Þjóðviljinn - 11.03.1944, Síða 7

Þjóðviljinn - 11.03.1944, Síða 7
Laugardagur 11. marz 1944. ÞJÓ0V1LJINW 7 færðu sjónina aftur“, sagði Palli. „Og vertu nú sæl amma, ég lofaði álfakónginum að koma aftur og syngja fyrir hann, svo að hann geti sofnað“. Palli gekk af stað en grét á leiðinni upp f jallið, því 'að honum stóð stuggur af að vera hjá álfakónginum. „Hvað er þetta, ertu kominn?“ sagði álfakóngurinn steinhissa. „Eg hefi tekið alla, sem hafa farið upp í Klettagjá á nýársnótt. Þeir hafa allir lofað að koma aft- ur og allir svikið mig. Eg hefi beðið eftir þeim allt árið og aldrei getað sofnað. En undrablómið hefur heldur ekki læknað neinn. Það missir mátt sinn í höndum á þeim, sem svíkja loforð sín. En amma þín fær sjónina af því þú komst til mín aftur“. Það fór að síga svefn á álfakónginn. Palli gekk nær til að gá að hvort hann væri ekki sofnaður, en þá sá hann að kóngurinn var dáinn. Það var gott fyrir hann að deyja. Hann var svo gamall og þreyttur. Palli flýtti sér heim til ömmu sinnar. Hún var að spinna og var búin að fá sjónina aftur. Þegar Palli kom aftur, varð hún glöð og fór að syngja við rokkinn sinn. RÖSKUR DRENGUR (eftir Audun Hjermann) Óli í Neðri-Hlíð og Kláus í Efri-Hlíð höfðu þekkzt síðan þeir mundu eftir sér. Það kom af sjálfu sér, því að það var svo skammt á milli bæjanna. Efri-Hlíð var reisulegur bær, sem stóð uppi á hæð og baðaði sig í sólskininu. Neðri-Hlíð var kotbær, neðst í brekkunni og mestan hluta ársins í forsælu. En einkennilegast var þó, að það var rétt eins og fólkið dám af því, á hvorum bænum það bjó. Lárus í Efri-Hlíð og kona hans voru svo sælleg og það sást á þeim langar leiðir, að þau áttu heima, þar sem sólin skein yfir frjó- sama akra og engi. Þau voru ánægð með sig og sína. Kláus sagði Óla, að pabbi sinn gæti keypt heila jörð hvenær sem hann vildi. ÞETTA Legar Filippus 2. Spánarkonung- ur kom til Augsbúrg á fund föður síns, Karls 5., varð hann óvin- sHl meðal Þjóðverja. En það var na þess að Filippus, samkvæmt sn spænskra konunga, tók ekki undir kveðjur manna, sem heilsuðu honum. Um þetta atriði voru nefnilega mjög ólíkar skoðanir í Suðuriöndum og Norður-Evrópu. 1 Suður-Evrópu þótti það fullkom- in fjarstæða á þeim tímum, að konungurinn tæki undir kveðju nokkurs manns. Filippus varð þó að brjóta odd af oflæti sínu. Þeg- ar hann kom til Englands og kvæntist Maríu drottningu. Hann varð að vinna sér það til vinsælda þjóðarinnar, að anza kveðjum. * — — — Spænska prinsessan Maria Theresia varð fyrir sömu reynslu, þegar hún kom til Frakk- lands árrð 1660 til að giftast Loð- viki 14. Við frijnsku hirðina var hún látin vita, að hún yrði að minnsta kosti að heilsá bróður konungsins. En svo er sagt, að hún hafi brostið í grát út af þess- ari niðurlægingu í framandi landi. Heima hjá sér liafði henni ekki borið að heilsa öðrum en foreldr- um sínum, konungshjónunum. * --------í Norður-Evrópu var það þvert á móti skoðaður sem vottur göfgi og glæsimennsku, að þjóðhöfðingjar heilsuðu þegnum sínum Ijúfmannlega og með sem fegurstu látbragði. Og enginn kunni eins meistaralega að