Þjóðviljinn - 28.04.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.04.1944, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 28. apríl 1944 @tgef*udl: &*m4mmgmrfl*khuT mlþýðv — BMaHstefloklmritM. Bitstjéri: SigurBur Ouðmundtson. StjároMiíliritíitjérar: Einmr Qhjárttirm, Sigfút 8igtirkjmriartm». Mtstjdrnorefcrifgtofa: Austmtbrmti 1Z, tími ÍÍ7&. Aígreiðsla og auglýsingar: Skálmvöriutiíg 19, tími Sltþ. SremtataiSja: Yíkingrprent k.f., &mrSarkrœii 17. kdEátlmrrmrS: I Eeykjarflc og nigrenni: Ir. 6.6« á máaufi. Bti á landi: Kr. Í H á máuuði. Kauplækkun - misrétti ■■ konungsvald Alþýða Islands cr, eins og alþýðustéttir allra landa, að berjast fyrir bættri lífsafkomu sinni, fyrir jafnrétti og auknum mannréttindum og fyrir fullkomnu lýðræði í þjóðfélaginu. Verklýðshreyfingin hefur verið forusta alþýðustéttanna og hið framsæknasta afl þeirra í þeirri baráttu. Verkamenn, hvaða flokki sem þeir hafa tilheyrt, hafa lengi vel gert sér þær hugmyndir að hugsanleg væri samvinna við Framsókn um áhugamál alþýðunnar og að hægt væri að framkvæma það bandalag milli verkamanna og bænda, sem er óhjákvæmilegur þáttur í samstarfi vinnandi stétta landsins, með pólitísku samstarfi við Framsóknarflokk- inn. Ýmsir verkamenn bjuggust við því að þegar Jónas frá Hríflu var settur úr formennskunni, þá myndi verða horfið frá þeirri afturhalds- stefnu, sem hann hafði markað í flokknum og með því hindrað sam- starf verkamanna og bænda fyrir milligöngu stjórnmálaflokkanna. En það varð annað uppi á teningnum. Sendingar Framsóknarþings- ins til verkamanna sýna, að það ræður sami Hrifluandinn og fyrr. Kauplækkun er gerð að skilyrði fyrir lausn dýrtíðarmálanna. „Nið- urfærsla kaupgjalds“ er eftir sem áður skoðuð sem eitt höfuðráðið til að lækna dýrtíðarmeinið, sem Framsóknar- og „Bónda“-braskararnir hafa leitt yfir þjóðina. Allir vita að það var skilyrði Framsóknar um lækkun kaupgjalds og afurðaverðs í jöfnum hlutföllum (en það þýðir ca. 25% grunnkaupslækkun við verulega dýrtíðarminnkun), sem fyrst og fremst hindraði myndun vinstri stjórnar 1942—43. Og því skilyrði er haldið enn, samtímis því sem Framsóknarþingið þvaðrar um vilja til samstarfs við verkamenn, — auðsjáanlega aðeins í hræsnis- og blekk- ingaskyni, til þess að reyna að sefa alla þá mörgu sveitamenn, sem krefjast raunhæfrar umbótastjórnar í landið, er beiti sér fyrir stórfelld- um framförum og bættri og öruggri lifsafkomu almennings. © Samtímis því sem Framsóknarþingið rekur erindi Claessens í kaup- lækkunarherferð þeirri, er harðsvíruðustu atvinnurekendur undirbúa, þá rekur það hnefann í andlit verkamanna með kröfum sínum um af- nám jafnréttis manna við kosningar til Alþingis. Frá upphafi verklýðshreyfingarinnar hefur ein höfuðkrafa hennar verið: almennur og jafn kosningaréttur. í 30 ára baráttu fyrir auknu lýðræði á íslandi, baráttu, sem verkalýðurinn hefur háð af allri orlcu sinni ásamt öðrum frjalslyndum öflum, hcfur það aunnizt að gera menn jafna fyrir kosningalögunum, þannig að atkvæðisréttur manna væri jafn, hvar sem þeir væru busettir. Þetta jafnretti vill Framsokn af- nema. — Ef hún fengi sitt fram gæti það þýtt að Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn héfðu 4 þingmenn í stað 17 nú, þótt atkvæðamagn þeirra yrði meira en síðast. Það er hverjum manni auðséð að verið er að skcra á líftaug lýðræðis og jafnréttis með þessari pólitík Framsóknar — og verkalýður íslands mun eðlilega berjast gegn henm með öllu sinu ahrifavaldi, þvi þarna er barizt um mannréttindi hans, um möguleika hans til þess að, ráða þessu landi í krafti lýðræðis og almenns kosningaréttar. 