Þjóðviljinn - 19.02.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1944, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVIL JINN 3 Laugardagur 19. febrúar 1944. Eiga synir islands að búa við atvinnuieysi eða öryggi? iEllar HeMallar að gaaia i baH arða slaaa i tfggsMu? MÁLGAGN Æskulýðsfylkingarinnar (Samband ungra sósíalista) Greinar og annað efni send- ist í skrifstofu Æ. F. R., Skólavörðustíg 19, merkt: Æskulýðssíða Þjóðviljans. Elllllíll! Æskulýðssíða mun framveg is birtast í Þjóðviljanum ann- anhvern laugardag og færa ykkur efni, sem snertir æsk- una sérstakiega, aðstöðu hennar í þjóðfélaginu og áhrif hennar á þjóðmál. Það er Æskulýðsfylkingin, Samband ungra sósíalista, sem stendur að þessari síðu og sér um efni hennar.. Tilgangur síðunnar er aö efla pólitískan áhuga og stétt- arlega eíningu alþýöuæskunn- ar, búa hana undir lífsbaráttu verkalýösins á tímum þegar stórframleiðendurnir reyna á ný að bregða fyrir sig vopni fyrirstríðsáranna, atvinnUleysi og atvinnukúgun. Við viljum leitast við að hafa samband við hina starf- andi æsku, vinna að auknu félagslífi hennar og beita okk- ur fyrir kröfum hennar. Þess vegna heitum viö á ykkur, æskufólk, að senda greinar, athugasemdir og annað efni, til síðunnar svo að viðleitni okkar megi verða til aukins samstarfs og gagnkvæms skilnings. Tækifæri æskunnar til aö sækja heilbrigðar skemmtan- ir, er aðkallandi vandamál. •— Æskulýðshöll er nauðsynleg úrbót. — Þetta er sérmál æsk- unnar og þess vegna verður æskulýðurinn að fylkja því fram til sigurs. Sendið okkur tillögur um fyrirkomulag slíkr ar stofnunar og látið okkur koma þeim fyrir almennings sjónir. Mörg önnur mál, atvinnu- leg, félagsleg og þjóðernisleg, eru fyrst og fremst mál æsk- unnar og úrlausn þeirra bíð- ur aðgerða hennar. Fylgist vandlega með því sem æskulýössíðan flytur ykk ur, og takið afstöðu til hvers máls. Ilverjir ættu fremur að leita úrlausna þcirra mála, sem æskan á að njóta ávaxta af en æskan sjálf? Æskufólk! Kynnið ykkur sósíalismann, hann bendir á leiðimar! Æskulýðssíðan er málgagn hinnar sósíalistisku æsku. Margur æskumaðurinn, sem hefur haft næga atvinnu síð- ustú árin og jafnvel getaö val- ið um vinnu hefur gleymt því, eða jafnvel aldrei kynnst því af eigin raun, hvað atvinnu- leysi er. En nú eru þeir tímar að koma, að haiin getur allt í einu uppgötvaö, að hann er vinnulaus og fær ekkert að vinna. Með sama áframhaldi og nú er í atvinnuháttum þjóðar okkar, er allt útlit fyrir það, að kynslóðin, sem stendur á ’þrepskildi fullorðinsáranna, fái atvinnuleysi og tilheyrandi fátækt í veganesti. í hálfa aðra öld J^sfur sjálf- stæðisbarátta íslendinga inn- prentað æskulýðnum hugsjón- ina um hamingjusamt íolk í fögru og áevintýraríku landi, um stóran og voidugan fiski- og orkuver, nýja gullöld full- komins landbúnaðar, hugsjón- ina um fjörugt og óstöðvandi áthafnalíf í hverjum firði, hverju þorpi og hverjum bæ, hugsjónina um það, að hver ungur íslendingur gæti elsk- að fósturjörö sína af því aö hún tryggði efnalegan og and legan frama og örugga fram- tíð. 3 En sú stétt, sem hefur ráð- ið og ræður öllu í landi okkar, hefur aldrei sýnt það betur en nú, hvert