Þjóðviljinn - 20.02.1944, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.02.1944, Síða 7
ÞJÓÐVIL3INN 7 Sunnudagur 20. febrúar 1944. mátt vera eins fínn og 'þú vilt, og seldu Brunku íyrir mig í borginni.. Daginn eftir lagði Óli af stað með Brunku. Mamma hans lét hann hafa brauð úr síðasta mjölinu í nesti. „Þú verður að kemba Brunku vel, þegar þú kemur til borgarinnar, svo að mönnum litist betur á hana og vilji frekar kaupa hana.“ Óli lofaði því. Hann settist á bak og Brunka skokkaði með hann úr hlaði. Mamma hans horfði á eftir honum, meðan hún gat séð til hans. Pilturinn var ekki kominn langt, þegar hann mætti lágvöxnum manni. Hann var bláklæddur frá hvirfli til ilja og Óla fannst hann eitthvað skringilegur. „Sæll vertu, og þakka þér fyrir síðast,“ sagði sá blái vingjarnlega, eins og hann hefði þekkt Óla alla sína ævi. ' „Komdu sæll og þakka þér sjálfum,“ svaraði Óli. „Hvert ert þú að fara svona snemma?“ spurði mað- urinn. „Eg er að fara til borgarinnar að selja hana Brunku. Það er ekkert mjöl til heima.“ „Það eru slæmar fréttir. En bezt væri fyrir þig að losna við þessa löngu ferð og selja mér hestinn. Eg á enga peninga, en hérna hef ég það, sem betra er en peningar.“ Bláklæddi maðurinn tók ofurlítinn kistil upp úr vasa sínum og opnaði hann. í kistlinum voru tvær snotrar mýs. Hann setti þær á jörðina og sagði: „Syngið þið mýs.“ Þá tóku mýsnar til að syngja og þær sungu svo hátt og skemmtilega, að undir tók í skóginum og Óli gat varla staðið á fótunum fyrir hlátri. „Eg hef aldrei heyrt annað eins.“ „Villtu ekki skipta við mig á hestinum og músun- um? Þær eru miklu skemmtilegri,“ sagði bláklæddi maðurinn. „Ja, ég veit nú ekki, hvað mamma segði um það. Hún vildi fá peninga fyrir Brunku.“ „Hugsaðu þér bára hvað hún gæti haft mikla skemmtun af svona músum á löngu vetrarkvöldunum ÞETTA Fyrsti dagur góu er, eins og kunnugt er, kallaður konudag- ur. Og fyrrum var sá siður, að húsfreyja gekk kringum bæinn og bauð góu í garð með þessum orðum: „Velkomin sértu, góa mín, og gakktu í bæinn. Vertu ekki úti í vindum vorlangan daginn“. Á sama hátt bauð húsbónd- inn þorra í garð á bóndadag- inn. Einhver kveðjuorð áttu þar líka við, en þau eru gleymd. k FITJAANNÁLL ÁRIÐ 1704: Páskadagurinn féll inn á 23. naarz og fjórða sunnudag í góu. Ekki hafa góupáskar ver- ið hér fyrri... Á Fitjum í Skorradal gnísti kálfur tönn- um oftlega í kú í fjögur dæg- ur, áður en hann var borinn. Sama skeði á Háafelli í sömu sveit. Fyrir þessi harðindaár heyrðust og hljóð til hvolps, áður en hann var gotinn. ★ FITJAANNÁLL ÁRIÐ 1610: — Var margur drengur og stelpa á þessu ári og nokkur fyrirfarandi sumur flutt sunn- an að og í Austfirði af sýslu- manni þar, vegna manndauða og fólksfækkunar. Drengirnir vo-ru seldir fyrir sextíu eður áttatíu álnir en stelpur fyrir fjörutíu álnir. laus. Það er ólíklegt aö hann fái vinnu aftur. Karl og Henny hjálpa honum ekki. Þú ert atvinnulaus. Allt hvílir á mér“. „Hvernig veiztu, að þú fáir enga hjálp?11 „Af því ég veit það“. Sveu féllust hendur og hún leit á hann. Það var alvara og jafnvel ofurlítil harka í svip hennar. Hún hafði reglulega andlitsdrætti, beint nef og bogadregnar augabrúnir, sem hún hvorki klippti eða reytti. Hún hafði svart hár og skipti því í miðju. Þess vegna virt- ist ennið hærra en það í raun og veru var. „Hvers vegna ættir þú að vera sú eina, sem sér fyrir heimilinu framvegis?