9 Framsóknarþingið ríður ekki við einteyming í afturhaldi sínu. Það vill ekki aðeins lýðræðið feigt. Þingvaldið á líka að minnka svo for- setavaldið verði meira. í allri frelsisbaráttu sinni hefur það verið eitt höfuðatriði íslend- inga að gera Alþingi sterkt og draga völdin í hendur þess, en minnka konungsvaldið. Nu vill Framsokn lauma konungsvaldmu aítui mn og draga úr valdi þingsins. Það eru mörk hnignandi flokks, afturhaldsflokks á þessari afstöðu: Framsókn vill draga valdið úr höndum þjóðarmeirihlut- ans og í hendur minnihluta — með einmenningskjördæmum. Framsókn vill draga valdið úr höndum þings og í hendur forseta. Framsókn sér fram á minnkandi áhrif sín hjá þjóð og þingi. Þess vegna á að bjarga valdi Framsóknar með því að skapa nýtt valda- kerfi í landinu: valdakerfi misréttis og dulklædds konungsvalds í stað lýðræðis og þingræðis. Verklýðshreyfingin skilur fyrr en skellur í tönnunum. Ilún mun ekki láta bjóða sér kauplækkun, misrétti og einræðisvald það, sem Framsókn óskar eftir að leiða yfir hana. Kragújevats er helzta borgin í héraðinu Súmadíja í hjarta Serbíu. Milli veraldarstríðanna hafði júgó- slafneski herinn þar bækistöðvar sínar. Litlar skotfæraverksmiðjur voru í sjálfri borginni, fyrir utan hana voru stór birgðahús, her- mannaskálar, heræfingavellir og skotsvæði. Af þessum ástæðum var Kragújevats ein af fyrstu borgunum, sem Þjóðverjar her- tóku, þegar júgóslafneski herinn gafst upp, og höfðu þeir þar fjöl- mennt setulið. íbúatalan var þá sextán þúsund. Olíkt því sem annars staðar átti sér stað í Júgóslafíu, var lítið um skæruhernað þar í grenndinni vor- ið og sumarið 1941. Þó fóru að berast fréttir í ágústmánuði af vopnaviðskiptum milli skæruliða og nazista í nánd við borgina. Einnig voru framin skcmmdarverk á eimlestajárnbrautum, sem lágu til Kragújevats. Seint í september festu nazist- ar upp auglýsingar alls staðar í borginni, þar sem vitnað var í fyr- irskipanir frá yfirherstjórn Þjóð- verja til hershöfðingja þeirra í Serbíu. Kjarni þessara auglýsinga var um refsiaðgerðir gagnvart borgarbúum, ef Þjóðverjar voru drepnir, eða særðir, annað hvort í viðureign við „glæpamenn“ og „kommúnista“ í skæruhernaði, eða „myrtir af ragmennum“. Og auglýsingarnar tjáðu, að fyrir hvern drepinn Þjóðverja yrðu skotnir hundrað Serbar, „þeir sem hendi væru næstir, valdir af handahófi“, en fyrir hvern særðan Þjóðverja yrðu líflátnir fimmtíu Serbar. í auglýsingunni voru einnig fyr- irskipanir viðvíkjandi því, ef ráð- ist var á Þjóðverja úr launsátri. Væri skotið á einhvern þeirra úr serbnesku húsi, hvort sem kúlan hæfði eða ekki, skyldi drepa alla karlmenn, sem í húsinu áttu heima, og voru eldri en fimmtán ára, en húsið síðan brennt; væru veggir þess úr steini, bar að sprengja þá með liandsprengjum eða dýnamitti. Sagt var, að fyrirskipanirnar væru frá Hitler sjálfum. Allan fyrri hluta októbermán- aðar voru á sveimi um borgina fréttir af skærurn og árásum á setulið Þjóðverja í Súmadíja. í annarri viku október var mest- ur hluti setuliðsins í Kragújevats sendur með alvæpni til