Þjóðviljinn - 27.02.1944, Blaðsíða 2
*
Þ JÓÐVILJIN.N
Sunnudagur 27. febrúar 1944.
FLATpYJARBÓK OG HEIMS-
KRINGLA .
l>að þykja tíðindi að verið er að
gefa út Flateyjarbók og Heims-
kringlu, og vissulega eru þetta tíð-
indi og það góð tíðindi, þeir menn
eiga þakkir skilið, sem hafizt hafa
handa ,um þessa útgáfu. En hugs-
að get ég að mörgum bókavini
fari eins og mér, að þá setji hljóða
þegar þeir heyra verðið. Flateyjar-
bók kostar 400 kr. og Heims-
kringla 140 kr. og það óbundin.
Þessar bækur fara ekki inn á
mörg heimili íslenzkrar alþýðu,
það verða ekki margir verkamenn,
ekki margir bændur, ekki margir
skrifstofumenn, sem kaupa þær.
J>að er mjög illa farið, að ekki skuli
efnt til ódýrrar alþýðuútgáfu á
þessum ritum, þau ættu vissulega
að komast inn á hvert heimili á
Íslandi.
EG í»ARF AÐ FÁ ÞJÓÐVILJ-
ANN FRÁ ÁRAMÓTUM
Daginn eftir að Dagsbrúnar-
samningurinn var undirritaður
kom verkamaður að máli við mig
og sagði: Eg hef nú komizt af án
þess að kaupa blöð, en Þjóðviljann
þarf ég að fá frá áramótum og
framvegis, komdu mér á framfæri,
sem áskrifanda.
Þetta er aðeins eitt dæmi af
mörgum, sem sýnir afstöðu verka-
manna til Þjóðviljans, þeir viður-
kenna nú flestir að Þjóðviljinn er
þeirra biað, það er blaðið sem þeir
kaupa og styrkja, því það er tæk-
ið þeirra í baráttunni fyrir bætt-
um kjörum.
EKKERT UNDANHALD
FRAMAR
Þau furðulegu tíðindi hafa gerzt
að Framsóknarflokkurinn og Sjálf
stæðisflokkurinn hafa hafið skipu-
legt undanhald í sjálfstæðismál-
inu, þeir sameinast um að nema'
burtu öll ákvæði úr stjórnar-
skránni og öðrum þingsamþykkt-
um um að lýðveldið skuli stofn-
að, eigi síðar en 17. júní 1944;
Sósíalistaflokkurinn stendur sem
einn maður að þeirri kröfu að ekki
verði gengið hársbreidd lengra á
undanhaldsbrautinni, flokkurinn
krefst þess og berst fyrir því með
öllum þeim ráðuin sem hann get-
ur, að lýðveldið verði stofnað eigi
síðar cn 17. júní. Allt hik, allur
dráttur í þessu máli er hættuleg-
ur.
GÓÐIR SAMHERJAR
Sósíalistaflokkurinn á í þessu
rnáli góða samherja í öðrum flokk-
um. Pétur Ottesen og Sigurður
Kristjánsson hafa staðið og munu
standa fast gegn öllu undanhaldi
innan Sjálfstæðisflokksins. Sigurð-
ur Þórðarson og Hilmar Stefáns-
son gera hið sama innan Framsókn
arflokksins. Þessir menn munu,
ásamt Sósíalistaflokknum, vera á
verði gegn undanhaldsmönnum,
og þeir og hann munu reyna að
þröngva þeim til að halda marg-
gert samkomulag um að stofna
lýðveldið eigi síðar en 17. júní,
en mestu skiptir að þjóðin standi
einhuga að kröfunni um 17. júní,
að hún láti Ólaf Thors og Her-
mann vita að meira undanhald
en orðið er verður ekki þolað.
ATHYGLISVERÐ SÁLFRÆÐI-
ANALÝSA GERÐ Á
BÖRNUM í IÐNÓ
I.
Skátafélag Reykjavíkur hélt á-
gæta barrtaskemmtun í Iðnó síð-
astliðið mánudagskvöld. Voru þar
hafðar í frammi allskyns kúnstir
og skemmtilegheit við hæfi barna,
svo sem galdramennska: Maður
vefur vasaklút um logandi vind-
ling, sveiflar hendinni í hring,
breiðir úr klútnum — en hvar er
vindlingurinn? Vindlingurinn er
horfinn!
