Þjóðviljinn - 31.03.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.03.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. marz 1944. ÞJÓÐVILJINN 7 Halvor Floden: ENGLAHATTURINN „Nú, hvað kostaði hann þá?a „Hann kostaði peninga.u Eg vissi það vel. En mér þótti svarið skrítið. Og ég réð ekkert við forvitnina. „Ertu búinn að eiga þennan hatt lengi?“ „Síðan ég fékk hann,“ svaraði maðurinn. • „Og hjá hverjum fékkstu hann?“ „Hjá sjálfum mér.‘“ Eg skildi ekkert í þessu. Hvernig var hægt að fá nokkuð hjá sjálfum sér? Jú, þarna kom það. Maðurinn bjó auðvitað sjálfur til hatta. En hvað ég var heppinn Nú gat eg beðið hann að búa til hatt handa mér. Bara að hann væri ekki svona þurr á manninn! En það hlaut að blíðka hann, ef ég segði honum að ég ætti peninga,, „Ef þú vilt vera svo vænn að búa til hatt handa mér, þá skal ég borga þér tuttugu og fimm aura,“ sagði ég- Þá stanzaði hann og góndi á mig: „Hvað ertu að segja, drengur?“ Hann varð svo hissa, að mér datt undir eins í hug að ég hefði boðið of mikið í hattinn. „Eg skal borga þér tuttugu aura, ef þú býrð til hatt handa mér“, sagði ég fljótmæltur. Þetta leizt manninum áreiðanlega betur á, því að hann varð dálítið blíðari á svipinn. Það var eins og hann langaði til að hlæja. Og það gladdi mig mikið. „Gætirðu ekki saumað hattinn strax í dag, því að ég verð að fara heim fyrir kvöldið“, sagði ég. Hann svaraði engu en fór að hlæja. I sama bili mættum við kerlingu. Hún var stutt og digur. Maðurinn kallaði til hennar: „Nú verðurðu að hneigja þig, því að hér eru heldri menn á ferð. Hann þessi er Salomon konungur og ég er Jörundur hattameistari“. % Hann benti á okkur báða og hneigði sig djúpt og svo fóru þau að hlæja kerlingin og hann. Mér leizt ekki á blikuna. Eg var hræddur um að þau væru að hlæja að mér, svo ég tók til fótanna. „Hvaðan er þessi snáði?“ kallaði kerlinginn á eftir mér. WtCgÞEYTA Amerískt blað sagði þessa sögu af Kínverja, sem var búsettur í Ameríku í byrjun stríðsins milli Japana og Kínverja. Kínverjinn kom að máli við ná- granna sinn og spurði, hvernig gengi í stríðinu. „Það féllu 200 Kínverjar og 7 Japanar“, sagði maðurinn. Daginn eftir spurði Kínverjinn aftur hvernig gengi. „Það féllu 600 Kínverjar og 5 Japanar“. Enn kom Ivínverjinn og spurði nágranna sinn frétta. ,J síðustu orustu félíu 900 Kín- verjar og 4 Japanar“. „Þetta ætlar að ganga bærilcga“, sagði Kínverjinn. „Allir Japanar eru bráðum dauðir“. 1 bænum Mooresville í Ameríku sýndu konur mikinn skörungsskap fyrir hundrað árum. Þar hafði ver- ið reist veitingahús og árangurinn varð sá, að mikil drykkjuöld hófst í bænum. Mynduðu konur þá sam- tök og skiptust á um að fylla veit- ingahúsið frá morgni til kvölds, svo að aðrir komust ekki að. Þar sátu þær með prjóna sína frá sól- aruppkomu og fram á nætur, en neyttu lítils, svo að gestgjafinn sá sitt óvænna. Þær höfðu reglu- bundin „vaktaskipti“, svo að þær voru óþreytandi og létu engan bil- bug á sér finna. Þessu fór fram í viku. Þá lokaði gestgjafinn veit- ingahúsinu og flutti til næsta bæj- ar með ölföng sín. hafði orðíð glaður, en ekki þótti honum myndin góð. Svip- urinn var strangari en Svea átti að sér að vera. „Taktu þá myndina úr ramm •mum Þú ert líklega ekki hræddur við myndina?