nærliggj- andi bæjar, Gorní Mílanóvats, til þess að refsa íbúunum þar (2100 að tölu), sem grunaðir voru um „aðstoð við kommúnista“. Bærinn var brenndur og jafnað- ur við • jörðu. Aðeins hin stóra grísk-kaþólska kirkja stóð eftir ó- hreyfð, enginn vissi hvprs vegna. Allir íbúarnir, sem ekki tókst að flýja til skógar, þar sem skæru- liðarnir héldu sig, voru drepnir. Þeir voru milli sjö og átta hundr- uð, þar á meðal fimmtán ára gaml- ir piltar og stúlkur. Skæruliðar hagnýttu sér fjar- veru meirihluta setuliðsins í Kra- gújevats og réðust á þá sem eftir voru, drápu tíu nazistahermenn og særðu tuttugu og sex, eftir því sem Þjóðverjar tilkynntu síðar. Bardaginn stóð hinn 14. októ- ber utan við borgina, og enginn í Kragújevats vissi beinlínis, hvað var að gerast. Nokkrir menn höfðu heyrt skothríð, gátu sér til hvað Kragújevats, Serbíu 21. okt. 1941 Effir Louís Adamtc — Halldór Sfefánsson ísfenskadí Föstudagur 28. apríl 1944 — ÞJÓÐVILJINN á seiði væri, og hvísluðu fréttun- um að öðrum. íbúarnir voru raun ar á bandi skæruliða, hvort held- ur var Partísana eða Sjetnikka — því um það leyti börðust hvorir tveggja gegn Þjóðverjum (síðar gengu Sjetnikkar Mikhajlovitsj á hönd og börðust gegn Frelsisfylk- ingunni fremur en Þjóðverjum), en enginn borgarbúi átti neinn hlut í að aðstoða skæruliðana. Mánudaginn 20. október, fyrir sólaruppkomu, umkringdu alvopn- aðir þýzkir hermenn borgina Kra- gújevats, og um níuleytið fóru þeir að dreifa sér um götur henn- ar. Þeir fóru inn í hvert einasta hús, tóku hvern karlmann, milli fimmtán og fimmtíu ára aldurs, höndum, stilltu þeirn upp á göt- unum, fjórum í röð, og létu þá marséra út á heræfingavellina fyr- ir utan borgina. Það var bleikur og kaldur haust- morgunn. Enginn af mönnunum eða drengjunum gat ímyndað sér hvað til stæði, meðan þeir biðu í röð- um á götunum, milli vopnaðra nazista, eða þegar þeir voru rekn- ir út á heræfingavellina. Þýzku hermennirnir höguðu sér fremur vel, þeir voru ekkert hrottafengn- ir, hrintu mönnum hvorki né börðu þá. 'Líklega vissi enginn her- maður né foringi, undir majórs- tign, hvað í vændum var. Kragújevats-mennirnir voru undrandi og reyndu að gera sér í hugarlund, hvað þetta ætti að þýða. Ef til vill ætluðu Þjóðverj- arnir að ganga úr skugga um, hvort þeir liefðu hin fyrirskipuðu vegabréf, og refsa þeim, sem hefðu þau ekki. Mennirnir höfðu heyrt, að fyrir fáum dögum hefðu skæruliðar eyðilagt járnbraut ein- hvers staðar í nágrenninu. Kann- ski ætluðu Þjóðverjar að neyða þá til að gera við skemmdirnar, og vinna eitthvað fleira. Þetta virtist vera eina skynsamlega á- lyktunin. Snemma í október höfðu Þjóðverjar rckið alla verkamenn á hertekna svæðinu frá störfum, svo að um þrjú þúsund atvinnu- leysingjar voru nú í Kragújevats. Svo einfaldir voru fangarnir, að enginn hafði minnsta grun um það, sem koma átti. Flestir hugs- uðu: Ég hef ekkert brotið af mér, hvað geta þeir gert mér? ... Þjóðverjarnir tóku blaðasalana og bílstjórana á götunum. Þeir réðust inn í menntaskólann, þar sem kennsla var hafin, tóku hönd- um doktor Pantúlikk rektor, og alla kennara, og þá pilta, sem voru í fimmta bekk og bekkjum þar fyrir ofan. Hermenn ruddust inn í dómsal- inn, tóku fas,ta dómarana, sak- borninga, ákærendur, lögfræðinga og vitni, lögreglumenn og húsvörð- inn. Upp og niður allar götur óðu þeir, söfnuðu