Þjóðviljinn - 21.05.1944, Síða 2
2
Þ JÓÐ VILJINN
Sunnudagur 21. maí 1944.
Hver öld fær dóm sinn í sög-
unni þegar hún er liðin, eftirmæli
góð eða .11 eftir málavöxtum, rétt
eða röng eftir því, hversu þekk-
ingu og dómgreind sagnaritaranna,
sem dæma hana, er farið. í sögu
þjóðar vorrar hefur 15. öldin löng-
um hlotið ómilda dóma. Hún hef-
Ur verið talin tími mikillar hnign-
unai' og afturfarar í þjóðlífinu, á
öllum sviðum þess, jafnt andleg-
um sem efnalegum. Oldin hófst
með því að plágan mikla, svarti
dauði, gekk yfir landið, á árunum
1402—1404. Sú drepsótt liefur að
likindum verið mannskæðust allra
farsótta, sem um landið hafa geng-
ið fyrr eða síðar, enda hafa menn
ætlað að afieiðingar hennar hafi
verið ógurlegar. „Fél! þá allur forn
dugnaður“, segir Jón Espólín, og
það er almenn skoðun, að með
plágunni hafi þyrmt svo yfir þjóð-
ina, að hún hafi ekki beðið þess
bætur i margar aldir, að hún hafi
þá tapað hinum forna manndómi
sínum og þreki. Plágan mikla er
talin marka einhver örlagaríkustu
og óheillavænlegustu tímamótin í
sögu íslands.
Það vantar mikið á, að saga ís-
Iands á 15. öld hafi enn verið könn-
uð sem skyldi, og meðan það er
ógert má segja, að hinn almenni
dómur um öldina sé enn undir á-
frýjun, og getur þá brugðið til
beggja vona um það, hvort hann
fær staðfestingu eða eigi. Saga 15.
aldarinnar er erfið viðfangs, m. a.
vegna þess, hversu fáskrúðugar
heimildirnar að henni eru. Jón
Guðmundsson lærði kemst á þessa
leið að orði um tímann yfir plág-
una, í einu af ritum sínum: „Mörg
minnileg tíðindi hafa skeð á ís-
landi síðan og hafa aldrei verið upp-
skrifuð. Því er nú öllu gleymt utan
lítil merki, sem menn hafa fundið í
jarðaklögunum og dómum“. Þetta
er rétt lýsing á heimildum þessa
tímabils. Má heita, að engin sagna-
rit séu til frá 15. öld, þar er aðeins
um að ra?ða einn stuttorðan annál,
Nýja annál, er svo er ncfndur, og
hann nær aðeins yfir þrjá fyrstu
áratugi aldarinnar. Það sem segir
frá 15. öld í öðrum annálum er
allt skrifað miklu seinna, og verð-
ur að nota þær heimildir með mik-
illi varúð. Aðalheimildin eru bréf-
in, sem varðveizt hafa frá þessum
tímum. En meginþorri þeirra lýt-
ur að jarðakaupum manna og
jarðaþrætum. Það voru þesskonar
bréf, sem menn geymdu einkan-
lega. Þau gátu skipt máli síðar
meir, ef heimildir að jörðinni voru
véfengdar. Þessi bréf veita að vísu
ýmsa mikilsverða fræðslu um
mannfræði þeirra tíma og um ým-
is önnur atriði, svo sem verðlag,
búskaparhætti o. fl., en vér erum
litlu fróðari um sjálfa landssög-
una fyrir þau. En fáein gögn hafa
þó líká varðveizt, er landssöguna
varða, og séu þau athuguð vand-
lega rná e. t. v. !esa meira út úr
þeim en í þeim virðist felast við
fyrstu sýn. Það er eitt af þessum
gögnurn, sem ég ætla að gera að
umtalsefni í kvöld.
