Þjóðviljinn - 20.02.1944, Page 8
Oi* borglnni
Nœtarlæknlr er í Læknavaröstöö
Reykjavíkur í Austurbæjarskólan-
um, simi 5080.
Ljósatimi ökutækja er frá kl.
5.20 að degi tfl kl. 8.05.
Helgidagslæknir: Haildór Stefáns
son, Ránargötu 12, sími 2234.
Útvarpið í dag:
14.15—16.30 Óperan „La Traviata"
eftir Verdi (Listamenn Scala-
óperunnar í Milanó flytja. —
Sungin á ítölsku).
18.40 Bamatími (Kennarar og nem
endur úr Austurbæjarskólan-
um í Rvík).
19.25 Hljómplötur: Eroiea-tilbrigðin
eftir Beethoven.
20.20 Einleikur á píanó (Fritz
Weisshappel): Lög eftir Mel-
artin.
20.35 Erindi: Sálarrannsóknarfélag
íslands og starfsemi þess
(Jón Auðuns prestur).
21.05 Hljómplötur: María Markan
syngur.
21.15 Upplestur: „Brimgnýr";
bókarkafli (Jóhann Bárðar-
son. — Bárður Jakobsson
flytur).
21.35 Hljómplötur: Valsar.
22.00 Danslög.
Útvarpið á morgun:
18.30 íslenzkukennsla, 1. flokukr
19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur.
19.25 Þingfréttir.
20.30 Erindi: Eystrasaltslönd, II
(Knútur Arngrímsson kenn.)
20.55 Hljómplötur: Lög leikin á bíó
orgel.
21.00 Um daginn og veginn (Sig-‘
urður Bjamason alþingism.).
21.20 Útvarpshljómsveitin: Frönsk
þjóðlög. — Einsöngur
(frú Annie C. Þóraðarson):
a) „In der Fremde" eftir
Schumann. b) „Marienwurm-
chen“ eftir sama. c) Tvö
frönsk lög frá 18. öld. d)
„Spunakonan“ eftir Þórdísi
Ottósson Guðmundsson. e)
„Maríuvers" eftir Pál ísólfs-
son.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Óla
smaladreng kl. 4.30 í dag og Vopn
guðanna kl. 8 í kvöld. — Aðgöngu-
miðasalan er opin frá kl. 1 í dag.
Flokkurinn
11. DEILD.
Fundur verður haldiun þriðjudag
inn 22. þ. m. kl. 8,30 e. h. á Rauð-
arárstíg 32.
DAGSKRÁ:
1. Deildarstarfið.
2. Erindi.
3. Erindi: Hvað á að gera við
Þýzkaland?
4. Kaffi o. fl.
Félagar fjölmennið.
STJÓRNIN.
Hringið í síma 2184 og
gerizt áskrifendur
IMÓÐVILIINN
TJAtNAB B2Ó
Casablanca
NÍJA Blrt •••••—*•
Dansínn dunar!
(„Time out for Rhythm“).
Hátíðaböld Norræna fé-
Iagsinsá25áraafmælinu
í tilefni af því að þá eru liðin 25 ár frá stofnun
fyrstu deilda Norræna félagsins á Norðurlöndum, efn-
ir Norræna félagið hér til hátíðahalda 1.—5. marz næst-
komandi.
Forgöngumenn að stofnun-
inni voru 2 Danir, 1 Norðmað-
ur og 2 Svíar. Svíarnir voru
þeir Carleson, þáv. fjármála-
ráðherra Svía, og Heckscher
prófessor í hagfræði. Danirnir
voru Neergaard þáv. forsætis-
ráðh. og Aage Friis prófessor í
sögu og Norðmaðurinn var
Mowinckel forsætisráðherra. i
Þann 24 febrúar 1919 sendu
þeir út drög að stefnuskrá:
Menningarlega og viðskiptalega
samvinnu Norðurlandanna.
Fyrsta félagsdeildin var stofn-
uð í Svíþjóð 1. marz 1919. í Nor
egi 12. apr. og Danm. 14. s. m.
íslenzka félagsdeildin var stofn
uð 29. sept. 1922 fyrir forgöngu
Sveins Björnssonar núverandi
ríkisstjóra og norska prófess-
oi'inn Fr. Paasche.
1. marz n. k. hefur Norræna
félagið samfellda dagskrá í út-
varpinu um kvöldið. Ræður
hytja þeir Stefán Jóh. Stefáns-
son formaður félagsins, Guð-
laugur Rósinkranz ritari fél.,
Pálmi Hannesson rektor og Vil-
hjálmur Þ. Gíslason skólastjóri,
Aðalfundur Verkalýðs
félags Akraaess
Aöalfundur Verkalýðsfélags
Akraness var haldinn 15. þ. m.
í stjórn voru kosnir:
Formaður: Hálfdán Sveins-
son.
Ritari: Ingólfur Runólfsson.
Gjaldkeri: Guðm. Kr. Ólafs-
son.
Auk þeirra eiga sæti í stjórn-
inni formenn hinna ýmsu
deilda félagsins, en þeir eru
ókosnir enn.
