Þjóðviljinn - 19.04.1944, Síða 3

Þjóðviljinn - 19.04.1944, Síða 3
Miðvikudagur 19. apríl 1944. 1'JÓiBYILJlNW ____ * v » Johin Burdon Sanderson Hal- dane prófessor, sem hefur með hinum heimsfrægu greinaflokkum sýnum í Daily Worker í London sýnt milljónum manna, að vísind- in og vísindalegt viðhorf ættu að móta líf og starf borgaranna, er meðlimur í miðstjórn Kommún- istaflokks Bretlands. Vísindastörf Haldanes hafa leitt hann til flokks Marx og Leníns. Verk hans er hafið upp yfir þjóð- ernislegar takmarkanir og for- dóma. Hann er félagi í British Royal Society og í hinu franska Societe de Biologie og var nýlega kosinn heiðursmeðlimur vísinda- akademís Sovétríkjanna. Þetta er saga hans, — sagan af manninum, sem drakk pott af 1—3% saltsýru, sem reyndi á sjálf um sér háan og lágan loftþrýst- ing, — andaði að sér eiturgasi, — kæfigasi, — stöfnaði sér í lífs- hættu af völdum sprengiefnis — leitandi, alltaf leitandi að stað- reyndum. ★ Hann var aðeins fjögurra ára gamall, þegar hann fylgdist í fyrsta sinn með föður sínum niður í námu, og hjálpaði honum seinna við að rannsaka orsakir náma- :sprenginga. Þannig kynntist hann þúsundir feta niðri í jörðinni í hálfhrundum námagöngum í meiri eða minni lífsliættu hinni þrautseigu leit vísindamannanna að staðreyndum án tillits til á- hættu, er síðan hefur einkennt líf • hans. Þegar hann var tíu ára, safnaði hann saman glösum með sýnis- hornum af gasi, sem hann svo rannsakaði. Seinna var hann ,,for- framaður“ til að bera kanarífugl- inn. Ef kanarífuglinn dó, sýndi það, að kolsýringur var í loftinu. Þrátt fyrir sprengingar og gas ■og hrynjandi námagöng, varð hann 13 ára án þess að hafa meiðzt alvarlega neðanjarðar. En hann var hraustur og fjörugur drengur og ofanjarðar braut hann einu :sinni á sér hauskúpuna, er hann datt af reiðhjóli föður síns, og handleggsbrotnaði, þegar hann var einu' sinni sem oftar að spana á hjólinu sínu. Fyrsta vísindaritgerðin sem hann vanu að var gefin út 1912, þegar hann var 19 ára gamall. Hún var um fyrstu nákvæmu mælingarnar á hemoglobin, þann hluta blóðsins, sem flytur súrefnið. Hún kom út í vísindatímariti. „Vísindamenn gá að staðreyndum í tímaritum þeim, sem fást við sérgreinir þeirra, en leita til bóka eftir fræðikenningum“, segir Hal- dane. ★ Fyrsta sjálfstæða rannsókn hans, sem var um erfðir, var birt 1910. Hann var þá liðsforingi í hinni frægu hersveit, Black Watch. Það voru engar rannsóknarstofur á vígvöllunum. En Haldane hætti ekki rannsóknum. Fyrri stríðsárin voru meira að segja fjölbreyttasti kaflinn í vísindaferli hans. Þegar hann kom til vígstöðv- anna í febrúar 1915, fórst sprengju- foringi hersveitarinnar (battalion) af völdum sprengingar. Haldane varð sprengjuforingi hersveitar- innar og seinna sprengjuforingi og sprengjuvörpuforingi herdeildar- Innar (brigade). Hann segir, að verið geti að ár- angur sumra verka sinna komi ekki í ljós fyrr en eftir mörg ár, — og margar af kenningum hans er alls ekki hægt að sanna til fulls í bráð. En hann bíður með eftirvænt- ingu þeirra tíma, þegar algeng- ustu þörfum mannanna hefur ver- ið fullnægt með aðstoð vísindanna og vísindamennirnir eru frjálsir að því að rannsaka þessi viðfangs- efni, sem hljóta eins og stendur að yera tóm heilabrot. Bæði fjölhæfni hans sem vísinda manns og eðli rannsókna hans •— skýrist af því, sem hann sagði mér nýlega. „Sumir vísindamenn“, sagði hann, „hafa skapað hreinar gerfi- skiptingar .