Austur í Árnessýslu, þar sem
byggðarlögin FIói og Skcið inæt-
OLAFUR LARUSSON prófessor:
Idarmýrarsamþykk
Úfvarpseríndí flutt 16. maí 1944
ast, er hraunfláki nokkur, gamall
og gróinn, sem Merkurhraun lieit- j
ir. í efra jaðri hrauns þessa er lægð j
eða dæld, mýrlend en þó ekki vot- j
lend, sem Áshildarmýri heitir. Er
hún iiokkru vestar en þjóðvegur-
inn, sem nú liggur upp Skeiðin. Á
þessum stað áttu liéraðsmenn fund
með sér árið 1496. Er þetta eina
samkoman, sem vitað er með vissu,
að haldin hafi verið á þessum stað,
en í bréfinu, sem þar var gert,
segjast fundarmenn hafa lagt al-
mennilega samkomu á Áshildar-
mýri á Skeiðum „eftir gömlum
landsins vana“, og gætu þessi orð
e. t. v. bent til þess, að þarna hafi
verið almennur samkomustaður
héraðsbúa um nokkuð langt skeið,
enda er þessi staður í miðju hér-
aðinu og liggur því vel við til fund-
arsóknar fyrir héraðsmenn. Á þess-
ari samkomu 1490 var gerð sam-
þykkt og færð í letur, og er það
bref til enn, að vísu ekki frum-
bréfið sjálft heldur aðeins afrit af
því, og er hið elzta Jieirra frá því
um 1620, ritað af Ara sýslumanni
Magnússyni í Ogri. Því miður hcf-
ur afritarinn ekki hirt um að taka
niðurlagsorð bréfsins upp í afrit
sitt, en þar hefur dagsetningu
bréfsins verið að finna. Vér vitum
því ekki hvenær á árinu fundurinn
var haldinn, en þar sem bréfið er
stílað til Alþingis er sennilegt að
hann hafi verið háður að vorinu
til, nokkru fyrir Alþingi.
Ég mun nú lesa bréfið, sern gert
var á fundinum, eins og það hljóð-
ar:
„Ollum mönnum þeim, sem
þetta bréj sjá eður heyra, sendum
vér lögréttumenn, landbúar og all-
ur almúgi í Árnesi, hirðstjórum,
lögmönnum og lögréttumönnum á
Alþingi, lcveðju guðs og vora.
Vitanlegt skal yður vera, að vér
/löfuni séð og yjirlesið þann sátt-
mála og samþykkt, sem gjör var
á millum Hákonar kongs hins
lcórónaða og almúgans á Islandi,
sem hann vottar og hér eftir skrij-
að stendur".
Síðan taka fundarmenn upp í
bréf sitt, orði til orðs, eina af end-
urnýjunum gamla sáttmála, og er
hún á þessa leið:
„/ nafni jöður og sonar og anda
heilags.
Var þetta játað og samþyk.kt af
öllum almúga á Islandi á Alþingi
með lójataki, að vér bjóðum Ilák-
oni kongi hinum kórónaða vora
þjónustu undir þá grein laganna,
0r samþykkt var í millum kong-
dómsins og þegnanna, er landið
byggja.
Er sú hin jyrsta grein, að vér
viljum gjalda lcongi skatt og þing-
jararkaup, sem lögbók vottar, og
alla þegnskyldu, svo jramt., sem
haldið er vio oss það móti var ját-
að skattinum.
I jyrstu, að utanst.efnvr viljum
vér engar haja, utan þeir menn,
sem dœmdir veröa af vorum mönn-
um á Alþingi burt af landinu.
Item að íslenzlcir sé lögmenn og
sýslumenn liér í landinu aj þeirra
œttum, sem goðorðin hafa upp gef-
ið að fornu.
Item að vi hafskip gangi á
hverju ári til landsins forfalialaust
með landsins nauðsynjar.
Erjðir skvlu upp gefast fyrir ís-
lenzkum mönnum í Noregi, hversu
lengi sem staðið haja, þegar réttur
erjingi kemur til eður þeirra um-
boðsmenn.
Landaurar (það var skattur sem
Islendingar áttu að greiða í Nor-
egi) skulu og upp gejast.
It.em skulu íslenzkir menn slík-
an rétt hafa í Noregi, sem þeir haja
beztan hajt.
Item að kongur láti oss'ná friði
og íslenzkum lögum ejtir þvi, sem
lögbók vott.ar, og hann h.ejur boð-
ið í sínum bréjum, sem guð gefur
honum framast vit til.
Item jarl viljum vér hafa yjir
oss á meðan hann heldur trúnað
við yður en frið við oss.
Ilalda skvlum vér og vorir arj-
ar ailan trúnað við yður meðan
þér haldið trúnað við oss og yðrir
arfar og þessar sáttargerðir, en
lausir, ej rofið verður aj yðvarri
hendi að beztu manna yjirsýn“.
Hér lýkur endurnýjun sáttmál-
ans og tekur nú við það sem fund-
armenn sjálfir leggja til málanna.