regindjúp er stað fest milli hinna fögru en framkvæmanlegu drauma æskulýðsins og veruleikans. Meðan aðrar þjóðir hafa barizt fyrir frelsi sínu (og okk ar frelsi einnig), hafa nokkr- ir tugir ísiendinga auðgast svo mjög á þremur til fjórum árum, að auður þeirra er orð- inn meiri en allur þjóðarauð- ur Íslendinga í heild var fyrir stríð. Þeir hafa grætt svo mikið og af slíkri ákefð, að þeir hafa hvorki haft hugsun né vilja til þess að skapa ný at- vinnutæki, hvað þá nýja framtíðaratvinnuvegi. Svo miklu valdi hefur gróða fíknin náð á þessum mönnum, aö þeir hafa tvöfaldað burð- armagn gömlu ryðkláfanna án þess að hugsa um, að um borö í hverju skipi væru tug- ir sona landsins, sem teflt væri með þessu háttalagi út í opinn dauðann. Unga íslendinga hefur dreymt um stórfelldar at- vinnuframkvæmdir, um vel- megun þjóðarinnar, um fram- farir, sem svöruðu til gæða ættjaröarinnar. En hver þeirra myndi |iafa skap í sér til þess áð feta í fótspor þj óðstj órnarflokkanna á Alþingi, sem heimilaði ein- ar 5 milljónir króna til end- urnýjunar sjávarútvegarins, lífæðar atvinnuveganna, þeg- ar af er að taka hundruðum milljóna? Og hvaöa ungur íslending- ur hefði fengið sig til þess að hrósa ráðstöfun þessari sem stórhug, eins og formælandi fjárveitinganefndar gerði við síðustu útvarpsumræöur? Flestir menn telja mestar líkur til þess, að Evrópustríð- inu verði lokið á þessu ári. Þar með opnast fyrir ísland og ísl-enzka atvinnuvegi mestu markaðsmöguleikar, sem saga landsins hefur þekkt. Til þess aö þessir möguleik- ar verði notaöir, þarf forsjál- ar og djarfar ráðstafanir til að undirbúa atvinnuvegina undir ýtrasta þanþol. En svar yfirstéttarinnar — Það er einar 5 milljónir króna, veittar með ólund. Stéttin, sem drottnar í land inu, hefur ekki einungis ráðið hin seinustu ár, veltuárin. Hún hafði einnig öll völd fyr- ir stríð. Veltuár stríðsins hafa ver- ið próf á hana, próf á auð- valdsskipulag hennar, próf sem átti að sýna, hvort þessi hrokafulla stétt væri nokkru færari um að stjórna atvinnu vegunum á veltuárunum en á krepputímum. En hún hefur ekki staðizt próf ið. Hún hefur aðeins kunnaö að græða. Á kreppuárunum þóttist hún enga peninga eiga til at- vinnurekstrar og verklegra framkvæmda. En nú, eftir veltuárin? 5 milljónir króna, veittar meö eftirtölum. Það er henn- ar framlag. Veltuár stríðsins hafa sýnt og sannað, að það er sama, hvort um krepputíma eða veltuár er að ræða. Yfirstétt- in íslenzka er jafn ófær um að standa fyrir atvinnuvegum landsins, jafn ófær til að ný- skapa þá, jafn ófær til aö tryggja sonum íslands at- vinnu og öryggi og gera þeim landið byggilegt. Þar með hefur yfirstéttin opinberlega afsannað rétt Framh. á 4. síðu. Eins og kunnugt er, stóðu Æskulýðsfylkingin og Heim- dallur að æskulýðsfundi í Gamla Bíó 31. október síðast- liðinn. í lok fundarins voru samþykktar í einu hljóði til- lögur, sem hnigu í þá átt. „aO skora á Alþingi að af- greiða stjómarskrárbreytingu í sambandi við sjálfstæðismálið, samkvæmt sameiginlegum til- lögum stjómarskrárnefndar A1 þingis“. í tillögum stjórnar- skrárnefndar var greiniléga tek ið fram, að gildistökudagur stjórnarskrárinnar skyldi vera 