Svo sem.: Tilkynnt er að fræg
dansmær sé komin hingað til að
dansa. Tjaldið er dregið frá En til
allrar hamingju fyrir börnin er
þetta ekki ein af þessum leiðinlegu
dansmeyjum, sem oft eru á kvik-
myndum til að fólk geti séð hvað
þær eru fallegar, eða hvílíkir snill-
ingar þær eru í dansi. Nei, þetta
er óhemju skemmtileg dansmær
og allt annarrar ættar og tegund-
ar en þær, scm fyrr eru nefndar.
I fullkominni andstöðu við kollega
sína í kvikmyndalistinni hefur
þessi dansmær því hlutverki að
gegna í lífinu, að sýna okkur, hin-
um héilbrigðu og réttsköpuðu,
hvað konan getur verið ljót og
andstyggileg þegar því er að
skipta.
Síðan rekur hvað annað af álíka
skemmtilegu tagi. Hin furðuleg-
ustu mannskrípi koma fram á
leiksviðið og segja skrítlur og gera
merkilegar kúnstir. En hér er þó
dramatíkin saltið og piparinn, eins
og í allri sannri kúnst. Það er ekki
dramatík hinna fullorðnu, sem er
móðursýkin, heldur dramatík
barnsins, sem er sadisminn! Haltur
vesalingur skjögrar inn á leiksvið-
ið með reifaðan fót. Lítill snáði
kemur og treður á fæti vesalings-
ins. Vesalingurinn öskrar af kvöl-
um og flýr öfugur út af leiksvið-
inu. Stórkostlegt grín og hlakk
meðal áheyrenda!
Eða: Merkur vísindamaður hef-
ur fundið upp yngingartól, sem cr
slík gersemi, að ekki þarf annað
til, en skríða inn í tólið og dvelja
þar drykklanga stund, til þess að
verða ungur og sprækur upp á
nýtt. Það er sama þótt þú sért
hundrað ára og hafir legið í kör í
tuttugu ár, þú ferð tii þessa manns
og segir: Eg vil vera fimmtíu ára,
eða fjörutíu ára, eða þrjátíu ára.
Og þú skríður inn í galdraverkið.
Það er allur vandinn.
Þá er gamall og lasburða vesa-
lingur borinn inn í sjúkrastofu
þessa töframanns. Gamalmennið
er látið skríða inn í verkfærið.
Nú myndi óreyndur leikhús-
gestur halda. að hér gefist sér loks-
ins tækifæri til að vera vitni að
fágætu kraftaverki og göðverki á
karlægum aumingja; þetta leikrit
sé byggt yfir hina kristnu siðfræði
og góður tilgangur höfundarins sá,
að hlýja ögn bræðraþelinu sem
kúrir í mannsbrjóstinu þótt ótrú-
legt sé í svona blóðugum heimi.
En hér skjátlast hinum óreynda.
Auðvitað gleymir læknirinn að
vitja sjúklingsins á tiisettum tíma,
svo þegar að er gáð kemur ekki
miðaldra og hamingjusamur herra-
maður út úr tólinu eins og víð var
búist, heldur lítill strákgopi. sem
harmar það mcð öskri og fáryrð-
um, að nú þurfi hann í annað sinn
að fara í skóla til að læra þar lest-
ur og skrift. (Þetta síðastnefnda
atriði er óhemju dramatískt á
mælikvarða barna). Það kemur á
daginn að höfundur leikþáttarins
er meiri barnasálfræðingur en
hinn óreyndi kann í f.yrstu hafa
PURRKDAGUR
Bóndinn opnar bæjardym-
ar og lítur til lofts. Bóndinn
byrjar ævinlega á því að gá
til veöurs, því aö hann á allt
sitt „undir sól og regnl“.
Gegnum þunna þokuslæðu
sér til sólar. Sannarlega væri
gott aö fá þurrk í dag. Hann
lítur yfir sætið á túninu, sem
ekki vantar nema einn snún-
ing, yfir spretturnar, sem
liggja fyrir skemmdum eftú’
regnið síðustu daga. Útlitiö
er ekki sem verst, en þó getur
brugöiö til beggja vona. Bónd-
inn veit, af margra ára
reynslu, að dagmálaglennan
er viösjál, þó aö gott sé að
taka daginn snemma, en hins
vegar ömggara, þegar birtir
um hádegisbiliö.
