Þjóðviljinn - 31.03.1944, Side 3

Þjóðviljinn - 31.03.1944, Side 3
í'östudagur 31. marz 1944. Eitt íþóttasamband eða tvö Menn eru yfirleitt ekki á eitt sáttir um það, hvort á okkar ágæta landi skuli vera tvö jafnrétthá íþróttasambönd eða aðeins eitt. Með öðrum orðum, hvort æðstu aðilamir skuli vera tveir eða einn, sem hafa með íþróttamálin að gera. Þeir tveir aðilar sem til greina koma, eru í. S. í. og U. M. ^F. í. íþrótta- lögin gera ráð fyrir þessum tveim aðilum og setja þá á sumum sviðum jafn réttháa. Þó segja þau, að í. S. 1 sé „æðsti aðili“ frjálsu íþróttastarfseminnar og komi fram út á við fyrir ís- lands hönd. Þeir, sem standa með í. S. í. sem „æðsta aðila“ 'telja þennan lagabókstaf ótvíræðan. Þeir, sem aftur á móti setjá U. M. F. í. við hlið í. S. í. sem jafn réttháan aðila, vitna líka í lögin, eins og t. d. U.M.F.Í.-stjórnin sjálf þar sem hún segir í opinberu skjali: „í gildandi íþróttalögum er Ungmenna- félagi íslands veittur jafn réttur og íþróttasambandi íslands um íhlutun í stjórn íþróttamála landsins 'og ráðstöfun og afnot íþróttasjóð". U. M. F.-félagar segja ennfremur: „Við vöktum íþróttirnar með stofnun og starfsemi okkar. Við héldum fyrsta mótið“. Þetta er alveg rétt, og fyrir þetta eiga þeir skilið mikið þakklæti og þetta verður aldrei af þeim tekið, það verður alltaf glæsilegur þáttur í starfsferli U. M. F. félaganna og hefur vissulega flýtt xnikið fyrir þeirri íþróttavakningu *sem síðar kom. En látum nú þessi lög og lagaskilning eiga sig og athugum málið á dálítið breiðari' grundvelli. Hvað mundu verkamenn segja, ef tvö verkalýðssambönd væru starfandi í landinu, og bæði teldu sig hafa jafnan rétt. Hvernig mundi slík starfsemi geta átt sér stað nema að stóreyðileggja samtökin. Mig minnir líka að um skeið hafi átt sér stað klofn- ingur sem torveldaði allt starf, en verkamenn sannfærðust um að þetta væri ekki leiðin og sameinuðust um eitt samband. Væri hyggilegt fyrir skáta að hafa tvö bandalög í landinu með tvo skátahöfðingja? Væri það leiðin, að hafa tvö sambönd ís- lenzkra karlakóra, berklasjúklinga og tvö fiskifélög. Hvernig lit- ist mönnum á að hafa tvö búnaðarsambönd, annað fyrir þá sem stunda einungis landbúnað og hitt fyrir þá sem hefðu jafnframt sjávarútveg og iðnað eða annað slíkt? Væri það hyggilegt af Alþingi að samþykkja lög sem gerði bæði samböndin jafn rétt- há „um íhlutun og stjórn landbúnaðarmála?“ Mig minnir að nokkur reynsla hafi fengizt fyrir tveim búnaðarmálastjórum, og að sú reynsla hafi sýnt og sannfært alla um það, að það hafi ekki verið líklegt til þess að efla íslenzkan landbúnað, eða til að þjappa bændum saman. Svona mætti lengi telja. Nú skulum við rifja upp erindi sem íþróttafulltrúi ríkisins, Þorsteinn Einarsson, flutti á ársþingi í. S. í. fyrir tveimur ár- um að mig minnir. Þar rekur hann þróunarsögu Norðurlandanna um skipulagsmál íþrótta og kemur þar fram að tvískipting er um forustuna og er oft hörð barátta þar á milli, en alls staðar lýkur þessu svo að samböndin renna saman í eitt. Nærri má geta hvort samböndin hafi ekki þótzt eiga lagalegan, sögulegan eða á einhvern annan hátt, fullan rétt á tilveru sinni, en alls staðar varð þessi réttur að víkja fyrir því eðlilega og hyggilega. Því í ósköpunum ættum við íslendingar að taka upp það sem aðrar þjóðir, er standa okkur mikið framan um íþróttamál, hafa lagt niður og fordæmt? Fyrst það sundraðist þar, þá hlýtur það að gera það hér líka, en