saman kaupmönnum og verzlunarmönnum, eigendum kaffihúsa og matsölustaða, þjón- um og öðrum karlmönnum, sem Louis Adamic er kunnur Bandaríkjahöfunduraf slóvenskum ættum. Hefur hann ritað margar bækur, og er kaflinn sem hér birtist í þýðingu Halldórs Stefánssonar úr síðustu bók Adamics, er nefnist MY NATIVE LAND (Ættjörð mín). Skýrir Adamic þar frá innrás Þjóðverja og ítala í Júgóslavíu og frá baráttu Júgóslava gegn hinum erlendu kúgurum og innlendu Kvislingunum Neditsj og Mikhajlovitsj. þar voru, iðnaðarmönnum og lær- lingum þeirra. Þeir tóku höndum alla Gyðinga, sem enn ekki var búið að hand- taka. Nóttina áður hafði hljóð- færaflokkur Sígauna komið ein- hvers staðar að til borgarinnar. Þjóðverjar tóku alla þeirra, sem voru á aldrinum milli fimmtán og fimmtíu ára, og settu þá í raðir með borgarbúum. Þeir tóku alla presta grísk-kaþ- ólsku kirkjunnar, og hinn eina rómversk-kaþólska prest, sem í borginni var, flóttamann frá Slóv- eníu. Þeir náðu eitthvað um tutt- ugu öðrum flóttamönnum þaðan. Þetta hélt áfram allan daginn. Um kvöldið höfðu Þjóðverjar safnað saman um sjö þúsund mönnum á heræfingavellina, öllum karlmönnum í Kragújevats, milli fimmtán og fimmtíu ára aldurs. Þessir sjö þúsund menn urðu að vera alla nóttina undir beru lofti. Tvö þýzk herfylki gættu þeirra með vélbyssum. Nóttin var köld. Fáum kom dúr á auga. Sum- ir settust jafnvel ekki, það var svo kalt. Hvað átti allt þetta að þýða? Margir af mönnunum höfðu gripið með sér brauð, eða eitthvað ætilegt, þegar þeir fóru að heimau. Flestir skólapiltanna höfðu hádeg- isverð sinn með sér. En það var ekki nægilegur matarforði lianda sjö þúsund hungruðum mönnum og drengjum. Flestir fullorðnu mannanna höfðu á sér peninga. Sumir allt handbært fé sitt í belti sínu, eins og siður er í Serbíu. Aðrir kölluðu tií kvenna sinna, þegar þeir voru komnir inn í rað- irnar á götunni, og báðu þær að færa sér peninga, þeir kynnu að þurfa að nota þá. Margir fóru án þess að hafa smakkað vott eða þurrt. Þeir kusu nefnd og sendu liana á fund Þjóðverja og fóru fram á, að þeim væri leyft að senda menn, í gæzlu vopnaðra hermanna, til borgarinnar eftir mat. Sumir hinna yngri, þýzku liðsforingja voru því eklii mótfallnir, en þeir sendu . beiðnina til yfirboðara sinna, og þar var henni synjað. Nefndin bað um skýringar, en féltk engar. Mennirnir fóru að óttast um sig. Hvað bjó undir þessu? Það varð kaldara með hverjum klukkutímanum sem leið. Serbum var ekki leyft að kveikja elda. Flestir voru þögulir. „Ég fann sál ir þeirra teygja sig langt aftur í skelfingu hinnar liðnu sögu, sem nú var að endurtaka sig“, skrifaði Slóveni einn, sem var sjónarvott- ur að þessu, í frásögn sína, sem barst mér í hendur ári síðar. „Drengirnir og ungu mennirnir höguðu sér eins og feður þeirra. Þeir voru þögulir og hugsandi, lostnir áhrifum harmleiks. júgó- slavnesku þjóðarinnar“. Um sólarupprás, þriðjudaginn 21. október, vaknaði í liugum allra spurningin: Hvað œtla þeir að gera við okkur? „Skamrnt þar frá, sem ég var“, heldur skýrsla sjónarvottar áfram, „var komin á einhver ókyrrð í liði Þjóðverja. Eftir stundarkorn skildi ég, hvað um var að vera. Það hafði verið óskað eftir sjálf- boðaliðum, til að brytja okknr niður, í hefndarskyni fyrir hina tíu dauðu Þjóðverja og tuttugu og sex særðu. Enginn gaf sig fram. Þá fengu vélbyssuskytturnar