“ spurði hann aftur. Hann vissi hverju hún mundi svara, en vildi bara fá að heyra hana segja það. „Það er svona í hverri fjöl- skyldu, að eitt barnanna verð- ur að sjá um foreldra sína. Karl er giftur og hefur engin peningaráð. Henny giftist bráðum líka. Og þú — Hún þagnaði og lauk við að búa um rúmið. „Og ég?“ „Eg er búinn að segja þér það. Þú veizt sjálfur, að þú hefur enga vinnu og ekki neitt. •Það hefur enga þýðingu að við förum að rífast. Það sem þú ekki vilt, það viltu ekki. Svo það er útrætt mál“. Svea talaði af meiri ákafa en hún var vön, og þegar hún tók bakkann af borðinu, sá Henrik að hendur hennar skulfu. Hún var þó vön að vera róleg. Nú gat hann ekki frestað burtfÖr sinni. Allt kvöldið hafði hann verið að segja við sjálfan sig, að hann þyrfti ekki að fara fyrr en eft- ir nokkra daga. En eftir þetta samtal var ekki hægt að vera lengur. Svea fyrirleit hann. Hann stóð hreyfingarlaus við legubekkinn, eftir að hún var farin. Hér var hann vanur að sofa og honum hafði alltaf fundizt það sjálfsagt og eðli- legt. En nú átti hann ekki hér heima. Hvað stoðaði það, að gamall maður segði eitthvað fallegt og vingjarnlegt um lof- orð sín, fyrst börn hans höfðu aðra skoðun? Henrik tók ekki neitt með sér þegar hann fór. Kistan hans var inni í herbergi Lund- boms. Og það hefði tekið lang- an tíma, hefði hann átt að safna saman öllu dóti sínu. Það var nógur tími að sækja far- angurinn seinna. Hann fór 1 frakka og lét á sig hatt í forstofunni, en kveikti ekki Ijós. Hann heyrði, að Svea var að þvo sér frammi í eldhúsinu, þess vegna fór hann eins hljóð- lega og hann gat. En hún heyrði samt umgang í forstofunni og leit fram í myrkrið. Og hún sá hann. „Henrik — ertu að fara út?“ Það lá vingjarnleg undrun í rödd hennar. Hún talaði alveg eins og hún var vön, ekkert líkt því sem hún hafði gert fyrir lítilli stundu síðan. Hann gekk nær. ,JL,angar þig til að ég verði kyrr eftir allt sem þú hefur sagt í kvöld? Hvernig ætlastu til þess “ Rödd hans var óskýr. En hann ætlaði ekki að láta und- an tilfinningum sínum. Svea hafði verið að þvo sér og farið úr kjólnum. Hún stóð í dyrunum á nærkjólnum. Henrik hafði svo sem fyrr séð hana lítið klædda, en þessi kona, sem þarna stóð, kom hon um ókunnuglega fyrir sjónir og honum virtist hún fögur. „Ekki ferðu þó í kvöld. Það er þér ekki alvara. Farðu bara að hátta“. Hún gekk ofurlítið nær honum, en hann vék sér til hliðar og var kominn út áður en hún áttaði sig. Hann hljóp niður þrepin. Hún opnaði hurðina og kall- aði á eftir honum. Og hún stóð lengi í gættinni, í myrkrinu, þar til henni var orðið kalt. Þá lokaðú hún hurðinni en glevmdi að læsa. Svea gekk aftur inn í eld- húsið. Kjóllinn hennar lá á stól við borðið. Hún var ann- ars hugar og klæddi sig sein- lega 1 kjólinn aftur. Fjórði kafli. ÁSTIN í ÚTLEGÐ Loksins komu tvö föt með smurðu brauði og þeim var tekið með fagnaðarópi. Brauð- sneiðarnar voru þaktar laxi, kjöti, osti og rauðu sajati. Þjónninn ýtti flöskunum til hliðar og