Þjóðviljinn - 19.02.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.02.1944, Blaðsíða 8
 TJAVNAS BfÓ HlÓPVLflNM l^gsbFúiapfuidUFiii Næturlæknir er í Læknavarflstöfl Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um. sími 5030 Ljósatími ökutækja er frá kl. 5.20 að degi til kl. 8.05. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Karlakórinn „Geysir“ syngur. 20.20 Leikrit: „Þrír skálkar“ eftir Carl Gandrup (Leikstjóri: Þosteinn Ö. Stephensen). Færeyingafélagið efnir til skemmti fundar í Golfskálanum næstkom- 'andi mánudag. Skemmtunin hefst klukkan þrjú. (Sjá augl. í blaðinu í dag). Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur dansleik í Oddfellowhúsinu annað kvöld kl. 9 Skemmtunin er að allega' fyrir félagskonur og gesti ( þeirra. Brýnt er fyrir fólki að I mæta réttstundis. (Sjá auglýsingu | í blaðinu á morgun). Málfundahópur Æskulýðsfylking arinnar í Reykjavík efnir til göngu farar í fyrramálið (sunnudag) kl. 9., ef veður leyfir. Farið verður frá Skólavörðustíg 19. Upplýsingar á skrifstofu Æ.F.R. kl. 5—7 í dag. Öllum meðlimum Æ.F.R. og gestum þeirra heimil þátttaka. Austurvfgstððvarnar Framhald af 1. síðu hún hafi átt viðræður við finnska stjórnmálamenn eða ekki. Errko innanríkisráðherra Finnlands, flaug til Helsingfors í gær frá Stokkhólmi. huðjón Brynjólfssonl í dag verður til moldar borinn mætur borgari þessa bæjar, Guðjón Brynjólfsson verkamaður. Hann lézt að Elli- heimilinu bann 10 b. m., 78 ára að aldri. Guðjón fæddist að Svarfhóli í Flóa 23. nóv. 1865. Kvæntur var hann Guðlaugu Eyjólfsdóttur og lif- ir hún mann sirrn. Guðjón er vel kunnur stétt- arbræðrum sínum hér í bæ, enda bautryðjandi í félagssam- tökum þeirra. Var hann einn af stofenendum verkamannafé- lagsins Dagsbrún og kjörinn heiðursfélagi þess fyrir nokkr- um árum. Dagsbrúnarfélagi. Framhald af 1. síðu 2. Sambandsfélögin séu við því búin, hvenær sem á þyrfti að halda og Alþýðusambandið leggur svo fyrir, að hefja virka samúðarbaráttu með Dags- brún. 3. Sambandsfélögin um land allt búi sig þegar í stað undir ir fjársöfnun til styrktar Dags- brúnarmönnum, með tilliti til hugsanlegrar vinnustöðvunar. Sambandsstjóm samþykkir að fela skrifstofu sambandsins og forseta, að undirbúa fjár- söfnunina. Fé því, sem safnað verður sé úthlutað af þar til kjörinni nefnd Dagsbrúnar.“ SKIPULEGT OG FRIÐSAMT VERKFALL „Um leið og fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að stjórn félagsins skuli hafa tilnefnt fjölmennt eftirlitslið vegna yf- irvofandi verkfalls og tilkynnt lögreglustjóra þessa ákvörðun, felur fundurinn stjórn félags- | ins, eftirlitsliðinu og öllum fé- ! lagsmönnum að halda í heiðri öll ákvæði Vinnulöggjafarinn- Skákín 31. S2—gS g5Xf4 32. S3XÍ4 a7—a6 33. Ra2—c3 Hb8—g8 34 a3—a4 Hg8—g4 35. He2— f2 Bd7—e6 36. b4—b5! a6 Xb5 37. a4xb5 c6xb5 38. Rc3xb5 Hg4—gl 39. Rb5—c3! Kf 6— f 7 Eina leiðin til að hindra RXd5|. 40. Hf2—b2 Hgl— f 1 41. Rc3—e2 Mjög nákvæmt leikið. 41. Ke5, Helf; 42. Kd6?, d5, gæfi svörtum óvænta möguleika. 