Þjóðviljinn - 28.04.1944, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. apríl 1944.
ÞJÓÐVILJINN
3
„Nú er vetur úr bæ“
Það er ekki óeðlilegt þó við íslendingar fögnum sumri al-
veg sérstaklega, enda er svo komið allvíða hér, að sumardagurinn
fyrsti er ýmist alger eða að nokkru leyti frídagur. Þó er það
nú svo, að á þessu sem öðru hefur orðið hér nokkur breyting,
sérstaklega hjá fólki í kaupstöðum. Fólkið, sem ef til vill á að
nokkru leyti lífsafkomu sína undir mildi vetrar, eða hörku, breytir
sennilega ekki um; þráir ekki mikla snjóa sem seint taki upp.
Það var orðið hér fast orðtak á sumrin: „Notið sjóinn og
sólskinið“ og er að vísu enn, en annað nýtt orðtak hefur bætzt
við, sem er líkt að meiningu og orðalagi, og er það svona: „Notið
snjóinn og sólskinið“. Hvort tveggja er áskorun til fólksins að nota
þá heilsubrunna sem í skauti náttúrunnar eru. Árangurinn hefur
líka orðið sá að fjöldi fólks, jafnvel þúsundir manna á öllum
aldri sækja snjóinn og sólskinið í faðm hvítra fjalla. Þetta fólk
má næstúm þekkja úr hvar sem maður sér það; útlit þess er
hraustlegra, framkoma þess djarflegri óg hressilegri. Þó fjöl-
menni sæki fjöllin og snjóin með skíði sín, þá er það fyrst og
fremst til hressingar og skemmtunar.
Úr fjöldanum koma svo afreksmennirnir og þá höfum við
fengið marga og þessi síðasti vetur gefur fullkomin loforð um
að við hér í Reykjavík og Hafnarfirði erum á hraðri framfara-
braut. Reykjavíkurmótið, — svigkeppnin og stökkið, sanna okk-
ur þetta.
Leiknin í sviginu er hraðvaxandi og fjöldinn allur af ung-
um mönnum, hafa mikla le.ikni þótt þeir séu ekki komnir
í keppnina. Það má einnig kalla það merkisviðburð í skíðasögu
okkar hér í Reykjavík, að stokkið var af stærsta stökkpalli
landsins, sem aldrei hefur verið gert áður á móti, en það er
stökkpallur í. R- við Kolviðarhól.
Ferð skíðamannanna á landsmótið og árangur þeirra þar
er líka góður, miðað við fyrri mót og aðstöðu til æfinga. Við
verðum líka að gera okkur ljóst að Norðlendingar eru engin
lömb að leika sér við, og síður en svo að um afturför sé að ræða
hjá þeim. Eg hef það fyrir satt, að áhugi og framfarir séu þar
miklar. Og þó við fögnum sumri, getum við líka glaðzt yfir vetr-
inum og því, sem áunnizt hefur í skíðaíþróttinni.
Handknattleikurinn hefur orðið að gjalda afhroð vegna
húsnæðisleysis, en þrátt fyrir það er hann í framför hvað kunn-
áttu snertir. Fjöldi manns kemst þar ekki að, og það keppnis-
fyrirkomulag sem hér er, er óhæft, og má þar ef til vill nokkuð
um kenna húsnæðisvandræðunum. Eftir því sem sendikennarar
úti um land herma, er þar stöðugt vaxandi áhugi fyrir hand-
knattleik, og knattspyrna iðkuð þar mikið að vetrinum, bæði inni
og úti.
Þá er vert að minnast á glímuna. Hér í bæ hefur sjaldan
eða aldrei verið eins mikill áhugi og jafnmikið um glímur, enda
eru öll þrjú stóru félögin komin með hana sem keppnisíþrótt, og
gera má ráð fyrir að Íslandsglíman í ár verði merkileg og sögu-
leg glíma. Sama er út um land. Sendikennarar bera þaðan sömu
sögu og margar beiðnir um glímukennara liggja fyrir.
Beiðnaf jöldinn um kennara út um landið, í knattspyrnu, hand-
knattleik, frjálsum íþróttum og sundi, talar skýru máli um gró-
andann í íþróttalífi landsmanna. En eins og er, erum við ekki
menn til að mæta honum, til þess er íþróttamönnum of þröngur
stakkur skorinn fjárhagslega. í öðru lagi byggjum við ekki þann-
ig upp félagslífið — fjárhagslega að félögin geti að verulegu
leiti mætt kostnaði við kennara- Ef félögin gerðu það og það
opinbera yki allverulega framlög sín til íþróttakennslu, mundi
vakna hér veruleg blómaöld íþróttanna. Öld, sem mundi vekja
þær þúsundir sem virðast sofa á verðinum fyrir sínu eigin heil-
brigði og þjóðarvelfarnaði.
