Þjóðviljinn - 20.02.1944, Page 2
2
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 20. febrúar 1944.
um BORÐ í SKÐTU
30. marz 1913, var skútan
okkar (ca. 30 rúmlestir að
stærð, stödd út á Barðagrynni
(Efragrynni, sem þá var svo
kallað). „Við lágum á fiski.“
Undangengna tvo daga hafði
fiskur verið nægur og veður
sæmilegt, en virtist nú líkleg-
ur til uppblásturs.
Við, á skipstjóravaktinni,
áttum „hundinnlí á dekki.Enda
þótt allir hefðu. staðið á „frí-
vakt“ á meðan birtan entist,
var svefntími nokkur, þar sem
nóttin var dimm, of dimm til
þess að sá guli „gæfi sig til‘.
Kl. 12 á miðnætti, vorum við
allir á skipstjóravaktinni, 6 að
tölu, komnir upp. Skipstjóri
stóð í káetugatinu og rýndi í
myrkrið.
„Það er bezt að gera að þess
um kvikindum“- sagði hann
um leið og hann seig niður um
gatið og hvarf.
Aðgerðin byrjaði. — Haus-
unarmaðurinn fyrst, síðan 2
flatningsmenn, þá sá sem
„vaskaði“#og síðastur saltarinn,
hann fór í lestina.
Eg átti að vaska, enda var
ég byrjandi sjómaður. Eg
greip til „pusunnar“, lét hana
falla í sjóinn á hvolf og hélt
fast í kaðalinn, sem í henni
var. Svo halaði ég hana inn og
þannig koll af kolli, þar til
stampurinn var fullur. olíufat
sagað í miðju. Nú var komin
all-væn kös á dekkið hjá mér
af flöttum fiski, því allir höm-
uðust, ekki sízt flatningsmenn-
irnir. Eg notaði aðallega vetl-
inginn til að þvo með, vösku-
kústurinn flaut venjulega of-
an á balanum, þó greip ég
hann stundum til að skrúbba
með „dálkinn", ef blóðið var
mikið og storkið. Hver þveginn
fiskur var látinn síga niður
um op á lestinni, og ef fullrar
varúðar var gætt, gat borið við
að hann lenti á höfði eða herð
um saltarans, en slík óvarkárni
var venjulega endurgoldin með
völdum skömmum,' ívöfðum
formælingum og uppnefnum.
„Geyið mitt, vaskaðu vel“,
sagði heimspekingurinn og
brýndi flatningshnífinn. Eg
bætti við einni dálkkreistu,
og reyndi að rétta úr hryggn-
um á sjálfum mér, sem þó ekki
tókst til fulls. „Skiptu oft um
vatn“, sagði heimspekingurinn.
Eg fór að blanda mjöðinn,
bætti nokkrum „pusum‘ af sjó
í balann.
Nú kom það upp úr kafinu,
að það var einmitt ég sem átti
kabísuna, ja, mikið bölvað ó-
lán.
„Þú mátt ekki láta drepast í
helvítinu, dreng-djöfull“ sagðí
heimspekingurinn ofur góðlát-
lega. — Farðu strax íram 1 og
athugaðu „meinvættið“, því
kaffi vil ég hafa, þegar búið
er“. Eg tók af mér skuðuskinn-
ið og stakk mér í lúkarinn. —
Það var dautt í svíninu. —
Þetta var dálaglegt! — Eg
dróg að mér spýtur og olíu, og
eftir mikið brauk og basl tókst
meinvættið lét mér í té af reyk
og fýlu.
Heimspekingurinn kom nið-
ur til að ná sér í tóbak. Við
urðum samferða upp og aftur
á dekkið. „Hefurðu verið að
vaska upp úr þessu“, spurði
hann, og einblíndi niður í bal-
ann. Eg játti því. — „Mikill
guðs vesalingur getur þú verið
drengur, þú gerir allan fiskinn
nr. 4. — Svona helltu úr hel-
vítinu. — , Eg hlýddi.
Eg hafði lcks fyllt stampinn
og tók til óspilltra málanna að
„þvo niður“.
