu. ins fylhi sér undir merki al- þýðusamtakanna til samstarfs um vandamálin, með hugsjón réttarins að leiðarstjörnu til nýs áfanga á langri en tor- sóttri baráttuleið hinnar vinn- andi þjóðar til frelsis“. Ennfremur segir á öörum staö um hlutverk hinnar hverfandi kynslóðar og þau verkefni sem bíða æskunnar: „Það kom í hlut þeirrar kynslóðar, sem nú er aö hverfa úr leik, að brjóta grýtta lelð að þeim áfanga, er vér nú höfum náð. í hlut æskunnar, sem nú er að vaxa upp í verkalýðssam- tökunum kemur það að sækja fram til höfuðstöðva þeirra, sem ráða enn of miklu í land inu. Sóknin að lokamarkinu: Fullum yfirráðum alþýðunn- ar krefst mikils strfs og mik- illa fórna. Hún krefst skiln- ings á nauðsyn baráttunnar. En það sem í þá baráttu er lagt er ekki á glæ kastað. Baráttumenn verklýðssam- takanna eru boðberar nýi’rar aldar“. Það væri freistandi að taka upp fleiri tilvitnanir úr þessu glögga riti, en er ekki hægt rúmsins vegna, en ég vil hvetja alla unga menn og konur í verkalýösstétt að lesa þetta rit, og er ég viss um að þeir verða höfundi sammála um, aö: „í baráttu aiþýðu- hreyfingarinnar felast fyrir- heit um: Betra ísland og sterkari islendinga“. H. ur einnig teflt á mörgum alþjóða- mótum, t. d. í Moskva 1935, þar sem hann varð efstur ásamt Flohr, og Nottingham 1936, þar sem hann óg Capablanca urðu efstir. Ýmsir t. d. Keres, telja að hann myndi hafa mesta möguleika til þess að sigra Aljechin í einvigi um heims meistaratignina. Hann er búsettur í Leningrad, en hefur starfað aust- ur í Úral eftir að stríðið hófst. Hann er rafmagnsverkfræðingur. Hér birtist skák, sem hann tefldi á mótinu í Sverdlovsk. Konstantin- opolskí er frá Kieff. Hann er einn af fremstu yngri skákmönnum Rússa. Skákin er hér tekin eftir ameríska tímaritinu Chess Review, en það fékk hana senda frá Moskva. Aths. eru eftir- Fine, tals- vert styttar. CARO-KANN VÖRN. Botvinnik Konstantinopolski Hvítt Svart 1. e2—e4 c7—c6 2. d2—d4 d7—d5 3. e4xd5 c6 Xd5 4. c2—c4 Rg8—f6 5. Rbl—c3 e7—e6 6. Rgl— £3 Bf8 —e7 7. Bcl—g5 Aðalmarkmið hvíts er að fá peða- meirihluta drottningarmegin með því að leika c5, en það verður að undirbúa vel, svo að svartur geti ekki eyðilagt það með því að leika b6. 7....... 8. Hal—cl 0—0 Rb8—c6 8...... Re4 er sterkara. T. d. 9 BXe7, DXe7; 10. c5, Rc6 og síðar e5 með hagkvæmara tafli en eftir hinn gerða leik. 9. c4—c5 Rf 6—e4 Rétta svarið við sókn öðru megin á borðinu er alltaf gagnsókn á mið borði. 9..... b6 myndi verða svar- að með Bb5. 10. Bg5xe7 11. Bf 1—e2 Dd8Xe7 Bc8—d7 11...... RXc3; 12. HXc3, e5 er freistandi en ekki gott vegna 13. RXe5!, RXe5; 14. He3. 12. a2—a3 f7 — f5 Villa, sem ræður úrslitum skákar- innar. Rétt var 12. .... f6; 13. b4, Rxc3; 14. HXc3, a6; 15. 0—0, Had8 og reyna síðan að sprengja Slíkum hundsskinnum Himmlers og Hitlers er bezt að nefna ekki Gestapo á síðum sín um, nema til þess eins að koma skríðandi til íslenzku þjóðar- innar og biðja hana fyrirgefn- ingar á því að hafa sett þann blett á æru íslands, að gerast málsvari Gyðingahatursins og Gestapoofsóknanna. peðastöðuna með e5. 13. Be2—b5 Re4—g5 14. Bb5 X c6 Rg5X f3 15. DdlX f3 b7 Xc6 16. Df3—f4! Ha8—e8 17. 0—0 e6—e5 18. Df4 Xe5 De7Xe5 19. d4Xe5 He8xe5 20. f2—f4! He5—e7 21. Hfl —el Hf8 —e8 22. Helxe7 He8Xe7 23. Kgl—f2 Kg8— f7 24. Hcl—dl Til þess að hindra d4, því að þá kæmi svartur biskup sínum i tafl- ið. 24. Hel er slæmt vegna 24... HXel; 25. KXel, d4!; 26. Re2, Ke6; RXd4, Kd5, nær peðinu aft- ur með fullt svo góðri stöðu. 24....... 