Þjóðviljinn - 21.05.1944, Page 1
Greídið allír atkvaeðí í dag með sambandsslítum og
stofnun lýðveldís á Islandí — Setjíð X víð bæði jáín
á kíörseðlinum I * 11 ítrsppar hafa lokið kosningu með 100 °|0 þátttöku
Innrásin nálgast
Leiðbeiningar til her-
humt'u þióðsnna
Háttsettur brezkur hershöfé-
ingi flutti í gær útvarpsávarp
til hemumdu þjóðanna á meg-
inlandinu, og gaf þeim nákvæm
ar leiðbeiningar um það, á
hvem hátt þær gætu bezt orðið
innrásarherjum Bandamanna að
liði.
Jafnframt var boðað að fleiri
sl|kar leiðbeiningar yrðu gefn-
ar næstu daga.
Bandamenn sígursælir
á ftaliu
Bandamananherimir á ítaliu
vinna stöðugt á, og hafa þegar
brotizt inn í vamarvirkjabeltt
Adolf Hitlerslínunnar.
i
Atkvæðagreiðslan um sambandsslitin og lýðveldis-
stjómarskrána hófst í Reykjavík kl. 10 árdegis í gær,
<og stóð til kl. 10 í gærkvöld. Alls greiddu rúm 12 þús.
atkvæði, og em það 44% þeirra Reykvíkinga sem á kjör-
skrá eru. En mikið vantar á viðunandi kjörsókn. Reyk-
víkingar munu í dag sýna þann metnað, að þeir ætli
ekki að láta hlut höfuðhorgarinnar eftir liggja þessa ör-
lagaríku daga.
Að gefnu tilefni þykir ástæða að minna á þá stað-
reynd að atkvæðagreiðslan um stjórnarskrána er ein-
göngu um það, að afnema skuli hið erlenda konungs-
vald og stofna lýðveldi á íslandi, og það er því heimsku-
leg firra, sem einstaka menn halda fram, að atkvæða-
.greiðslan snúist um önnur efnisatriði stjórnarskrárinn-
ar, hér er um að ræða sömu stjórnarskrána og við bú-
um nú við, með þeim einum breytingum, sem leiða
af stofnun lýðveldis á íslandi í stað konungsdæmisins.
í»eir sem láta tilleiðast að segja nei við stjórnarskránni,
greiða því atkvæði gegn því að lýðveldið verði stofnað
Á íslandi, og með því að hér verði danskur kóngur á-
fram við völd um ófyrirsjáanlegan tíma.
Á öðrum stað eru birt nöfn
þeirra hreppa, sem þegar fyrsta
kjördaginn hafa lokið kosningu
með 100% þátttöku. Hér fara á
■eftir kosningatölur þær, sem
vitað var um í gærkvöld, sam-
kvæmt upplýsingum landsnefnd
ar lýðveldiskosninganna.
Yestur-ísafjarðarsýsla
559 af 1207 kjósendum (46.3
%) hafa greitt atkvæða.
ísafjarðarkaúpstaður
Um 1100 af 1560 kjósendum
<ca. 70%) hafa greitt atkvæði.
Siglufjarðarkaupstaður
1098 af 1649 kjósendum (66,7
%) hafa greitt atkvæði.
Akureyrarkaupstaður
1447 af 3506 kjósendum (41,3
%) hafa gritt atkvæði.
Seyðisfjarðarkaupstaður
320 af 494 kjósendum (64,8%)
hafa kosið.
Suður-Múlasýsla
1105 af 2896 (38,2%) hafa kos-
ið.
Vestmannaeyjakaupstaður
1163 eða 58.4% hafa kosið.
Hafnarfjarðarkaupstaður
1084 af 2330 kjósendum (46,5
%) hafa kosið.
Vestur-Skaftafellssýsla
Þar var í gærkvöld búið að
loka öllum kjördeildum nema
einni (í Hvammshreppi) og
hafði þátttakan í öllum hinum
verið nærri 100%.
Á Sauðárkróki höfðu 95%
kosið í gærkvöld.
Lán til greiðslu
ríkisskulda
Eftirfarandi tilkynningu hef-
ur blaðið fengið frá fjármála-
ráðuneytinu:
„Samkvæmt lögum frá 15. des
ember 1943 var ríkisstjórninm
heimilað að taka lán handa rík-
issjóði, allt að 10 milljónum
króna til greiðslu á erlendum
skuldum ríkissjóðs.
Heimild þessi hefur nú verið
notuð að fullu með því að ráð-
stafað hefur verið sölu á skulda
bréfum ríkissjóðs fyrir 10 millj-
ónir króna og eru ársvextir
3y2%, en tímalengd bréfanna
er sem hér segir:
Kr. 4.000.000 til 7 ára
— 3.000.000 - 10 -
— 3.000.000 - 20 -
Sjö ára skuldabréfin voru öll
seld með opinberu útboði, en
hin bréfin hafa verið seld án
útboðs. Öll bréfin voru seld á
nafnverð.“
Svar forsætisráðherra
birt I Danmö ku
Sendiráð felands í Danmörku
hefur lagt svar forsætiráðherra,
dagsett 11. þ. m., fyrir konung,
og hefur svarið verið birt op-
inberlega, að því er segir í
fréttatilkynningu frá utanríkis-
ráðuneytinu, dagsettri 20. maí
1944.