Teikningar að Skild-
ingarnesi saœþykktar
Bæjarráð samþykkti ífyrrad. i
með þremur atkvæðum gegn
einu teikningar þær sem húsa-
meistari bæjarins Einar Sveins-
son hefur gert af Skildinganes-
skólanum.
Samþykkt var að hefja
byggingu eins fljótt og auðið
væri.
en Tómas Guðmundsson skáld
flytur kvæði, er hann hefur
ort , tilefni afmælisins.
3. marz verður veizla að Hó-
tel Borg, Björn Þórðarson for-
sætisiráðherra jflytur aðalræð-
una. 5. marz verða norrænir
hljómleikar í Gamla Bíó.
Hljómsveit leikur norræn lög
undir stjórn dr. Urbanschitsch
og Kjartan Sigurjónsson syng-
ur með undirleik Páls ísólfs-
sonar og karlakórinn Fóstbræð-
ur syngur norræn lög.
Félagsmenn í deild Norræna
félagsins hér eru nál. 1200. Hef
ur félagið í hyggju að reisa
heimili fyrir félagið í nánd
við Þingvelli, þar sem fram
geti farið mót og námskeið.
Hefur verið hugsað að hafa
þar fyrirlestrasal í fornum
skálastíl með öndvegi og lang-
eldum.
Bréf Aiþýðusam-
sambandsins
Framhald af 1. síöu.
ingur — er sannfærður um, að
kröfur Dagsbrúnar eru það
sanngjarnar, að þeim verði
eigi móti mælt með neinum
frambærilegum rökum. Dags-
brún hefur auk þessa undirbú-
ið baráttu sína það vel, að mál-
staður hennar hefur nú að baki
sér sterkara almenrdngsálit en
nokkru sinni fyrr.
Þrátt fyrir þetta ber sér-
hverju sambandsfélagi voru að
fylgjast með þessu máli af vak-
andi áhuga og vera við því bú-
in að framkvæma í þágu Dags-
brúnar það, sem sérhverju sam
bandsfélagi og meðlimum þess
ber að gera og Alþýðusamband
ið leggur fyrir.
Það er og víða þekkt enda
vel við eigandi, að félag sendi
sambandsfélagi, sem býr sig til
baráttu, vinsamlegar orðsend-
ingar og yfirlýsingar um stuðn
ing. Þetta er ekki aðeins til
styrktar Dagsbrún í þessu ein-
staka tilfelli, heldur einnig til
að þróa hina nuuðsynlegu sam
ábyrgðartilfinningu hinna vinn
andi stétta almennt, í sam-
bandi við baráttu hvers ein-
Spennandi leikur um flótta
fólk, njósnir og ástir.
Humphrey Bogart,
Ingrid Bergman,
Faul Hendreid,
Claude Rains,
Conrad Veidt,
Sydney Greenstreet,
Peter Lorre.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Aðgöngumiðasala hefst kl. 1
KI. 3:
Sýning Kvennadeildar Slysa
vamarfélagsins
LAJLA.
Allur aðgangseyrir rennur
sjóð Kvennadeildarinnar
: RUDY VALLEE. t
! ANN MILLER
• ROSEMARY LANE. \
: :
: f myndinni spilar fræg dans >
5 hljómsveit: „Casa Loma i
| Band“. |
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
• Aðgöngumiðasala hefst kl. 11;
: ?
»••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
wwuwvvvwatJwwjwwvw
KAUPIÐ
ÞJÓÐVILJANN
uww*wwwwwwwwwww
.......•••••••••••••••••••••••••••••••••••,••••••••••••••
LEIKFELAG REYKJAVÍKUR.
VOPN GUÐANNA44
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
„ Óli smaladrengur “
Sýning í dag kl. 4,30.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 í dag.
| Stúlka
>; vön bókfærzlu og vélritun óskast. I>arf helzt að ;!
^ vera fær í Norðurlandamálum og ensku. !;
;! Umsóknir, þar sem tilgreindur er aldur og !;
!; meðmæli, ef til eru, sendist fyrir miðvikudag ;!
;> næstkomandi til Slysavarnafélags íslands. !;
staks verklýðsfélags. Alþýðu-
sambandið hefur að sjálfsögðu
heitið Dagsbrún stuðningi sín-
um í þessari baráttu. Og í því
sambandi viljum vér leggja
hverju sambandsfélagi ríkt á
minni, að sá sjálfsagði stuðning
ur yrði raunverulega hin virka
hlutdeild hvers einstaks sam-
bandsfélags og meðlima þess
hvers á sínum stað í baráttu
I Dagsbrúnar.
' Með sambandskveðju.“
(Undirskrift).
Sigur slómanna
í Uestmannaeyjum
Framh. af 1. síðu.
samninga um þetta áður. Auk
hækkunar á kaupi stóð deilan
aðallega um fjölgun háseta á
siglingum og aukin réttindi sjó
manna, landlegudaga,, auka-
vinnu og öryggi. Hafa sjómenn
í Vestmannaeyjum unnið þarna
ágætan sigur.
Siyrkið vliuiiihelmlll berklasjákllnga
■ Skattfrelsi á gjöfunum. B Kvcr gjöf eir hcílsuvcrnd