Þjóðviljinn - 21.05.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.05.1944, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. niaí 1944. ÞJOÐ VILJINN 3 RIT8TJÓRI: RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR Vandamál íslenzku hjúkrunarkvennastéttarinnar eftir Sigrídi Eirtksdóttur (PrentaS upp úr síSasta tölublaði Lœknablaðsins. Fyrri hlnti. greinarinn- ar er hér felldur niður og einungis tek- inn sá hlutinn, sem fjallar um Hjúkr- unarkvennaskóla Islands). „Árið 1930 tók Landsspítali ís- lands til starfa, og varð þá sú breyting á námi hjúkrunarkvenn anna, að Hjúkrunarkvennaskóli Íslands var settur á stofn á veg- um Landspítalans og ljúka hjúkrunarnemar þar prófi eftir 3ja ára nám, en framhaldsnám- ið á Norðurlöndum fellur niður. Síðustu árin njóta'hjúkrunar- nemar nokkuri-a vikna forskóla- kennslu, áður en aðalnámið hefst. — Samt sem áður var flestum íslenzkum hjúkrunar- konum útveguð vist um 1—2 ára skeið á norrænum sjúkrahúsum, á vegum norrænu samvinnunn- ar. Taldi F. í. H. það mikinn feng að hafa aðgang að hinum stærri sjúkrahúsum og heilsuverndar- stofnunum á Norðurlöndum, enda hefur reynslan orðið sú, að hjúkrunarkonur, sem út hafa farið, hafa aukið vel menntun sína. Ætla mætti nú, að námsmál- um okkar væri vel borgið með starfrækslu Landspítalans. En sá var ljóður þar á, að í þeirri byggingu var ekki einu sinni gert ráð fyrir híbýlum hjúkrun arkvenna, hvað þá heldur hjúkr unarnema. Yfirhjúkrunarkona spítalans hefur frá byrjun bú- ið við híbýlakost, sem er til smánar fyrir stéttina. Hjúkrun- arkonur spítalans voru allar neyddar til þess að taka her- bergi á leigu utan spítalans. Kennslukona Hjúkrunarkvenna skólans, sem var ráðin fyrir 2 árum til aðstoðar yfirhjúrunar- konunni, verður einnig að búa utan skólans. Hjúkrunarnemun- um er troðið í þakhæðina, þann ig, að nokkrar þeirra hafa búið í herbergjum með þakgluggum, 2—4 í hverju herbergi. Kennslu- stofu hafa þær enga út af fyrir sig og kennslugögn hafa ávallt verið ófullkomin og af skornum .skammti, fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að hvergi hefur verið staður í spítalanum til varðveizlu slíkra áhalda. Hjúkr unarnemarnir hafa enga dag- •stofu, ekkert bókasafn og ekk- ert hljóðfæri til afnota, og mun það vera algert einsdæmi með heimavistarskóla, jafnvel hér úti á íslandi. Þar að auki er eng- in kennslubók til á íslenzku fyr- ir hjúkrunarnemana ok hafa þær orðið að notast við danska kennslubók, sem er orðin úrelt Landið er fagurt og frítt í mörgum greinum. Ef hjúkrun- arnemarnir hefðu ekki ávallt notið mikillar velvildar forstöðu kvenna sinna á spítalanum, sem ávallt hafa reynt að gera þeim vistina eins þolanlega og unnt hefur verið, er hætt við að fleiri hefðu gefizt upp á námsárun- um en raun hefur orðið á. Þessi „gleymska“, með að ætla Hjúkrunarkvennaskólanum við- unandi húsakost í byggingu spí- talans, sem þó allir töldu sjálf- sagt að yrði starfræktur þar, sannar enn skýrar réttmæti þess sem ég hef alltaf haldið fram við ýmsa málsmetandi lækna, að við allar sjúkrahúsbygging- ar eigi að vera hjúkrunarkonur með í ráðum. í framkvæmda- nefnd Landspítalabyggingarinn ar var engin hjúkrunarkona og má fullyrða, að margar óbætan- legar misfellur urðu á þeirri byggingu fyrir þá sök. Á síðari árum hafa hjúkrunarkonum að vísu verið sýndar teikningar af byggingum, sem fyrirhugað er að reisa, en þá erfiðara um að þoka, heldur en ef þær væru hafðar með í rá|5um frá byrjun. Þrátt fyrir hin erfiðu skilyrði, sem hjúkrunarkvennastéttin hef ur haft við að búa, hefur henni tekizt furðu vel að halda á mál- um sínum. Samræmi er víðast komið á í launakjörum og vinnu tíma, þar sem fleiri starfa við sömu stofnun. En stytting vinnu tíma er mjög erfitt að fram- kvæma, þar sem 1 hjúkrunar- kona vinnur við sjúkrahús eða bæjarfélag, og er það atriði m. a. einn af erfiðleikunum við að útvega hjúkrunarkonur á slíka staði. Hjúkrunarkonurnar hafa nýlega fengið lögfestan lífeyris- sjóð sinn og er þar með miklum áhyggjum létt af stéttinni. Laun hjúkrunarkvenna eru svo lág, að óhugsandi er að þær geti lagt af þeim til elliáranna, svo að nokkru nemi. Auk þess er starf- ið svo lýjandi, andlega og lík- amléga, að flestar hjúkrunar- konur,eru útslitnar um sextugt. Það sem því aðallega háir hjúkrunarkvennastéttinni nú, er fæð hennar. Skólinn getur ekki útskrifað nema ca. 12 hjúkr unarkonur árlega og er hann þá fullskipaður, en vafalaust væri full þörf á að útskrifa minnst 24 hjúkrunarkonur árlega, til þess að geta fullnægt þeirri eft- irspurn, sem nú er og verður á næstu árum, ef nokkur skriður kemst á starfrækslu ýmissa sjúkrahúsa og heilbrigðisstofn- Framhald á 8. síðu. Lerkitré við Grund t Eyjafirði. Gróðursett um aldamót. Myndin tekin l fíSd. „Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekku- sóley....