“ „Eg er ekki hræddur við Sveu heldur. En hún sagði i nótt, að ég væri áhugalaus og vildi helzt sitja í stól allan dag- inn. Þá ákvað ég að fara alfar- inn “ „En henni hefur áreiðanlega ekki verið alvara að reka þig burt. Sveu þykir vænt um þig“ tók Henny fram í. Hvað skyldi Svea' segja, þegar hún er ekki látin vita, að Henrik sé komin? hugsaði hún. „Já, henni þykir vænt um mig, en ef ég verð hér áfram, sækir í sama horfið og við för- um að deila, Eg er ekki að á- saka hana. Hún hefur á réttu að standa. Þess vegna vil ég ekki láta telja mér hughvarf. — Það verður nóg handa ykk- ur að vinna fyrir pabba. Get- urðu hugsað þér það, að þið Svea yrðuð að vinna fyrir okk- ur pabba báðum — ekki eina viku — ekki nokkra mánuði, heldur ár — mörg ár. Nei, það er brjálæði.11 Henrik tók myndina úr um- gjörðinni og stakk henni ; brjóstvasa sinn. Henny þagði. „Þú segir, að .Sveu þyki vænt um mig. Mér þykir líka vænt um Sveu. En ég hef ekki sagt henni það. Hvað gæti ég boðið henni? Eg gæti sagt: Viltu biða eftir mér. Eg veit bara ekki hvað lengi. Eða á ég að biðja hana að giftast mér og vinna fyrir mér. Eg fengi hvergi atvinnu við að þvo stiga, en kvenfólk fær það oft. Geturðu hugsað þér svona hjónaband? Eg get það ekki“ Hann stóð svo nálægt henm og var -svo alvarlegur, að Henny gekk ósjálfrátt eiÞ skref aftur á bak. Hana lang- aði til að segja eitthvað til að sefa hann, en vissi ekki, hvað það ætti að vera. Allt, sem hann hafði sagt, var sat+. Þ^ð var betra fyrir Sveu að þau skildu strax, en að hún ætti á hættu að fyrirlíta hann síð- ar meir. Þau stóðu um stund í sömu sporum og horfðu hvort á ann- að, þar til Henrik sneri sér við og fór. Hann var þreyttur og syfjaður enn, þó að hann væri nýlega vaknaður. Honum var líka kalt, þó að hlýtt væri í stofunni. „Henrik!“ Henny gekk á eftir honum fram gólfið og lagði hendina á öxlina á honum. „Viltu ekki — ég á við — viltu ekki borða? Eg er enga stund að hita upp matinn. Og það er víst ekkert athugavert við , það, þó að þú þiggir góð- gerðir hérna“. „Eg er ekki svangur. Reynd- ar hef ég ekki borðað mikið í dag. En — “ „Þá er þér bezt að borða.“ Henny fór fram í eldhús. kveikti á gasinu og lét pott yfir logann. Henny þótti vænt um að hafa eitthvað að gera og þegar hún fór að matbúa fann hún loksins að hún var svöng. Það var fljótlegt að bera á borð, því að Svea hafði haft allt tilbúið og hvern hlut á sínum stað. Henny var að hugsa um að kalla á hana, en við nánari athugun fannsr. henni réttast, að Henrik fengi að ráða. Þau gátu hitzt og talazt við seinna. Henrik sat álútur við borðið. þegar hún kom inn með mat- inn. Hann tók olnbogana af borðinu þegar hún breiddi dúk inn á það, og rétti snöggvast úr sér. Þau borðuðu þegjandi Hann var öðru hvoru að handleika ,,serviettuhringinn“ rétt eins og hann gæti ekki haft hendurn- ar kyrrar eitt augnablik „Megum við ekki einu sinni vita, hvar þú átt heima?