iyr- irskipun um að framkvæma mann- drápin. Ég sá einn undirforingja neita blákalt að hlýðnast skipun- inni. „Ég get ekki gert þetta“, sagði hann við yfirboðara sinn. „Þetta er ekki hernaður. Gerið við mig, það sem yður sýnist“. Ég kann þýzku vel, og heyrði, hvað hann sagði. Þetta var hið cina, sem skeði þennan dag, er talizt gat til sóma fyrii' Þjóðverja. Yfirforinginn skip- aði að grípa manninn og færa hann burt. Ég geri ráð fyrir, að þeir hafi skotið hann. Vélbyssuskytturnar tóku sér stöðu meðfram skotsvæðinu. Þjóð- verjar fóru að skipta okkur í fjöru- tíu manna hópa. Ætla þeir virkilega —? Það virt- ist óhugsandi. En ég var hræddur við að halda áfram spurningunni jafnvel í huganum. Serbar fóru að livíslast á. Þeir ræddu um það, livort unnt væri að ryðjast á fylkingu Þjóðverja og brjótast út úr hringnum. En hverj- ir vildu byrja? í hvaða átt skyldi stefna? Það var sýnilega vonlaus tilraun. Alls staðar voru þýzkir her- menn með sprengjur í höndum, en leitað hafði verið á okkur að vopn- um. „Það sem þó öllu fremur hindr- aði athafnir okkar var, að nærri því hver karlmaður þarna átti ung- an son í hópnum. Við hugsuðum: „Vissulega drepa þeir ekki okkur alla“. Nú voru menn ekki lengur í neinum vafa unx, að við höfðum vcrið fluttir hingað út af lxinum tíu drepnu og tuttugu og sex særðu Þjóðverjum. En það þýddi, sam- kvæmt auglýstunx aðvörunum naz- istanna, að þeir mundu drepa 2300 af okkur, kringunx einix þriðja af þessum sjö þúsundum, seixi hér voru saman komnar. Það var íxógu hræðileg tilhugsuix, en ef við reyixd- um að brjótast út úr hringnunx, gat svo farið, að þeir slátruðu okk- ui' öllunx. ... “ Fjörutíu manna hóparnir mars- éruðu franx. Ilópur eftir hóp. Einn þeirra sanxan stóð af skólapiltum eingöngu. Dr. Pantúlikk, rektor þeirra og kennari, hljóp á eftir þeim, til að fylgjast nxeð þeinx, til að marséra fram með þeim. „Ef þið ætlið að di'epa þá“, hrópaði hann, „þá takið mig líka. Ég vil verða drepinn með þeinx“. Síðan byrjuðu hryðjuverkin. „Hinn hx'æðilegi, hræðilegi söng- ur vélbyssnanna“, skrifar sjónar- votturinn. „Mér fannst það hlyti að vera miklu óttalegra að hlusta á hanxx, en vera drepinn. Nokkr- um sinnunx yar mér skipað í hóp, sem átti að skjóta. En í hvert skipti var ég skilinn eftir, eins og af tilviljun. Guð nxá vita, hvort svo var. Ef'til vill var það gert til þess, að ég kynni frá tíðindum að segja. Hershöfðinginn, sem undirrítaði fyrirskipunina unx þessi hryðju- verk (sennilega eftir að hafa ráð- fært sig við yfirherstjórn Þjóð- verja) var Fritz Zimmermann ofursti. Foringinn ,sem franx- kvæmdi fyrirskipunina, hinn eig- ixxlegi slátrari, var majór. Hinunx skelfilegu ógnum þessa atburðar verður ekki lýst nxeð orð- unx. Það kann að vei'a, að menn hugsi, að þeir geti ímyndað sér þær, eix það er ekki rétt. Það get- ur enginn. Öll liugsun um að reyna að bi'jótast út úr hring hinna vopnuðu hermanna nxeð beruixi höndunum var fyrir löngu dauð. Margir okkar, sem enn ekki hafði verið skipað fram, féllu í ónxegin. Sumir hinna þýzku hermanna lágu einnig í yfirliði. Þegar ég raknaði við, var ég svo máttfarinn, að ég gat varla staðið. En ég hélt mér uppréttum. Ég get ekki skýrt það, vegna hvers ég gerði það. Ég sagði í sí- fellu við sjálfan mig: „Ó, guð, ó, guð, ó, guð“. Og svo: „Það má ekki líða yfir mig aftur. Ég verð að standa á fótunum“. Allt í einu spurði einhver: „Fær héimurinn að vita um þetta?