★ ’
Allt í einu voru þeir, heim-
spekingurinn og afhausarinn.
komnir í háværa deilu út af
helvíti, hvort það væri til eða
ekki til, skildist mér, og fór
að hlusta. Heimspekingurinn
taldi, að tilvera helvítis væri
ekki síður nauðsynleg en til-
vera himnaríkis, og gersigraði
afhausarann, að mér fannst,
að lokum, með svo sterkum
mér að kveik'ja eldinn, en ó-
sviknar voru þær strokur, er
rökum, að hausarinn varð að
játa sig fávísann, og auk þess
taka á móti óhrekjandi full-
yrðingum heimspekingsins um
að hausarinn sjálfur mundi
þangað fara eftir líkamsdauð-
ann, samkvæmt kenningum
kristindómsins, ef hann ekki
viðurkenndi friðþægingartil-
boð „meistarans frá Nazaret11.
Skeggi gamli, hinn flatnings
maðurinn, hafði ekki lagt til
málanna, en var broshýr og
bar vott um að lítið færi fram
hjá honum.
Hreingerningunni var lokið.
Skeggi gamli tróð vettlingana
sína af miklum móði. Hann
notaði fiskigall fyrir sápu, og
„kuttarnir“ hans voru hvítir
eins og lín.
Eg átti eftir nokkra fiska ó-
þvegna, en fékk lausn, þar sem
ég var embættismaður. —
Kaffið varð þó að vera tilbúið
i
í tæka tíð. j
Þegar í lúkarinn kom, sauð i
vatnið, og innan stundar var
þetta fína ketilkaffi drukkið
með beztu lyst, en þó datt sum
um í hug að kalla það eitur-
bras. — En svona er heimur-
inn.
Loks var komið „porr“.
Eg skjögraði með kaffið „aft-
ur í“. Skipstjóri færði dagbók
skipsins. Um leið og ég lagði
könnuna frá mér á borðið,
leit ég yfir bókina og las: „N.
A. strekkingur, reitingsfiskur.
— „Pumpan lens“. Það leit svo
út að alltaf væri skráð þetta
sama: Vindáttin, fiskur eða
fiskleysi, og svo þetta með
pumpuna.
Skipstjóri lagði bókina frá
sér og tók til könnunnar. Það
er „porrað“ söng ég inn í stýri
mannskojuna með nokkurri
hófværð. — „Er fiskur“, spurði
hann, hvolfdi sér til hálfs og
nuddaði augun. — Það hefur
enginn rennt, það er farið að
storma, sagði ég og lagði 1
hraðferð til lúkarins. Eg var í
miðri tröppu þegar ég öskraði
af öllum kröftum: „Það er porr
að“. Einn stakk þegar fótum
út úr kojunni, ók sér og klór-
aði, með aftur augun, fálmaði
til snaga á þiljunni, og byrjaði
að klæða sig.
Hinir rumskuðu ekki. Eg
gekk á röðina, þreif allgrimmd
arlega til þeirra og æpti: Porr-
að! Porrað! Nógur fiskur!
Stendur á hverju bandi!
— Guð hjálpi mér! sagði
aflakóngurinn bljúgur, og
brauzt fram úr, rak hausinn 1
bita, strauk flumósa yfir högg-
staðinn og þreif til stígvélanna
því allt annað var „á honum“.
Ertu að segja satt? — Þú
lýgur? — Hann lagði við hlust-
ir. — Ekkert skakhljóð. — Allt
í einu glennti hann upp augun
og glápti á „hosilógarbekkinn11
þar sem einn dekkvaktarmað-
urinn „pokaði“ ennþá. „Þú
lýgur helvítið þitt, — það er
enginn að renna. — Er siglt
eða hvað? Nei. Af hverju er
legið á þessu helvíti í vitlausu
veðri? Hann linaðist upp við
að fara í seinna stígvélið, og
strauk um höfuðið í þrá eftir
lengri hvíld.
Eruð þið búnir að gera
hreint? Spurði einn uppvakn-
ingurinn, og brá fyrir lífi í
röddinni, — hvað var mikið í
lest? 570, sagði ég. — Við höf-
um það þá enn þá, muldraði
í honum um leið og hann stakk
sér í bekkinn eftir „fantinum“.
Maðurinn var ekki laus við
„vaktaríg“.