sundrungar þörfnumst við ekki, heldur ' sameiningar. Eg vil ekki trúa því, að okkur hér takist ekki að finna leið sem fær sé tif sameiningar, að við séum það lakari íþróttamenn, einnig á þessu sviði. Einstaka bjartsýnir menn álíta, að þetta komi allt af sjálfu sér, án þess að um bað sé talað. En meðan tveir aðilar eru settir hlið við hlið, báðir jafn réttháir, og annar álítur sig verða að gæta hagsmuna vissra landshluta (sveitanna) um íþrótta- mál, og hinum borið það á brýn að gæta hagsmuna hins hlut- ans (kaupstaðanna) en láti sveitirnar sitja á hakanum, er alltaf von á baráttu, áróðri, getsökum og öðru slíku sem nauðsynlegt er að losna við. Þess vegna er óhugsandi **að samböndin þróist þegjandi og hljoðalaust saman. Það verða að fara fram umræð- ur um þetta á breiðum, vinsamlegum grundvelli, þar sem réttur allra verður tryggður jafnt, þar sem tilefnislausum ásökunum er sleppt en aðeins það dregið fram sem íþróttunum og íþrótta- lífinu í landinu er fyrir beztu. Um heiti sambandsins skiptir ekki svo miklu máli, heldur hitt, að sambandið sé eitt. ÞJÓÐVILJINN ÍÞRQTTIR + RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON « „Heílsufrædf íþróitamafina" Um mataræði íþróttamanna o.fl. „Matur er mannsins meg- in“ segir máltækið og það sannast á engum fremur en í- þróttamönnum, þeim sem eru að temja sig til kappleikja. En þá er að vita hvort þeim er þörf á nokkru sérstöku mat- aræði.. Það er auðsætt, að í- þróttaiðkanir auka næringar- þörf likamans, eins og allt ann að erfiði. Það er um líkamann sem hverja aðra gangvél er heimtar afl sitt úr einhverju eldsneyti: því meiri sem orku þörfin er, þeim mun meiri verður þörfin á nægu og hent- ugu eldsneyti. Eldsneytið í lík- ama mannsins. — Það er fæð- an. Nú reyna íþróttamenn hvað mest á vöðvana, mætti þá ætla að þeim væri sérstök þörf á næringarefnum sem eru sam- kýnja vöðvunum. En því er ekki þannig háttað. Næringarefnin í allskonar mat falla í þrjá höfuðflokka: eggjalivítuefni, svo sem í kjöti og eggjum, þar næst kolvetni, svo sem í brauði jarðeplum, baunum og fleiru og loks feiti. Næringargildi þessara efna er alveg á við hitagildi þeirra og ef við segjum aðhitagildi eggja hvituefna og kolvetna sé 4,1, þá er hitagildi feitmetis 9,3, næringargetan fullumhelmmgi meiri. Mönnum .hefur , áður sýnzt svo, að eggjahvítuefnin hlytu að vera aðalnauðsvn hvers atorkumanns, af því að þau eru aðalefni vöðv- anna, og menn hafa reikn- áð út „'■neðalfæðr og útkom- an orðið á dag 118 gr. e.hv.efni, 50 gr. féiti 500 gr. kolvetni. En nú hafa menn komizt að raun um að trúin á eggjahvítuefnin (kjötið) er 'oftrú. Það er óhætt að færa þörf- ina á eggjahv.efnunum niður í 60 gr. á dag eða því sem næst. Engu að síður verður að gæta þess vel, að það næringarefni eru öllum mönnumnauðsynlegt og ber því eingöngu að ræða um nauðsyn Jhófsemi og skað- semi óhófs. Sannleikurinn er sá að mikil nautn eggjahvítuefna (kjöt, fiskur og fleira) er meir en óþörf, er líka skaðleg, af þvi að þesskonar fæða er yfir- leitt tormelt og það sem verst er, slík fæða lætur eftir sig i líkamanum ýms illkynjuð úr- gangsefni. Því er svo háttað, að það sannaðist fyrst og fremst á i- þróttamönnum, að unnt er að drýgja erfiðustu líkamsþrautir án þess að njóta mikilla eggja- hv.efna. Þær tilraunir leiddu í ljós að íþróttamenn ná einna mestri getu, ef þeir gæta mik- ..Efnir til gestamóts í kvöld wr- Íþróttasíðan náði tali af hin- um nýkjörna formanni