“ „Hann hlytur“, svaraði ungur maður, prófessor í sögu. „En hvenær?“ spurði annar. „Fréttir hann það-svo snemma, að það konxi okkur að gagni?“ „Iíann hlýtur“, svaraði ungi pi'ófessorinn aftur. Síðan var hann og hinir báðir reknir fram á blóðvöllinn. Söngur vélbyssnanna brauzt út á fárra nxínútna fresti. Fjörutíu ... fjörutíu .... fjörutíu.....Yfir hundrað menntaskólapiltar voru drepnir, tólf prófessorar, fyrir ut- an rektor þeirra, um þrjátíu aðrir kennarar, sjö prestar liinnar grísk- kaþólsku kirkju, fjórir dómarar ... og þúsundir annarra manna. Morðununx var haldið áfranx í tvær, þi'jár klukkustundir. Ég veit ekki hversu lengi. Við fréttum síð- ar, að liðsforingi einn hefði til- kynnt majórnum, þegar nákvæm- lega 2300 höfðu verið drepnir. Majórinn sínxaði eitthvað, ef til vill til Zimmermanns ofursta og skipaði síðan, að blóðbaðið skyldi halda áfram. Eftir það munu þeir hafa hætt að telja. Enginn veit nákvæmlega, hve margir voru myrtir. Það upplýsist ef til vill aldrei. Sunxir segja 3400, aðrir yfir 4000. Bor'garstjórinn sagði, að 60% af karlmönnum boi'garinnar hefðu velið drepnir. Það mun vera unx 4500. ' Sex hundruð gislar voru teknir, til þess að þeir væru við hendina í franxtíðinni, ef fleiri Þjóðverjar yrðu drepnir eða særðir. Þeim var skipað að grafa djúpar grafir og jarða þar hina dauðu. Þeii' unnu að því dag og nótt frá miðviku- degi til sunnudags. Þegar ég konx til sjálfs nxíix aft- ui' í Kragújevats, óskaði ég þess, áð ég hefði verið einn af þeim, senx voru drepnir. Grátur og kvein heyrðust út úr hverju húsi í borg- inni — engar hai'mastunur og sorgarlxljóð eru eins átakanleg og þau sem stíga upp frá hjörtum Balkanbúa. Ekkert heimili var tiÍ, sem ekki hafði misst fleiri én einn mann eða dreng, sunxar fjölskyld- ur áttu á bak að sjá fjórum, fimm, sex — Alla vikuna sást vai'la nokkur mannvera á götununx. Hin ósjálf- ráða löngun til að lifa, hyað sem á gengur, sem lagin er í brjóst hverjum nianni, var löixiuð. Eng- inn opnaði verzlunarbúð, nxat- sölustað eða kaffihús. Karlnxenn sáust varla. Ilver einasta kona, sem ég sá, bar sorgarklæðí. Það er gizkað á að mennii'nix', sem myrtir voru, hafi haft á sér þrjár til fjórar milljónir dínara. Þjóðverjar stálu öllunx þeim pen- ingum. Síðan — augsýnilega af þessu fé —- gáfu foringjar í þýzka setuliðinu í Kragújeváts 250.000 dínara til fátækra í borginni. 1 næstu viku var fest upp á hús- veggina tilkynning þess efnis, að „2300 kommúnistar og glæpamenn og fylgismenn þeirra“ hefðu verið skotnir af setuliðinu í Kragúje- vats. Þetta var sú tala, seni hefði verið „rétt“, ef þeir hefðu drepið hundrað fyrir einn dauðan og fimmtíu fyrir hvern særðan Þjóð- verja, eins og hótað var í tilskip- uninni. Aðstandendum var neitað um leyfi til að leita að líkunx ættingja sinna og jarða þau ein sér, eðá viðhafa nokkra greftrunarsiði. Þeir, senx fóru fram á slíkt, fengu það svar, að „kommúnistar, glæpa- nxenn og fylgismenn þeirra“ ættu ekki skilið að vera jarðaðir eins og nxönnunx sænxdi. Meðal fórnardýranna voru nokkrir Slóvenar, sem reknir höfðu verið í xitlegð til Serbíu. Við söknum tólf þeirra. Þrenxur dögum eftir að hryðjuverkin .voru fi-amin veittu Þjóðverjar tveinxur hinna di'epnu heinxfararleyfi . . . “ Bismarck greifi, „járnkanslar- inn“, sagði