í rannsóknarstörfum sínum. Þeir skilgreina vandlega þessi starfssvið og einbeita sér svo að sínum litla hluta og úti- loka allt annað. Eg sé enga ástæðu til, að ég geti ekki farið úr hreinni stærðfræði yfir í líffræði. Öll vísindi eru tengd sín á milli. Það er fólgin hætta í mjög mik- illi sérhæfingu. Vísindamenn eru verkamenn, sem fást við að breyta þjóðfélaginu, — því að það er það sem felst í því að vera vísinda- maður. Ef þeir komast úr sambandi við aðra verkamenn, þá geta breyt- ingar þær, sem þeir valda, orðið vondar. Vísindamenn ættu að hugsa um, hvað þeir eru að gera með tilliti til alls lífsins, ekki einhvers lítils hluta af því, og hafa opin augu fyrir ábyrgð sinni gagnvart fólk- inu á breytingum þeim, sem störf þeirra hljóta óhjákvæmilega að hafa í för með sér. Búfræðingurinn ársrit Húlamannafélags og Hvanneyrings Búfræðingurinn, ársrit „Hóla- mannafélags“ og Hvanneyrings, X. árgangur, er nýkominn út. Jakob H. Líndal ritar þar langa grein er hann nefnir Jarðvegsfrœði og er greininni skipt í 7 aðalkafla. Fyrsti kaflinn fjallar um berg- myndanir og stein-a; almenna sögu bergmyndana, sögu íslenzkra berg myndana, steintegundir og íslenzk ar bergtegundir og íslenzkar berg- myndanir. II. kafli: Jarðvegsmynd unin og öflin sem að henni vinna. III. kafli: Lífið í jarðveginum og sérstök starfssvið þess. IV. kafli: Sýrustig jarðvegarins. V. kafli: Eðl iseigindir jarðvegsins. VI. kafli: Efniseiginleikar jarðvegsins. VII. kafli: Efniseinkenni í íslenzkum jarðvegi. Kristinn Guðlaugsson á Núpi skrifar: 50 ára endurminning frá Hólum í Iljaltadal. Arni Sveinsson skrifar um byggð asöfn, Gísli Magnússon um stefnu mörk i sauðfjárrækt. Ennfremur er grein um tamningastöð Búnað- arsambands Skagfirðinga; frá Bændaskólanum á Hvanneyri; frá Bændaskólanum á Hólum og skýrsla um hann skólaárin 1940— 1942. Hann kom á fót sprengjuverk- smiðju á bak við víglínuna, þar sem reykingar voru leyfðar .Þeir, sem mótmæltu þeirri reglu voru sendir aftur til herdeilda sinna. Það voru þeir taugaóstyrku. Af- leiðingin af þessari sálfræðilegu grisjun var sú, að slysum, sem vanalega stöfuðu af taugaóstyrk, var útrýmt. Þegar hann hafði náð sér eftir sár, sem hann fékk af völdum ó- vinasprengjukúlu, var hann send- ur til Skotlands til að stofna sprengjuskóla, þar sem hann not- aði sömu sálfræðilegu aðferðirnar. Agæti þeirra má marka af því, að eftir að hann var farinn, fékk skólinn vont orð á sig fyrir glappa- skot og slys, af því að þeir notuðu ekki aðferð hans. Og slys í sprengjuskólum þarfnast oftar að- stoðar líkamans en læknis. Ein af „grisjunaraðferðum“ hans var þessi: Hann sagði nem- endunum hryllilegar sögur um af- leiðingar þess, þegar sprengitæki spryngi framan í menn. Svo lét hann hvern .mann taka sprengitæki