Þjóðviljinn - 27.02.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.02.1944, Blaðsíða 8
,Ui» borgínni Næturlœknir er í læknavarðstöðinni í Austurbæjarbarnaskólanum, sími 5030. Helgidagslœknir: Úlfar Þórðarson, Báru- götu 13, sími 4738. NœturvörSur er í Laugavegs Apóteki. Nœturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. Ljósatími ökutœkja er frá kl. 5.45 að degi til kl. 7.40 að morgni. ÚTVARPIÐ í DAG. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 13.30 Útvarp úr Tjamarbíó frá samkomu, er guðfræðideild Hóskólans efnir til fyrir kristileg ungmennafélög: Avörp og ræður, upplestinr, söngur og hljóð- færaleikur. 15.30—16.30 Miðdegistónleikar '(plötur): klassisk lög (Lily Pons og Kostalan- etz). 18.40 Barnatími (séra Friðrik Hallgrímsson o. fl.). 19.25 Hljómplötur: Lagaflokkur eftir de Falla. 20.00 Fréttir. 20.20 Einleikur á viola (Sveinn Olafsson): Rubinstein: a) Allegretto. b) Moder- ato con modo. 20.35 Erindi: Tíminn og eilífðin, I. (dr. phil. Guðmundur Finnbogason). 21.00 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.05 Kórsöngur: Karlakór iðnaðarmanna syngur (söngstjóri: Róbert Abraliam. Einsöngur: Annie C. Þórðarson. Und- irleikur: Anna Péturss): a) „Söngur iðnaðarmanna" eftir Karl O. Run- ólfsson. b) „Þat mælti mín móðir“, forníslenzkt þjóðlag. c) „Eg þeyti horn“ eftir Brahms. d) „Dabbi Grey“, skozkt þjóðlag. e) „Horn- bjarg“ eftir Pál Halldórsson. f) „Söngur fanganna", úr óperunni „Fidelio" eftir Beethoven. g) „Nótt í skógi" eftir Scliubert. li) „Rhapso- die“ eftir Brahms. i) „Söngur háset- anna“, úr óperunni „Hollendingurinn fljúgandi" eftir Wagner. 22.00 Danslög (Dansliljómsveit Bjarna Böðvarssonar leikur og syngur kl. 22.00—22.40). ÚTVARPIÐ Á MORGUN. 18.30 Islenzkukennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Tíminn og eilífðin II. (dr. phil. Guðmundur Finnbogason). 20.55 Hljómplötur: Leikið á balalaika. 21.00 Um daginn og veginn (Bjarni Ás- geirsson alþingismaður). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Hollenzk þjóð- lög. — Einsöngur (ungfrú Sigrún Magnúsdóttir): Lög úr leikritunum „Apakötturinn" og ,,Neiið“. Minningarsýning á listasafni Markúsar Ivarssonar er opin daglega frá kl. 10—10 í Sýningarskála myndlistarmanna. Leikjélag Reylcjavíkur sýnir Ola smala- dreng kl. 4.30 í dag og hefst sala að- göngumiða kl. 1%. — I kvöld kl. 8 verð- ur sýning á Vopn guðanna, í næstsíðasta sinn. Ungmcnnafélag Reykjavílcur heldur að- alfund sinn í Baðstofu iðnaðarmanna í dag kl. 2 e. h. Upjrruni Islendinga nefnist fyrirlestur sem Jón Steffensen prófessor flytur í dag, í hátíðasal Háskólans kl. 2 e. h. Almenn- ingi er heimill aðgangur. Söngskemmtun Sólskinsdeildarinnar. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrir há- degi í dag. Flokkurinn SÖSÍALISTAFÉLAG REYKJA- VÍKUR heldur félagsfund á þriðju daginn kl. 8,30 e. h. á Skóla- vörðustíg 19. Til umræðu verða Dagsbrúnar samningarnir og áhrif þeirra. Málshefjandi: Sigurður Guðna- son, formaður Dagsbrúnar. Fundurinn verður nánar aug- lýstur í þriðjudagsblaðinu. þlÓÐVILIINN Særdír norskír sjcmenn Framhald af 1. síðu. stjóri og ég vorum um borð þar til báturinn var kominn á flot, en hentum okkur þá i sjóinn og kom- umst upp í hann. Af 58 mönnum er verið höfðu á skipinu voru 22 eftir og við gátum ekki orðið þess varir að fleiri væru lífs. Aðeins fjórir okkar höfðu sloppið við önnur sár en brunasár. Báturinn var sundurskotinn eftir vélbyssukúlur, við fundum 27 kúlu göt. Japanska skipið reyndist vera vopnað kaupfar, og kom það nú