Þegar á „glasi“ voru allir
komnir upp, nema aflakóngur-
inn. Hann sat með fantinn á
milli hnjánna og smurði þykkt
með „gríni“. Á honum kjaftaði
hver tuska, eins og vant var,
þegar hann var ekki við lín-
una. Umræðuefnið, kvenfólk,
slagsmál, aflabrögð eða mann-
drápshrynur.
Nú kom einhver á gatið og
kallaði: „Gera hreint“. Afla
kónginum brá hvergj/ Hann
skaut augum'á skakk upp um
gatið og hrópaði skrækur: —
Já, blessarið slítið þið úr þess-
um kvikindum hrygginn, það
hæfir ykkur, sem aldrei fáið
bein úr sjó. Við, sem hristum
þessi kóð inn fyrir, eigum að
eiga frí. — Nú dillaði í hon-
um hláturinn eins og trillur í
bassanótum. Loks, er hann
hafði lokið við brauðið og skák
að fantinum í bekkinn, þreif
hann skuðuskinnið og smokk-
Hver á þennan bæ?
Það mundi víst þykja býsna
fávíslega spurt, ef maður kæmi
ofan úr sveit, liti yfir Reykjavík,
með öllum hennar húsum, götum
og götuleiðslum o. s. frv. og segði:
Hver á þennan bæ?
En spurningin er nú samt sem
áður ekki svo fávísleg.
Hverjir ráða atvinnulífinu í bæn
um?
Örfáir menn, menn sem teljast
eigendur framleiðslutækjanna. Und
ir þeirra ákvörðunum er það
komið hvort atvinna bæjarbúa er
mikil eða lítil á hverjum tíma, og
þar með ráða þeir yfir kjörum og
lífsafkomu Reykvíkinga almennt.
Þessir sömu menn eiga einnig
beint eða óbeint megin þorra hús-
anna i Reykjavík, óbeint með þeim
hætti að þeir eiga lánsfé, sem á
húsunum hvílir, og þegar þrengist
í ári, þegar atvinna þverr, þá eru
húsin ófá-sem falla í hendur hinna
raunverulegu eigenda, mannanna
sem lánuðu féð, sem þau voru
byggð fyrir.
Líku máli gegnir um hin stóru
fyrirtæki bæjarins. Þær nær fimm-
tíu milljónir sem á þeim hvíla eru
eign nokkurra stór atvinnurekenda
og með þeim hætti soga þeir til
sín milljónir króna af því fé sem
við borgum fyrir rafmagn, heitt
vatn o. S. frv.
Það er því vissulega staðreynd,
að nokkrir stóratvinnurekendur
,,eiga“ Reykjavík raunveralega
enda ráða þeir’ þar lögum og lof-
um.
En bæjarstjórnin?
Bæjarstjórnin er þó fulltrúi
þess fjölda sem bæinn byggir,
munu menn segja.
Síðasti fundur bæjarstjórnar
sýndi ljóslega hvernig því er hátt-
að. Meiri hluti bæjarstjórnarinnar
tók þar sömu afstöðu sem atvinnu-
veitendur hafa til þeirrar launa-
deilu sem nú er háð. Þessi meiri-
hluti starfar í umboði og fyrir stór
atvinnurekendurna, sem eiga
Reykjavík.
aði bandinu yfir höfuð sér.
Síðan dróg hann stykilinn úr
buxnavasanum, og stakk hon-
um að öxlum í nasirnar á víxl,
einu sinni, tvisvar og þrisvar, |
með miklum sogum, snörli og
blæstri. Lét hann á sama stað,
í hægri vasann, batt skuðu-
skinnið að baki sér, og þaut
svo upp tröppuna. Mér virtist
að titringur færi um vöðvana
undir samfestingnum, sem í
upphafi var blár, en *nú hvít-
skjöldóttur af saltsteini.
Við, á skipstjóravaktinni,
hröðuðum okkur í kojurnar.
Aldrei hef ég notið þess jafn
unaðslega að leggjast til hvíld
ar, eins og til sjós, enda þótt
ég, færi oftast á mis við þá
þægilegu kennd, sem hrein
rúmföt og gott rúm gefa.
Þegax við höfðum lagzt fyr-
ir, heyrðum við, að fokkan var
dregin upp. Það átti að láta
„hala upp um“. Skipið stilltist
þegar það fékk ganginn. Við
vorum þegar á valdi svefnsins.