og festa það á/kveiki- þráðinn með tönnunum. Sumir bitu fast í, en aðrir náfölnuðu og nörtuðu aðeins í. Þeir Voru sendir aftur til herdeilda sinna. Það var óhjákvæmilegt, að Hal- dane yrði einn af þeim fyrstu til að reyna varnartæki gegn hinu nýja vopni, — gasinu. Hann andaði nógu gasi að sér í gegnum ófullkomnar grímur til að gera suma menn að taugaveikluð- um aumingjum. En það gerði hann aðeins dálítið andstuttan um tíma. ★ Strax eftir stríðið byrjaði hann á erfðafræðilegum og lífeðlisfræði- legum rannsóknum og sökkti sér niður í ýmsar hugleiðingar, sem honum höfðu dottið í liug í tóm- stundum sínum. Ilann var fyrsti maðurinn sem reyndi að gera uppdrátt af erfða- berunum (gcnunum) í litningum hryggdýra, þ. á. m. manna. í samtali og í alþýðlegum grein- um getur hann alveg útskýrt hvat5 hann meinar án þess að nota mik- ið sérfræðilegt orðalag. (Ein af rit- gerðum hans var nýlega þýdd á stofn-ensku, og það er erfitt að þekkja frumritið frá þýðingunni, nema maður sé vel að sér í stofn- ensku). Eftir því sem höfundur þessar- ar greinar veit bezt, eru erfðaber- arnir örsmáar agnir, sem menn hugsa sér eins og perlur á festi í litningunum í kjarna hverrar frumu í líkamauum. Það eru þeir, sem ákvarða öll þau einkenni dýra, sem ekki mót- ast af umhverfinu, frá lengd tánna til litar hársins. Haldane hafði upp á þeim og byrjaði það verk, sem enn er ó- lokið, að ákvarða stöðu þeirra í litningunum. Það hefur verið gert ■•KFTIR Peter Phílips í «VWV^AA^^fWWWWW"WWWW áður í flugnategundinni Drosop- hila, af því að þannig er hægt að rannsaka margar kynslóðir á stuttum tíma. En það er ekki hægt að bíða í margar kynslóðir eftir einkennum seinþroska dýra til að vita, hvort þau þróast í samræmi við vísindalega kenningu eða eru frábrugðin. Haldane segist hafa orðið að breyta alveg reikningsaðferðum sínum, þegar leið á verkið. Hann fann reikningsreglur sem gerðu rannsóknina mögulega, — og seinna sannaði rannsóknin út- reikninginn. Á árunum 1922—1932, er hann var fyrirlesari í lífefnafræði í Cambridge, framkvæmdi hann sumar af kunnustu tilraununum á sjálfum sér. Hann var t. d. fyrsti maðurinn, sem smakkaði súrefni. Þótt maður andi að sér með © opnum munni, finnst ekkert bragð að loftinu, og það er í rauninni heldur ekkert bragð að hreinu súr- efni við eðlilegan þrýsting. Fyrst andaði liann súrefni að sér úr geymi. Næst fór hann inn í loft- heldan klefa og Iét dæla lofti inn, þangað til þrýstingurinn var orð- inn sex sinnum meiri en eðlilegt er. „Þá finnur maður bragð að því. Það er dálítið líkt engiferöli, — sætt og kitlandi. Og bragðið finnst með tungurótunum“. Hættulegustu tilraunir hans, —> þótt þær væru „undir eftirliti“ — voru ef til vill þær, sem hann framkvæmdi til að komast að raun um, að hve miklu leyti ein- kenni vissra sjúkdóma stöfuðu af auknum sýrum. Þá var það, að hann drakk salt- sýruupplausnina. Ilann komst að raun um, að einn pottur með 1—37° styrkleika var hámark þess, sem hann þoldi. Þeir, sem þjást af blýeitrun sök- um atvinnu sinnar, kunnu að hafa hagnazt á slíkum tilraunum. Blý er eitur, sem safnast saman. Hlut- verk