Og þeim þúsundum sem vantar aðbúnað en ekki áhuga yrðu
sköpuð skilyrði til íþróttaiðkana. Þetta allt er að miklu leyti
undir íþróttamönnunum sjálfum komið. Séu þeir haldnir ein-
staklingshyggju um of fer illa. Sé félagshyggjan sett öllu ofar,
fer á sömu lund. Ef félagskritur, auglýsingaskrum, stigagræðgi
og mannaveiðar leggjast niður, hefur mikið áunnizt. Eg vona að
á þessu nýbyrjaða sumri verði gróandi, ekki aðeins í afrekum,
heldur og ekki síður í heilbrigðu félagslífi, auknum skilningi á
tilgangi íþróttanna bæði meðal íþróttamannanna sjálfra og hinna.
í trausti þess að svo megi verða, óskar Íþróttasíðan öllum
lesendum sínum gleðilegs sumars.
IÞRÖTTIR
RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON
Sfefán Jónsson
Sendikennarar I.S.I
Stefán varði á nýafstöðnu sund-
meistaramóti í fjórða sinn sund-
meistaratitil sinn í 100 m. frjálsri
aðferð, eða síðan okkar ósigrandi
Jónas Halldórsson hætti keppni í
einstaklingssundunum. A síðasta
K. R.-sundmóti vann Stefán bikar
I
til eignar, eftir að hafa unnið hann
þrjú ár í röð.
Einu sinni hefur hann unnið 50
m. sundið, þar sem keppt var um
hraðsundsbikarinn.
í sundknattleiksliði Árpianns
hefur Stefán verið frá 1936, og orð-
ið 5 sinnum íslandsmeistari og 4
sinnum Reykjavíkurmeistari, eða
síðan sú keppni var tekin upp, en
Ármann hefur, sem kunnugt er,
unnið það mót alltaf.
ÍÞRÓTTAMENN!
Sendið Íþróttasíðunni
u?n áhugamál ylckar.
grcinar
Tveir af sendikennurum í. S. í.
hafa nýlega verið hér á ferð og
hefur Íþróttasíðan hitt þá að máli
og spurt þá tíðinda af ferðum
þeirra um landið. En þeir halda
ekki lengi kyrru fyrir, til þess eru
beiðnir um þá of margar, svo að
hvergi nærri er hægt að fullnægja,
sérstaklega knattspyrnukennara
að vorinu til. Kennarar þessir eru
Kjartan Bergmann og Axel
Andrésson.
Kjartan lætur vel yfir ferð sinni
um Vestfirði, en námskeið hafði
hann að Núpi, ísafirði og Bolung-
arvík. Var alstaðar á þessum stöð-
um mjög mikill áhugi fyrir glím-
unni. Tóku yfir 300 manns þátt í
námskeiðunum. T. d. um áhug-
ann sagði Kjartan, að aflahæsti
formaðurinn í Bolungarvík hefði
alltaf mætt þegar hann gat og
skjaldarhafinn á staðnum hefði
stundum jafnvel keypt menn til
að vinna fyrir sig svo hann gæti
mætt.
Ilúsakost til æfinga telur Kjart-
an alveg sæmilegan, en víða vanti
böð eða séu slæm, en böð eru sem
kunnugt er alveg bráðnauðsynleg
og alstaðar komið fyrir við þau
hús sem góð eru talin, og ekki
fullkomin hús nema þau séu.
Yfirleitt endar Kjartan nám-
skcið sín með glímusýningum, og
vekja þsér jafnan mikla athygli.
Nú hefur verið ákveðið að byrja
aftur að glíma Vestfjarðaglímuna,
scm legið hefur niðri í 10 ár, og
hefði verið gert rneðan Kjartan
var fyrir vestan, en beltishafinn
var þar ekki þá en kemur vestur
bráðlega til að verja það.
Knattspyrnan að hefjast
Knattspyrnuráðið hefur fyrir
nokkru raðað uiður mótunum í
sumar og birtizt það hér i blað-
inu fyrir nokkru. Eins og sjá má
hefjast mótin 7. maí, svo það eru
9 dagar þangað til fyrsti meist-
araflokksleikurinn hefst í Túliní-
usarmótinu eða afmælismótinu, en
ágóða af þessu móti og umsjá þess
hefur Víkingur, í tilefni af 35 ára
afrnæli sínu.
K. R. R. hefur tekið rétta stefnu
í því að láta mcistaraflokkskeppn-
ina fara frarn fyrst. Þá er fyllilega
úr því skorið hverjir eru meist-
araflokksmcnn, en þessu hefur
verið haldið frarn hér á íþrótta-
síðunni um langt skeið.