Þeir segja:
„Nú fyrir þessa grein, uð oss
þykir þessi sáttmáli ei svo haldinn
vera, sem játað var, fyrir sakir
lagaleysi, ójsóknar og griðroja, ó-
mögulegar áreiðir og nóglegra fjár-
upptekta og manna, sem nú gert.
hefur verið um tima i fyrr greindri
sýslu Arnesi, og hér fyrir lögðum
vér greindir Ámesingar almenni-
lega samkomu á Áshildarmýri á
Skeiðum eftir gömlum landsins
vana, því viljum vér uieð engu
móti þessar óvenjur lengur þola,
hafa né undir ganga.
Item samtókum vér að haja eng-
an lénsmann utan islenzkan yfir
greindu takmarki Árnesi og riði
eigi fjölmennari en við fimmta
mann, því viljum vér gjarnan
styrkja hann með lög og rétt lcong-
dómsins vegna, þann sem það má
með lögum hafa og landsins rétti
vill fylgju. En ej sýslumaður hef-
ur greinda sýsl.u Ámes, þá riði
elcki fjölmennari en við tíunda
mann, sem bók vottar.
Item samtókum vér að enginn
maður í sögðu takmarki taki sér
húsbónda utan sveitar, þó’ þeir búi
á annarra manna jörðum.
Item ej nokkur uppsteytur byrj-
ast í vorri sveit Amesi af utan-
sveitarmönnum með nokkum ó-
rétt, hvort sem gert er við ungum
eður gömlum, ríkum eður fátœk-
um, þá skulu allir skyldir eft.ir að
fara þeim er vanhlut gerðu, og
eigi jyrri við hann skiljast cn sá
hejur fulla sœmd, sem fyrir van-
virðingu varð. Kann svo til að
bera, að hejndin verði meiri í ejtir-
jönnni en tilverknaðurinn, þá
skulu allir skattbœndur jafnmiklu
bítala. En þeir sem minna eiga,
gjaldi sem hreppstjómr gera ráð
fyrir.
Item skulu ij menn vera til
kjörnir í hrepp hverjum að skoða
og fyrir að sjá, að þessi vor skip-
an og samjiykki sé haldin, og ej til
Alþingis þarf að ríða sveitarinnar
vegna, />4 skal hver skattbóndi
gjalda viij álnir í þingtoll, en þeir
iiij álnir, sevi minna eiga, þeim
kost skulu 'halda.
Iteni viljum vér ei hér hafa inn-
an héraðs þann, er ei jylgir vorum
samtölcum. Skulum vér eiga sam-
kornu vora á Ashildarmýri á
Iiartolomeus messudag á haustið,
en i annan tíma á vorið, föstu-
daginn þá mánuður er aj sumri,
og koma þar allir forfallalaust.
En hver sem eitt af þessum sam-
tökum rýjur og áður hefur undir
gengið, sekur iij mörkum og taki
innanhreppsmenn til jafnaðar.
Og til sanninda og fullrar sam-
þykktar hér um, setti Ilalldór
Rrynjólfsson, Páll Teitsson, Olaf-
ur Porbjarnarson, Pétur Sveins-
son, Gvöndur Einarssdn, Gísli
Valdason, Ari Narjason, lögréttu-
menn, Jón Árnason, Sigurður Eg-
ilsson, Einar Hallsson, Þorvaldur
Jónsson, Þórður Sighvatsson,
bœndur í Árnesi, sin innsigli, með
jyrmefndra lögréttumanna inn-
siglum fyrir þetta samþykktarbréj
rncð almúgans samþykki, leikra og
lœrðra, með jáyrði og h.anda-
bandi“.
Þannig hljóðar þessi samþykkt
Árnesinganna. Stíll hennar og orð-
færi er nokkuð óhönduglegt, en
það skiptir ekki máli, það er efni
hennar og andi, sem mestu varða,
og ég mun nú víkja að nokkrum
aðalatriðum þess, sem mér virðist
hún gefa ástæðu til að minnst sé á.