17. júní 1944. Stjórn Heimdallar og þeir Heimdellingar, sem mættir voru á fundinum lýstu sig ein- dregið fylgjandi því, að ákvæð- ið um 17. júní skyldi vera í stjórnarfrumvarpinu. — En nú hefur þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins ásamt þingflokki Framsóknar gengið í lið með undanhaldsliði Stefáns og ákveðið, að ákvæðið um 17. júní verði fellt úr stjómar- skrárfrumvarpinu. — og nú væri fróðlegt að fá yfirlýsingu um það frá stjórn Heimdallar næstu daga, hvort Heimdallur ætlar að standa við tillögur sín ar og samþykktir á æskulýðs- fundinum... eða svíkja þær og elta undanhaldsliðið og vera samþykkur því að taka ákvæðið um 17. júní út úr stjórnarskrárfrumvarpinu og Þetta mun vera fyrsta fræðslurit Dagsbrúnar, en vonandi fylgja fleiri á eftii Þetta rit er„ eins og nafnið bendir til, fyrst og fremst ætl- að hinum ungu í verkalýðs- stéttinni, þeim, sem nú eru aö taka við urfi brautryðjend- anna, réttindum og kjarabót- um, sem aflað hefur verið með ómælanlegum fómum og þrautseigju. Þetta er ekki stórt rit, en það er brennandi hvatning til æskunnar um hlutverk í verk- lýðshreyf ingunni. Þarna er brugðið upp skýrri mynd af baráttu brautryöj endanna og sýnt fram á þann vanda er hvílir fyrst og fremst á herö- um æskunnar, að gæta þess, sem aflað er og halda sókn- inni áfram að settu marki. skapa Stefáni Jóhanni og öðr- um dansklúnduðum möguleika á því að tefja fyrir rnáli mál- anna. ' Æskulýðsfylkingin krefst þess, að Heimdallur gefi út yf- irlýsingu um þetta, þar eð Æskulýðsfylkingin stóð að áð- urnefndum fundi með Heim- dalli og þeim tillögum, sem þar voru samþykktar. Til að taka af öll tvímæli um afstöðu Æskulýðsfylkingarinn- ar til þessa athaafis gömlu þjóð stjórnarflokkanna, birtist hér ályktun sú, sem samþykkt var á síðasta fundi Æskulýðsfylk- ingarinnar á miðvikudaginn: „Fundur í Æskulýðsfylking- unni, haldinn miðvikudaginn 16. febrúar 1944 ítrekar allar fyrri ályktanir Æskulýðsfylk- ingarinnar um stuðning hennar við sjálfstæðismálið í þeirri mynd, sem stjómarskrárnefnd Alþingis hefur lagt til í tillög- um sínum. — Funduririn lýsir hinsvegar megnri óánægju sinni yfir þeim aðförum þing- flokka Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins að nema ákvæð- ið um 17. júní 1944 sem gildis- tökudag lýðveldisstjónarskrár- innar brott úr stjórnarskrár- frumvarpinu, og telur, að með því sé aðeins verið að gefa und anhaldsmönnum tækifæri til að tefja fyrir afgreiðslu máls- ins.“ Árni sýnir greinilega fram á að: „Öll verkalýðsstéttin þarf að skilja það, að ef hún lifir grunlaus um gildi og nauðsyn samtalca sinna, veröur hún á skömmum tíma svift áð nýju öllu frjálsræði um afkomu sína. Lífsgæfa verkamannsins er tengd örlagaböndum við sam- tök stéttar hans, fyrir því má hann aldrei gleyma skyldum sínum við þau. Fyrir því skulu nú allir æskumenn verkalýðsfélag- anna hefjast handa um virka þátttöku í störfum og baráttu stéttarinnar, minnugir þess, að arfur liðinnar baráttu verður því aðeins verndaður og aukinn, að öll alþýða lands Framh. á 5. síðu Árni Ágústsson: Æska og arfur Útgefandi: Fræðslunefnd Dagsbrúnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.