25. Hdl—d2 26. Hd2—e2 27. Kf2—e3 28. Ke3—d4 He7—e8 h7—h6 He8—b8 Hb8—b3 Nú er hvíti kóngurinn kominn í sóknarstöðu á miðborðið. Meðan hvítur bætir stöðu sína með hverj- um leik, er svartur aðeins óvirkur áhorfandi, vegna þess hve biskup hans stendur illa. 28........ Kf7— f6 29. Rc3—a2 Hb3—b8 30. b2—b4 g7—g5 Framh. á 8. síðu. Það hefur slegið óhug á heldri borgara þessa bæjar vegna upplýsinga, sem forvíg- ismaður heldra fólksins, Egg- ert Claessen, gaf í sambandi við Dagsbrúnarmenn nýlega. Þessi virðulegi fulltrúi heldra fólksins í Reykjavík sagðist hafa komizt d snoðir um at■ hæfi, alveg óheyrilegt. Verka- maður í Reykjavík hefði keypt stól fyrir 2000 krónur. Vœri þetta nægileg rök til að neita öllum kröfum reykvískra verka manna um kjarabætur. ★ Eg skal ekkert um það segja hvort þessi óskaplegi atburður hafi gerzt, þó ekki sé beint trúlegt, að Dagsbrúnarverka- maður geti eytt svona sjötta hluta af árstekjum sínum i einn stól, þó góður sé. En hins- vegar er vel skiljanlegt að ó- hug slái á fínt fólk við slíkar fregnir. Það hefur séð verka- menn Reykjavíkur vera stöð- ugt að fœra sig upp á skaftið, krefjast meiri og meiri þátt- töku í arðinum af vinnu sinni, hærri launa, betri Winnusk'il- yrða, betri lífsskilyrða. Og verkamenn eru farnir að ganga ósvífnislega vel til fara, eiga spariföt, sem gera það oft erf- itt að þekkja hvort þetta sé verkamaður eða fínt fólk. Og svo ef þeir fara nú líka að vilja búa í fallegum íbúðum og kaupa sér húsgögn, sem ef til vill verður heldur ekki öruggt að þekkist frá húsgögnum heldra fólksins, já, herra trúr! Hvar eru þá markalvnurnar? 2000 króna stóll! í verkamanna- íbúð! Hvar endar þetta? Fínu frúrnar biðja og vona að upprísi slíkur forvígismaður heldra fólksins að hann geti í eitt skipti fyrir öll sett þess- um verkalýð stólinn fyrir dyrn- ar, æ, illa er nú hann Hitlei þeirra farinn! Og Claessen er varla nógu smart til að verða íslenzkur Hitler, þó ekki vanti viljann. Þetta gengur líka allt verr hér á Islandi, verkalýð- urinn er orðinn svo frekur og ótugtarlegur i garð heldra fólks ins, hver Dagsbrúnarkarl er orðinn uppfullur af því að hann eigi að lifa eins og mönn- um er sæmandi, og svo bætist þar ofan á, að nú eru bolsarnir farnir að kenna þeim gð menn eins og Eggert Claessen og kumpánar hans í Vinnuveit- endafélaginu séu barasta alls- endis óþarfir í þjóðfélaginu! Það mundi fiskast eins þó al- þýðan ætti sjálf togarana og verksmiðjúhjólin snúast j/xfn- hratt þó arðurinn rynni ekki til fáeinna heldri manna, held- ur til hinnar vinnandi alþýðu. ★ Eins og það sé ekki von að fína fólkið sé farið að ugga um s$g? Það hefur reyndar fulla ástœðu til þess. En ís- lenzkir verkamenn fara sínu fram án allrar óþarfa vorkunn- arsemi við ofnæmar taugar. Látum heldra fólkið svokallaða Hvað er að gerast úti í heimi ? Er öruggt um framkvæmd Teheran- samþykktanna? London 4. febrúar. — General News Service. Öruggt er ekki um framkvæmd neinna pólitískra skuldbind- inga er Vesturveldin gefa, meðan almenningur lætur viðgang- ast áhrifavald nákvæmlega sömu aflanna, sem eyðilögðu stjórn- arstefnu Bretlands síðustu tvo áratugina. Bæði í, London og Washington var gert mikið veður úr því í blöðum einangrunarsinna og íhaldsmanna, er Pravda birti fyr- ir nokkru orðróm um friðarumleitanir. Hlutlaus áhofandi getur þó tæpast furðað sig á því að slíkur orðrómur myndist, né á því, að Sovétríkin óski eftir að hann sé borinn opinberlega til baka. Það má minnast þess, er Sempill lávarður, áhrifamikill íhalds- herra með víðtæk sambönd við