Um sex leytið, þegar sá
gamli (kokkurinn) var byrjað-
ur að kitla „meinvættið“ með
Frawb. á 5. sidw.
„Og þú líka barnið mitt
Brútus“
Einu sinni fengu „Sjálfstæðis-
menn“ völd í Dagsbrún, umboðs-
menn atvinnurekendanna réðu þá
lögum og lofum í stærsta verka-
lýðsfélagi landsins.
Það var furðulegt.
Einn þeirra uppeldissona Dags-
brúnar, sem íhaldið þá beitti fyr-
ir sig, hét Gísli Guðnason. Því mun
hafa þótt hann gefast vel, og þeg-
ar það gekk til bæjarstjórnarkosn-
inga setti það hann á lista sinn og
sagði verkamönnum að kjósa með
sér því þarna væri hann Gísli
Guðnason verkamaður fyrrverandí
stjórnarmeðlimur úr Dagsbrún.
Eitthvað af verkamönnum mun
hafa hlítt þessu kalli og kosið
með ihaldinu. Á síðasta fundi bæj-
arstjórnar sáu verkamenn árangur-
inn; Gísli greiddi atkvæði gegn því
að bærinn féllist á að greiða verka
mönnum kr. 2,50 í grunnlaun um
klst., hann greiddi atkvæði með
því að bærinn tæki sömu afstöðu
til vinnudeilunnar sem Claessen.
„Þú líka barnið mitt, Brútus“,
sagði Júlíus Cæsar þegar hann sá
uppeldisson sinn í hópi .morðingja
sinna.
Verkamennirnir, sem kusu Gísla
í bæjarstjórn. hafa áreiðanlega
hugsað líkt og Cæsar þegar þeir
sáu þennan fósturson Dagsbi'únar
myrða hagsmunamál félagsins og
vinnandi manna í Reykjavík, með
atkvæði sínu. En aí þessu ættu
þeir að geta lært að hver sá
verkamaður sem ljær íhaldinu at-
kvæði, er að fela Claessen umboð
sitt í vinnudeilum.
Þeir hafa ekki oft gengið
lengra
Ekki hefur það ol't borið við að
Vísir, Morgunblaðið, flumósa í-
haldsmenn og brjálaðir Framsókn-
armenn, hafi gengið lengra í ó-
sómanum, en i sambandi við eftirlits
menn þá sem Dagsbrún hefur skip-
að til að tryggja að verkfallið, ef
til þess keinur, geti farið friðsam-
lega fram. Skrílsleg æsingaskrif
þessara blaða og ræður brjálæð-
ingsins frá Hriflu, um sama efni,
er eitt það allra auðvirðilegasta
og svívirðilegasta sem heyrzt hef-
ur á síðari tímum.
Hin rólega rödd skynsem-
'i innar
Það var skemmtileg tilbreytni
að heyra hina rólegu rödd Einars
Arnórssonar dómsmálaráðherra, er
hann svaraði brjálæðishjali Jónasar
á Alþingi um þetta eftirlitslið, sem
Jónas kallaði her Alþýðusambands
ins, og taldi að helði verið þjálf-
aður af erlendum manni. Dóms-
málaráðherra talaði þar sem vitur
og raunsær maður. Efni ræðu
hans var þetta:
í öllum skipulögðum verkföllum
bæði hér og erlendis, koma verka-
lýðsfélögin sér upp eftirlitsliði, til
að tryggja að verkfallsbrjótar vinni
ekki, og að verkfallið fari sem
skipulegast fram. Hér er því ekki
um neitt nýtt fyrirbæri að ræða.
Þetta er nú gert opinbert og lög-
reglunni boðið samstarf til að
halda uppi röð og reglu og koma
í veg fyrir lögbrot. Við þetta kvaðst
ráðherrann ekki sjá neitt athuga-
vert.
Þannig mæla allir þeir, sena
láta stjórnast af rökum heilbrigðr
ar skynsemi. Berum það saman Tið
ummæli Vísis, ummæli Sigurðar
Bjarnasonar í Morgunblaðinu og
ummæli Hriflumanna.
Eííir IflAWWWWVWbWAVaW
GAMLAN SJÖMANN
í