einu sinni: „Land, sem tekur af mér eignir mínar, er ekki lengur föðu'rlánd mitt“. Weiss hershöfðingi sagði í loka- ræðu sinni,' sem sækjandi í Puch- eumálinu í Algier: „Fanginn trúði á sigxu’ Þjóðverja og hataði franska lýðveldið. Hánn safnaði að sér fjárplógsmönnum og iðjuhöldum og háttsettunx foringjum í hern- unx. Þeir urðu leiguþý útlendrar yfirdrottnunarhyggju. Þeir héldu, að Frakkland væri glatað og naz- istar mundu endurreisa Evrópu“. Síðustu orðin, senx liinn mikli, franski sósíalistaforingi, Jaures, sagði á síðasta fundi sínum 28. júlí 1914, rétt áður en hann var myrtur, voru þessi: „Heimsveldis- hyggjan ber í séi' stríð eins og skýin bera storm“. í Þýzkalandi hefur „Gute Hoffnung‘‘-námahringux'inn aukið höfuðstól sinn af eigin efnum úr 80 nxilljóndnx upp í 104 milljónir marka. Rockling-Buderus-stálsmiðjumar liafa þrefaldað höfuðstól sinn nxeð vai-asjóðum. Þetta félag er ná- tengt ríkisstjórninni. Eigandinn ér líerra llockiing, meðlimui' í skotfæranefrid ríkisins. Viðtal við Jakob ÁrRason, ritstjora The R’and Daily Mail: „Frá stríðsbyrjun hefur þróunin orðið hraðari í áttina til færri, en vold- ugri félaga (á sviði vefnaðarvöru, leðurs, rafnxagns, trésnxíða og snxá- sölu)“. Stórir hringir hafa eflzt „á ’kostnað veri' stæði'a félaga“. ★ Fyrirsögn í íhaldstímaritinu Trutli 6. ágúst 1943: „Ilin kom- andi barátta unx gúmmarkaðina“. ★ Chase National bakinn í New York, senx er talinn sá stærsti í heinxi, var kærð.ur fyrir brot á lög- um gegii viðskiptunx við óvinina 12. janúar síðastliðinn. ★ „Ilvar, sénx þessi öfl finnast, er það okkar vcrk að berjast gegn þeim“, sagði Henry Wallace vara- forseti Bandaríkjanna. „Þessi sam- tök, sexíi drottna yfir heimsveld- um auðsixis, hafa sölsað undir sig fullveldi þjóðárinnai' í milliríkja- viðskiptunx. í rauninni liefur miklu af efnahagslegum viðskiptunx okk- ar við umheinxinn verið stjórnað af fámennunx hópi, sem leitast við að skipta íiiðxxr auðlindunx og mörkuðuxn heimsins, í þeinx til- gangi að ráða yfir framleiðslu, verðlagi, dreifingu og sjálfu hjarta- jblóði heimsviðskiptanna“. Framh. af 2. síðu. drepnar þangað til í fyrra að bæjarstjórnin lét byggja örfáar íbúðir og nú er í ráði að bær- inn láti byggja 20 íbúðir á þessu ári. Á Akureyri, einkum Oddeyri, er byggt mikið af einnar hæð- ar húsum og hefur það í för með sér aukinn kostnað fyrir bæinn hvað snertir gatnagerð, leiðsl- ur allar o. fl., og bærinn þenst meira út. Við sósíalistar höfum barizt fyrir því að tekin yrði upp ný stefna í byggingarmálum og byggðar verði stærri byggingar og sambyggingar og horfið frá því að byggja svo mikið af litl- um húsum, þar sem hinn aukm kostnaður vegna raf-, vatns- og gatnagei’ðar kemur aftur niður á íbúunum í auknum útsvörum, en þjóðstjórnarflokkarnir hafa ráðið þessari stefnu í bygginga- málum, þar til nú nýlega að þeir virðast hafa látið eitthvað af henni. SKÓLAMÁL — Byggður var nýr gagn- Knattspyoan — Framh.af 3. síðu hitaveituskurð, og færður til skúr sem ckki virðist nauðsynlegur þar lengur. Og svo auðvitað að bei'a svolítið ofan í hann og jafna. Ég fór franx á þetta í fyrra, en svar- ið varð: „Það þýðir ekki að nefna þetta. Það fæst ekki leyfi til þess“. Ég endurtek svar mitt hcr: Ég trúi þessu ekki. Ég trúi því ekki, að yfirvöld bæjarins vilji ekki reyna að fá það bezta út úr þeinx