taka kvéðjum og Loðvík 14. * --------Sá siður kom upp á 16. öld, að karlmenn tækju ofan hatt- inn í virðingarskyni við höfðingja og það varð þá smám samari gagn- kvæm kurteisi. Lundbom gat ekki stillt sig um að standa á fætur og læðast nær manninum. Þaö var ekki líklegt að þetta væri Henrik, en tilgátan ein gerði hann óstyrkan. Hann missti stafinn á gólfiö og laut niður til að taka hann upp. Maður- inn svaf vært og sneri sér til veggjar. Þegar Lundbom kom nær, sá hann að grunur hans hafði verið réttur. Það var Henrik sem lá hér sofandi á almannafæri. Þaö var dreng- tirinn hennar Cecilíu, sem hann hafði einu sinni lofao að reynast vel. Henrik hrökk við, þegar tekiö var í öxlina á honum og vaknaði. Hann néri augun og vissi fyrst hvorki 1 þennan heim né annan. Loks áttaði hann sig á hver þaö var, sem stóð hjá honum. Og hann reis á fætur. „Nú, ert það þú? Eg svaf svo vært“. „Hvers vegna kemuröu ekki heim? Við höfum beðiö eftár því í alla nótt að þú kæmir“. „Eg kem líka og sæki fötin mín, þegar ég er búinn að fá mér herbergi“. „Herbergi! Eg veit ekki hvaö þú átt við. Svea hefur búiz't við þér heim í allan morgun“. Lundbom settist. Ferð hans hafði ekki verið til ónýtis þrátt fyrir allt. Henrik varð að láta skynsemina ráða og fara með honum heim. Og svo vátti þessi flótti hans að gleym ast. „En Henrik. Hvar er frakk- inn þinn?“ „Eg gaf hann í nótt. — Voruð þið hrædd um mig? Eg ætlaði ekki að gera ykkur hrædd“. Henrik varö skömmustuleg- ur. Honum hafði ekki hug- kvæmzt, aö þau yrðu hrædd. „Gafstu frakkann? Og þú ert blautur. Hvernig dettur þér þetta í hug? Hefurðu feng ið nokkuð að borða?“ „Ég er ekki svangur". Svarið var önugra en Hen- rik hafði ætlazt til. Hann haföi ekki borðað síðan kvöld iö áður. Og hann var hungr- aður. En hann vildi ekki fara heim. „Komdu meö mér. Svea verður ekki lengi að ná í bita handa þér og ef við förum með sporvagni verðum viö enga stund heim“. Lundbom tók í handlegg hans, en Henrik sat kyrr“. „Viltu ekki koma með mér?“ „Nei, ég vil þaö ekki. Segðu Sveu að ég ætli að koma seinna og sækja fötin mín. Eg ætla líka að heimsækja ykk- ui einstöku sinnum. En ég f.ci ekki verið hjá ykKur áfram“. „Geturöu ekki verið hjá okkur?“ Lundbom tók nú eftir því að tvær stúlkur stóðu álengd- ar og horfðu forvitnislega á þá. Þama kom líka þjónn í áttina til þeirra.. Hann sleppti handlegg Henriks. „Það er erfitt aö útskýra þaö, en þú veröur að reyna að skilja mig“. „Skilja hvað? Eg skil ekki neitt“. Lundbom sagði satt. Hon- um leiddist að þeir skyldu vekja. athygli og vildi komast burt sem fyrst. Þurfti Henrik að taka það svona alvarlega sem Svea sagði? Svea saknaði hans. „Svea saknar þín“, sagöi hann lágt. Henrik sneri sér snöggt við og leit á hann. , „Pabbi, skilurðu það ekki, að ég get ekkí verið áfram hjá ykkur fyrir ekki neitt? Sízt núna, þegar þú ert orð- inn atvinnulaus“. „En þú ert atvinnulaus sjálfur". „Það eru svo margir vinnulausir“. Henrik sagði þetta kulda- lega og Lundbom þagnaði. Þetta var satt. Það voru marg ir atvinnulausir. Og hann var sjálfur meöal þeirra. En Hen- rik gat komið