Samþykktin er gerð í lok ald-
arinnar, þeirrar aldar, sem almennt
hefur verið talin hafa drepið kjark
úr landsmönnum meira en nokk-
ur öld önnur. En liver sem les sam-
þykkt þessa, mun ganga úr skugga
urh það, að fundarmennirnir, sem
gerðu hana, voru ekki menn, sem
bugaðir voru ’orðnir af eymd og
ánauð, það eru frjálsbornir menn,
sem slíka samþykkt gera, menn
sem vita vel hvaða réttur þeim
ber, standa fast á rétti sínum og
eru reiðubúnir til að leggja mikið
í sölurnar fyrir hann. Þeir rifja upp
réttindi þau, sem konungava'Idið
hafði heitið þeim og öðrum lönd-
um þeirra. Þeir Iýsa því yfir með
fullri einurð, að þau loforð hafi
ekki verið haldin af konungdóms-
ins hálfu, og þeir segjast ekki leng-
ur vilja þola slíkt, hafa né undir
ganga. Ilér birtist andi hins forna
frjálsa bændaþjóðfélags enn í full-
um krapt.i, sá andi, sem Snorri
Sturluson lýsir svo fagurlega í
Heimskringlu í ræðu Þorgnýs lög-
manns af Tíundalandi á Uppsala-
þingi. Sá frjálsmannlegi andi lifði
enn hjá bændum og búaliði í Ár-
nesþingi í lok 15. aldar, 'og það er
engin ástæða til að efast um það,
að sami andi hafi þá lifað enn í
öðrum byggðum landsins. Vér eig-
um að vísú ekki samskonar sam-
þykktir úr öðrum héruðum, en vel
má vera, að þær hafi verið gerðar
víða annarsstaðar, en annaðhvort
afdrei færðar í letur eða týnzt síð-
ar, hafi þær verið skjalfestar. Orð
og andi samþykktarinnar, sem gerð
var á Áshildarmýri, eru að mínum
dómi ein út af fyrir sig næg sönn-
ipn þess, að hinn almenni dómur
um 15. öldina er rangur, auk þess
sem margt annað bendir til hins
sama. Hversu geigvænleg sem
plágan mikla kann að hafa verið,
þá liefur hún ekki bugað kjark
þjóðarinnar. Það er rétt að geta
þess, að þegar samþykktin var
gerð, var annarri drepsótt nýlétt
af, plágunni síðari, er svo var
nefnd, og gekk um landið árið áð-
ur, 1495. Séra Jón Egilsson í
Hreþphólum segir frá síðari plág-
unni í Biskupaannálum sínum eft-
ir manni,: sem hann hafði sjálfur
haft tal af og verið hafði 14 vetra
þegar plágan gekk, og sýnir frá-
sögn hans, að Árnesþing hefur
goldið mikið afhroð í þeirri sótt.
Héraðið hefur verið í sárum eftir
pláguna, er fundurinn var haldinn
á Áshildarmýri, en það hefur ekki
skert tilfinningu héraðsbúa fyrir
rétti sínum né vilja þeirra til að
halda honum fram.
Annað, sem eftirtektarvert er og
merkilegt við samþykktina, er hinn
sterki félagsandi, og samheldnis-
vilji, sem hún lýsir. Árnesingar
ætla sér að standa allir saman sem
einn maður um réttindi sín og vörn
þeirra. Þeir kveða svo á, að ef ein-
hver utansveitarmaður byrjar
„uppsteyt“ með nokkurn órétt þar
í héraðinu, þá er sama, hvort sá,
sem á er ráðist, er ungur eða gam-
all, ríkur eða fátækur, allir skulu
skyldir til að fara eftir þeim, sem
óréttinn gerði og skiljast ekki fyrr
við málið en sá, sem fyrir óréttin-
um varð, hefur fengið fulla upp-
reist. Þeir gera ráð fyrir því, að
svo kunni að fara að hefndin verði
meiri í eftirförinni en tilverknaðin-
um svarar, og að sá, sem þau
héfndarverk vinnur, felli á sig sekt
af þeim sökum. En þá ætla þeir
allir að taka á sig ábyrgðina, og
bera hana sameiginlega. Þeir ætla
að standa sameiginlega undir sekt-
unum og skaðabótunum, jafna
þeim niður á sig og taka allir þátt
í greiðslu þeirra. Sama er að segja
um kostnað, sein kann að hljótast
af því, að þeir þurfi að senda menn
til Alþingis vegna héraðsins. Þeir
gera ráð fyrir að þess kunni að
þurfa, og þá er vitanlega ekki um
það eitt að ræða, að lögréttumenn
héraðsins sæki Alþingi, heldur það.
að senda þangað heila sveit vopn-
aðra manna til þess að verja rétt-
indi héraðsins og héraðsbúa, er
þess er þörf. Kostnaðinn við slíkar
sendifarir ætla þeir einnig að bera
sameiginlega. Þeim voru samtök
þessi svo mikið alvörumál að þeir
lýsa því yfir, að þeir vilji ekki hafa
neinn þann mann í héraðinu, sem
skerst þar úr leik. Samtök þeirra
voru skipulagsbundin. Tveir menn
skyldu kosnir í hverjum hrepp til
þess að sjá um að samþykktin sé
haldin, og gert er ráð fyrir, að‘
eftirleiðis verði haldnar tvær sam-
Framh. á 5. síðu.