rýmdi til á borðinu, þar til hann gat komið báðum fötunum þar. Henny færði sig nær Rudolf. Hún hélt stöðugt í hendina á honum, meða þau biðu eftir matnum. Það var bjánalegt í nærveru ókunnugra, hún fann það vel, en gat ekki stillt sig um það. Fríða sat á móti þeim, föl og fálát og auðsjáanlega móðguð af framkomu Karls. Iienny gafst upp við að skemmta henni og henni féll þetta allt svo illa, að hún mátti til að halda í hendina á Rudolf. Þá varð hún örugg og reyndi að taka aftur gleði sína. Þau ' höfðu fært tvö borð saman, til þess að nokkrir vin- ir Karls kæmust þar fyrir líka. Það voru ungir menn, sem drukku og skáluðu óspart og fullyrtu allir, að Karl Lung- bom hefði verið efni í heims- meistara í hnefaleik. Daníel sat við hlið Karls og var nú orðinn da'pureygur, því að hann hafði drukkið mÍK ið um kvöldið. Hann hafði handlegginn um háls kærustu sinnar. Það var of þröngt við borðið, og Daníel var maður, sem þurfti olnbogarúm. Karl og Daníel höfðu nú sætzt, eftir að hafa sýnt hvor öðrum fullan fjandskap síðasta klukkutímann. Þeim kom sam- an um að Karl skyldi iðka í- þróttir áfram og hefði eflaust verið jafningi Daníels, ef hann hefði ekki gefizt of snemma upp. Og þegar Daníel kæmi í fyrsta sinn fram á sjónarsvið- ið sem landsmeistari átti Karl að verða í fylgd með honum. Allir voru hættir að hlusta á hljóðfærasláttinn. Þó að tvær hljómsveitir skiptust á að leika niðri í salnum. Innan um heyrðist glamur i diskum og hnífapörum. Sumir voru farnir að syngja hástöfum. Þetta var orðinn hinn ámát- legasti hávaði, þar sem öllu ægði saman. Skemmtunin var í þann veginn að ná hámarki sínu. Fríða sat róleg og alvarleg undir þessari óstöðvandi á- gjöf hljómlistar og skarkala. Hún hafði verið ákaflega þreytt en var farin að hress- ast aftur, því að hún hafði á- sett sér að sitja og bíða hér nóttina út, hvað sem á gengi. Hún vildi ekki fara á undan Karli og þá var ekki um ann- að að gera en sætta sig við allt. Hún skildi ekkert í fram- ferði hans. Á svona kvöldum eyddi hann meiri peningum en þau gátu bæði sparað saman á mörgum mánuðum. Hann gat orðið eins og viti sínu fjær. Hún hafði séð hann þannig tvisvar, síðan þau giftust. Á morgun vissi hún að Karl yrði alls gáður og iðraðist sár- lega. Þetta var rétt eins og þegar börn eru að reis^ spila- borgir og fella þær aftur. Fríða horfði í laumi á mann sinn. Hann borðaði brauðið með hníf og gaffli, en sumt datt utan hjá diskinum. Karl kom henni fyrir sjónir eins og ókunnugur maður. Hún þekkti hvorki orðalag hans né hreyf- ingar. Það var hætt við að hann yrði hávaðasamur, þegar liði á nóttina. En Fríða vildi ekki skilja hann eftir í umsjá drukkinna félaga hans. Hann var maðurinn hennar, og hún varð að gera meiri kröfur til hans hér eftir en áður. Henny hafði ekki matarlyst. Hún rjálaði við brauðsneið með hnífapörunum, en kom engu niður. „Við förum bráðum“, hvísl- aði Rudolf að henni. Og hún hlakkaði ákaft til að komast út úr hitanum og reykjarsvæl- unni, undir bert loft. Líklega var rigning og þá hlaut að vera svalandi að finna regn- dropana á andlitinu. Henny langaði ekki til að dansa meira, félagar Karls vildu ó-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.