Þjóðviljinn - 27.02.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.02.1944, Blaðsíða 1
Gildislakan 17. júni felld út úr frumvarpinu með 21 alkv. gegn 9 Annarri umræðu í neðri deild um stjómarskrár- framvarpið lauk í gær og fór fram atkvæðagreiðsla. Allar breytingatillögur nefndarinnar vora samþykktar, flestar mótatkvæðalaust, nema tillagan um að taka á- kvæðið um 17. júní út úr stjórnarskránni. Sú breyting- artillaga bræðingsmanna var samþykkt að viðhöfíu nafnakalli með 21 atkvæði gegn 9. Móti henni greiddu atkvæði auk þingmanna Sósíalistaflokksins, Pétur Otte- sen, Sigurður Kristjánsson og Sigurður Þórðarson. Síðan var frumvarpinu vísað til þriðju umræðu með 30 sam- hljóða atkvæðum. Þriðja umræða fer fram eft- Skipstjórinn, Edgar Waaler, skýrir svo frá: „Fyrsta fallbyssukúla japanska skipsins lenti gegnum káetu mína og reif loftþrýstingurinn mig út úr kojunni. Ég var ekki í öðru en náttbuxum, en greip í skyndi björgunarvexti og hraðaði mér upp í brú. Það fyrsta sem ég sá var loftskeytamaðurinn, sem valt út úr loftskeytaklefanum með hálft höfuðið sundurtætt eftir fall- byssukúlu, sem hafði gereyðilagt loftskeytatækin áður en tekizt hafði að senda neyðarkall. Meðan ég var á leið upp í brúna rigndi kúlum yfir skipið, og uppi fann ég bæði rórmanninn og varð- manninn dána. Japanska skipið var nú komið mjög nálægt, og skaut tveimur tundurskeytum, er hittu skipið. Kúla eyðilagði einu fallbyssuna okkar og varð um leið fjórum norskum fallbyssuskyttum að bana. Við vorum alveg varnar- lausir og ekki um annað að gera ir helgina og er búizt við að einhverjar breytingatillögur við frumvarpið muni koma fram. en að skipa áhöfninni og farþeg- unum í bátana. Við vorum alls 58 á skipinu, og höfðum fimm björg- unarbáta og fimm fleka, en tveir bátarnir eyðilögðust af skotum er urðu um leið bani margra sjómann anna. í brúnni reyndi ég einn að losa björgunarfleka, en brúin varð alelda áður en tækist að losa flek- ann og brann hann líka. Ég fikaði mig niður á bátadekkið. Japaninn var nú kominn það nálægt, að hann gat skotið á okkur úr .vél- byssum. Þriðji báturinn molaðist af fallbyssuskoti. Við reyndum að setja annan bátinn sem eftir var út, en hann var eyðilagður með : vélbyssuskothríð, sem varð þremur hásetum að bana. Við áttum nú aðeins einn bát eftir og tókst loks að koma öllum hinum særðu í hann Við vorum að hjálpa særðum hollenzkum liðsforingja upp í bát- i inn er hann fékk kúlu í sig og ( andaðist í fangi mér. Þriðji vél- | Framh. á 8 síðu. ! Nýtt knathpyrnuráð skipað Knattspyrnuþing Reykjavíkur stendur nú yfir, var það sett á fimmtudaginn í Félagsheimili verzl unarmanna. Sitja þingið fulltrúar frá 5 félög- um: K. R., Val, Fram, Víking og í. R. Forseti þingsins er Erlendur Ó. Pétursson, en Haraldur Matt- / híasson ritari. Forseti í. S. í., Ben. G. Waage, tilkynnti á fyrsta fundi þingsins, að skipað væri nýtt knattspyrnu- ráð til tveggja ára, en í því eiga sæti: Ólafur Halldórsson frá Fram, Gísli Sigurbjörnsson frá Víking, Ólafur Sigurðsson frá Val, Þor- steinn Einarsson frá K. R. og Guð- mundur Hofdal frá í. R. Formað- ur ráðsins er Ólafur Sigurðsson. Fjársöfnun Rauða krossins nam 33 þús kr. í Reykja- vík einni Fjársöfnun Rauða krossins á öskudaginn tókst ágætlega. Merkjasalan í Reykjavík nam um 38 þús. kr. Auk þess hafa borizt og berast enn álitlegar peningagjafir frá ýmsum vel- unnurum Rauða krossins, bæði til félagsins sjálfs og einnig tímaritsins „Heilbrigt líf“. Ennþá hefur eigi frétzt ná- kvæmlega um merkjasölu úti um land. En yfirleitt virðist hún hafa verið óvenju góð. Stjórn Rauða kross íslands hefur beðið bláðið að bera beztu þakkir öllum vinum og stuðningsmönnum félagsins, er styrktu það þennan dag, á einn eða annan hátt. Odsvoði á Hvamms- tanga Um hádegi í fyrradag lcom upp eldur í húsi Þórhalls