fast að skipi okkar og skaut nokkr- um fallbyssuskotum á logandi skipsflakið, og við sem vorum komnir í örugga fjarlægð báðum þess innilega að þær þúsund smá- lestir skotfæra sem við vorura með mætti springa og eyðileggja jap- anska skipið, en því miður varð okkur ekki að þeirri ósk. Skipið sökk allt í logum. Við athugun kom í ljós að í bátnum voru mátarbirgðir er hugsanlegt var að láta endast 22 mönnum í 16 daga og 125 lítra af vatni. Við notuðum baðmull úr slysavarnakössunum og við úr Leíðrétfíng Framh. af 5. síðu. enn eru í deiglunni og engan veginn fullrædd né mótuð af sambandsstjórn, fannst mér rétt að gefa henni tækifæri til þess að segja álit sitt á ritsmíð, sem fór í einstökum atriðum inn á þessi mál og kvað greinilega á um hvað rétt væri að gera. Þótt greinin feli í sér augljósar veilur og hæpnar kenn ingar frá viðurkenndum sjón- armiðum verklýðshreyfingarinn ar, taldi ég naumast geta hjá því farið, að einhverjum yrði á að taka hana alvarlega og jafn- vel skoða hana sem túlkun á skoðunum sambandsstjórnar í þessum málum, þar sem hún var rituð af einum meðlim hennar. 3. „Vinnan“ er málgagn Al- þýðusambandsins og málsvari vinnandi stétta í landinu. Þess vegna mun ég telja það skyldu mína sem ritnefndarmanns nú og framvegis að gefa sambands stjórn tækifæri til að ræða þær greinar, sem fjalla um stefnu sambandsins í veigamiklum atriðum, og leiðrétta til samræm is við stefnu sína það sem rang- lega er túlkað eða kasta með öllu fyrir borð því, sem skað- að getur starfsemi þess. 4. Grein Sæmundar Ólafsv- ! sonar liggur hjá stjórn Alþýðu- í sambandsins til athugunar, en vegna þess, að ekki þótti rétt að taka hana til meðferðar í fjarveru Sæmundar og önnur brýnni störf hafa kallað að síð- ustu fundum mun hún enn verða að bíða um stund, þar til sambandsstjórn segir til um hvort hún álítur efni hennar svo mikilsvert og sigurstrang- lega með það farið að rétt sé að birta það eftir að Alþýðu- blaðið hefur léð því rúm. Stefán Ögmundsson. þóftunum til að þétta bátinn sem bezt við gátum. Fyrst urðum við að hugsa um þá særðu, en annar stýrimaður dó um morguninn, og amerískur prestur, sem verið hafði farþegi las stutta bæn er líkinu var sökkt í hafið. Við ákváðum að reyna að kom- ast til Ceylon, en þangað voru 2400 sjómílur, og við töldum að við yrðum 40 daga á leiðinni. Allir kusu heldur að deyja en lenda í fangavist hjá Japönum. Til allrar hamingju höfðum við í bátnum kort af Indlandshafi, venjulegan björgunarbátaáttavita og þrjú úr. Við bjuggum út einfalt logg til að reikna út hraðann, og festum það á 60 feta streng. Á sjötta degi gátum við tekið sólarhæð og ákvarðað hvar við vorum. Miðað við það að við yrð- um 40 daga á leiðinni fengum við hverjum manni í daglegan matar- skammt þrjár kexkökur, fimm mjólkurtöflur, 14 grömm af súkku- laði, 150 gr. af vatni að viðbættu hálfri kjötbollu og tíunda hluta dósar af „pemicans' annan hvern dag. Við urðum að gæta stökustu varkárni í bátnum svo honum hvolfdi ekki. Fyrstu næturnar var snjóveður og mjög kalt, hvasst og illt í sjó. Sjöunda daginn komum við í hlýrra loftslag og sáum flug- fisk og sjófugla. Okkur tókst ekki að ná fugli, en flugfiskurinn sem fór yfir bátinn rakst á seglið og datt svo að segja í fangið á okkur. Við átum hann hráan. Einn af yfirmönnum skipsins lézt og var sökkt í hafið. Hann hafði verið meðvitundarlaus allan tímann. Vatnsskorturinn fór að verða til- finnanlegur eftir fyrstu vikuna, og á ellefta degi þjáðumst við svo af þorsta að við jukum vatns- skammtinn í 180 grömm, þar