U. M. F. R., Stefáni Runólfssyni, og sagðist honum svo frá um væntanlega starfsemi félagsins: Félagið hefur nú gengið í í- þróttasamband íslands og hef- ur í hyggju að hefja marg- þætta íþróttastarfsemi. Glím- an verður þó þar efst á baugi og er ætlunin að þegar í vor verði efnt til námskeiðs i glímu með sendikennara I.S.I. Kjartan G. Bergmann, sem kennara. Þá höfðum við hugsað okk- ur, að hefjast handa um frjáls ar íþróttir og höfum augastað á kennara, en húsnæði hamlar að minnsta kosti í bili, en við vonum að úr því rætist. Gert er ráð fyrir að í vor verði hald ið íþróttanámskeið með hugs- anlegri þátttöku utan af landi. Ef til vill yrði kennsla í hand- knattleik samtímis. Við höfum þegar hafizt; handa um fjársöfnun til kaupa á stórum birgðaskemmum sem við ætlum að nota sem æfinga- skála. Hafa margir góðir og gamlir ungmennafélagar og í- þróttaleiðtogar lagt í sjóð i þessu augnamiði mjög myndar- legar upphæðir. M. a. má þar nefna Jóhannes Jósefsson, Sig- urjón Pétursson, Ben. G. Waage, Magnús Kjaran, Eyjólf Jóhannsson, Guðm. Kr. Guðmi, Sveinbjörn Frímannsson og marga fleiri sem lofað hafa stuðningi. Er ætlun okkar að íþróttamenn utan af landi geti fengið kennslu hjá félaginu sem „gestir“ meðan þeir dvelja hér, án Rvaða eða óska. Auk íþróttanna hefur félagið með höndum og beitir sér fyrir ýmsum þeim málefnum sem á stefnuskrá U. M. F. í. eru; skóg rækt, fræðslustarfsemi o. fl. í kvöld gengst félagið svo fyrir sínu fyrsta gestamóti og vonar að geta haldið því áfram í fram tíðinni. í kvöld koma fram 4 þekktir ræðumenn, þeir Árni Óla blaðamaður, Bjarni Ásgeirsson alþm. Guðjón B. Baldvinsson og Jóhannes úr Kötlum. Hóf- inu stjórnar Vigfús Guðmunds son, allt gamlir og ungir ung- mennafélagar. Þá verður þarna einsöngur og almennur söngur og vonar stjórnin að ungmennafélagar í bænum og aðrir velunnarar f jölmenni Stjórn félagsins skipa nú auk mín: Helgi Sæmundsson vara- form., Kristín Jónasdóttir gj. (endurkosin),Gunnar Norðdahl rit., • Sveinn A. Sæmundsson fjrit. Iþróttasíðan óskar félaginu til hamingju með þessa auknu starfsemi sína, og vonar að það eigi eftir að auka á hróður reykvískrar æsku og íþrótta- gesta sinna. Landskcppni í Færeyjuii. 1944, í knatt spyrnu og hsndknattleik Færeyingar hafa ákveðið landskeppni sína í knattspyrnu og handknattleik. Verður hún þannig: I meistaraflokki verða 14 félög sem keppa. Fer fyrsti leikur fram í Klakksvík 29. maí milli Eiðis boltafélagog I. F. Úrsliteleikur fer fram í Þórshöfn 3. sept: í I. fl. verða 8 lið sem keppa og fer fyrsti leikurinn fram í Vestmana 11. júní milli V. I. F. og H. B. Úrslitin verða í Þórs- höfn l(tT sept. ils hófs í þeim næringarefnum. Þetta er erfitt mál og ráðleg- i ast er að fara eftir því, sen, j læknar leggja til. Dr. V. Torg- < Framh. á 8 síðu. Handknattleiksmót í meist- arafl. karla hefst 11. júní með leik milli V. I. F. og L. S. (Kennaraskólinn). 7 lið keppa.' Úrslit verða í Þórshöfn 10. sept. í I. fl. verða 4 lið og hefst keppnin 25. júní með leik milli Neistan og S. T. T. F. Úrslit verða í Þórshöfn 3. sept. Meist aralið kvenna í handknattleik verða ellefu og fer fyrsti leikur þeirra fram í Klakksvík 11. júní milli E. B. (Eiði) og Störnunnar (Klakksvík). Úr- slit verða í Þórshöfn 3. sept. t I. fl. kvenna eru 6 lið og fer fyrsti leikur fram í Klakksvík 18. júni milli Stjörnunnar og Neistans. Úrslit. í Þórshöfn 6. ágúst.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.