læknanna er að hjálpa líkam- anum til að losa sig við blýsöltin. Þetta getur stundum tekizt, ef söltin eru gerð uppleysanlegri í blóðinu með því að gera blóðið súrara. Haldane sló föstu því marki, þegar efnabreytingarnar verða í líkamanum og gat þannig sagt fyrir, hvað mundi verða seinna, þegar „sýrulækningin“ yrði verri en veikin. Onnur óöfundsverð, en þakkar- verð „met“ Ilaldanes eru fólgin í magni því af calcium og stronti- um, sem hann hefur tekið inn til að ákveða önnur hættustig. Hann var vegna þekkingar sinn ar á áhrifum kolsýrings, sem hann hefur smakkað við mismunandi þrýsting í margs konar blöndum, kvaddur til að bera vitni í sam- bandi við rannsókn slyssins, er kaf báturinn Thetis fórst. Haldane hefur lengi stuðzt við meginreglur dialektisku efnishyggj unar í störfum sínum. Hann hefur verið sósíalisti síðan 1918. En það var ekki fyrr en fasism- inn fór að vaða uppi í Evrópu, að hann vaknaði til meðvitundar um afskiptaleysi sitt af stjórnmálalíf- inu. Ábyrgð marxistiskra vísinda tak markast ekki við rannsóknarstof- una. Hann fór að útbreiða skoðanir sínar og niðurstöður. Hann var virkur þátttakandi í andfasistisku hreyfingunni ásamt leiðtogum kommúnista og, þegar stxúðið á Spáni boðaði upphaf stór- fellds yfirgangs af hálfu fasista, fór hann til Madrid til að gefa lýð- veldisstjórninni ráð um gasvarnir. Hann var samtals um þrjá mán- uði í þessu sárt leikna landi, fór hvert sem honum sýndist, sá tölu- vert til brezku herdeildarinnar og Whasington-Lincoln-herdeildar- innar. Hann var viðstaddur tvær orustur. Hann hóf herferð fyrir bættum loftvörnum, sem byggðust á reynslu hans, og naut í því stuðn- ings verkalýðsleiðtoga. Nafn hans er varanlega tengt við djúpbyrgja stefnuna. Hann segir, að það sé að gera vandamxilið einfaldara. Það er minni hætta af sprengjum, ef mað ur er undir einu feti af jarðvegi en undir fimm fetum, — þeim mun minna er til að hrynja ofan yfir mann. Það er lögun byrgisins, sem skipt ir máli, — styrking samkvæmt verkfræðilegum reglum, veggir til að breyta rás sprengingargustsins. , Þá var verið að byggja löng byrgi án veggja gegn sprengju- þrýstingnum. „Mér leiddist að sjá það“, sagði Haldane blátt áfram. „Þetta ráð var kunnugt þegar í Krímstríðinu". Það var ekki fyrr en eftir langa töf, að nokkrar af aðferðum hans til að framkvæma þetta voru teknar í notkun. ★ Jafnframt hélt hann áfrarn rann sóknum sínum í erfðafræði og arf- gengi og í hinni alveg sérstöku grein sinni, biometri —- (sem er notkun reikningslegra og mæling- arlegi’a aðfei’ða í líffræði). Hann varð prófessor í erfða- fræði og seinna í biometri (sem nii er staða hans) við háskólann í London. Dcild hans hefur nxi aðsetur sitt í liinni heimsfi’ægu tilraunastöð í Rothamsted í Hertfordshire. En hann heldur enn um hundr- að opinbera fyrirlestra á ári. Ilann er einn af virkustu meðlimunum í miðstjórn Kommúnistaflokksins. Ilann skrifar vikulega grein í Daily Worker og er formaður ritstjórn- arinnar. Og hann fæst við mjög leynilegar rannsóknir fyrir eina deild hersins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.