★
Þessu næst gengur bóndinn
til baöstofu og lítur á loftvog-
ina, sem er hraöstígandi.
Hann tekur utan um hana
og slær henni við þilið. Bláa
fjöðrin þýtur upp á „Smukt
Vejr“, og betri brún bóndans
húgað: Fagnaðarlátum barnanna
ætlar aldrei að linna!
Þriðja sýning:
Leiksvið: Brunnur. Vatnsfata.
Drykkjarmál.
Ungur maður os ung stúlka
koma. gangandi. Stúlkan stanzar
við brunninn og biður unga mann-
inn að gefa sér. að drckka. Ungi
maðurinn gerir það. Unga stúlkan
sýpur á málinu. En ekki hefur
hún fyrr kyngt gúlsopanum, en
hún þrífur málið frá vörum sér að
nýju og skvettir úr því á leiksvið-
ið með augsýnilegum hryllingi.
Ojbjakk segir hún og gengur burt.
Enn koma tveir ferðalangar að
brunninum. Annan þyrstir og allt
fer á sömu leið. Ojbjakk segir hann
og gengur burt.
Loks kemur þar gamall karl og
ófrýnn. Hann stanzar við brunn-
inn að hætti sinna forgengla, kíkir
í fötuna, snýr sér að áhorfendum
og tilkynnir að í henni sé þessi
líka bévaður óþverri. Síðan grípur
hann fötuna tveim höndum og
skvettir úr henni framan í áhorf-
endur.
Hávær fagnaðarlæti; unz ég
heyri lítinrt hnokka, sem situr í
grennd við mig, segja við föður
sinn með augljósum vonbrigðum í
rómnum: Hann var bara að plata.
Það voru bara hrísgrjón í fötunni!
2.
I fáúm orðum:
Skátafélag Reykjavíkur hélt á-
gæta þarnaskemmtun í Iðnó á
mánudagskvöldið er var. Eg er
þeirrar skoðunar, að með þessari
skemmtun hafi . forstandendur
skátahreyfingarinnar sýnt frábæra
sálfræðilega hæfileika til að skyggn
ast inn í tilfinningaheim barnsins
og skilja afstöðu l>ess til tilverunn-
ar yfirleitt. Og ég er ennfremur
þeirrar skoðunar, að skcipmtiráð
barnatímans í útvarpinu hefði haft
ótvíræðan Iiagnað af að vera við-
statt í Iðnó þetta kvöld og sjá
hina nýju teknikk í barnakúnst
sem þar kom fram á svo glæsileg-
ar hátt. Það er að segja ef skemmti
ráð útvarpsins kynni að hafa að-
stöðu til 'að skilja þau einföldu
sannindi, að börn þjást af van-
máttarkennd engu síður en það {
og þurfa á hrylli- og ófarnaðár-
sögum annarra að hahla, til að geta
staðið keik frammi fyrir augliti
Drottins. lldnnes Sigfússon.
stígur í réttu hlutfaili við loft
vogina. Þá er gengiö til eld-
húss og morgunkaffi drukkið.
Krakkar og kaupafólk rísa úr
rekkju, kýrnar eru mjólkaðar
og reknar í haga, hænsnin
koraa út og ofan fyrir brekk-
una. Haninn er meö montn-
asta móti, breiðir úr fjarðra-
skrautinu, teygir fram háls-
inn og lætur sína fögru raust
hljóma yfir sveitina. Inni í
fjósinu öskrar hæna í ákafa.
Hún hefur verpt í einn stall-
inn, og þann merkisatburð
veröa allir áð fá að vita um.
Sólskríkjurnar fljúga syngj-
andi burst af burst. Þrestirn-
ir, sem hafa haldið sig um-
hverfis bæina undanfama
daga, sjást nú hvergi .Það
spáir góðu. Fyrir voginn kem-
ur lítill, brúnn bíll. í honum
sitja karl og kona. Skyldi
þetta vera sá, sem auglýsti
eftir lagskonu í sumarleyfinu
stungið niöur stutt og ákveð-
iö. Við förum heim —--------
'Á'
Nú eru allir léttir í spori.