sem við gerðum ráð fyrir regni er við kæmumst inn í monsúnbeltið. Á þrettánda degi dó skipsþjónn af sárum, og vorum við þá 19 eftir. Loks kom áköf rigning og náð- um við 70 lítrum af vatni, svo við jukum vatnsskammtinn í 300 gr. Mestu vonbrigðin á ferðinni voru þau er við á 32. degi sáum skip í 4 mílna fjarlægð, sem var sennilega á leið til Kalkútta. Við sendum upp eldflugur, en því mið- ur árangurslaust, og hugarfarið varð dapurt, en til allrar hamingju sáum við tveimur tímum síðar til lands, og batnaði þá skapið. Þeg- ar við nálguðumst land, sáum við að þar var sendin strönd og óhreint af rifum úti fyrir. Ofar tók við flatlendi vaxið frumskógi. Okkur tókst að komast klakk- laust gegnum ytri brimgarðinn, og allir sem gátu stukku út úr bátn- um og reyndu að draga bátinn eins nálægt og frekast var unnt. Við bárum svo hina særðu niður, er upp á ströndina kom, en bátur- inn fór í spón í lendingunni. Þetta var .um kl. 4 síðdegis, en rétt áð- ur en myrkrið skall á komu inn- lendir fislcimenn þangað sem við vorum og fylgdu þeir okkur til þorps er nefnist Kúpilli, þar feng- um við fyrstu hjálp af innlendum læknum, en þeir mæltu svo fyrir að við yrðum sem skjótast að kom- !“ TJAINAR BfÖ —• > • ! Töfrakúlan | : (The Magic Bullet) : Edward G. Robinson j Sýnd kl. 7 og 9. : samkvæmt áskorunum. • | kl. 5 og mánud. kl. 5, 7 og 9 * SMÁMYNDIR j : m. a. : j íslendingar í Kanada. j i (litmynd með íslenzku t | tali) j iRafmagnið og sveitimar: : (amerísk mynd með ís- j lenzku tali) ; Kanadaherinn á íslandi • i 1940 : ; • j Sala aðgöngumiða hefst j ikl. 11. • NtJA BlÓ ■-—« j | : Dollaraprinsessan \ : j • („Lady in a jam”) : I j • Irene Dunne, : : • • Patric Rnowles, s • : Ralph Bellamy • ! i : Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 • : : : Sala hefst kL 11 f. h. : i \ '^WVWWWWWWUWWWVWft KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN MAWVSA/WWVVVVVWVWWV% j LEÍKFÉLAG REYKJAVtKUR. | -V0PN GUÐANNA“ j Sýning í kvöld kl. 8. j Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. : Næst síðasta sinn. é ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••< jLEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR j „Óli smaladrengur“ j Sýning í dag kl. 4,30. j Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1,30 í dag. | S. K. T. dansleikur j : : : í G.T.-húsinu í kvöld kl. 10. — Gömlu og nýju : \ j j dansarnir. — Aðgöngumiðar frá kl. 6.30. Sími 3355. : Dóttir okkar og systir JÓRUNN andaðist á Landspítalanum 25. þ. m. Guðrún Þorkelsdóttir, Sigurjón Snjólfsson og systkini. Vestur (slendingar undirbúa hátíðahöld 17. Þjóðrœlcnisfélag tslendinga í Vesturheimi hefur skipað nefnd til að undirbúa útvarp til íslands í tilefni af vœntanlegri stofnun lýð- veldis á íslandi 17. júní 19ýý. Itichard Beck var endurkosinn forseti Þjóðræknisfélagsins og séra V. J. Eylands varaforseti, á fundi þess í Winnipeg, sem er nýlokið. ast til Kalkútta. Ilvað mig snertir kom ég þangað á náttbuxum og íbjörgunarvesti, og með 36 daga gamalt skegg. Allir höfðum við létzt mikið, frá 30—45 pund. Eftir. hálfsmánaðar spítaladvöl vorum við allir það hressir, að við gátum farið til Bombay og tekið þar norskt skip, sem 70 dögum seinna skilaði okkur í New York. Aliskonar veitingar á boðstólum. y .r Hverfisgötu 69 JUGOSLAVIA Framh. af 1. síðu. Einnig inni í landi verður þjóð- frelsishernum mikið ágengt með síendurteknum árásum á birgða- og hernaðarstöðvar nazistahersins, að því er segir í brezkri útvarps- fregn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.