41. Hfl—el 42. Kd4—e5! d5—d4 43. Ke5 X d4 Kf7—g6 44. Rc2—c3 Kg6—h5 45. Hb2—e2 Hel Xe2 46. Rc3 X e2 Kh5—g4 47. Kd4—e5 BeG—c8 48. Re2—d4 h6—h5 49. Rd4 Xf5! Bc8—d7 Ef 49. BXf5, þá 50 h3f. 50. Rf5—g7 Bd7—a4 51. f4—f5 Kg4—g5 52. Rg7—e6t Gefið Keppa Bandaríkjamenn og Rússar? Bandaríkjamenn hafa skorað á Rússa í radioskák á 5—10 borðum, og eru búnir að skrifa rússneska skáksambandinu bréf, þar sem þeir gera’ nánari grein fyrir því, hvem- ig þeir hugsa sér að keppnin fari fram. Allir helztu skákmenn Banda ríkjanna hafa lofað að taka þátt í keppninni, þ. á. m. Reshersky, Fine, Marshall, Kashdan og Horo- witz. Er beðið með mikilli eftir- væntingu eftir svari, því að þetta yrði ákaflega spennandi keppni og úrslit tvísýn. Sveit Bandaríkjanna sigraði á fjórum síðustu alþjóða- mótum, sem hún tók þátt í. Rússar voru ekki þar með en þessar tvær þjóðir eiga tvímæla^aust mest úr- val af góðum skákmönnum. Verður síðar sagt frá þessari keppni í skákdálkinum, ef úr henni verður. ar og ákvarðanir félagsins varð andi verkfallið og stuðla að því, að verkfallið fari fram á fullkomlega skipulegan og frið- samlegan hátt“. VERKFALLSMENN VERÐA STYRKTIR „Til þess að efla samheldni og samhjálp verkamanna í þeirri deilu, sem yfir vofir, samþykk- ir fundurinn, að þeir meðlimir Dagsbrúnar og aðrir verka- menn, sem ekki þurfa að leggja niður vinnu, greiði vikulegt gjald til styrktar verkfalls- mönnum“. ALÞÝÐU S AMB ANDINU ÞAKKAÐ „Fjölmennur fundur í Vmf. Dagsbrún sendir stjórn Alþýðu- sambands íslands bróðurlegar kveðjur og þakkar henni fyrir þá ómetanlegu aðstoð, er hún hefur veitt Dagsbrún. Fundurinn fullvissar stjórn Alþýðusambandsins um, að hún getur hvenær sem er reitt sig á fylgi Dagsbrúnar í bar- áttu Alþýðusambands íslands fyrir hagsmunum íslenzkrar alþýðu og þjóðarinnar í heild“. STJÓRNIN NÝTUR EINHUGA TRAUSTS Eftirfarandi tillaga frá Guð- mundi Jónssyni var samþykkt einróma. „Fundur í Vmf. Dagsbrún haldinn 18. febr. 1944, lýsir því yfir, að hann ber fullt traust til stjórnar félagsins, að leysa deilu þá, er nú fer í hönd með fullum sóma fyrir félagið í heild og til hagsbóta fyrir hvern einstakan félagsmann“. Bræðingurinn Framhald af 1. síðu sjálfsögðu að falla frá sam- þykkt hennar, ef þeir ætla ekki að gera sér leik að því, að ganga strax á hið gerða samkomu- lag.“ (Leturbr. vor). Það er engum blöðum um það að fletta, að ef íhald og Framsókn skyldi nú beygja sig fyrir þessari kröfu Alþýðu- flokksins, þá er það vegna þess að þeir hafa lofað að ákveða ekki 17. júní sem stofnunardag lýðveldisins, — þessir flokkar gætu bókstaflega ekki þvert ofan í hátíðleg heit sín orðið við svona ósvífinni kröfu Al- þýðuflokksins, nema þeir hefðu verið búnir að lofa slíku. Færi því svo að þeir gengju nú einnig á það samkomulag, sem gert var milli lýðveldis- sinna um þjóðhátíð á stofndegi lýðveldisins 17. júní, þá er enn meiri hætta á ferðum en vér höfum hingað til haldið. Þjóðin og þingið biða — bíða — bíða, meðan Ólafur Thors eltir Stefán Jóhann á undan- haldinu, til þess að vita hve mikið Ólafur þurfi að „slá af“ Casablanca m»> •Mumn NÝJA Blíl *«•••••«• Í : i iDansínn dunar Spennandi leikur um flótta-j fólk, njósnir og ástir. Humphrey Bogart, Ingrid Bergman, Paul Hendreid, Claude Rains, Conrad Veidt, Sydney Greenstreet, Peter Lorre. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 : („Time out for Rhythm‘“ í RUDY VALLEE. 