vandræðum sem við erum í þar sem þetta kostar tiltölulega mjög lítið. Það má líka nxinna á það, að iþi'óttanxenn fengu skýlaus fyr- ii’heit unx það, að þegar þessi völl- ur yrði tekinn undir byggingar þá fengjum við annan tilbúinn til notkunar. Ég trúi því ekki að þess- ir nxenn, senx svo oft hafa sýnt okkur velvilja, daufheyrist við þessum sanngjörnu áskorunum. Meðan ég lief það ekki hrein- lega yfirlýst, að yfirvöld bæjarins neiti þessu, þá ásaka ég þá ágætu menn, Gunnar Thoroddsen, Jens Guðbjörnsson og Erlend Péturs-' son, sem í vallarstjórn eru, fyrir það, að hafa ekki rekið málið nxeð þeinx áhuga og krafti, sem til þarf, og þeim ber. Samsöngtsr Karla feórs Rgyfefavífetir Karlakór Reykjavíkur heldur samsögu í Gamla Bíó n. k. sunnudag klukkan 13,15. Er þetta 4. samsöngur kórsins að þessu sinni og hefur hann ailt- af sungið fyrir fullu húsi og á- gætar undirtektir. Einsöngvarar að þessu sinni eru Einar Ólafsson og Ilaraldur Kristj- ánsson. Undirleik annast Fritz Weisshappel. Aðgöngumiðar eru seldir í Bóka- verzlun Sigfúsar Eynxundssonar. Karlakór Reykjavíkur hefur alltaf átt vinsældum að fagna meðal bæjarbúa. fræðaskóli í fyrra, Gagnfræða- skóli Akureyrar og fór kennsla þar fram í vetur. — Iðn- skóli Akureyrar hefur notið þess húsnæðis einnig. Húsið er enn ekki að öllu leyti fullbúið, en það er mjög myndarleg bygging og almenn ánægja með bygginguna. Skólastjóri gagnfræðaskólans er Þorsteinn M. Jónsson, fyrr- verandi alþm. og er óhætt að segja að hanxl hafi átt mikinn þátt í því að skólabyggingin komst í framkvæmd, því skóla- byggingai’málið mætti allmik- illi andúð meðal afturhaldssöm ustu manna Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. ÍÞRÓTTAMÁL — íþróttamál? — íþróttahús er í smíðum og hefur verið það lengi. Það er rétt hjá sundlaug bæjarins. íþróttamenn og íþróttavinir á Akureyri eru mjög óánægðir með það hve lengi hefur verið legið á framkvæmdum í þessu máli. VERKAMAÐURINN — ELZTA VERKLÝÐSBLAÐ LANDSINS — VERÐUR STÆKKAÐUR — Þú hefur alllengi verið rit- stjóri Vei’kamannsins, fara á- hrif hans ekki vaxandi? — Eg hef haft ritstjói’n Verkamannsins um 10 ára skeið. Hann er mjög mikið les- inn í bænum og síðan ég tók við ritstjórn hans hefur út- breiðsla hans aldrei aukizt eins mikið og á s.l. ári og fer út- breiðslan stöðugt vaxandi. Við höfum á prjónunum að stækka blaðið, en það hefur ekki komizt í framkvæmd enn- þá, en þess verður vonandi ekki langt að bíða. Útgefandi blaðs- ins er Sósíalistafélag Akureyr- ar, — Hvað er í fréttum af Sós- íalistafélaginu? — Áhrif Sósíalistaflokksins fai’a nú sívaxandi fylrst og fremst meðal vei’kalýðsstéttar- innar. VERKLÝÐS SAMTÖKIN HAFA EFLZT MJÖG —Hvað er í fréttum af verk- lýðssamtökunum síðan samein- ingin varð? — V erklýðssamtökin hafa eflzt mjög mikið síðan verka- menn sameinuðust innan Verka mannafélags Akureyrarkaup- staðar í fyrravetur. Vandamál sem nú bíður úrlausnar er að koma upp sameiginlegri skrif- stofu fyrir Alþýðusambandsfé- lögin á Akureyri og myndar- legt alþýðu- og vei’klýðshús. Verklýðsfélögin eiga að vísu hús, Verklýðshúsið svokallaða, en það er svo langt frá því að það fullnægi þörfinni. Með sameiningunni hefur verkalýður Akureyrar öðlazt nýjan þrótt og sóknarmátt í baráttunni fyrir réttindum verklýðsstéttarinnar. J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.