“ spurði Henny. Hún var hætt að borða. „Pabfei verður sjálf- ! sagt rólegri, ef hann veit hvar þú ert, svo ég nú ekki tali um Sveu“. „Jú, þið megið gjarnan vita hvar ég á heima. Eg ætla líka að koma einstöku sinnum og heimsækja ykkur. En ég ætla að sjá um mig sjálfur. Það getur verið, að það sé heimsku- legt, en ég geri það samt“. Hann skrifaði húsnúmerið á blað og fékk henni. En-nú mundi hann, að hann átti að greiða húsaleigu á morguri - - leigu fyrir eina viku. „Henny — Já, þú mátt gjaru an hlæja. Eg var að segja þér að ég ætlaði að bjarga mér á eigin spýtur, en nú Verð ég að biðja þig að lána mér sjö krón ur. Geturðu það? Þú færð þær l aftur“. j „Auðvitað get ég það“. sagði j hún og náði í handtösku sír:r | Það voru ekki miklir peningar 1 henni, en það var sama. Hún hefði látið sinn síðasta eyri „Viltu ekki tíu krónur, ég í ekki neitt smærra?“ sagði hún og gætti þess að hann sæi ekki niður í töskuna. 1 Hann tók seinlega við seðl- inum og gekk frá honum í brjóstvasa sínum. Henrik vildi ekki kaffi á eft ir matnum, en vildi fara strax og hann var búinn að borða. Henny mælti ekki á móti því. Hún hafði blaðið með heimi!- isfangi hans í lófanum Það var gjöf sem hún hlakkaði til að færa Sveu Hún sagði honum að fara í gamlan regnfrakka af pabba hennar og hann hlýddi því. Þ^ vildi hún að hann færi í skó- hiífar, sem. voru í forstofunni, en hann afsagði það. því að þetta voru góðar skóhlífar. Skömmu seinna gekk Henny upp stigana eldhúsmegin upþ á fjórðu hæð og barði að dyr- um. Hún heyrði að Svea var að tala við barnið. Þetta var ó- þægðarangi, sem -enginn réði við og aldrei fór með góðu í rúmið. — En Svea kunni ein- hver ráð við kenjum hans. Henny beið góða stund og barði aftur. Þá var opnað og hún fékk ofbirtu í augun, þeg- ar hún kom inn í ljósbirtuna. Átjándi kafli. HVEK ER SJÁLFUM SÉK NÆSTUR Lundbom sat á móti Karli og - Fríðu og var að segja þeim frá heimsókninni hjá Jarvel. Þau sátu saman á legubekknum en Lundbom leit ekki framan i þau. Hann starði á fætur þeirra á gólfinu, með'an hann sagði i frá. Þau voru á morgunskóm. Iiann sagði satt og greinilega j frá öllu og reyndi að muna j orðrétt. það sem Járvel hafð; j sagt. Það tókst honum að vísu j ekki, en frásögn hans varð ! ekki misskilin. j Hann þagnaði og beið lengi i eftir svari, en hann leit ekki ? ! upp, horfði alltaf á morgun-. j skóna hjónanna og þaú hreyfðu | ekki fæturna, hvorugt þeirra. Loksins hreyfði Karl vinstri fótinn, sparkaði af sér skónum og tók til máls: „Þetta voru ekki notalegar fréttir", sagði hann dræmt. „Eg bjóst við — “ sagði Lund ' bom. j Hann þagnaði og orðaði ekki við hverju hann hafði búizt. I Nú sá hann, hvað það hafði j verið heimskulegt að leita til j Járvels. Loksins leit hann upp. ' Fríða fitlaði við faldinn á svuntunni sinni. Karl tók skó- inn sinn upp af gólfinu og fór eitthvað að athuga hann. „Þú þarft ekki að vera al- veg vonlaus þó að Salomonsen hafi sagt þér upp, það eru fleiri verkstæði til", sagði Fríða. „Eg veit það, Fríða mínj og' ég mundi ekki taka alvarlega * það sem Járvel sagði, ef ég fyndi ekki að hann sagði satt. Eg er orðinn of gamall. Eg verð að sætta mig við það“. Lundbom beið eftir svari og varð fyrir vonbrigðum Hvers vegna andmæltu þau þessu ekki? Þau voru þá sammála Járvel. Þau hafði líklegá strax grunað sannleikann, þó að þau hefðu ekki orð á því. „Karl hefði ekki átt að biðja þig um-peninga. Eg er búinn að segja honum það“. sagð’ Fríða og hann vissi að það var satt, því að Fríða var hreinskil in.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.