Ég liélt því fram í fyrra, að
Tuliniusarkeppnin ætti ekki að
vera útsláttarkeppni, heldur léki
einn við alla og allir við einn, en
leikirnir stuttir, svo tveir leikir
færu fram á dag, og fara þá jafn-
margir sunnudagar i það. Ég legg
því eindregið til að reglugerðinni
verði brcytt í það liorf.
Lítið hefur rætzt úr vallarskil-
yrðunum í vetur, enda lítil von til
þess. Það virðist ekki að vallar-
stjórn hafi miklar áhyggjur af því
ástandi, sem ríkir í þessum mál-
um. Ef svo hefði verið, hefði hún
hafizt handa um það að koma
vellinum strax i lag og frost var
farið úr honum og birtan var nægi-
lcg til æfinga. Æfingatíminn er
nógu stuttur hér þó ekki sé gerður
leikur að því að stytta hann. Þetta
er raunar ekki ný bóla, svo að
segja á hverju vori er byrjað mörg-
um dögum of seint að lagfæra
völlinn.
Þetta er ekki öll sagan. Ef menn
kyntu sér þá aðstöðu, sem hundr-
uðum drengja frá 10—15 ára er
ætluð, mundu menn fyrst fyllast
undrun. Þeim er ætiaður rúmur
helmingur af gamla vellinum. En
þetta má laga ef vilji og fram-
kværnd væri sýnd. Þarna má fá
góðan völl fyrir drengina ef aðeins
er rótað ofan í hálfsamanfallinn
Frh. 4 ö. bíBh.
Má ugglaust þakka þessa end-
urvakningu glímunnar, dvöl
Kjartans á Vestfjörðum.
Nú er Kjartan farinn norður í
Þingeyjarsýslu til félagsins Þing-
eyingur, en að því loknu mun
hann kenna á námskeiði er U. M.
F. R. gengst fyrir í maí.
Axel Andrésson hefur haldið
mikið til á Austfjörðum í vetur á
vegum þeirra-í 1. S. A., en þar er
áhugi mikill bæði hjá forráða-
mönnum sambandsins þar, og eins
nemendunum. Skipti fólkið þar
mörgum hundruðum sem sótti
námskeiðin hjá Axel, og hef ég
séð bréf um starfsemi Axels sem
gefa glögga lýsingu á árangri hans
og þeim tökum sem hann nær á
kennslunni og nemendunum.
Mun það sumpart að þakka
þeirri kennsluaðferð sem hann hef-
ur (kerfið) og hiuu, að hann leiðir
fólkið með munnlegum tímum
inn í leyndardóma leikreglnanna,
sem svo margir aldrei fara, og fá
því aldrei skilning eða, vissu um
það hvað má og hvað ekki má, en
sú vissa gerir manninn áhugasam-
ari fyrir leiknum og hindrar oft
óþæglega árekstra, í beinum og ó-
beinum skilningi.
Síðast var Axel í Reykholti og
endaði sú vera þar, með reglulegri
íþróttahátíð, eins og hann komst
að orði, að Hvanneyri.
Ilalda skólarnir þessar hátíðir
sitt árið hvor, og að þessu sinni
var hún að Hvanneyri. Fór þar
fram hinn árlegi knattspyrnuleik-
ur rnilli skólanna, sem endaði með
sigri Hvanneyringa 2:1. Annars
voru liðin svipuð. Keppt var um
nýjan grip sem er stytta af knatt-
spyrnumanni, sem hinn gamli K.
R.-ingur, Haraldur Á. Sigurðsson
leikari. bóndi og fleira gott, gaf, en
listamaðurinn Ágúst Sigurmunds-
son skar út. Þá fór þarna fram
taflkeppni og sigruðu Ilvanneyr-
ingar einnig þar. Kórar skólanna
skiptust á söngvum og var gerð-
ur að því góður rómur. Leikrit
voru flutt og margt fleira var til
skemtunar.
Þá gat Axel þess, að knatt-
spyrnuflokkur frá íþróttaráði
Akraness hefði komið í heimsókn
á annan dag páska og keppt við
Reykhyltinga í knattspyrnu og
handknattleik inni. Lauk þeirri
viðureign svo, að Reykhyltingar
unnu knattspyrnuna með 2:0, eft-
ir nokkuð góðan leik og hand-
knattlcikinn líka mcð 29 mörk-
um gegn 19. Var ekkx laust við
að Axel væri ánægður með þessa
nýju nemendur sína, þó lionum
væru nú báðar hendur við xixlir
fastar, þar sem gestirnir voru
gamlir nemendur hans, en hann
huggaði sig við það, að upp úr
miðjum maí færi hann til Akra-
ness og yrði þar um skeið, og gæti
hann þá ef til vill jafnað sakirnar.