Kristjánsson- ar á Ilvammstanga. Tjón af völdum eldsins varð mikið. Innanstokksmunir voru ó- vátryggðir. Dagur á vinnustað Pflpa l Barfli hlaul uerðlaunin Verðlaun vikunnar t sam- keppninni „dagur á vinnustað“ hlaut Þura Ámadóttir, sem er landskunn undir nafninu Þura í Garði. Grein hennar nefnist „Þurrk- dagur“, og er birt á 2. síðu. Samkeppnin um þetta efni heldur enn áfram nokrar vik- ur. Verðlaunin eru 100 kr. og sé þeirra vitjað til Árna Ein- arssonar, afgr. Þjóðviljans. Ekki hefur enn komið staðfest- ing í sovétfregnum á þeirri þýzku fregn að Þjóðverjar hafi yfirgefið borgina, en í útvarpsfregn frá 1. Landamæri Finnlands og Sovétríkjanna verði hin sömu og við friðinn 1940. 2. Samningar haldi áfram um striðsskaðabætur. 3. Sovétstjórnin fer ekki fram á neinar breytingar á stjórnarháttum Finnlands. 4. Rauði herinn fer ekki inn í Finnland. 5. Finnski herinn tekur að sér að afvopna þýzka herinn í iFnnlandi. 6. Verði rauði herinn kvaddur til aðstoðar, er því heitið að hann fari út úr Finnlandi strax og við- ureigninni við Þjóðverja er lokið. Þýzka útvarpið hafði í gær í hót- unum við Finna og ympruðu á því að stefnubreyting í styrjöld- Námskeiðiö 5. námskvöld frœðslunefndar Sósíalistaflokksins er annað kvöld (mánudagskvöld) og hefst kl. Sþíi að Skólavörðustíg 19. Þessi erindi verða flutt: 1. Ásgeir Blöndal Magnússon flytur S. erindi sitt um fræði- kenningu sósíalismans. 2. Þóroddur Guðmundsson flyt- ur erindi um verklýðshreyfing- una á Islandi, en það er 5. erindið, sem flutt verður í er- indaflokknum: íslenzk þjóðfé- lagsmál. Skorað á Alþingi að samþykkja tillögur Al- þýðusamb. um ör- yggismál sjómanna Á sameiginlegum fundi Verkar mannafélags Húsavíkur og Verkar lcvennajélagsins Von 21. þ. m. var samþykkt einróma eftirfarandi á- lyktun: „Fundurinn ályktar að skora á Alþingi að samþykkja tillögur Al- þýðusambandsins varðandi ör- yggismál sjómanna“. Moskva í gærkvöld segir að barizt sé um yfirráðin í borginni, og megi vænta tíðinda frá þeim víg- stöðvum innan skamms. inni mundi verða þeim dýr, ekki síður en ítölum. Randolpb Churcbiil hjá Tito marskáiki Randolph Churchill, sonur brezka forsœtisráðherrans, hejur dvalið í Júgóslavíu síðan laust eft- ir áramót, og haft samband við Tito marskálk, leiðtoga þjóðfrels- ishersins, segir í brezkri fregn. Þjóðfrelsisherinn náði í gær á vald sitt tveimur stórum eyjum við Adriahafsströndina, milli borg- anna Pola og Zara, sem báðar eru á valdi Þjóðveria. Framh. á 8 síðu. Eín af hetjusögum stríðsíns SsfSíp EioFskip sjðuienn kamast Þetta er frásögn um norskt skip, sem á var ráðizt af japönsku víkingaskipi, og um 22 farm&vm, næstum alla særða, sem sigldu á 32 dögum þvert yfir Indlands- haf, segir í skeyti, er norska blaðafulltrúanum barst í gær frá London. Björgunarbáturinn var ætlaður 17 mönnum, og hafM fengið í sig 27 vélbyssukúlur 1 árás Japananna. Skip- brotsmenn lifðu í 32 daga á þeim forða, sem var í björg- unarbátnum, regnvatni og flugfiski, sem þeir urðu að borða hráan. Þrír Norðmannanna létust af sárum á leið- inni, en hinir 19 lifðu af 3200 mílna ferð til Indlands- strandar, suður af Kalkútta. Enn barízt um borgína Vífebsk Rauði herinn nálgast járnbrautarmifstöðina Pskoff, og tók í gær bæinn Porkoff, á járnbrautinni frá Dno, og fjölda annarra bæja. Sovéther sækir einnig til Pskoff úr norðaustri, eftir járnbrautinni frá Lúga, og eru fram- sveitiraar 40—50 km. frá Pskoff. Á vígstöðvunum vestur af Novo Sokolniki og Nevel verður rauða hernum vel ágengt, og tók í gær 60 bæi. SÞiCðverjar htia Finnum örlögum Itala Frá brezkum fréttaritara í Stokkhólmi hefur kom- ið sú fregn, að finnska stjórnin hafi haft til með- ferðar vopnahléstillögur, er ræddar hafi verið við sov- étstjómina og séu í aðalatriðum þannig: i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.