brezka stjórnmálamenn, lét svo ummælt 27. okt. 1942, að honum „væri í lófa lagið að fá tals- verðan stuðning“ til friðarsamninga við nazista „þegar tími væri til þess kominn“. Þegar hann var spurður, hvenær hann teldi að það yrði, svaraði hann: „Þegar hernaðarástandið er ótvírætt orðið okkur í vil“. Að þetta sé ekki einungis fortíðarmál má dæma af fregn, er Londonblöðin fluttu 20. jan. s. 1., um að „sterkum áróðri“ væri beitt við Roosevelt í því skyni að innrás verði frestað og tíma- ákvörðunum Theheranráðstefnunnar breytt, vegna hinna „óheppi- legu áhrifa er mikið mannfall Bandaríkjamanna gæti haft á for- setakosningarnar sem fara í hönd. Daginn eftir barst fregn um myndun víðtæks bandalags allra greina einangrunarsinna og afturhaldsklíkna í Bandaríkjunum (talið er auk heldur að Cough- lin og Lindberg séu með) til að skipuleggja baráttu gegn ákvörð- unum Teheranráðstefnunnar. Washingtonfréttaritari New Yorks Times, John MacCormack, skýrði frá því 22. jan. að alvarlegur ágreiningur væri milli Banda- ríkjastjórnar og ýmissa stjórna Bandamanna, vegna þess hve Bandaríkin séu ófús á að vopna innlendar þjóðfrelsishreyfingar í Evrópu, og sleppa eins fljótt og hægt er stjórn landssvæða sem lengst eru undan kúgun, úr höndum hernaðaryfirvalda. MacCor- mack bætir því við, að þessir erfiðleikar magnist vegna „óttans við byltingu sem virðist sækja að þeim mönnum í Washington er móta utanríkismálastefnu og hernaðarpólitík Bandaríkjanna, einkum hvað snertir Frakkland. Afleiðingarnar eru slysalegar viða á vígstöðvum. Bandamenn birgja af vopnum óaldaflokka grískra konungssinna undir stjórn Servas hershöfðingja, en neita þjóðfrelsishreyfingunni grísku um hergögn og meira að segja matvæli, enda þótt hún nái yfir 80% andstöðuaflanna gegn nazistum. „í stað þess að senda Grikkjum vopn“, segir New Statesman, „er þeim hjálpað með því að láta sprengjum rigna yfir hafnir þeirra“. Og blaðið bætir við: „Frakk- ar spyrja einnig án þess að þeim sé svarað, hversvegna Banda- menn kjósi heldur hina árangursminni og margfallt mannskæð- ari loftárásaaðferð til þess sem hægt væri að gera með fáeinum dýnamit hylkjum11. Þetta er mikilvægara mál en menn gera sér almennt ljóst. Það er tengt þeirri afstöðu grísku, júgoslavnesku og pólsku út- flytjenda„stjórnanna“ í London, að láta stríðið lítið til sín taka, með samþykki brezku stjórnarinnar. En þessi afstaða snertir aft- ur hina dýru og seinlátu herferð Bandamanna á Miðjarðarhafs- svæðinu og framhaldandi aðgerðarleysi í Vestur-Evrópu. Hinn kunni frjálslyndi blaðamaður A. J. Cummings ritar: „Síðan Teher- anráðstefnunni lauk, hafa blöð Bandamannabjóðanna hætt að leggja áherzlu á hina brýnu nauðsyn nýrra vígstöðva ... Þrátt fyrir hina glæsilegu sigra rauða hersins verður samt vart þó nokkurs kvíða hér og þar“. Slíkur kvíði er ekki ástæðulaus fyrr en hálfrar milljón manna Bandamannaher hefur náð fótfestu í Vestur-Evrópu og Balkanskaga. Þá, en fyrr ekki geta lvðræðis- sinnar og ættjarðarvinir hætt að tala um nýjar vígstöðvar. 1500 kr. til barnaspítala Hringsins Minningagjöf til Barnaspí- talasjóðs Hringsins, kr. 1500,00, skjálfa af ótta við alþýðuhreyf- inguna. Tækifœrin til arðráns og lúxuslifs á kostnað verka- lýðsins fara að lokast. til minningar um frú Sigur- veigu Guðmundsdóttur, á 80 ára fæðingardegi hennar, 19. febrúar 1944, frá manni henn- ar, Jóni E. Jónssyni, prentara, börnum og tengdabörnum. Áheit S. E. kr. 100.00. Kærar þakkir. Stjórn Hrinsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.