“ svo kvað skáldið okk- ar góða forðum, og enn hitnar hverjum íslendingi um hjarta- ræturnar þegar hann minnist þessara ástarjátninga Eggerts, og dvelur um stund með þeim Jónasi í blómguðum jurtagarði. Flest erum við að upplagi börn náttúrunnar, okkar dásamlegu íslenzku náttúru, og þegar við skolumst með straumi lífsins úr skauti náttúrunnar og setjumst að 'í borginni eða á mölinni, þá leitar hugurinn samt alltaf'heim til fífils í haga og brekku-sól- eyjar. í höfuðborginni okkar má nú víða líta fallega blóma- og trjá- garða. Og vert er að rpinnast þess, að það er jafnvel- leyfilegt almenningi að ganga um og njóta ofurlítið fegurðar náttúr- unnar í 2—3 listigörðum borgar- innar. Þessi viðleitni valdhaf- anna til fegrunar og yndisauka okkar malarbúa er þakkarverð, — en þó held ég, að miklu meira fé og tíma væri varið til rækt- unar og fegrunar okkar ágætu höfuðborgar, ef valdhafarnir skildu betur hve stórkostlega þýðingu fagurt umhverfi hefur á mannssálina, því ræktun og fegrun umhverfisins sem við lif- um í, er um leið ræktun og fegr un mannsandans. Þó að garðrækt hafi á síðustu árum tekið undraverðum fram- förum, hér í bænum, þá er svo langt frá því, að fjöldinn fái notið þeirra unaðssemda. Við vitum flest mætavel, að þó marg ir fagrir blóma- og trjágarðar sjáist fyrir framan ný-byggðu „villurnar“. þá eru það ekki allt- af allir íbúar hússins, sem að- gang hafa að þessari paradís! nei, því miður erum við íslend- ingar ennþá svo ófélagslegar mannverur. Sérstaklega er þó börnunum meinað að ganga „út á grasið eða snerta blómin“. Er ekki eitthvað bogið við svona hugsunarhátt? Eða eru þetta ekki stórfelld mistök á uppeldi barna? Væri ekki eðlilegra að blessuð börnin væru vanin á það nógu snemma að umgang- ast blóm og jurtir með þeirri umhyggju og nærgætni, sem með þarf, en að óttinn við skemmdarfýsn þeirra sé svo mikill, að ástæða þykir til þess að reka þau út á götuna, ef grænn blettur er í kring um hús ið? Væri ekki æskilegt, að barna skólarnir og þá ekki síður barna heimilin tækju þetta til alvar- legrar íhugunar? Eg er ekki í neinum vafa um það, að börnin myndu fljótt læra að bera um- hyggju fyrir skrúði náttúrunn- ar, ef þeim væri nógu snemma leyft að kynnast því sem grær upp úr móðurmoldinni og kennt 1 að elska það. Konur! Látið ekki ykkar eftir liggja í lýðveldiskosningunum. Vonandi eruð jnð allar búrtar að lcjósa< að öðrum kosti farið þið strax af stað. Rekið karlana fyrir hádegi og farið svo sjálfar um leið og þið cruð búnar að gefa heimilisfólkinu að borða. Enginn Islehdingur mú bregðast skyldu sinni og tœkifœn til þess að slcapa sér og afkomendum sínum frelsi. ALLIR Á KJÖRSTAÐ OG KROSS Vltí BÆÐI JÁ-IN. Flest langar okkur til þess að geta eignazt okkar eigin garð- holu, þar sem börnin okkar geta fengið griðastað, og ekki efa ég, að mörg móðirin hefði yndi af því að kenna barni sínu að um- gangast smávinina sína, foldar- skartið. En þess er því miður varla að vænta meðan húsnæðis málin eru í því öngþveiti, sem þau nú eru í, að við fáum svo djarfa ósk uppfyllta sem þá, að geta sjálf ræktað okkur lítinn blett, þar sem hugurinn getur hvílzt frá striti og stríði hvers- dagslífsins, og þar sem börnin okkar gætu drukkið í §ig fegurð og þor. Þessa ósk fáum við varla uppfyllta fyrr en valdhöfum þessa bæjarfélags skilst, að með ræktun og fegrun umhverfis okkar eru þeir einnig að fram- kvæma mannrækt. Það hefur sýnt sig áþreifan- lega síðustu árin, að þeir, sem átt hafa þess kost að rækta blett fyrir framan hús sitt, hafa not- fært sér það, og bera hinir mörgu vel hirtu og fallegu garð- ar vott um þá alúð og umhyggju, sem eigandinn eða leigjandinn leggur í garðræktina. Vitað er, að margir láta lærða garðyrkju- menn annast störfin fyrir sig, og missa við það margar ánægju- stundir. En hinir hygg ég að séu fleiri, sem sjálfir rækta sinn blett og annast. Þó kunnáttan sé ekki nema takmörkuð til að byrja með, ætti það ekki að hræða neinn frá því að gera til- raunina sjálfur. Ánægjan felst einmitt í því að vinna að því sjálfur að gróðursetja og græða. Ágætrar leiðbeiningar um garð- rækt getum við einnig orðið að- njótandi með því að kynna okk- ur þá bæklinga um garðyrkju- störf sem nokkrir ágætir garð- yrkjumenn og aðrir hafa gefið út, má m. a. nefna „Garðyrkju- störf“ eftir Ingimar Sigurðsson Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.