heim fyrir því. Þau uröu öll að standa sam- an. „En viltu þá ekki að minnsta kosti drekka með mér kaffi hérna inni?. Þá get- um við taláð betur saman. Þú hefur ekkert borðað“. Lundbom stóð á fætur og var vongóður. Henrik hlaut að láta undan og fara heim með honum. En þessa stund- ina leið honum illa og því varö að fara gætilega að hon- um. Svea hafði sært hann með ásökunum sínum. „Jú, þakka þér fyrir. Eg þigg kaffisopa“. Freistingin var of mikil. Hann gat ekki neitað kaffinu. Þeir settust við næsta borð. En hann ásetti sér að fara strax og hann væri búinn að drekka — fara undir ein- hverju yfirskini. Hann var máttlaus af þreytu og svefnleysi, en þaö dugði ekki annáð en bera sig vel þessa litlu stund. Það var nógur tími til aö sofa, og sjálf sagt voru víða auðir bekkir, þar sem atvinnulaus maöur gat lagzt- út af og sofnaö. Dagurinn var ekki liðinn. Margt gat komiö fyrir enn. Þeir fengu kaffið og drukku þegjandi. Lundbom var að hugsa um, hvað hann ætti áð segja við Henrik, til að fá hann með sér heim, og hann setti tvisvar sykur í kaffið, án þess að taka eftir því. Henrik drakk í einum teyg úr fyrsta bollanum. „Hefurðu verið á gangi í alla nótt? Og hverjum gafstu frakkann?“ Lundbom var á- nægður, bara ef hann gat fengið Henrik til að segja það sem honum bjó 1 brjósti Eann hugsaði til Sveu og það gladdi hann mikið hennar vegna að Henrik var kominn í leitirnar. Hún hafði víst ekki sofið mikið í nótt. „Það var piltur, sem var ennþá fátækari en ég“, svar- aði Henrik spurningunni um frakkann. „Nú ætla ég að bregöa mér burt eitt augna- b)ik“. Henrik stóð á fætur og tók húfu sína. Lundbom varð ó- rott. „Ertu að fara?“ „Eg kem undir eins“. Henrik sagði ekki satt og honum féll illa að blekkja fóstra sinn. En .hvað átti hann að gera? Nú fékk Svea öxl á leiöinni út. Hann sá fóstra sinna sitja álútan yf- ir kaffibollanum. Hann gmn- aði ekkert. Henrik braut upp treyju- kragann og gekk út á götuna- HEIMSMEISTARI GRÆTUR Fríða sat í eldhúsinu, þegar Karl kom heim. Hann fór mjög hljóðlega í þeirri von að hún svæfi. En þá heyrði hann vatn renna inni í eldhúsinu, svo að hann herti upp hug- ann og gekk frjálsmannlega inn. Fríða var aö afhýöa kart- öflur og hélt áfram verki sínu þó að hann kæmi. Hún leit samt snöggvast upp. Fríða var 1 bláum morgun- kjól. Hún var sjálfri sér lík og ekkert vesældarleg eftir vöku- lagiö. Karl hafði búizt við öðruvísi viðtökum og undrað- ist, hvaö hún var róleg. Hún sagði aðeins: „Eg var áð bíða eftir þér. Hvar hefurðu verið?“. Hún lét kartöflu detta nið- ur í' pottinn og tók aðra. Fríða matreiddi eins og ekkert hefði í skorizt þennan hræðilega dag, eiriiS og aöra daga. Þaö gerði Karl rólegri. Fríða vissi ekki, aö hann hafði þegar borðað. Hún vissi heldur ekki að hann hafði eytt peningun- um. Enn var tími til stefnu. „Eg var heima. Þú svafst svo vært í morgun. Og við veröum að hugsa eitthvaö um pabba. Það er illa komið fyr- at- fréttir af honum. Og þegar hann væri búinn aö fá sér herbergi, ætlaði hann að fara Henrik leit einu sinni um

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.