Engri mínútu má eyöa til ó-
nýtis. Vestan Byrgisklettanna
mætum viö litlum dreng með
kaffimal. Viö setjumst niður
á þúfnakollana og svelgjum
kaffiö. Skítt með það: ekkert
kaffihlé í dag; þegjandi sam-
þykkt. Þegar heim er komið,
eru kvíslar teknar og sprett-
unum þeytt í sundur og slegið
úr þeim. Sætið fær sömu af-
drif. Húsfreyjan og krakkarn-
ir koma út með hrífur til þess
að snúa. Bæjarverkin verða
að sitja á hakanum, nema
þau allra nauðsynlegustu.
Sveitabörnin læra snemma að
vinna og fá hug á nauösyn
og gleði vinnunnar. Lítil
telpa kemur út með hrífuna
sína, prik meö litlum haus
?
Eftir
Þuru í G&ffdá
sínu og hét fari með nýju
flugvélinni til Akureyrar. Eng
inn veit. — Tveir hundar
hlaupa í veg fyrir bílinn . Þeir
eru að sinna sínum sumar-
önnum. Þaö er svo undarlega
æsandi að þreyta kapphlaup
við þessa fráu rennireið. Bónd
inn hastar á hundapa og bölv-
ar við, en því er ekki sinnt.
Nú gengur bóndinn til
smiðju og dengir ljáinn. Þáð
er tvísýnt um þurrkinn og
annþá dögg á jörð, svo aö
líklega verður aö fara á engj-
ar.
★
Fólkið fær sér skyrhræru,
mjólk og slátur, erí síöan er
haldiö á engjar með annboð
um öxl. Á engjarnar er 15
mínútna gangur. Piltarnir slá
Ijá í orf og ganga að slætti.
Þarna eru slétt flákasund.
Piltarnir gera breiöa, beina
skára. Hviss, hviss syngur
ljárinn. Ljágrindin sópar strá-
unum saman í garö á miðj-
um skáranum. Þá kom stúlk-
umar og ýta saman göröun-
um, saxa og bera föngin þang
að, sem þurrast er og hagan-
legast flokkstæði. Þaö er fátt
taláö; og allir keppast viö.
Þetta er bjargræðistíminn í
sveitinni, og allir vita, hvaö
við liggur, ef sofnað er á verð-
inum.
Bóndinn sofnar heldur ekki
á verðinum. Þögull og athug-
ull fylgist hann með verkinu,
Sólin hefur göngu sína hærra
og hærra. Ljúfur og þýður
sumarandvarinn hjálpar henni
til þess aö svipta burt þok-
unni og þurrka jörðina. Ljá-
irnir era slegnir úr, orfunum
og tveim birkitindum, sem
snúa öfugt. Hún dregur hana
eftir flekknum og vill vera
með, þó áö gagniö sé vafa-
samt. En þaö skilur hún ekki
sjálf. Átta ára drengur er
sendur eftir hesti. Honum er
það vel þegin tilbreyting og
von er um, að fá að spretta
úr spori. Nú skal þurra heyið
í hlöðu. Því er rakaö saman
í garöa, aktýgi eru lögö á
hestinn, hestinum er beitt
fyrir ýtuboröið og ýtuborðið
sett fyrir garöana. Smá-telpa
teymir hestinn, en kaupamað-
urinn gætir ýtunnar. Heyið er
drifið aö dyrunum á nýrri,
steinsteyptri hlööu, þangað til
ekki kemst meira fyrir. Þá fá
hesturinn og litla stúlkan að
hvíla sig. Kaupamaöurinn tek
ur ýturnar, eina af annarri,
ög snarar þeim rösklega inn í
hlööuna. Þar tekur bóndinn
við þeim og jafnar þeim um
hlööuna. Konur og krakkar
láta dreifina fylgja eftir.
Þannig er haldið áfram, unz
þurra heyið er allt í hlöðu.
Úr vestri heyrist ógurlegt
skrölt og skruðningar. Þetta
er ekkert nýtt fyrirbrigði, en
þó hætta allir vinnu og horfa
til lofts. Flugvél. Þáð er sú
rauða, íslenzka. Hún stefnir
til suðausturs, upp yfir fjöllin
bláu, inn yfir hin víðfeömu ís-
lenzku öræfi. „Vængjum vildi
ég berast“. Fólkið er gripið ó~
ljósri dularþrá eftir því að
lyftast hærra, hærra, yfir
duftið og hversdagsannirnar.
Svo er allt hljótt á ný, þessi
litli depiil horfinn sem unaðs-
leg draumsýn. — — Bílar
Framh. á 5. síðu.