1 ANN MILLER. I ROSEMARY LANE. • ! I myndinni spilar fræg dans • hljómsveit: „Casa Lom | Band“. • 5 Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. • Aðgöngumiðasala hefst kl. 1 LEIKFELAG REYKJAVÍKUR. VOPN GUÐANNA“ Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 í dag. ••••••••••••••••••«••••••••••••••••••••••••<»••••••••••«••••••••••••••«• LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „Óli smaladrengur “ Sýning á morgun kl. 4,30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 á morgun. \ Fjársofnun Slysavarna félagsins er á morgun Kvennadeild Slysavarnafé- lags íslands í Reykjavík, hef- ur helgað sér daginn á morgun 20. febr. 1. góudag, til almennr ar fjársöfnunar, er hefst með merkjasölu, kvikmyndasýningu í Tjamarbíó kl. 3 og samkomu um kvöldið í Tjarnarkaffi, fyr- ir karla og konur. Kvennadeildin telur 1500 meðlimi og mun vera lang- stærsta kvenfélag landsins, eins og vera ber, því í raun og veru eiga allar konur í bænum þar heima, því allar viljum við styrkja þetta hjartans málefni vort. — í 14 ár hefur kvenna- deildin starfað og lagt fram djúgan skerf, svo sem: til björgunarskútunnar, komið upp skýli og núna nýlega 10.000 kr. til björgunarbáts. Formað- ur deildarinnar frá byrjun hef- ur verið frú Guðrún Jónasson, og rækt það starf sitt með alúð og prýði, því enginn hefur sem hún kvatt okkur til að vera vel vakandi og dugandi í þessum efnum og láta þá hjálp í té er við megum. Við í kvennadeild- inni höfum því fullan hug á því, að herða þar róðurinn í sókninni og heitum á alla í bænum að hjálpa okkur til þess og verða vel við, og kaupa af okkur merkin, fylla kvik- myndahúsið, og sækja samkom una um kvöldið, svo að árang- urinn megi verða sem mestur og þá málefninu fyrir beztu. Ein úr kvennadeildinni. í sjálfstæðismálinu, til þess að Stefán Jóhann verði honum þægur í einhverju öðru. Er vér höfum séð hve langt er rásað, munum vér kveða upp vorn dóm. Skólasundmóiið Framhald af 2. síðu. nðill var búinn hafði Háskól- inn fengiö fullt lið og fór nú fram keppni fyrra riöils. Keppni varð þar afar hörð á milli Háskólans og Verzlun- arskólans og má segja að úr- slit milli þéirra hafi verið tví- sýn allt til hins síðasta, því að skólarnir skiptust um for- ustuna en á síðustu leiðunum vann þó Háskólinn örugt for- skot. Samvinnuskólinn varð talsvert langt á eftir og aldrei hættulegur hinum. Tímarnir urðu þeir að Há- skólinn varð 18. mín. 02.6 sek. Verzlunarskólinn 18 mín. 07.8 sek. en Samvinnuskólinn 20 mín 03,7 sek., en vegna rangra skiptinga voru allar sveitirn- ar dæmdar ógildar. Úrslit keppninnar urðu því þau aö nr. 1 varð sveit Menntaskólans á 18 mín. og nr. 2 varð sveit Stýrimanna- skólans á 19 *mín. 30,8 sek. Að þessu sinni var keppt um nýjan bikar sem hr. fim- leikakennari Valdimar Svein- björnsson gaf til keppninnar. Bikar þennan, sem er silfur- bikar á tréfæti, skal vinna tit eignar, ef sami skóli vinnur hann þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Áhorfendur voru eins marg ir og húsrúm leyfði og fylgd- ust þeir með keppninni af miklum ákafa sem marka mátti af háreysti þeirra og eggjunarorðum. Að sund- keppninni lokinni afhenti'. formaður Stúdentaráös Páll Pálsson fyrirliða Menntaskóla sveitarinnar bikarinn til varð- veizlu þar til á næstu keppni. Sundmaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.