Hvltasunnuferðin
Hvítasunnufcrð Æ.F.R. og Sósialista-
félagsins. Farmiðar seldir i skrifstofunni
Skólavörðustíg 19 kl. 4—7 í dag og á
morgun. Áríðandi að tryggja sér miða
strax.
Mm ItFeipar Hafa pltað eifn
s
Þessir hreppar hafa ritað nafn sitt í íslands-
söguna með 100% þátttöku í lýðveldiskosningun-
um, — hver einasti atkvæðisbær maður hefur
kosið fyrsta kjördaginn.
Öngulstaðahreppur, Eyjafjarðarsýslu,
Grafningshreppur, Ámessýsiu,
Sandvíkurhreppur, Árnessýslu,
Klofningshreppur, Dalasýslu,
Hörðudalshreppur, Dalasýslu,
Haukadalshreppur, Dalasýslu,
Hvammshreppur, Dalasýslu,
Svalbarðsstrandarhreppur, Suður-Þingeyjarsýslu,
Ljósavatnshreppur, Suður-Þingeyjarsýslu,
Tjörneshreppur, Suður-Þingeyjarsýslu,
Fjallahreppur, Norður-Þingeyjarsýslu.
Alþýðusambandið afneitar „Skutli"
Á fundi miðstjómar Alþýðusambands tslands,
er haldinn var 19. mai s.l., var eftirfarandi ályktun
samþykkt:
„Að gefnu tilefni skal því hér með lýst yfir, að
Alþýðusamhandi íslands og sambandsfélögum þess
er blaðið „Skutull“ og stefna þess í lýðveldismálinu,
með öllu óviðkomandi.
Vér viljum jafnframt skora á alla góða íslend-
inga að stuðla að einingu þjóðar vorrar á örlaga-
stundu, með því að fylkja sér einhuga um sam-
bandsslitin og samþykkt lýðveldisstjórnarskrárinn-
ar.“
Alþýðusamband íslands.
Hanníbal setur met:
Lýdveidísoienfi í hardvítu$fi feosn-
ítigabaráffu á Isafirdi og Alsureyri
víd Aiþýdufíofehiníni
Á tveimur stöðum á landinu hafa þeir hörmuíegu atburðir
gerzt, að málgögn Alþýðuflokksins halda uppi heiftarlegum áróðri
gegn lýðveldisstofnxminni. „Skutull“ á ísafirði og „Alþýðumað-
urinn“, Akureyri, komu út í gær með áskoranir um að segja
nei við stjómarskránni. i grein Hannibals Valdimarssonar, sem
kafli er birtur úr hér á eftir, er áreiðanlega sett met í bjálfa-
hætti og ábyrgðarleysi gagnvart viðkvæmustu málum islendinga.
Á ísafirði hefur verið um raun- j
verulega kosningabaráttu að ræða. I
,,Baldur“ blað Sósíalistaflokksins,
gaf í gær út fregnmiða með ávarpi .
Theodóru Thoroddsen, og í gær
birtu „Baldur“ og „Vesturland“
sameiginlega fregnmiða mcð yfir-
lýsingu Alþýðusambandsins varð-
andi „Skutul“. Þá kom einnig ;
fregnmiði frá Guðmundi Hagalín 1
gefinn út af lýðveldisnefndinni '
samkvæmt ósk höfundar, þar sem |
I
hann tekur eindre'gna afstöðu með '
lýðveldisstjórnarskránni.
Aukablað af Alþýðumanninum.
sem út kom í tilefni af deginum
birti eina grein Hannibals og skor-
aði á kjósendur að fella hina „sví-
virðilegu“ stjórnarskrá.
í ritstjómargrein i „Skutli“ frá
í gær um rás viðb'iirðanna í sögu
íslands á næstu vikum segir m. a.:
„Þegar hinni blinduðu þjóð hef-
ur tekizt að samþykkja stjórnar-
skrárnefnuna, kemur Alþingi sam-
an. Þess fyrsta verk hlýtur að
verða yfirlýsing um að Kristján
konungur tíundi sé settur af. Þá
fer fram forsetakjör. Þfir sem ekki
hefur tekizt að fá algert samkomu-
lag um.neinn ncma Svein Björns-
son sem forseta, nær hann kosn-
ingu, ein,kum sökum þess, að íhald-
inu er kunnugt um að hann ster.d-
ur í þeim sjx>rum að hann getur
ekki tekið \ ið kosningu nú undir
þessum kringumstæðum. Sveinn
Björnsson hlýtur því að afþakka
heiðurinn og rætist J)á sá draumur
íhalds og kommúnista að koma
Einari Arnórssyni í forsetastólir.n.
Framh. á 5 síÖ«i.